Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ SANNLEIKS- GILDI A AÐUR fyrr voru myndir taldar sönnunargagn og trúverðugri en skrifaður texti. Ekki lengur. Tæknin hefur breytt því. í bíómyndum og þáttum sjáum við hvernig at- burðir og leikarar eru settir inn í svið fræðslumynda frá því áður en þeir fæddust og enga missmíð að sjá. Atburðum og fólki skeytt saman. Við höfum séð örla á þessu í sjónvarpsþátt- um hér. Lítum fremur á það til gamans í skemmtiþáttum, sem ekki eiga að segja neitt. Með nýju tölvugrafíkinni er hægt að gera nánast hvað sem er með myndefnið. Lengi vel trúðu menn því að myndir væru öruggar frásagnir af raunverulegum atburðum og að talandi fólk í sjónvarpi eða útvarpi segði nákvæmlega þetta. Einu myndafalsararnir væru einræðisherrar eins og Stalín, sem lét taka út af hinni hefðbundnu mynd af hátt sett- um ráðamönnum á svölunum í Kremi þá sem féllu í ónáð og bætt inn nýjum. Nú þykir varla tíðindum sæta þó mynd- um, jafnvel „fréttamynd- um“, sé hagrætt. Kvik- myndir af atburðum og jafnvel viðtöl við fólk eru klippt, fellt niður úr þeim og skeytt inn í, eins og sagnfræðingurinn Karst- en, sem hefur kannað sagnfræðilegt gildi fréttakvikmynda, bíó- mynda og heimildar- mynda, benti á með dæmum á sagnfræðin- ámskeiði við Háskóla ís- lands. Þetta er viðtekið í aug- lýsingum. í erlendri aug- lýsingu fyrir eldvarna- kerfi, byggt á reykskynj- urum, sést leikari í gervi Napoleons Bonaparte. Auglýs- ingin hefst með víðri sýn yfir Moskvuborg að brenna. Húsin eru látin standa í ljósum logum. Myndin dregin saman í nær- mynd af Napoleon augliti til auglitis við Rússakeisara (úr heimildamynd). Segir við hann: Ef þú hefðir keypt eldvarna- kerfið okkar, þá hefði þetta ekki gerst! Þetta er bráðfyndin auglýsing sem fólk tekur ekki of hátíðlega. Auðvitað eru aug- lýsendur að koma inn hjá við- takendum einhveijum boðskap og nýta til þess æ betri tækni. Það höfum við a.m.k. í undir- meðvitundinni þegar um er að ræða afmarkaða auglýsinga- tíma. En mörkin eru hratt að hverfa. Afþreyingarþættir blanda saman fróðleiksmolum og auglýsingum. Sumir orðnir að mestu að markvissum aug- lýsingaþáttum. En ætli fólk átti sig almennt á því að engu síður er hægt - viljandi eða óviljandi - að hag- ræða sannleikanum með mynd- um, kvikmyndum og heimilda- myndum í beinum frásögnum af atburðum? Eða að viðtöl og ummæli í fréttum eru klippt til svo blærinn á þeim getur ger- brenglast. Áhorfandinn segir þó: Eg sá hann segja þetta! Hefur komið fyrir að menn urðu aldeilis hissa á því hvað þeir voru að segja þegar þeir sáu eða heyrðu í sjálfum sér. I hrað- anum og tímaskortinum hafði meiningin farið forgörðum. Þannig er einfaldlega eðli nýju tæknimiðlanna. Þess vegna er víða talað um að nútímafólk þurfi að læra að lesa úr myndefni ekki síður en lesefni. Ejálfun í því sé að verða eitt af því sem brýnt sé að fólk læri strax í barnaskóla. Að túlka það sem þeir sjá og heyra eins og það er fram bor- ið. Leggja ekki meiri merkingu í það. Þörf sé á aukinni vitund almennings um meðferð þessar- ar tækni til að varast hugsan- legar afleiðingar hennar. Það var því gott að sjá að þessi lekt- or frá Hafnarháskóla var feng- inn til að fjalla um heimildagildi mynda á námskeiði fyrir sagn- fræðinga í HÍ. Þeir verða auð- vitað að kunna að vara sig. Fólk þarf að læra að mynd er ekki endilega sagnfræði. Haft var eftir honum í viðtali um fréttir að fólk, sem finnst það ekki hafa fengið rétta meðferð, geti þó krafist þess að fá leið- réttingu. Á prenti í blöðum má sjá slik- ar leiðréttingar, af því að upp- lýsingar voru ekki skilmerkileg- ar eða misskilningur orðið milli heimildamanns-og viðtakanda. Eg trúi því að vönduð blöð vilji hafa það sem sannara reynist. Það er þó mismunandi. Nýlega var ég í boði með tveimur mönn- um, sem höfðu árangurslaust beðið um að nafn þeirra væri leiðrétt. Læknirinn af því að blaðið (ekki þetta blað) hafði slegið upp frétt um lækninn sem hefði hrakið