Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 37 RAGNAR ÁGÚST BJÖRNSSON -4- Ragnar Björns- ■ son var fæddur á Isafirði 1. ágúst 1909. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 24. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Hall- grímsson; skip- stjóri á Isafirði, f. 21. febrúar 1876, d. 27. september 1953, og Stefanía Magnúsdóttir, f. 7. september 1878, d. 2. janúar 1916. Björn kvæntist síðar Kristínu Guðmundsdóttur. Systkini Ragnars voru Hallgrímur Björnsson, Magnús Björns- son, Björn Björnsson, Stefán Björnsson og Liya Björns- dóttir. Hinn 1. desember 1935 kvæntist Ragnar Jensínu Jónsdóttur, f. 17. janúar 1915, d. 12. febrúar 1987. Dætur þeirra eru: 1) Stefanía, maki Gunnar Albertsson, þau búa í Garðabæ, börn: Ragnar, Lísa Kristín og Þór- unn. 2) Kolbrún, maki Jón Sigurðs- son, þau búa í Tókýó, börn: Berglind og Ragna Björk. Barnabarnabörn- in eru þrettán og Ragnar átti eitt barnabarna- barnabarn. Ragnar lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskó- lanum við Öldu- götu árið 1942. Hann var skip- stjóri frá 1934 til ársins 1949, hafnarstjóri í Landshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur frá 1950 til ársins 1979 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Ragnar var ávallt virkur félagi í Rotaryklúbbi Keflavíkur, forseti hans eitt tímabil og heiðursfélagi undir lokin. Útför Ragnars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við afi vorum alltaf mjög nán- ir og nú þegar hann er látinn riij- ast upp margar minningar og söknuðurinn er mikill. Eg var vanur að fara í ferðalög með afa og ömmu Dídí sálugu. Þá var ýmist farið í hjólhýsið þeirra á Laugarvatni eða í sumar- bústað í Munaðarnesi. Við afi fór- um í sund hvern morgun og stund- uðum göngutúra þar sem hann miðlaði af viskubrunni sínum og sagði mér ótalmargar skemmti- legar sögur. Afi virtist kunna sög- ur af hverjum hól og oftar en ekki bjuggu þar álfar og huldu- fólk. A kvöldin var hann síðan vanur að lesa fyrir mig sögur úr Islenskum þjóðsögum og voru það helst konunga- og draugasögur sem heilluðu barnshjartað. Á ferðum okkar um landið var afi vanur að telja upp öll helstu ör- nefni og staðarnöfn sem á okkar vegi urðu og þegar haldið var heim á leið þurfti ég helst að muna öll nöfn sem hann hafði áður upp talið. Það eru ótalmargar góðar minningar sem ég á um hann afa og væri það of langt mál að telja þær allar upp hér, en það sem eftir stendur er minningin um góðhjartaðan, þolinmóðan og kærleiksríkan mann sem alltaf var til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Mér þykir leitt að dóttir mín skyldi ekki fá að njóta lengri kynna við langalangafa sinn, en HÓLMFRÍÐ UR ENIKA MAGNÚSDÓTTIR + Hólmfríður Enika Magnús- dóttir fæddist í Bolungarvík 6. mars 1915. Hún lést í Fjórð- ungssjúkrahúsi ísafjarðar 19. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Isafjarðar- kirkju 25. janúar. