Morgunblaðið - 23.02.1997, Side 28
' 28 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Land til leigu - Sogn í Ölfusi
10763 Leigutilboð óskast í hluta jarðar-
innar Sogn í Ölfusi til 3ja ára frá og með
1. mars nk. Um er að ræða ræktað og
óræktað land samtals 109,2 ha ásamt
útihúsum.
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgar-
túni 7, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 þann
27. febrúar 1997 þar sem þau verða
opnuð í viðurvist bjóðenda er þss óska.
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844,
B r é f a s ! m i 562-6739-Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
Hestar í óskilum
í Grafningi eru þrír hestar í óskilum síðan
snemma sumars. Að Bíldsfelli er brúnn,
gæfur hestur, í meðallagi stór og á járnum.
Að Hlíð er sótrauður, gæfur hestur, tagllaus
á járnum. Að Torfastöðum er í óskilum rauð
hryssa í meðallagi stór, gæf og brauðvön.
Nánari uppl. í síma 482 2656.
Hreppsstjóri Grafningshrepps.
The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation
Auglýsing um styrki
íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa
Foundation mun á árinu 1997 verja um 4
milljónum króna til að styrkja tengsl íslands
og Japans á sviði vísinda, viðskipta og menn-
ingar. Styrki þessa má bæði veita stofnunum
og einstaklingum vegna verkefna íJapan eða
samstarfs við japanska aðila.
Einkum verða veittir verkefnastyrkir tengdir
Japan, ferðastyrkir og styrkir vegna skamm-
tímadvalar í Japan.
í umsókn, sem verður að vera á ensku,
sænsku, norsku eða dönsku, skal gefa stutta
en greinargóða lýsingu á fyrirhuguðu verk-
efni ásamt fjárhagsáætlun og nöfnum a.m.k.
tveggja umsagnaraðila eða meðmælenda.
Auk þess verður að fylgja staðfesting frá
samstarfsaðila í Japan og/eða þeim sem
skipuleggur dvölina þar.
Fyrir hönd fulltrúa íslands í stjórn Scandina-
via-Japan Sasakawa Foundation, tekur ritari
íslandsdeildar, Helga Magnússon, Skeiðar-
vogi 47, 104 Reykjavík, sími 553 7705, fax
553 7570, við umsóknum og veitir allar frek-
ari upplýsingar. Umsóknir skulu berast fyrir
25. mars nk.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir
til háskólanáms í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa
íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið
1997-1998. Styrkfjárhæðin er 7.000 s.kr. á
mánuði í átta mánuði. Jafnframt bjóða sænsk
stjórnvöld fram tvo styrki handa íslendingum
til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama
háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar
V en skipting í styrki til skemmri tíma kemur
einnig til greina.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars nk.
Menntamáiaráöuneytið,
21. febrúar 1997.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
Innritun ígrunnskóla
Reykjavíkur
Innritun 6 ára barna (fædd 1991) fer fram í
grunnskólum Reykjavíkur dagana 26. og 27.
febrúar 1997, kl. 9-16 báða dagana. Sömu
daga fer fram innritun skólaskyldra barna
og unglinga sem þurfa ða flytjast milli skóla
næsta vetur. Þetta á við þá nemendur sem
flytjast til Reykjavíkur, koma úr einkaskólum
eða þurfa að skipta um skóla vegna breyt-
inga á búsetu innan borgarinnar. Þá nem-
endahópa sem flytjast í heild milli skóla að
loknum 7. bekk þarf ekki að innrita.
Vegna skipulagningar og undirbúningsvinnu
er nauðsynlegt að öll börn og unglingar sem
svo er ástatt um verði skráð.
Sömu daga fer einnig fram innritun þeirra
barna sem munu sækja lengda viðveru (heils-
dagsskóla) næsta vetur. Það er áríðandi að
sótt verði um dvöl í lengdri viðveru á tilskild-
um tíma þar sem ekki er hægt að ábyrgjast
vistun ef sótt er um síðar.
Lýðveidissjóður
Lýðveldissjóður auglýsir eftir umsóknum um
styrki til minni háttar verkefna á sviði vist-
fræði sjávar og til eflingar íslenskri tungu.
Styrkir geta verið til eins eða þriggja ára.
Alls nema styrkirnir ár hvert 5 millj. kr. á
hvoru sviði.
Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð þar
sem fram komi afmörkun verkefnis, verklýs-
ing og verkáætlun og annar rökstuðningur
sem máli skiptir. Sérstaklega skal gerð grein
fyrir gildi verkefnisins, hagnýtu og/eða fræði-
legu, tengslum þess við önnur verkefni og
nýmælum, ef þeim er að skipta. Ef sótt er
um fé til kaupa á tækjabúnaði, þarf að skii-
greina hann eins nákvæmlega og kostur er.
Með umsóknum skal fylgja yfirlit yfir fyrri
störf og ritverk umsækjenda er máli skipta
fyrir þau verkefni sem um ræðir.
