Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 15

Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 15 ÚR VERINU Lönduðu framhjá hafnarvog FRAMKVÆMDASTJÓRI Auðbjarg- ar ehf. í Þorlákshöfn, starfsmaður fyrirtækisins og skipstjóri Amars AR hafa verið ákærðir fyrir að landa afla framhjá vigt þann 22. júní sl. Málið hefur verið þingfest og er til meðferðar í héraðsdómi Suðurlands. Aðalmeðferð fer fram 21. febrúar nk. Við yfírheyrslur viðurkenndi um- ræddur starfsmaður Auðbjargar fyr- ir dómi að hafa ekið 6.977 kílóum af slægðum þorski sem landað hafði verið úr Arnari RE frá skipshlið að fískverkun fyrirtækisins án þess að fara áður með aflann til vigtunnar á hafnarvoginni í Þorlákshöfn. Það sagðist hann hafa gert samkvæmt skipun útgerðarmanns skipsins sem er einnig framkvæmdastjóri Auð- bjargar ehf. Ætlaði að koma tveimur tonnum framhjá vigt Framkvæmdastjórinn viðurkenndi við yfírheyrslur að hafa lagt fyrir starfsmanninn að aka með aflann að fískverkuninni og framhjá vigt og jafnframt að ætlun sín hafí verið að koma tveimur tonnum framhjá vigt. Hann tekur þó fram að aðeins hafí verið búið að lyfta tveimur fískikörum af palli bílsins þegar að starfsmaður Fiskistofu hafí komið þar að og þá hafí þau verið látin síga á pallinn á ný. Skipstjórinn kvaðst fyrir dómi ekki hafa vitað betur en ekið yrði með aflann til vigtunar á hafnarvog og hafnaði aðild að málinu. Ákæruvald- ið lýsti því samt sem áður yfir að fast sé haldið við saksókn á hendur skipstjóranum. ----» 4-4-- Kvótakaup rannsökuð SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur sent sýslumanninum á Ólafs- firði mál á hendur Sæbergi hf. til rannsóknar. Um er að ræða mál er varðar þátttöku sjómanna í kvó- takaupum. Sjávarútvegsráðuneytið fór þess á leit við Farmanna og fiskimanna- samband íslands í desember sl. að hafa milligöngu um að koma upplýs- ingum og gögnum sem sambandið kynni að hafa undir höndum um meint brot á sjómönnum til réttra yfírvalda. FFSÍ sendi ráðuneytinu upplýs- ingar um þrjú mál sem óskað var rannsóknar á, þ.m.t mál samtaka sjómanna gegn Sæbergi hf. á Ólafs- firði, ásamt tveimur málum sem þegar hafa verið tekin fyrir í Úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna. Rannsókn á máli Sæbergs hf. er í höndum sýslumannsins á Olafsfirði en er ekki hafín. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er hér um að ræða þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum, svokölluð „tonn á móti tonni“ viðskipti. Neskaupstaður. Morgunblaðið. ÞÓRSHAMAR GK 75 kotn til Neskaupstaðar í þessari viku eftir gagngerar endurbætur í Esbjerg í Danmörku. Skipið var lengt um 14 metra og sett á það ný brú og borðsalur. Þá voru sett í skipið ný spil, kraftblökk og nótakrani. Skipið ber nú um 700 tonn af síld eða loðnu í kældum tönkum, en fyrir breyt- ingu var burðargetan aðeins 300 tonn. Nú er unnið að því að Lengdur um 14 metra Morgunblaðið/Ágúst Blöndal gera Þórshamar kláran til loðnuveiða. Meðal annars verða loðnufiokkarar settir um borð og verða þeir nú 6 í stað þriggja áður. Búizt er við því að skipið haldi til veiða um helgina. Kostnaður við breytingarnar á Þórshamri er um 200 milljónir króna. Eigandi skipsins er eignarhaldsfélagið Festi í Grindavík og skipstjóri er Jón Eyfjörð. IBALENO WAGON 4 WD Tveir góðir í snjóinn: Og líttu á verðið: SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aðeins 1.940.000 KR. BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,-kr. Prufukeyrðu Suzuki í dag. SUZUKI BÍLAR HF Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. skeifunni 11, íos Reykjavík. Mjúkur og léttur - eirts og akstur á ao vera. simi 568 5i oo. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, simi 471 20 11. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. iVITARA *júNvnai*%mTœi€i • nuóMTfíEiei • FEti&fíTœKi Allt að 50% afsláttur SkiphoHi 19 Sími: 552 9800 Grensósvegi 11 Sími: 5 886 886 Grœnt númer: 800 6886 HRAÐÞJÓNUSTA VK) LANDSBYGGÐARFÓLK Sendum samdægurs um allt land í póstkröfu, sé hringt fyrir kl. 12:00, annars nzsta virkan dag. TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA ITIL 36 MANAÐA NAÐA I lAnBQMKtMJ I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.