Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samherji eignast Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík Greitt með hluta- bréfum í Samheija SAMHERJI hf. hefur keypt Fiskimjöi og lýsi hf. í Grindavík. Eigendur Fiski- mjöls og lýsis fá greitt fýrir fýrirtæk- ið með hlutafé í Samheija. Ekki fékkst uppgefið um hve mikið hlutafé er að ræða, en að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, eins af aðaleigendum Samheija, verður það upplýst í lok febrúar þegar Samheiji fer á almenn- an hlutabréfamarkað. Fiskimjöl og lýsi verður áfram rek- ið í óbreyttri mynd sem hlutafélag í eigin nafni og með sömu yfirstjóm og fyrr. Finnbogi Alfreðsson, fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis, seg- ir að Fiskimjöl og lýsi hafi leitað til Sam'heija um samstarf vegna þess hversu sveiflukenndur og áhættusam- ur fiskimjölsiðnaður er á íslandi og að samkeppni hafi stöðugt aukist í greininni. „Flestar loðnuverksmiðjur landsins era nú í eigu hlutafélaga sem era á hinum almenna hlutafélaga- markaði eða einingar í stærri fyrir- tækjum. Því vildum við minnka áhættuna í starfsemi fýrirtækisins, þrátt fyrir að afkoma fyrirtækisins sé góð, með því að fara í samstarf með stóram aðiia. Samheiji varð fyr- ir valinu vegna fjölþættrar starfsemi fyrirtækisins hérlendis og erlendis og hafa samningaviðræður staðið yfír í nokkra mánuði. Það er engin launung að við hjá Flskimjöli og lýsi höfum haft áhuga á þvi að auka starfsemina hér í Grindavík en við eigum tvö frystihús sem era eingöngu nýtt fyrir loðnu og síld.“ Rótgróið fjölskyldufyrirtæki Meirihluti hlutafjár í Fiskimjöli og lýsi hefur verið í eigu fyölskyidu Pét- urs Antonssonar frá árinu 1956 en fyrirtækið á 50 ára afmæli á þessu ári. Fyrirtækið starfrækir fiskimjöls- verksmiðju og frystihús fyrir síld og loðnu og á samhliða því útgerðarfyr- irtækið Sigluberg hf. sem á tvö nóta- veiðiskip, Háberg Gk 299 og Jón Sig- urðsson Gk 62. Aflahlutdeild Siglu- bergs er 5.400 þorskígildistonn, aðal- lega í loðnu og síld og með samningn- um er Samheiji með um 10,7% af loðnuhlutdeildinni hérlendis og um 11,1% af síldarhlutdeildinni en Sam- heiji á einnig Friðþjóf hf. á Eskifirði sem einnig er í sfldar- og loðnuvinnslu. Að sögn Margrétar Gunnarsdóttur, forseta bæjarstjómar Grindavíkur, era bæjaryfirvöld ánægð með samn- ing fyrirtækjanna og segist binda vonir við að atvinnutækifæram muni ijölga í Grindavík með komu Sam- heija í bæinn. í ár verður hafist handa við að dýpka innsiglinguna hafnarinn- ar og er áætlað að því verki verði lokið eftir 6 ár. Þorsteinn Már segir að með sam- einingunni muni hlutafé í Samheija aukast og í raun sé hlutur þriggja stærstu hluthafa fyrirtækisms að minnka eftir kaupin á Hrönn á ísafirði og á Fiskimjöli og lýsi. Hlutur land- vinnslunnar er alltaf að stækka hjá Samheija og segir Þorsteinn að rúm- lega helmingur tekna fyrirtækisins sé tilkomnar þaðan. „Með kaupunum á Fiskimjöli og lýsi er fyrirtækið kom- ið í allar greinar sjávarútvegar og era ekki uppi nein áform um að stækka fyrirtækið frekar á næstunni á innan- landsmarkaði." SKIPTIN VÖIUJÍTLÖND" Verðmæti vöruút- og innflutnings v-— jan-" deS- 1995 °9 1996 1995 1996 Breyting á (fob virði í milljónum króna) jan.-des. jan.-des. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 116.606,7 126.200,5 +8,3% Sjávarafurðir 83.873,1 92.579,7 +10,5% Ál 12.303,0 12.104,1 -1,5% Kísiljárn 3.211,5 3.813,4 +18,9% Skip og flugvélar 4.108,1 4.047,6 -1,4% Annað 13.111,0 13.655,7 +4,3% Innflutningur alls (fob) 103.539,5 124.854,7 +20,7% Sérstakar fjárfestingarvörur 3.567,2 6.414,3 +80,0 Skip 2.713,5 6.175,0 Flugvélar 793,6 104,6 Landsvirkjun 60,1 134,7 Til stóriðju 6.681,0 8.646,9 +29,6% íslenska álfélagið 5.944,1 7.678,3 +29,3% íslenska járnbiendifélagið 736,9 968,6 +31,6% Almennur innflutningur 93.291,3 109.793,5 +17,8% Olía 7.048,8 9.292,5 +32,0% Alm. innflutningur án olíu 86.242,5 100.501,0 +16,6% Vöruskiptajöfnuður 13.067,2 1.345,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 6.708,3 -3.080,0 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.692,8 -3.558,1 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-desemberl 996 0,1 % lægra en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS -Morgunblaðið/Frímann Ólafsson KRISTJÁN Vilhelmsson, Samherja, Anton Pétursson, F&L, Jón Pétursson, F&L, Þorsteinn Vilhelmsson, Samheija, Sesselja Péturs- dóttir, F&L, Finnbogi Alfreðsson, F&L, og Þorsteinn Már Baldvins- son, Samherja, gengu frá samningi fyrirtækjanna í gær. Vöruskiptajöfn uðurinn 11,8 milljörðum lakari í DESEMBERMÁNUÐI voru flutt- ar út vörur fyrir 11,4 milljarða króna og inn fyrir 10,7 milljarða fob. