Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 28

Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 28
28 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJARASAMNING- AR í DANMÖRKU OG Á ÍSLANDI Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, segir vinn Bjartsýnn á að aðilar nái tökum á verkefninu MORGUNBLAÐIÐ hefur síðustu daga birt greinaflokk um skipulag vinnumarkaðarins í Danmörku, sem skýrir að verulegu leyti, hvernig Dönum hefur tekizt að ná því mark- miði að skapa stöðugleika í samskiptum verkalýðs og vinnu- veitenda. Þar hafa svonefndir vinnustaðasamningar rutt sér til rúms en í yfirstandandi kjaraviðræðum hér er einmitt rætt um að stíga fyrstu skrefin til að koma áþekku fyrirkomu- lagi á. Samskipti aðila vinnumarkaðarins hér hafa verið með allt öðrum hætti en tíðkazt hefur í Danmörku. Til þess liggja m.a. sögulegar ástæður. Pólitísk barátta og verkalýðsbarátta hafa lengi verið samtvinnuð hér. Um miðja öldina börðust stjórnmálaflokkarnir hart um yfirráð yfir verkalýðshreyfing- unni. Pólitísk átök kalda stríðsins endurspegluðust einnig i þeim hatrömmu deilum, sem af þeim sökum urðu á vettvangi verkalýðsfélaganna. Vinstri menn með sósíalista og Alþýðu- bandalagsmenn í fararbroddi höfðu lengi undirtökin í Alþýðu- sambandinu og áhrifamestu verkalýðsfélögunum, þótt nokkur breyting yrði á því fyrir, um og eftir 1960. Verkalýðsfélögunum var óspart beitt gegn ríkisstjórnum, sem vinstri flokkarnir voru í andstöðu við. En jafnframt var þeim beitt til stuðnings öðrum ríkisstjórnum eins og t.d. ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar, framan af, þótt upp úr syði í desember 1958. Verkalýðshreyfingin skar upp herör gegn Viðreisnarstjórn Ólafs Thors í nóvember 1963, þótt átökum væri forðað á síðustu stundu. í kjölfar júnísamkomulagsins 1964 skapaðist viðunandi samstarf á milli Viðreisnarstjórnar Bjarna Benediktssonar og verkalýðshreyfingarinnar í allmörg ár. Verkalýðshreyfingin fór mildum höndum um vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem sat á árunum 1971 til 1974 en segja má að síðasta pólitíska stórstríði verkalýðssamtakanna hafi verið beint gegn ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar vetur- inn og vorið 1978. í kjölfarið á þeim átökum gekk í garð nýtt tímabil aukinna samskipta vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á faglegum grundvelli, sem mótaði töluvert síðasta áratug en náði há- punkti með febrúarsamningunum 1990. í dag er erfitt að halda því fram, að pólitísk afstaða til ríkisstjórnar einkenni störf verkalýðshreyfingarinnar, þótt sjá megi merki um viðhorf gamals tíma hér og þar. Þrátt fyrir það er engin spurning um, að nú er jarðvegur til þess að færa samskipti verkalýðssamtaka og vinnuveitenda í alveg nýjan farveg. Að baki er samstarf, sem hefur skilað merkileg- um árangri og ný viðhorf í þjóðfélaginu valda því almennt að nú á að vera hægt að bijóta blað. Þess vegna er reynsla Dana umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga einmitt nú. Þeim hefur tekizt á löngum tíma að móta og þróa samskipti á vinnumarkaðnum, sem eru að mörgu Ieyti til fyrirmyndar. Með þeim samskiptum hefur vinnufriður verið tryggður í rúman áratug. Vinnustaðasamningar eru lyk- illinn að þeim árangri. í greinaflokki þeim sem birzt hefur hér í blaðinu síðustu daga vekur alveg sérstaka athygli hvað Danir hafa byggt upp öflugt trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum. Trúnaðarmenn þeirra fá menntun og þjálfun í sérstökum skóla, þar sem þeir eru búnir vel undir það starf, sem þeir hafa tekið að sér. Þeir eru helztu fulltrúar starfsmanna í kjarasamningum, sem fram fara á vinnustöðum og hafa jafnframt aðgang að mikilvægum upplýsingum um rekstur og afkomu fyrirtækj- anna. Þegar horft er til þess kerfis, sem Danir hafa byggt upp, er ljóst, að við erum nánast á byijunarreit. Hins vegar leikur tæpast nokkur vafi á því, að það getur orðið