Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVI NNU\ UGL YSINGA R Blómabúð Vanur starfsmaður, sem getur unnið sjálf- stætt, óskast til starfa. Unnið er á vöktum. Umsóknum skal skila fyrir 26. febrúar á afgreiðslu Mbl. merktar: „B-1423". Fasteignasala Fasteignasalan Ásbyrgi óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Sölumann fasteigna. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, hafa gott vald á íslensku, geta unnið við tölvu og hafa bíl til umráða. Krefjandi starf fyrir kraftmikinn mann. 2. Ritara til starfa hálfan daginn eftir hádegi frá kl. 13-18. Starfið felst í almennum skrifstofustörfum, innheimtu og síma- vörslu. Umsækjandi þarf að hafa góða framkomu, hafa almenna tölvukunnáttu og vera lipur í umgengni. Upplýsingar um framangreind störf verða ekki veittar á skrifstofu Ásbyrgis eða um- sóknir mótteknar þar. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Á - 15274“, í síðasta lagi fyrir 27. febrúar nk. Akureyrarbær Hæfingarstöðin við Skógarlund Þroskaþjálfi óskast til starfa í Hæfingarstöð- ina við Skógarlund. Um er að ræða 100% starf deildarstjóra. Starfsmaður þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í ögrandi og uppbyggjandi starfi Hæfing- arstöðvarinnar. Laun samkv. kjarasamningi STAK og Launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður í símum 462-1754 og 462-1755. Uppiýsingar um kaup og kjör eru veittar í Starfsmanna- deild Akureyrarbæjar í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást á Starfsmannadeild Akureyrarbæjar og er umsóknarfrestur til 5. mars nk. Starfsmannastjóri. TVÍ Tölvuháskóli VI, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. Lektor við TVÍ Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands auglýsir lektorsstöðu í tölvufræðum lausa til umsókn- ar. Umsækjendur þurfa að vera vel menntaðir og hafa unnið við hugbúnaðargerð. Tölvuhá- skólinn býður upp á tveggja ára nám á háskóla- stigi í kerfisfræði og fyrirhugað er að koma á fót þriggja ára B.S. námi í tölvufræðum. Kennarar við skólann hafa aðstöðu til að sinna rannsóknum og öðrum verkefnum samhliða kennslu. Til greina kemur að ráða kennara, sem er að vinna að masters- eða doktorsgr- áðu í fjarnámi við erlendan háskóla, í hlutastarf. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skila til skólans ekki síðar en 17. mars nk. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. eða samkvæmt samkomulagi en kennsla á haustönn hefst 25. ágúst 1997. Laun eru samkvæmt samkomulagi við skóla- stjórn og verða miðuð við menntun og starfs- reynslu. Frekari upplýsingar veitir Nikulás Hall, kennslustjóri. Sími 568 8400, fas 568 8024. Tölvupóstur nick(a)tvi.is. Tölvuháskóli Verzlunarskóla Islands. Ferðamál 25 ára stúlka með BA-próf í frönsku frá HÍ óskar eftir framtíðarstarfi við ferðamál. Hefur mikla reynslu. Frábær tungumálakunnátta. Áhugasamir hafi samband í síma 552 7019 (símsvari). Laus staða Staða deildarstjóra á skattstofunni í Vest- mannaeyjum er laus til umsóknar. Góð tölvukunnátta áskilin. Starfsreynsla við bókhaldsstörf æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari uppl. um starfið veitir undirritaður. Umsóknir sendist skattstjóra, Heiðarvegi 15, pósthólfi 256, 902 Vestmanneyjum, fyrir 1. mars nk. Vestmannaeyjum, 19. febrúar 1997. Skattstjórinn í Vestmanneyjum, Ingi T. Björnsson. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Deildarlæknir óskast 1) Á lungnaskor Vi'filsstaðaspi'tala frá 1. mars nk. í sex til 12 mánaða stöðu eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felst í lyflækningum, sérstaklega greiningu og meðferð lungnasjúkdóma, svo og svefnrannsóknum og meðferð sjúklinga með kæfisvefn. Staðarvaktir. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 560 2800. 