Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 3
maður, segir að líkja megi vinnu-
staðnum við fiskiskip. „Þar er regla
á hlutunum og skipstjórinn ræður,
eins og hér.“ Hann segir að vinnu-
mórallinn sé almennt góður. Þó
menn vinni stífa vaktavinnu og séu
allan sólarhringinn uppi í stöðinni
eigi þeir góð frí á milli. „Þetta eru
svo stutt tímabil að það myndast
ekki sama streitan og um borð í til
dæmis frystitogara,“ segir Sveinn.
„Ég er líka fyrrverandi sjómaður
og finnst þetta ekki ólíkt,“ segir
Sigmar. „Það er einn skipstjóri á
hverju skipi og hann hefur fullkom-
ið og endanlegt vald samkvæmt
sjómannalögum. Ef brotið er gegn
ákvörðunum hans kallast það upp-
reisn. Mér finnst okkar fyrirkomu-
lag ekki ólíkt því nema hvað hér
eru fyrirmælin skráð og gefin út í
handbókum en um borð í skipunum
er meira um hefðir og venjur sem
tekur tíma að komast inn í,“ segir
Sigmar.
„Engin leyndarmál"
Leynd eða ákveðin duluð er yfir
starfsemi ratsjárstöðvanna. Vitað
er að starfsmennirnir undirrita eið-
staf um trúnað þegar þeir hefja
störf og maður heyrir á fólki í ná-
grenninu að ekki sé líklegra til
árangurs að spyija þá um starfsemi
stöðvarinnar en að spyrja frímúrara
um regluna sína. Ekki eru gefnar
upplýsingar um það hvað margir
eru á vakt í einu og fleira í þeim
dúr. Strangar takmarkarnir á að-
gangi styðja einnig hugmyndir um
að verið sé að vernda hernaðar-
leyndarmál. Sigmar harðneitar því
að svo sé. „Hér eru engin leyndar-
mál. Við erum að vernda vinnustað-
inn en ekki starfsemina. Ætlumst
til þess að menn komi til vinnu og
séu að vinna á meðan þeir eru á
vakt. Þeir mega síðan gera það sem
þeir vilja í fríum,“ segir hann.
Sigmar segir að þeir sem óski
eftir að koma inn í stöðina og eigi
þangað erindi fái aðgang. Aðrir
ekki. Nefnir sem dæmi um þetta
að starfsmanni sé ekki leyft að
koma með vin sinn eða einhvern
úr fjölskyldunni inn í stöðina, ekki
nema á sérstaklega skipulögðum
fjölskyldudegi. Ekki þýðir heldur
fyrir ferðafólk að reyna að fá inn-
göngu en talsvert er um að sótt sé
í það. „Þetta er haft svona til að
trufla ekki starfsemina. Ég hef
ferðast víða um heim í viðskiptaer-
indum. Fyrir mér er þetta ekkert
öðruvísi en í ýmsum erlendum fyrir-
tækjum," segir hann.
Geislaheldur hjúpur
Ýmislegt framandi ber fyrir augu
blaðamanns í skoðunarferð um
stöðina en ekkert sem líklegt er að
þoli ekki dagsins ljós. Enda væri
slíkum hlutum sjálfsagt ekki haldið
að blaðamanni. Stöðvarstjórinn ger-
ir þó sitt til að viðhalda dulúðinni
með því að banna myndatökur í því
„allraheilagasta", byrginu eða
gámnum sem hýsir ratsjána. Þar
inni virðast aðeins vera tölvur og
tölvuskjáir þar sem flugumferðin
kemur fram, í líkingu við það sem
sést í flugstjórnarmiðstöðinni á
Reykjavíkurflugvelli.
Hjarta stöðvarinnar er varið með
geislaheldum hjúp. Til að komast
inn í hjartað og út úr því þarf að
opna tvöfalda hurð og opnast sú
síðari ekki fyrr en hin fyrri hefur
fallið að stöfum. Er þetta gert til
að aldrei sé opið inn í þennan hluta
stöðvarinnar. Þar inni er vararaf-
stöð og ýmsar birgðir og eiga
starfsmenn að geta haldið ratsjánni
gangandi í ákveðinn tíma þó allt
gangi af göflunum utandyra.
Bein útsending
tll Kef lavíkur
Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkur-
fjalli er ein af fjórum ratsjárstöðv-
um á íslandi. Hún er önnur af svo-
kölluðum norðurstöðvum og kallast
H-2. Hin norðurstöðin er á Bola-
fjalli við Bolungai-vík. Auk þess eru
stöðvar á Miðnesheiði_ og Stokks-
nesi við Hornafjörð. I stöðvunum
er ratsjár- og fjarskiptabúnaður til
að fylgjast með flugumferð á stóru
svæði í kringum landið og beina
eftirlitsflugvélum Varnarliðsins í
veg fyrir óboðna gesti. Loftnet rat-
sjánna snúast inni í hvítu kúlunni
sem eru einkennandi fyrir þessar
stöðvar. í ratsjánum er háþróaður
tölvubúnaður sem vinnur úr upplýs-
ingum, stjórnar sendiafli og ratsjár-
geislum, aðlagar búnaðinn veðurað-
stæðum hveiju sinni, gefur upplýs-
ingar um ástand og kvarðar búnað-
inn.