íslenzku atvinnu- lífi og launþegum til hagsbóta að fylgja í kjölfar Dana að töluverðu leyti. Ef okkur tækist á nokkrum árum að byggja upp áþekkt kerfi og Danir búa nú við, mundu allar aðstæður í samfélagi okkar gjörbreytast. Eftir að vinnuveitendur settu fram hugmyndir sínar um vinnustaðasamninga sl. sumar hafa töluverðar deilur staðið yfir á milli aðila vinnumarkaðarins um útfærslu þeirra. I þeim efnum getum við áreiðanlega lært mikið af Dönum. Það skipt- ir verulegu máli, að í þeim kjaraviðræðum, sem nú standa yfir takist að stíga fyrstu skrefin í þá átt. Vonandi átta for- ystumenn beggja aðila sig á mikilvægi þess, sem um er að ræða. Ef samkomulag næst um að byggja upp kerfi vinnu- staðasamninga og öflugra trúnaðarmanna á vinnustöðum geta þeir kjarasamningar, sem nú standa yfir orðið tímamóta- samningar ekki síður en þeir, sem gerðir voru í febrúar 1990, þegar grundvöllur var lagður að þeim stöðugleika, sem við nú búum við. Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, segir að tafíð hafí fyrír í yfírstandandi samningavið- ræðum að launþegahreyfinguna skorti sam- stöðu og heildarstefnu um útlínur kjarasamn- * A inga. Olafur kveðst þó í samtali við Omar Friðriksson vera bjartsýnni í dag en áður á að aðilar muni ná tökum á þessu sameiginlega verkefni, því viðræður hafí víða komist á rek- spöl síðustu daga. Ólafur segir VSÍ vilja leita leiða til að tryggja hinum lægstlaunuðu sér- staka hækkun og að fulltrúar stéttarfélaga geti komið að viðræðum um fyrirtækjasamn- inga sem ráðgjafar og þátttakendur. GANGUR viðræðna um end- urnýjun kjarasamninga hefur verið afskaplega hægur á undanförnum vikum og lítil umræða átt sér stað um meginefni væntanlegra samn- inga. Síðustu daga virðist þó vera að rofa til sem gefur vinnuveitend- um tilefni til nokkurrar bjartsýni, að sögn Ólafs B. Ólafssonar, for- manns Vinnuveitendasambands ís- lands. „Frá okkar bæjardyrum séð skort- ir samstöðu og heildarstefnu af hálfu launþegasamtakanna um hvaða megináherslur eigi að leggja fyrir komandi kjarasamninga. Stéttarfé- lögin og landssamböndin virðast hafa hafnað því að fela Alþýðusam- bandinu samræmingar- eða forystu- hlutverk við samningsgerðina að þessu sinni og kröfugerðir sem að okkur er beint eru afar mismunandi hjá einstökum hópum. Einn leggur áherslu á að öll laun hækki um til- tekna krónutölu, annar um tiltekna prósentu og sá þriðji vill blöndu af þessu. Sumir kreíjast þess að hægt sé að segja upp samningunum ef aðrir fá meiri launahækkun í krónum talið en viðkomandi kunna að semja um. Þeir vilja þannig ekki bara semja fyrir sig, heldur einnig alla aðra,“ segir Ólafur. „Það flækir þetta mál einnig að forystumenn nokkurra samtaka vilja gera það að úrslitaatriði að samtímis verði gengið frá sam- komulagi við ríkisvaldið um endur- skoðun á tekjuskattskerfinu og ef til vill fleiri þáttum á meðan aðrir telja fráleitt að tengja samnings- gerðina pólitískri stefnumörkun. Það er erfitt að samræma öll þessi sjónarmið. Það tefði því fyrir samn- ingum að á vettvangi ASÍ hefur ekki verið mörkuð nein heildar- stefna um helstu útlínur kjarasamn- inga,“ segir hann. Málefnalegri viðræður eru byrjaðar - Teljið þið ákjósanlegt að við- ræðurnar verði felldar í einn farveg og að félögin komi sameiginlega að samningaborðin u ? „Vinnuveitendasambandið getur ekki samið nema á einhvern sam- ræmdan hátt,_ það liggur í hlutarins eðli,“ svarar Ölafur. Þegar hann var spurður hvort ekki væru allar líkur á að viðræður drægjust á langinn sagði hann að síðustu daga hafi viðræður víða komist á rekspöl sem gæfi vinnuveitendum tilefni til að vera vonbetri þessa dagana en þeir hefðu verið í seinustu viku. „Mér finnst ástæða til að ætla að við séum að komast inn í málefnalegri umræðu í þessari viku en útlit var fyrir í síðustu viku. Ég vil leyfa mér að vera bjartsýnn á að okkur takist að ná tökum á þessu sameig- inlega verkefni okkar,“ segir hann. Ólafur bendir