Þeir sem hlutu styrki úr sjóðnum á fyrra ári,
verða aðendurnýja umsókn sína, ef þeir vilja
koma til greina við úthlutun þessa árs, en
þurfa ekki að senda á ný greinargerðir eða
gögn um verkefnið, enda hafi sjóðstjórn þá
borist framvinduskýrsla fyrir árið 1996.
Sjóðstjórn mun senda umsóknirtil umsagnar
sérfræðinga á því sviði sem um ræðir eftir
því sem þurfa þykir.
Við mat á umsóknum mun stjóðstjórn m.a.
taka tillit til eftirfarandi atriða:
1. Vísindalegs og hagnýts gildis fyrirhugaðs
verkefnis.
2. Að verkefni sér skýrt afmarkað, markmið
skýr og vel rökstudd.
3. Að gerð sé grein fyrir stöðu þekkingar á
umræddu sviði og hvernig verkefnið teng-
ist fyrri rannsóknum ef við á.
4. Þekkingar og færni umsækjanda.
5. Að verkáætlun sé traust og trúverðug og
rækileg kostnaðaráætlun sé í samræmi
við markmið.
6. Að verkefnið feli í sér mikilsvert framlag
á sínu sviði eða í því felist nýmæli.
Umsóknir skal senda til Lýðveldissjóðs,
Skrifstofu Alþingis, 150 Reykjavík, eigi síðar
en 1. apríl 1997.
Úthlutun styrkja mun fara fram 17. júní nk.
Tónlist fyrir alla
Auglýst er eftir tillögum að tónlistardag-
skrám í skólum og fyrir almenning á vegum
verkefnisins Tónlist fyrir alla skólaárið 1997-
1998. Hugmyndir þurfa ekki að vera bundnar
ákveðnum flytjendum. Þegar tillögur eru
metnarereftirfarandi m.a. hafttil hliðsjónar:
I. Tónlistardagskrár fyrir skóla skulu vera
við hæfi nemenda grunn- og framhaldsskóla
og fela með einhverju móti í sér bæði
skemmtun og fræðslu og miðast við lengd
einnar kennslustundar. Ljóst skal vera með
hvaða hætti höfða á til mismunandi aldurs-
hópa og tillaga feli í sér hugmynd um áhuga-
vert kynningar- og námsefni til nota við
kennslu í tengslum við tónleika.
II. Flytjendur skulu hafa góða tónlistar-
menntun. Að jafnaði skulu þeir hafa haslað
sér völl í tónlistarlífi hér á landi. Til greina
kemur jafnframt að veita efnilegum tónlistar-
mönnum sem eru að stíga sín fyrstu spor,
tækifæri á vettvangi Tónlistar fyrir alla.
Þeir skulu jafnframt geta boðið fullgilda tón-
leikadagskrá til að flytja á opinberum tónleik-
um.
III. Flytjendur, sem standa að sömu til-
lögu, skulu að jafnaði ekki vera fleiri en fimm.
Þeir skulu reiðubúnir að fara hvert á land
sem er til tónleikahalds í skólum og fyrir al-
menning meðan skólar starfa enda standi
hver ferð ekki lengur en tíu daga.
IV. Tónlistardagskrár með öllum tegund-
um tónlistar eiga heima á skólatónleikum
uppfylli þær ofangreind skilyrði og skal úrval
úr tillögum hverju sinni vera fjölbreytt þar
sem gætt er nokkurs jafnvægis milli ólíkra
tegunda tónlistar.
V. Stuðla skal að því að tónlistarfólk í
heimabyggð taki þátt í verkefninu, ýmist með
sjálfstæðu framlagi eða með því að taka þátt
í tónlistardagskrá aðkomuhópa.
Tillögur berist Tónlist fyrir alla, Síðumúla
34, 108 Reykjavík. Verkefnisstjóri veitir allar
frekari upplýsingar í síma 588 3153.
Skilafrestur rennur út 4. mars nk.
Ert þú rétt
nærð/nærður?
Er ofátið að angra þig?
Er blóðsykurinn of hár?
Hvað með kólesterolið?
Taktu á vandamálinu
núna!
Hringdu.
Næringarráðgjöf
Guðrúnar Þóru,
sfmi 551 4126.
FJÖLBRAlfTASKÓUNN
BREIÐHOLTI
Námskeiö tyrir sjúkraliða
Áfengis- og vímuefnasjúkdómar
Námskeið fyrir sjúkraliða sem starfa á öllum
sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Fjallað verð-
ur um þróun sjúkdómanna og dulin einkenni
þeirra á almennri sjúkradeild,
áfengisfíkn kvenna o.fl.
Námskeiðið er 10 stundir.
Kennt verður 4. og 5. mars nk. í Fjölbrauta-
skólanum Breiðholti. Námskeiðið hefst kl.
16.15 báða dagana.
Skráning á skrifstofu skólans og í síma
557 5600.
Skólameistari.