2) á rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Lágmarksráðningartími eru þrír mán- uðir. Ráðningu í eitt ár (eða lengur) fylgir þátttaka í rannsóknarverkefni samkvæmt viðmiðunarreglum framhaldsmenntunarráðs læknadeildar. Upplýsingar veitir Jónas Hallgrímsson, pró- fessor, í síma 560 1900. Geðdeild Landspítalans Félagsráðgjafi óskast á endurhæfingarskor í 80% starf. Áskilin er menntun félagsráðgjafa og reynsla í starfi æskileg. í starfinu felst almenn félagsráðgjöf í skorinni og vinna á dagdeild. Upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir, félags- ráðgjafi, í síma 560 2600. Umsóknir berist til Sigurrósar Sigurðardótt- ur, yfirfélagsráðgjafa, fyrir 15. mars nk. Meðferðarstjóri óskast á áfengis- og vímuefnaskor, deild 16, að Teigi. Teigur er göngu-dagdeild fyrir alkóhól- ista og vímuefnaneytendur og fíkla með aðr- ar geðtruflanir. Meðferðin fylgir þeirri stefnu að vímuefnaneysla sé fjölskyldusjúkdómur og áhersla lögð á fjölskylduna sem heild. Starfið felur í sér umsjón með meðferðinni og stjórnun. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun í sálarfræði, félags- fræði eða sambærilegum greinum og stjórn- unarreynslu. Meðferðarfulitrúi óskast einnig að Teigi. Starfið felur í sér einstakl- ingsvinnu með fíklum og aðstandendum þeirra, hópstjórn, fjölskylduviðtöl og fyrir- lestra. Einhver reynsla af 12-spora meðferð- arkerfi æskileg. Skriflegar umsóknir um bæði störfin að Teigi berist til Óttars Guðmundssonar, læknis, geðdeild Landspítalans sem veitir nánari upplýsingar í síma 560 2890. Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Skrifstofustjóri Búðahreppur auglýsir eftir skrifstofustjóra á skrifstofu Búðahrepps. Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FOSA. Skriflegar umsóknir, þar sem greinir frá menntun og fyrri störfum, sendist skrifstofu Búðahrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1997. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búðahrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. Heilsugæslustöðin Hólmavík Sjúkrahúsið á Hólmavík Hjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga á Heilsugæslustöð Hólmavíkur til að leysa af hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar veitir Sigurósk, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 451-3188, heimasími 451-3435 og Jóhann Björn, framkvæmdastjóri, í síma 451-3395. Hjúkrunarfræðing vantar á Sjúkrahúsið Hólmavík til afleysinga í starf hjúkrunarfor- stjóra frá apríi nk. til 1. nóvember 1997. Upplýsingar veitir Margrét, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 452-3477, heimasími 451-3173 og Jóhann Björn, framkvæmdastjóri, í síma 451-3395. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist til Jóhanns Björns Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra, Borgabraut 6, 510 Hólmavík. Einnig vantar sjúkraliða/starfsfólk til sumar- afleysinga á Sjúkrahús Hólmavíkur. Öllum umsóknum verður svarað. Ritstjóri óskast Vaka-Helgafell óskar eftir að ráða til starfa ritstjóra. Um er að ræða tímabundið starf í níu mánuði en með möguleika á fastráðningu að þeim tíma liðnum. Starfið felst í ritstjórn á einstökum verkum og umsjón með útgáfu á bókum og blöðum í klúbbum Vöku-Helga- fells. Auk þess að starfa náið með hönnuð- um, prófarkalesurum og prentvinnsluaðilum hérlendis, hefur ritstjórinn töluverð sam- skipti við erlend bókaforlög og prentsmiðjur. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Háskólapróf í íslensku eða bókmennta- fræði. • Hafa reynslu af ritstjórn og umsjón með útgáfu á bókum eða tímaritum. • Geta unnið skipulega og haft umsjón með stórum og viðamiklum verkefnum. • Hafa gott vald á að skrifa og tala ensku og eitt Norðurlandamál. Skriflegum umsóknum, ásamt meðmælum, skal skila til Vöku-Helgafells fyrir 5. mars nk. merktar: „Ritstjóri". * VAKÁ-HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.