á máli sínu til stuðnings að umtalsverður árangur hafi náðst í sérkjaraviðræðum á seinustu dögum og samningsaðilar séu því byijaðir að fjalla um megin- efni væntanlegra samninga. Sam- komulag hafi t.d. náðst í viðræðum um sérmál fiskvinnslufólks og þar hafi starfshópar verið skipaðir til að vinna að útfærslu einstakra mála. Stokka upp jaðarskattana - Þú nefndir að ágreiningur væri innan launþegahreyfmgarinnar um afstöðuna til ríkisvaldsins. Hver er ykkar afstaða til hlutverks ríkisins í tengslum við samningana? Ólafur segir að forystumenn rík- isstjórnarinnar hafi lýst því yfir að útfærslur sem unnið er að í skatta- málum þýði að ríkið muni koma að lausn yfirstandandi kjaraviðræðna. Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins eigi sæti í svokallaðri jaðarskatta- nefnd ríkisstjórnarinnar og að því sé stefnt að sú umfjöllun verði þátt- ur í lausn kjaraviðræðna. „Við tök- um undir þá umræðu sem hefur farið fram um áhrif jaðarskatta á vilja fólks til að auka tekjur sínar. Það þarf að stokka þau mál upp.“ - ForsetiASÍ hélt þvífram ísein- ustu viku að ef vinnuveitendur legðu ekki eitthvað nýtt fram stefndi í átök á vinnumarkaði. Hefur Vinnu- veitendasambandið spilað einhveiju nýju út? „Það er alveg ljóst að það er ekki um neina áherslubreytingu að ræða. Málin eru hins vegar til um- ræðu og viðræðurnar þróast áfram,“ svarar Ólafur. Fjölgun starfa, aukinn hagvöxt og batnandi lífskjör í máli hans kom fram að í þessum samningum leggi Vinnuveitenda- sambandið megináherslu á áfram- haldandi fjölgun starfa, aukinn hagvöxt og batn- andi lífskjör. „Sé horft til reynslunnar þá er augljóst að stöðugleiki með tiltölulega hógvær- um launabreytingum og mjög lágri verðbólgu hefur skilað meiri kaupmáttaraukn- ingu en í nokkru öðru nálægu landi á seinustu tveimur árum. Kaup- máttur ráðstöfunartekna hefur að meðaltali aukist hér á landi um rúm 8% á þessu tímabili og er það nær ijórfalt meira en meðal annarra Evrópuþjóða en þar hefur kaup- mátturinn aukist að meðaltali um 1% á ári síðastliðin tvö ár. Árangur- inn hér á landi er því ótrúlegur í þessum samanburði,“ segir Ólafur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið um seinustu helgi að samningsaðilar ættu að ganga út frá því að kaup- máttur ykist verulega á næsta samningstímabili og taldi unnt að auka kaupmátt launafólks um 8-10% á næstu þremur árum. Að- spurður hvort hann gæti tekið und- ir þetta mat forsætisráðherra sagð- ist Ólafur taka undir það sjónarmið að kaupmáttur launa hér á landi gæti vaxið hraðar á næstu misser- um en í nálægum löndum. Hinir lægstlaunuðu fái sérstaka hækkun - Hvað teljið þið að kaupmáttur geti aukist mikið á næstu þremur árum? „Horfumar á hagvexti eru góðar á næstu árum. Við eigum möguleika á að bæta framleiðni og nýtingu vinnutíma og tækja umfram það sem gerist meðal samkeppnisþjóða okkar. Bág afkoma atvinnulífsins undanfarin ár hefur haldið aftur af fjárfestingu svo tækjabúnaður og tækni í atvinnulífinu hér á landi hefur ekki fylgt þróuninni í ná- grannaríkjunum eftir. Batnandi af- koma gefur langþráð tækifæri til að endurnýja tækjabúnað og sækja fram á nýja markaði. Ef hægt verð- ur að halda stöðugu verðlagi og forðast allar tmflanir á atvinnu- starfseminni, munum við sjá áfram- haldandi vöxt í iðnaðar- framleiðslu til útflutn- ings. Fjölgun starfa í hátæknigreinum, þar sem hver vinnustund skilar mestum virðis- auka, skiptir sköpum. Við getum ekki lofað því fyrirfram að kjör batni með ein- hveijum tilteknum hætti vegna þess að raunveruleg kjaraþróun er afleið- ing af verðmætasköpun í fyrirtækj- unum og verður því ekki ákveðin fyrirfram fyrir lengra tímabil. Ég er þess hins vegar fullviss að við eigum að geta gert miklu betur á næstu þremur árum en við höfum verið að gera að meðaltali undanfar- in 30 ár,“ svarar Ólafur. Meginatriðið er að þróa traust í sam- skipum á vinnustað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.