Atlantshafsbandalagið kostaði
byggingu stöðvanna og bandaríski
flugherinn greiðir kostnað við
rekstur þeirra. Ratsjárstofnun sem
er íslensk ríkisstofnun og heyrir
undir utanríkisráðuneytið tók að sér
reksturinn. Stöðvarnar nema flug-
umferð á ratsjá og senda með ljós-
leiðara beint til eftirlitsstöðvar
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Þaðan fara ákveðnar upplýsingar
til flugstjórnarmiðstöðvar Flug-
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
ALLRAHEILAGASTI staðurinn á Gunnólfsvíkurfjalli.
Sigmar Ólafsson stöðvarstjórl lokar ratsjárbyrginu.
málastjórnar í Reykjavík og nýtast
þannig við stjórnun flugumferðar á
íslenska flugstjórnarsvæðinu.
„Alltaf nóg að gera“
Ratsjárnar eru tölvustýrðar og í
þeim er einnig tölvubúnaður til bil-
analeitar. Stöðin er byggð þannig
upp að þegar eitt kerfi bilar þá á
annað að taka við þannig að starf-
semin falli aldrei niður. Tölvurnar
leita að bilunum og gefa fyrirmæli
um það hvað eigi að gera við og
hvernig. Sjálfvirknin er svo mikil
að ekki virðist vera mikil þörf fyrir
starfsmenn í stöðinni. „Hér er alltaf
nóg að gera, við höfum aldrei þjáðst
af verkefnaskorti,“ segir Sigmar.
Tólf til fjórtán menn vinna í stöð-
inni, tæknimenn, rekstrarmenn,
stöðvarstjóri og skrifstofumað-►
Nýir og glæsilegir ferðabæklingar
Flugleiða, Út í heim, vor og sumar 97,
og Flug og bíll 9 7, liggja frammi á
söluskrifstofunum og á fcrðaskrifstofum.
FLORIDA
SPANN
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
-----------: MÝJUNG: .......
Greiða niá alla upphæðina með raðgreiðslu.
Raðgreiðslur EURO og VISA til 24 mán.
Hvergreiðsla þrt að lágmarki kr. 2,500-
Si. Wiftírslmrj* Sií.*;idi
stiiiiriliiiiuilmrg S'Iuyltótiii i ;:r
TILBOÐ
í brottför 27. mal og 3. júxú
Verð aðeins
33.885
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára)
16 nætur í íliúð með i svefnhcrb. á Best Wcstem Sirata.
Verð aðeins
49.270k,
á mann m.v. 2 fullorðna í 6 nætur í stúdíóíbúð
á BestWesternSirata.
Verð á ttmabilinu 27. maí til 1. september
(að undanskildum tilboðsferðum 27. maí og 3. júní):
39.885,
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) í 6 nætur
í íbúð tncö 1 svcfnherb. á Bcst Westcrn Sirata.
57.270kr
á mann m.v. 2 fultorðna í 6 nætur í stúdíófbúð
á Best Westem Sirata.
* Innifalið: flug. flugvallarskattar, gisting, íslensk fararstjórn
og rútufcrðir til og frá flugvelli erlendis.
Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða,
umboðsmenn, ferðaskrifstofurnar
eða símsöludeild Flugleiða ísíma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19
og á laugard. kl. 8-16.)
Veffang: www.icelaridair.is
Sólarheiniur í Barcelona
frá 30. maí til 26. september
43.920kr
á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli í 7 nætur
á Hotel Caiabria (morgunv. ekki innifalinn).
35.«5kr
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára)
í 7 nætur f íbúð m. 1 svefnhcrb. á Apt. Hotei Citadines.
* Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjóm.
Sólarparadís á Costa Brava |
FANALS í Lloret de Mar
Tímabilið 6. - 26. júní og 22. ágúst -18. sept.
30.835
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára)
í 7 nætur í ibúð með 1 svefnherb. á Brava Park.
1,3.620
á mann m.v. 2 fullorðna í 7 nætur
í íbúð mcð 1 svefnherb. á Brava Park.
Tímabilið 27. júní til 21. ágúst
37.535kr
á mnnn m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára)
f 7 nætur í íbúð með 1 svefnherb. á Brava Park.
56.820,,
á mann m.v. 2 fullorðna í 7 nætur í íbúö
tneð 1 svefnhcrb. á Brava Park.
' Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting, íslensk fararstjórn
og rútuferðir til og frá flugvelli erlendis.