allt starfsfólkið burtu og síðan sett hans nafn þar inn í þótt hann væri nýkom- inn á staðinn og kom hvergi nærri. Hinn þegar skip hans lenti í hrakningum og hann borinn fyrir skýringum sem hann hafði ekki sagt. Hvorugur fékk leiðréttingu. Ég svaraði því til að ekki væri sama Jón og séra Jón og eina sem þeir gætu gert væri að treysta ekki viðkomandi fréttamönnum í sín- um eða öðrum málum. Þeir kváðust einmitt vel muna nöfn þeirra. Þannig eiga fréttamenn, ekki síst í litlum samfélögum sem okkar, trúverðugleika sinn undir sínum eigin vinnubrögð- um. Það góða við sjónvarpið er að maður sér þó venjulega við- komandi fréttamann og vinnu- brögð hans, góð eða miður vönduð. Kjami málsins er sá að í nútímasamfélagi með nýrri myndtækni og tækni í tölvu- grafík fer hættan á að meðtaka og trúa blint hratt vaxandi. Þar inn í kemur t.d. allt þetta of- beldi sem sýnist þar býsna meinlaust. Því er orðið nauðsyn- legt að kenna myndlestur strax í barnaskóla og gera börnin engu síður en sagnfræðinemana meðvituð um sannleiksgildið eða takmarkað sannleiksgildi þess sem þau sjá. Við verðum einfaldlega að læra að lifa með nýrri tækni og siðum. Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR MATARLIST / Er maburþab sem mabur borbar? TREFJARÍKT LÍF TREFJAR eru mér ætíð ofarlega í huga, og sjaldan verður vísan um- mikilvægi þeirra fyrir líkamann of oft kveðin. En hvernig er hægt að auka trefjaneyslu í hinu oft anna- sama fjölskyldu- sem einkalífi? Málið er að þó maður taki upp trefjaríkar matarvenjur er ekki þar með sagt að maður þurfi að stokka upp allan fyrri matseðil. Maður þarf t.a.m. ekki að hætta að borða kjöt eða eftirréti ef þeim er að skipta. Gott er hins vegar að venja sig á að borða meira af treijaríkum mat, en minna af mat sem inniheldur sykur eða fitu. Þegar bakað er væri sterkur leikur að fara að nota heilhveiti í stað hvíts hveitis. Það er ekki svo mikil fóm, en munar miklu hvað næringu varðar. Heimabakað brauð er yfir- leitt svo gott að maður þarf varla smjör á það, notum það a.m.k. í hófi, jurtaviðbit er náttúrlega holl- ast. Mér finnst rosalega gott að væta brauð í ólífuolíu. Heilhveitið á einnig við í kökubasktri og þær verða sko síst síðri við það. Mörgum liggur óskaplega á í vinnuna að morgni, og gleypa e.t.v. hálfa brauðsneið og einn kaffisopa á leið- inni út um dyrnar. En hollur morg- unmatur krefst iítils undirbúnings. Hrein jógúrt með ferskum eða þurrkuðum ávöxtum eða AB-mjólk með trefjaríku morgunkorni og glas af ávaxtasafa er ekki flókinn rétt- ur, en afar hollur. Við Islendingar borðum mikið af pasta, aðallega hvítu pasta. Sniðugt væri að skipta yfir í gróft pasta, sem fæst nú í miklu úrvali og sama á við um hrísgijónin. Hvort tveggja krefst ögn lengri suðutíma, en inni- heldur mun meira af trefjum og er saðsamara, en það „hvíta“ og mað- ur þarf þ.a.l. minna af því til að borða sig saddan. Hvorki dökkt pasta né brún hrísgijón hafa hátt kólesterólhlutfall, en það þarf hins vegar að passa hvað sett er í sós- una. Það er ekki nóg að nota gróft pasta og drekkja því síðan í ijóma- sósu. Grænmetis- og kjúklingasósa inniheldur t.d. minna kólesteról en kjöt- og ijómasósa. Notið heilhveiti eða hveitiklíð til að þykkja sósur með, til að þynna er sniðugt nota hreinan grænmeitis- eða ávaxta- safa nú eða vatn. Sulta er sniðug sem bragðbætir í sumar sósur, t.d. með villibráð. Breytið „þvoið og skrælið" í „þvo- ið og borðið" grænmetið og ávext- ina (þar sem við á), t.d. um kartöfl- ur, epli, perur o.fl. Gott er að borða belgbaunarétti 2-3 sinnum í viku. Ógrynnin öll fást hér af þurrkuðum baunum, t.d. linsur, azukibaunir og kíkerturnar góðu sem t.d. gyðinga- rétturinn falafel er búin til úr (til gamans má geta að hreint frábært falafel-mix fæst í Heilsuhúsinu). Falafel eru kíkertubollur sem frá- bært er að setja í pítabrauð og borða t.d. með raitu-jógúrtsósunni indversku, chutney, rauðkáli, lauk, og cous-cous. Einfaldara gæti það ekki verið. Baunir