Morgunblaðið - 23.02.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 15
Stjömustríðsbálknum, bókum,
leikföngum, tölvuleikjum og öllu
því sem við kemur myndunum,
nemi um fjórum milljörðum
Bandaríkjadala en það fæst ekki
staðfest hjá bókhöldurum Lucas-
film.
Breytingar
Lucas hefur gert smávægilegar
breytingar á myndunum fyrir end-
ursýningarnar, sem hann hafði
verið að íhuga allt frá því myndirn-
ar voru gerðar. „Ég var ekki full-
komlega ánægður með ýmislegt í
fyrstu myndinni; sum brelluskot
voru raunverulega aldrei fullklár-
uð og atriði vantaði sem ég hafði
ekki tök á að fílma vegna peninga-
leysis og tímaskorts,“ segir Lucas.
Hann hefur bætt nokkrum mínút-
um við hveija mynd og endurbætt
brelluskotin. í Stjörnustríði er
tvennt sem hann hefur aukið við.
„Mikil vinna hefur farið
í að stækka geimstöðina
Mos Eisley. Upphaflega
leit hún út eins og lítill
bær. Ég hafði aðeins
hálfa götu til að kvik-
mynda og engar brellur
eða baktjöld. í nýju út-
gáfunni getum við ferð-
ast um geimstöðina, við
höfum gert hana meira spenn-
andi. Einnig hef ég sett aftur inn
í myndina atriði þar sem Han
Solo hittir Jabba the Hut en það
hafði verið klippt út fyrir frumsýn-
inguna. Ég vildi hafa það með
vegna þess að það hefur þýðingu
síðar meir í tengslum við það sem
kemur fyrir Han við lok myndar-
innar og ég vildi geta myndað
tengsl á milli fyrstu myndarinnar
og þeirrar þriðju eins og þau áttu
að vera upprunalega.“ Þá hefur
hljóðið verið endurbætt og sett í
stafrænt form.
Stjörnustríð braut blað í gerð
ævintýramynda. Aldrei áður höfðu
verið gerðar jafnvandaðar og ná-
kvæmar og vel heppnaðar kvik-
myndabrellur fýrir ævintýramynd
(Stanley Kubrick hafði tíu árum
áður lagt grunninn að starfi Luc-
asar með mynd sinni „2001: A
Space Odyssey"). Tæknibrellurnar
höfðu þvert á móti tíðum verið
akkillesarhæll þeirra. Stjörnustríð
var á margan hátt fyrirrennari
stóru zilljóndollara brellumynd-
anna sem við þekkjum í dag og
markaðssetning hennar varð fyrir-
mynd þeirrar markaðssetningar
sem nú er alvanaleg. Myndin var
frumsýnd fljótlega eftir miðjan
maí en síðan hefur sá tími verið
notaður til að hefja hina ábata-
sömu sumarmyndavertíð. Gerð
framhaldsmynda varð að viðtek-
inni venju eftir að „Empire“ og
Jedinn voru gerðar og það sem
áður kölluðust litlar B-myndir frá
Hollywood urðu risavaxnar,
stjörnum prýddar brellumyndir
dagsins („Batman“, „Die Hard“).
Lucas átti
hugmyndina
Lucas átti sjálfur hugmyndina
að því að endursýna myndirnar
hveija á fætur annarri. Nokkrum
árum áður en kom að tuttugu ára
afmæli Stjörnustríðs fóru menn
að velta því fyrir sér hvernig best
væri að minnst tímamótanna. „Og
ég lagði til að við reyndum að
dreifa myndunum sem trílógíu
hverri á fætur annarri á fáeinum
vikum svo fólk gæti upplifað þær
eins og það þijúbíó sem þær áttu
alltaf að vera. Ég sagði að það
yrði mjög við hæfi á tuttugu ára
afmælinu." Hann hafði rétt fýrir
sér eins og í ljós hefur komið.
Leikararnir í myndunum voru að
mestu óþekktir og eru það enn
nema Harrison Ford hefur orðið
að súperstjörnu og Alec Guinness,
sem nú er 82 ára gamall og lék
hinn vitra öldung Obi-Wan Kenobi,
er næstum alveg hættur kvik-
myndaleik. Mark Hamill, sem lék
Láka geimgengil, hefur lítið orðið
ágengt á leikarabrautinni og
Carrie Fisher er þekktari í seinni
tíð fyrir að skrifa um Hollywood
(„Postcards From the Edge“) en
leika í Hollywoodmyndum. Flestir
aðrir leikarar voru óþekkjanlegir
sem Svarthöfði (rödd James Earl
Jones), vélmennin C-3PO, R2-D2
eða loðni risinn Chewbacca.
Varla þarf að taka það fram
að endursýning Stjörnustríðs-
bálksins mun auka á spenninginn
eftir forsögunni sem Lucas undir-
býr nú tökur á af fullum k'rafti.