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. (S.Kr. Pétursson.) Elsku amma. Okkur systkinin langar að kveðja þig með fáeinum minningarbrotum. Það er af mörgu taka, stundir sem við átt- um saman, ýmist hjá ykkur afa í Þvergötunni á ísafirði eða í Reykjavík hjá mömmu og pabba. Það var alltaf jafn gaman að koma til ykkar og fá ykkur í heim- sókn. Við minnumst þess hve Ijúf og góð þú varst okkur. Þú varst svo iðin við alls kyns föndur og hannyrðir, það voru ófáir sokk- arnir og vettlingarnir sem komu frá þér. Koddaverin sem þú keppt- ist við að klára í haust, handa litla fólkinu þínu í jólapakkana, munum við varðveita vel. Þú gafst þér ávallt tíma til að hlusta á okkur er við vorum lítil og ekki síður er við uxum úr grasi. Þú varst vakin og sofin yfir velferð okkar, maka og barnanna. Þú fylgdist vel með okkur, varst sí- fellt með hugann hjá okkur og fylgdist vel með hvernig okkur vegnaði. Við minnumst þess þeg- ar við heimsóttum þig í vinnuna í Kaupfélaginu, þar sem við feng- um að hjálpa þér að pakka ávöxt- um. Við minnumst ferða með ykkur afa í berjamó og tjaldúti- legu. Það eru dýrmætar minning- ar sem við munum varðveita. Ferðir hér fyrir sunnan. Dvöl í sumarhúsi á Flúðum. Heimsóknir til ykkar afa, er þið voruð að slappa af á Heilsuhælinu í Hvera- gerði. í sumarhúsinu hennar Úllu í Borgarfirðinum og þannig gæt- um við haldið lengi áfram. Þið afi höfðuð gaman af ferðalögum, bæði hér heima og erlendis. Þú varst svo ótrúlega dugleg að ferð- ast, þó þú ættir við erfiðan sjúk- dóm að stríða. í byrjun desember veiktist þú alvarlega og 19. janúar síðastlið- inn kvaddir þú. Okkur þykir það sárt, að hafa ekki getað fylgt þér síðasta spölinn, en veðurguðirnir sáu til þess að ekki var fært til ísafjarðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, guð gefi þér styrk. Ragnar og Anna Kristín. hún var mjög hrifin af honum. Við lát afa míns missti ég einn af mínum bestu vinum. Rúnar Marinó. Elsku afi, nú hefurðu kvatt þennan heim og haldið til þess næsta. Hvort sem þar búa æsir sem beijast og drekka sér til skemmtunar, eða himnaríki með eilífri sælu muntu allavega hitta gamla vini og eiga góðar stundir. Sem barn vandi ég ferðir mínar til ykkar ömmu og ávallt var mér vel tekið. Iðulega sátum við bræð- urnir í fanginu á þér og hlustuðum á þjóðsögurnar. Með lestrinum vaktirðu hjá mér forvitni og áhuga á bókum og bókmenntum sem ég hef enn og kann ég þér mikla þökk fyrir. Þau tíu ár sem við bjuggum saman í kjallaranum á Skólavegi 2 var mér ómetanlegur tími. Þú varst alltaf til staðar þegar ég vildi spjalla, eða einfaldlega sitja og hugsa í kyrrðinni í stofunni við óminn í Útvarp Reykjavík. Vinir mínir sem eru rúmum sex- tíu árum yngri en þú voru ávallt velkomnir og fannst þeim gaman að geta spjallað við þig um ætt- fræðina og „hvurra manna“ þeir væru nú. í sálfræðinni er talað um geð- tengsl milli barns annars vegar og foreldra hins vegar, en ég held ég geti fullyrt að geðtengsl hafi myndast milli okkar, því við fráhvarf þitt vantar ákveðinn hluta í tilveru mína sem ekki er svo auðveldlega fylltur, nema þá kannski af börnum mínum í fram- tíðinni. Líði þér sem allra best á nýja staðnum og skilaðu kveðju minni til hins æðsta góða hver sem það er. Fylgd Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins, en gjama hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbj.) Róbert Ragnarsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru rit- vinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auð- veld úi’vinnslu. Um hvern látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. ÓSKAR GUIDO BERNHÖFT -I- Óskar Guido ' Bernhöft var fæddur í Kirkju- hvoli við Kirkju- torg 16. júlí 1901. Hann lést í Reykja- vík 23. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 30. jan- úar. Elsku afi minn, Guido. Það er svo erfitt núna, jafnvel erfiðara en þegar ég og Ragnar frændi vorum hjá þér þegar þú skildir við. Söknuðurinn er svo sársauka- fullur, eins og steinn í hjartanu. Ég trúði því nú samt þegar ég hallaði aftur augunum þínum að nú liði þér vel í faðmi ömmu og annarra ástvina sem tekið hafa á móti þér opnum örmum. Þú varst svo sterkur, afi minn, þegar þú lærbrotnaðir í nóvember sl., lést aldrei bugast, alltaf hélst þú reisn þinni og á þinn virðulega hátt sagðir þú alltaf að þér liði svo „Ijómandi vel“. Við sem þekktum þig, vissum að þú leiðst oft sárar kvalir. í mínum augum ert þú einstak- ur maður. Jákvætt skaplyndi þitt smitaði af sér hvar sem þú fórst, að eiga afa sem ávallt gladdi er gullsins vert. Sú virðing í þinn garð sem við fjölskyldan berum til þín er mik- ií, snyrtimennskan og aðdáun fyr- ir því sem fallegt er, verður okkur sem leiðarljós í gegnum lífið. Ég naut þess að dúlla við þig, afi minn, þegar þú baðst mig um það og er ég orðin snillingur í rakstri eftir að þú lást á spítalan- um. Við mamma nutum þess að hafa þig fínan, þannig leið þér best. Mamma og Ragnar hafa stutt við þig eins og klettar beggja vegna og veit ég að þú leiðir öll spor þeirra í lífinu framundan, þeim er ég ómetanlega þakklát. Ég kynntist þér sennilega best, afi minn, á aðfangadagskvöld árið 1995. Þú vildir alltaf vera kominn á Hamarsgötuna fyrir messu klukkan sex, en þetta kvöld vor- um við eitthvað sein fyrir og þú komst út í bíl til mín og við biðum eftir Ragnari. Við horfðum á ný- fallinn snjóinn sem var eins og gullregn í kyrrðinni. Stóíska róin yfir þér færði mér þann frið sem allir þrá, en fæstir upp- lifa. Jólin fyrir mér, var þessi stund með þér, afi minn. Ég vissi að þegar kirkju- klukkurnar byrjuðu að hringja inn jólin og við sátum þarna í bílnum var hugur þinn hjá ömmu. Næstu jólum eyðið þið saman í örmum Guðs. Við töluðum oft um þessa nota- legu stund sem við áttum saman og hefur hún kennt mér að hvert augnablik í lifinu er lífið sjálft. 16. júlí 1996 var skemmtilegur dagur, 95 ára afmælisdagurinn þinn, þú alltaf jafn „grand“ og lést þig ekki muna um að taka á móti hundrað gestum. Það var yndislegt að hafa þig hjá okkur yfir jólin og ótrúlegt að þú skyld- ir halda jólaræðuna við matar- borðið, það var meira en við héld- um að þú treystir þér til. Sunnudeginum 19. janúar gleymum við seint, en þá komst þú heim til mömmu og pabba og áttum við fjölskyldan yndislegan dag með þér. Ég veit að mamma er þessa dags ævinlega þakklát. Áfi minn, svo fékkst þú flensu sem varð þínu heita hjarta ofraun. Birnir, Þórður Orri, Kristín Hlín og ég kveðjum þig með mikl- um söknuði, þú ert okkar leiðar- ljós í lífinu og við vitum að þú og amma vakið yfir okkur. Elsku mamma, pabbi, Ragnar og Óli frændi, ykkar vinsemd og hlýja í garð afa lýsti langar leiðir og mun sú birta fylgja ykkur ævilangt. Að bera höfuðið hátt við allar aðstæður hjálpar við að sigrast á erfiðleikum lífsins, að láta aldrei bugast við mótlæti. í sátt við alla menn kveður þú þennan heim, elsku afi, þínu hlut- verki er lokið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíl í friði, elsku afi Guido. Nú legg ég augun aftur 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þín dótturdóttir, María Fjóla Pétursdóttir. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Þ. ÞORGIIÍMSSON & CO ARMULA 29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVÍK S1MI 553 8640 568 6100 JÖL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.