almennt er síðan sniðugt að nota í súpur, pottrétti, karrýrétti og salöt, af því þær eru svo trefja- og prótínríkar. Kjöt er best í hófi, því þótt maður telji sig velja magrasta kjötið inniheldur það samt fitu. Þegar það er eldað er best að þurrsteikja kjötið til að ná úr því sem mestri fitu áður en maður setur grænmeti og annað sem verkast vill á pönnuna. Það nauðsynlegata að mínu mati í hveiju eldhúsi er góð og sterk tefl- onhúðuð panna, eða önnur panna sem ekki festist við, þá er auðvelt að þurrsteikja bæði grænmeti eins og lauk, sveppi og tómata í súpur og einnig kjöt. Þannig forðast mað- ur kólesterólið. Einnig er hægt að laga alls kyns pitsur, pönnukökur og kartöflurétti á pönnu án þess að nota örðu af fitu. Notkun salts er spurning um bragð, en einnig um kólesteról, gleymum því ekki! Hvað mjólkurvörum viðkemur er best að neyta þeirra sem lægsta fituinnihaldið hafa. Fiskur er hið besta mál, því hann inniheldur ómettaðar fitusýrur ólíkt kjöti, en 'þær eru mun hollari. í þessum trefjafyrirlestri vitna ég enn í franska eldhúsheimspek- inginn og hæstaréttardómarann Brillat-Savarin, en hann sagði „að örlög þjóðar ráðist af hvunnda- gskosti hennar“. Staðhæfing hans gefur þessum trefjapredikunum mínum tilgang. Með því að neyta trefjaríkrar fæðu, sem bæði er holl og yfirleitt ekki dýr verður auðveid- ara fyrir launþega þessa lands að trúa því að launin, burtséð frá krónutölu, gefi manninum lifibrauð sem haldi honum gangandi sem sköpunarverki. Því þó gæs, beikon, svínakjöt og nautakjöt hafi löngum verið merki um velmegun og talin til „eðlari“ fæðu, er hún sú feitasta sem völ er á, og því ekkert til að sækjast sérstaklega eftir. Þessi bannsungna fæða ásamt kaloríurík- um eftirréttum og kökum þarf ekki alveg að hverfa af matseðlinum. Hana er hægt að borða sjaldan, til hátíðarbrigða í bland við aðra lofs- ungna fæðu. Það er nú eitt sinn þannig að maður hlakkar yfirleitt mikið til þess sem brýtur upp dag- legt mynstur, t.a.m. hátíða og þeirra kræsinga sem þeim fylgja. Hér fylgir hugmynd að eðalmorg- unverði. Jógúrt með sveskjum (fyrir 4) 225 gr sveskjur 2 msk. rúsínur 4 'A dl hrein jógúrt 2 msk. sítrónusafi Leggið sveskjurnar í bleyti yfir nótt. Sigtið síðan vatnið frá og sker- ið til helminga og fjarlægið steina. Hrærið rúsínum saman við. Blandið því næst jógúrt og sítrónusafa sam- an við. Látið standa í kæli í minnst hálftíma áður en jógúrtin er borin fram. Berið fram í desertglösum og skreytið með All Bran. Gott er að borða líka heimabakað brauð með og drekka nýkreistan appelsínusafa í stað kaffis, sem varast ber að drekka með sýrðum mjólkurvörum. Borðið magran ost eða sultu ofan á brauðið og notið smjörið í hófi eða jurtasmjörlíki. Ávextir eru mun trefjaríkari en ávaxtasafi þannig að ekki sakar að hafa niðurskorið epli eða grape- ávöxt með í morgunsárið. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur IIÍUÐ Til sölu 2ja herb. 49 fm. íbúð í þríbýli að Snorrabraut 75, Reykjavík. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Verð kr. 4,7 mtllj. VEITBNGASTAÐIR Til sölu þekktur veitingastaður með góða afkomu, staðsettur miðsvæðis á Austurlandi. Gott tækifæri sem býður upp á mikla möguleika fyrir rétta aðila. BIFREIÐAVERKST/EÐI Til sölu bifreiðaverkstæði í eigin hus- næði á Hóraði. Möguleiki á afram- haldandi þjónustusamningum við bifreiðaumboð. Vaxandi verkefni, tilvalið tækifæri fyrir t.d. tvo sam- henta menn. Fyrirtækið er í 180 fm. húsnæði með 4 m lofthæð. BEÓM- & GJAFAVÖRLR Til sölu blóma- og gjafavörubúð, ásamt videóleigu á Áustfjörðum. Gott atvinnutækifæri fyrir samhent hjón. HÓTEL Til sölu hótel og veitingastaður á Austurlandi með góð viðskipta- sambönd. Um er að ræða rotgróið fyrirtæki sem býr við trausta afkomu og vaxandi ferðamannastraum. Upplýsingar veita Þórarinn eða Jónas í síma 476-1666 FASTEIGNA- & SKIPASALA AUSTV RLANDS - tryggir farsœl fasteignaviöskipti ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.