Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar NÚ er lokið forkeppni í Akur- eyrarmótinu í sveitakeppni með þátttöku 10 sveita. Spilaðir voru 10 spila leikir og komust fjórar efstu sveitimar í úrslitakeppni en hinar spila um 5.-10. sæti. Keppni um sæti var hörð og þegar ein umferð var eftir voru sveitir Antons Haraldssonar og Stefáns G. Stef- ánssonar búnar að tryggja sér sæti í úrslitum, sveit Páls Pálssonar þurfti fimm stig en fjórar sveitir áttu möguleika á 4. sætinu. Eins og oft vill verða þegar menn þurfa að skora vel voru miklar sviptingar í lokaumferðinni. Sveit Sveins Páls- sonar sem hafði 12 tiga forystu á fímmtu sveit (Stýtu) fyrir lokaum- ferðina tapaði 7-23 fyrir sveit Hjalta Bergmann, sveit Strýtu tap- aði 0-25 fyrir sveit Páls Pálssonar og sveit Ævars Ármannssonar tap- aði 10-20 fyrir sveit Ragnhildar Gunnarsdóttur. Sveit Stefáns Vil- hjálmssonar vann sveit Sverris Har- aldssonar 21-9 og náði við það jafn mörgum stigum og sveit Sveins Pálssonar. Þar sem Sveinn vann innbyrðis viðureignina komst hann áfram, en Stefán formaður BA nag- ar sig í handabökin fyrir að hafa ekki ákveðið í reglugerð mótsins að láta spila bráðabana ef sveitir yrðu jafnar eins og varaformaður- inn og sveitarfélagi Stefáns hafði stungið upp á. Lokastaðan: Anton Haraldsson 171 Stefán G. Stefánsson 166 Páll Pálsson 161 Sveinn Pálsson 135 Stefán Vilhjálmsson 135 Ragnhildur Gunnarsd. 125 Árangur einstakra para var reiknaður skv. Butler og var þar ekki síður spennandi keppni. Efstu pör voru: Anton Haraldsson/Sigurbjöm Haraldsson 17,65 GrettirFrímannsson/ReynirHelgason 17,64 Jónas Róbertsson/Skúli Skúlason, 9 leikir 17,18 Páll Pálsson/Þórarinn B. Jónsson, 7 leikir 17,18 Stefán Vilhjálmsson/Guðm. V. Gunnlaugs. 15,82 Úrslitakeppnin hefst nk. þriðju- dag og spila fjórar efstu sveitimar 32 spil á kvöldin. Sveitirnar í 5.-10. sæti spila tvo 16 spila leiki á kvöld- in en 24 spil síðasta kvöldið. ffl HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVIKUR Auglýsing um starfsleyfistillögur skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 Dagana 3. febrúar til 28. febrúar nk. munu starfsleyfistillögur neöangreindra fyrirtækja liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni i Ráðhúsi Reykjavíkur: TM húsgögn, trésmíöaverkstæöi Síöumúla 30,108 Rvík. Hjólbaröastöðin eht, smurstöö Bildshöfða 8,112 Rvík. Húsgögn eht Bildshöfða 14,112 Rvík. Isloft, blikk- og stálsmiöja ehf. Bíldshöföa 12,112 Rvík. Vogabón,bónstöð Dugguvogi 12,104 Rvík. Viö og við sf., innréttingasmíði Bíldshöfða 12,112 Rvík. Fanntófell ehf., trésmíöaverkstæöi Bildshöfða 12,112 Rvík. Texti hf., textun og framköllun Síöumúla 23,108 Rvík. Blikksmiðja Austurbæjar ehf. Borgartúni 25,105 Rvík. Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur ehf. Síöumúla 12,108 Rvík. Viður sf., trésmiöja Síðumúla 11,108 Rvík. Barnasmiðjan ehf., járn- og trésmiðja Gylfaflöt 7,112 Rvík. Trésmiðja Reykjavíkurborgar Skúlatúni 1,105 Rvík. Kaupfang ehf., trésmiðja Borgartúni 25,105 Rvík. Glófaxi ehf., blikksmiðja Ármúli 42,108 Rvík. Blikksmiðja Harðar Eldshöfða 15,112 Rvík. Stálsmiðjan hf. Funahöfða 7,112 Rvík. Hagverk ehf., bifreiðasmiðja Vagnhöfða 21,112 Rvík. Steinholt ehf., prentsmiðja Ármúla 42,108 Rvík. Fóðurblandan ehf. Korngörðum 2,104 Rvik. Mjólkurfélag Reykjavikur Korngörðum 8,104 Rvík. T.P. Fóður ehf. Köllunarklettsvegi 4,104 Rvík. Semaco ehf., bifvélaverkstæði Skeifunni 17,108 Rvík. Vélaland ehf., bifvélaverkstæði Skeifunni 17,108 Rvík. Stilling ehf., bifvélaverkstæði Skeifunni 11,108 Rvík. Bílaverkstæði Einars Þórs Tangarhöfða 5,112 Rvík. Spindill ehf., bifvélaverkstæði Vagnhöfða8,112 Rvík. Óskar Gunnarsson, bifvélaverkstæði Tangarhöfða 6,112 Rvík. Bilson ehf., bifvélaverkstæði Ármúla 15,108 Rvík. K.H.G. þjónustan ehf., bifvélaverkstæöi Eirhöfða 14,112 Rvík. Magnús E. Halldórsson, bifvélaverkstæði Vagnhöfða20,112 Rvík. Kistufell ehf., vélaverkstæði Tangarhöfða13,112 Rvík. Grafan ehf., vélaverkstæði Eirhöfða 17,112 Rvík. E.T. þjónustustöð ehf., smurstöð Klettagörðum 11,104 Rvík. Stálver, blikksmiðja Eirhöfða 16,112 Rvík. Bifreiðaverkstæði Gísla Hermannssonar Vagnhöfða 12,112 Rvík. N.K. Svane ehf., bifvélaverkstæði Skeifunni 5,108 Rvík. K.Þ.B. þjónustan, bifvélaverkstæði Skeifunni 5,108 Rvík. Almenna bílaverkstæðið Skeifunni 5,108 Rvik. Hekla hf., bifvélaverkstæði Laugavegi 170-174,105 Rvík. Dalverk sf., vélaverkstæði Eirhöfða 14,112 Rvík. Bifreiðaverkstæði Kristins Funahöfða1,112Rvík. Bifreiðasmiðjan G & Ó sf. Funahöfða3,112 Rvík. Bifreiðaverkstæði Árna H. Árnasonar Eldshöfða 15,112 Rvík. Bílaverkstæði Jóns Þorbergssonar Bíldshöfða 8,112 Rvík. Fólksbílaland ehf., bifvélaverkstæði Bíldshöfða 18,112 Rvík. Finnbogi Guðmundsson, bifvélaverkstæði Bíldshöfða 18,112 Rvík. Betri bílar ehf., bifreiðaverkstæði Skeifunni 5,108 Rvík. Bifreiðaverkstæði Steindórs Ingimundarsonar Hamarshöfða 6,112 Rvik. Sigurður H. Óskarsson, bifvélaverkstæði Eldshöfða 15,112 Rvík. P.S. Rétting, bifreiðaréttingar Laugarnestanga 17,105 Rvik. Réttingaverkstæði Bjarna Gunnarssonar Bíldshöfða 14,112 Rvík. Uppdæling hf., dælubill Funahöfða 13,112 Rvík. Hængur Þorsteinsson, tannlæknir Bolholti 4,105 Rvik. Tannlæknastofa Jóhanns Möller Freyjugötu 25,101 Rvík. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Ibúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14,105 Reykjavík, fyrir 4. mars nk. Heilbrigðisnefnd Reykjavikur. ÍDAG hvítt og átti leik, en Tómas Björnsson (2.240) var með svart. 27. Rg5!! - hxg5 28. He3 (Hótar 29. Hh3 mát) 28. - g6 29. Rxg6+! - Kg7 (Eða 29. - fxg6 30. Dxg6 — Hf4 31. Hael - Rac6 32. Dh6+ - Kg8 33. He6 með óstöðvandi sókn) 30. Rxf8 — Kxf8 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir svari hvíts, sem yrði 31. Hh3! Pizza kvöld Hell- is fyrir 14—20 ára. Það fyrsta er í kvöld kl. 18 í húsnæði Hell- is, hjá Bridgesambandinu í Mjódd. Þau hefjast með fyrirlestri, þá verður pizza og gos og kvöldið endar með hraðskákmóti. Ókeypis fyrir félagsmenn Hellis, en kr. 500 fyrir aðra. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Hafnfirð- ingurinn Sigurbjöm Björnsson (2.195) hafði BRIDS Umsjön GuAmundur Páll Arnarson ÞEGAR spilarar komast á það stig að byija að telja upp hendur opnast þeim nýr og spennandi heimur. Norður gefur; enginn á hættu. Norður 4 ÁK109 4 G643 ♦ G 4 Á654 Vestur Austur ♦ 863 4 54 V ÁKD107 IIIIH »8 ♦ D864 111111 ♦ K109532 * 9 4 G1073 Suður 4 DG72 4 952 4 Á7 4 KD82 Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 iauf Pass 4 spaðar Allir pass Útspil: Hjartaás. Vestur tekur þrjá fyrstu slagina á hjarta (austur hendir tíglum) og spilar svo því fjórða. Austur trompar hjartagosann og sagnhafi yfirtrompar. Tekur svo þrisvar tromp og enn hendir austur tíglum. Ef laufið brotnar 3-2 fást tíu slagir auðveldlega, en eins og málin hafa þróast, eru ekki miklar líkur á því. Hvað veit suður um spilið? Hann veit að austur hefur byijað tvo spaða og eitt hjarta. Þar með tíu spil í láglitunum. Er hugsanlegt að austur eigi sjö tígla og þar með aðeins þijú lauf? Ef svo er, hefur austur geymt sér við einu laufi norðurs, því flestir spilarar skjóta inn hindrunarsögn ef þeir mögulega geta. Því eru allar líkur á því að austur hafi byijað með sex tígla og þar með fjögur lauf. Með þetta í huga spilar sagnhafi næst lauftvisti á ásinn í borði. Nía vesturs er ánægjuleg sjón, því nú má svína fyrir G10 austur. Laufi er spilað úr borði og áttan látin duga ef austur setur lítið lauf, sem er besta vörnin. En ef austur fer upp með tíuna, drepur suður, fer inn í borð með því að trompa tígul og svínar síðan lau- fáttunni. Mfc somA>u/r~ EKKI gmnaði mig að við myndum fljúga suður á bóginn á haustin. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Hamborgarar og franskar STÖKU sinnum kaupi ég mér hamborgara og franskar og alltaf verð ég fyrir sömu vonbrigð- unum þegar heim kemur og ég lít ofaní pokann. Nú fer því víðsfiarri að ég hafi löngun til að bregða mér í brækur leiklistargagnrýnanda sjónvarpsins, herra Jóns Viðars Jónssonar, og fá alla „fabrikkuna" upp á móti mér. Það er ekki óskahlutverkið mitt að verða eins og kerlingin í þjóðsögunni sem flaut dauð upp á móti straumi, en... íslenskir ham- borgarar eru reyndar ekki eins og gamlar skó- bætur, hinsvegar eru þeir almennt þurrir og seigir, í stað þess að vera þykk- ir og safamiklir. Nú, nú. Frönsku kart- öflumar eru mjóar, seig- ar spírur, ólíkar amer- ísku kubbunum, sem eru stökkir að utan en mjúk- ir að innan. Nú eru franskar kartöflur ekki undan hormónagjöfum, eða er það kannski nýj- asta patentið í Amerík- unni til að hafa þær svona góðar? Ég veit það ekki. Og þá er það fyrir- spurn til heilbrigðisyf- irvalda: Er farið að leggja sviðahausana í klór? Það er ekki einleik- ið hvað þeir eru fölir í framan. Guðrún Jakobsen, Bergstaðastræti 34. Dýrahald Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, hvítur og blár hvarf miðviku- daginn 29. janúar frá Laufvangi í Hafnarfirði. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir að hringja í síma 555 4545. Kisa ertýnd LJÓSGRÁ, bröndótt læða með gula fiekki nið- ur á fætur hvarf frá Smárarima í byijun jan- úar. Hún er eyrnamerkt R-5261, með guia ól. Ef einhver hefur orðið var við kisu, hafið samband í síma 587 2900 eða 588 6924. Tapað/fundið Myndir í óskilum KONA hafði samband við Velvakanda vegna mynda sem fundust við bakhús á Laugaveginum sumarið ’96 og vill hún reyna að koma þeim til eigandans. Þetta er ein mynda úr stórum bunka þar sem m.a. voru myndir úr ferm- ingarveisiu, frá Gullfossi og Geysi o.s.frv. Upplýs- ingar í síma 569 1318 milli kl. 12-10 og 14-16. AUÐVITAÐ áttu rétt á að hafa eigin skoðanir, en ég á líka rétt á að hlusta ekki á þær. EFTIR að hann fór á elli- laun eyðir hann alltaf klukkutíma á dag í að skrifa lista yfir það sem hann þarf að gera. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkveija andvarp- aði þunglyndislega þegar hann las upphaf baksíðufréttar I Morgunblaðinu í gær: „íslenzkir tómatar koma óvenjusnemma á markað þetta árið.“ Kunninginn er, eins og aðrir neytendur, orðinn van- ur því að verðlag á íslenzku græn- meti sé svimandi hátt að vor- og haustlagi, þegar lítið framboð er af inniendri framleiðslu en ofurtoll- ar lagðir á innflutning. Um leið og innlend framleiðsla kemur á markað hafa tollamir á þeirri erlendu hækk- að. Kunninginn gat þó andað léttar — í bili — er það rilj'aðist upp fyrir honum að samkvæmt samkomu- lagi, sem gert var í tengslum við EES-samninginn, má flytja inn fjór- ar grænmetistegundir frá löndum Evrópusambandsins allt fram til 15. marz án tolla. Þar á meðal eru tóm- atar og íslenzkir tómataræktendur hafa því heilbrigða samkeppni í nokkrar vikur í viðbót. VÍKVERJI furðar sig mjög á þeim tilmælum formanns Prestafélagsins, sr. Geirs Waage, til presta að þeir taki ekki að sér aukaverk í öðrum sóknum en sinni eigin — og að þeir, sem ekki eru sóknarprestar, vinni hreint engin prestverk á borð við skírnir, gift- ingar og jarðarfarir. Víkveiji skilur ekki hvernig formanni Prestafé- lagsins eða prestum yfirleitt dettur í hug að hægt sé að koma málum í þennan farveg. Málið snýst að mati Víkverja ekki fyrst og fremst um það að prestar virði sóknamörk hver annars, heldur frelsi almenn- ings til að velja sér prest. Prestar hafa misjafnt lag á að framkvæma embættisverk og það er ekkert eðlilegra en að fólk sé frjálst að því að velja mann til jafnvanda- sams starfa og t.d. að gefa það saman hjón eða jarðsyngja náinn ættingja. Siíkir atburðir eru tilfinn- ingalega mikilvægir fyrir flesta og skiptir máli að þeir fari fram eins og kaupendur prestsþjónustunnar kjósa. xxx PRESTAR hafa — sem betur fer — misjafnan stíl og mis- munandi trúarskoðanir. Fólki á að vera frjálst að velja þann prest, sem því fellur bezt við og nú á dögum er auðvelt að leita til prests úr annarri sókn, þar sem þéttbýli hefur annars vegar aukizt mjög og samgöngur hafa hins vegar batnað mikið. Fámenni og sam- gönguleysi er þess ekki lengur valdandi að fólk sitji uppi með prest, sem kannski er ekki starfi sínu vaxinn eða hefur trúarskoðan- ir, sem rekast á við viðhorf þess sjálfs. Víkverji trúir nú ekki öðru en að flestir kirkjunnar þjónar hljóti að hafa áttað sig á þessu, þótt sumir kunni að lifa í gamia tímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.