Hann mun sjálfur ætla sér að leik-
stýra fyrstu myndinni í næstu trí-
lógíu og skrifa handritið en hún
mun fjalla um hvernig Svarthöfði
hinn ungi, sem í þá tíð hét Anak-
in geimgengill, varð verri en allt
sem vont er og gekk loks til liðs
við hið illa heimsveldi. Er búist
við fyrstu myndinni í kvikmynda-
hús árið 1999. Lucas á enn eftir
að velja dreifíngar- og samstarfs-
aðila sinn við gerð myndanna
þriggja. 20th Century
Fox gerði með honum
Stjörnustríðsbálkinn og
hefur unnið sér prik
með endursýningunum
en á það ber líka að líta
að vinátta Lucasar og
Steven Spielbergs er
áralöng og mikil og
Spielberg veitti ekki af
Kubrick lagði
grunn að
starfi Lucasar
með 2001:
A Space
Odyssey.
kassastykki til að koma fótunum
undir nýja kvikmyndaverið sitt,
DreamWork. Og spurningin er
fyrst þetta gengur svona vel með
Stjörnustríðsbálkinn og endursýn-
ingarnar hvort markaðsfræðing-
arnir í Hollyood fari ekki í fram-
haldi að dusta rykið af gömlum
myndum, bæta inní þær tölvugraf-
ík og endursýna með glæsibrag
uppá von og óvon. Næsta endur-
sýning: „ET“, gjörið þið svo vel.
ERLENT
Serbía
Draskovic
lofar kon-
ungdæmi
Belgrad. The Daily Telegraph.
VUK Draskovic, einn af leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í Serbíu, hef-
ur lýst því yfír að hann myndi leggja
forsetaembættið niður og gera
landið að konungdæmi ef hann
næði kjöri í forsetakosningum sem
ráðgerðar eru í lok ársins. Hann
kveðst myndu draga sig í hlé og
skrifa skáldsögur byggðar á reynslu
sinni af serbneskum stjórnmálum.
Draskovic sagði í viðtali um helg-
ina að hann vildi fá Alexander
Karadjordjevic, krónprins Júgóslav-
íu og son Péturs II konungs, til að
verða konungur Serbíu. Alexander,
sem fæddist í London og býr þar
enn, kveðst fús til að snúa til Serb-
íu verði hann beðinn um það.
Höfum engan skilning á
lýðræðinu
„Alexander hefur lifað alla ævina
í lýðræðisríkjum, Englandi og
Bandaríkjunum,“ sagði Draskovic.
„Hann er ekki eins og við, sem
höfum alist upp við kommúnisma.
Við höfum engan skilning á lýðræð-
inu. Það sem við þurfum er konung-
dæmi, eins og í Bretlandi. Ef þetta
gerðist yrði ég mjög ánægður með
að geta snúið mér aftur að skáld-
sagnaskrifum um allt það sem hef-
ur gerst.“
Draskovic viðurkenndi þó að
Serbar þyrftu að samþykkja stofn-
un konungdæmis í þjóðaratkvæða-
greiðslu og ekki er víst að stjórnar-
andstaðan sameinist um hann sem
forsetaefni sitt.
Tilfinningastreita
kvenna eykur líkur á
hjartasjúkdómum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SÆNSK rannsókn virðist stað-
festa þá viðteknu skoðun að kven-
fólk láti sig tilfinningalífið meiru
varða en karlar, sem gangist hins
vegar meira upp í vinnunni. Rann-
sóknin sýnir að fjölskylduvanda-
mál auka áhættu meðal kvenna á
hjartasjúkdómum og meðal annars
getur skilnaður íjórfaldað áhætt-
una. Það er hins vegar vinnustaða-
vandi, sem er helsti áhættuþáttur
karla, að því er segir um rannsókn-
ina í Svenska Dagbladet.
Takmark rannsóknarinnar var
að kanna samband streitu og
hjartasjúkdóma hjá konum og náði
hún til 600 kvenna undir 65 ára
aldri á Stokkhólmssvæðinu. Helm-
ingur kvennanna var hjartasjúkl-
ingar, en hinar höfðu ekki kennt
sér meins. í ljós kom að marktæk-
ur munur var á hópunum að því
leyti að í hópi hjartasjúklinganna
voru áberandi fleiri konur, sem
áttu eða höfðu átt við fjölskyldu-
vanda að etja, bæði hjónabands-
erfíðleika, ástlaus hjónabönd,
skilnaði og erfiðleika barnanna.
Skilnaður er sá þáttur, sem einn
sér virðist skapa mesta áhættu,
eða fjórfalda hættu á hjartasjúk-
dómum, meðan hjónabandserfið-
leikar rúmlega tvöfölduðu áhætt-
una, en þar á eftir kom vinnu-
streita og streita vegna barna. Það
hefur lengi verið vitað að streita
væri áhættuvaldur hvað hjarta-
sjúkdóma snerti, en það kemur á
óvart að konur skuli svo varnar-
lausar gagnvart tilfínningastreitu.
Vonast er til að þegar fram í sæki
geti niðurstöðurnar nýst í sálrænni
endurhæfingu kvenkyns hjarta-
sjúklinga, ekki síður en líkamleg
endurhæfíng og bættar matar- og
lífsvenjur nú.
Konudagsblómaúrvahð
er hjá okkur
Málsverður á Hótei
r
Oðinsvéum fylgir
konudagsblóm-
vendinum frá okkur
Einnig óvæntur
glaðningur
frá s^T
P.s. Þú getur sparað þer sporm!
Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090
blómaverkstæði
INNA
SKOLAVORÐUSTIG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SIMI 551 9090
Næg bílastæbi (Bílastæbahúsib Bergstabir). Ekkert stöbumælagjald um helgar.