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 0,7 milljarða kr. en í desember 1995 voru þau hag- stæð um 0,8 milljarða króna á föstu gengi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands fyrir árið 1996 voru fluttar út vörur fyrir 126,2 milljarða króna en inn fyrir 124,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 1,3 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 13,1 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn er því 11,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra en um 8,9 milljörðum lakari að frátöldum innflutningi og útflutningi á skipum og flugvélum, segir í frétt frá Hagstofu Islands. 8% aukning verðmætis Árið 1996 var verðmæti vöruút- flutningsins 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 73% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tíma árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls um 2% minna en verðmæti kísiljárns 19% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins árið 1996 var 21% meira á föstu gengi en sama tímabil árið áður. Innflutningur sérstakrar fjár- festingarvöru, svo og innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar vöruinn- flutningur hafa orðið 17% meiri á föstu gengi en á árinu 1995. Fólk Nýir starfs- menn hjá Handsali Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa talsverðar breytingar átt sér stað á starfsliði verðbréfafyrirtæk- isins Handsals hf. Starfsmanna- fjöldinn hefur einnig aukist og eru fastráðnir starfsmenn 16 talsins. Jafnframt hefur nýtt skipurit fyrir- tækisins tekið gildi. Eftirtaldir starfsmenn hafa gengið til liðs við Handsal hf. að undanfömu: • AGNAR Jón Ágústsson, 33 ára. Agnar hefur umsjón með erlendri verðbréfamiðlun ogviðskiptum með hlutabréf. Agnar lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Ohio University 1987 ogMA gráðu í hagfræði frá sama skóla 1989. Hann starf- aði áðurhjáVerð- bréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. (síðar Fjárfestingarfélagið Skandia hf.) frá 1989 sem ráðgjafi og síðar for- stöðumaður erlendra viðskipta og framkvæmdastjóri Almenna hluta- bréfasjóðsins hf. Agnar er kvæntur Helgu Grétu Kristjánsdótturog eiga þau eitt bam. • KATRIN Sverrisdóttir, 33 ára. Katrín hefur umsjón með innlendri verðbréfamiðlun. Katrín er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands vorið 1989 og löggiltur verð- bréfamiðlari. Hún starfaði áður hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé- lagsins hf. (síðarFjárfestingarfé- lagið Skandia hf.) meðal annars sem útibússtjóri í Kringlunni og síð- ar sérfræðingur á stofnanasviði. Katrín er gift Kjartani Hjaltested heildsala og eiga þau tvö börn. • SIGURÐUR Þór Sigurðsson, 32 ára. Sigurður hefur umsjón með viðskiptum á Verðbréfaþingi ís- lands og tölvumálum. Sigurður er viðskiptafræðingur af fjármála- og reikningshaldssviði frá Háskóla ís- lands vorið 1991. Sigurður starfaði áður hjá Samskipum hf. sem deild- arstjóri fjárreiðudeildar, hjá Dresdner Bank AG Frankfurt am Main í Þýskalandi við innra eftirlit í höfuðstöðvum, hjá F. Hoffmann-La Roche í Istanbúl í Tyrklandi í fjár- máladeild oghjá Landsbanka ís- lands. Sambýlis- kona Sigurðar er NG Lee Keng viðskiptafræðingur. • SIMON Þór Jónsson, Símon sér um mat á verðbréfum. Símon er lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1996. í byij- un síðasta árs vann Símon verk- efni fyrir Verð- bréfaþing íslands en ritgerð Símons til kandidatsprófs var um skráningu hlutabréfa á þinginu. Þá hefur Sím- on skrifað greinar í Vísbendingu og Viðskiptablaðið um skipulegan hlutabréfamarkað. • VALDÍS Eggertsdóttir, 34 ára. Valdís er deildarstjóri bókhalds. Valdís er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands vorið 1986. Valdís starfaði undanfarin ár hjá P. Samúelssyni ehf. Vaidís ergift Ingólfi V. Guð- mundssyni, við- skiptafræðingi og forstöðumanni hagdeildar Sparisjóðs Kópavogs, og eiga þau 2 börn. • MAGNEA Ragna Ögmunds- dóttir, 35 ára, bókari í fjárvörslu. Magnea er stúd- ent og starfaði áður hjá bílaleig- unni Geysi. Magnea er gift Jóni Inga Ingi- marssyni, lager- stjóra hjá Sól hf., og eiga þau 3 börn. • ÁSTA Óskars- dóttir, 32 ára, bókari. Ásta er sjúkraliði og stúd- ent og starfaði áðurhjá Aða- lendurskoðun hf. ogKPMGEndur- skoðun hf. Ásta á eitt bam. • SÓLEY Ás- geirsdóttir, 35 ára, bókari. Sóley starfaði áður í fj ármálaráðuneyt- inu og á Endur- skoðun Hjartar Péturssonar. • LINDA Han- sen, 35 ára. Linda starfar í bak- vinnslu. Linda er með verslunarpróf og starfaði áður hjá V átryggingafélag- inu Skandia hf. og á Lögmannsstofu Jóns Egilssonar. Linda á eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.