Morgunblaðið - 23.02.1997, Page 30

Morgunblaðið - 23.02.1997, Page 30
30 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuhúsnæði Til leigu er u.þ.b. 70 fm húsnæði á jarðhæð í norðurhluta Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12. Húsnæðið samanstendur af tveimur rúm- góðum herbergjum, gangi, salerni og lítilli geymslu. Upplýsingar veitir Sigurður Einarsson í síma 552 9133. Suðurlandsbraut 54 Til leigu eru eftirtaldar einingar á Suðurlands- braut 54. A) 160 fm áberandi mjög gott verslunarhús- næði á jarðhæð. Húsnæðið er í dag einn salur, hefur mjög góða verslunarglugga og snýr að Suðurlandsbraut. Laust strax. B) 100 fm fallegt og vel innréttað skrifstofu- húsnæði á 2. hæð. Húsnæðið skiptist í góða móttöku, 3 góð skrifstofuherbergi og geymslu. Laust 1. maí nk. Upplýsingar veitir: Ásbyrgi fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, sími 568-2444. Skrifstofuhúsnæði óskast Höfum verið beðnir um að útvega til kaups 600 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík, vestan Elliðaáa, fyrir mjög traust og fjárhagslega sterkt fyrirtæki. Húsnæðið þarf m.a. að vera með rúmg. skrifstofuherb., fundarherb., móttöku og skjalageymslu. Umhverfið þarf að vera snyrtilegt, aðkoma góð og næg bíla- stæði. Óinnréttað húsnæði kemurtil greina. A tvinnuhúsnæði, Skipholti 50B, 105 Reykjavík, sími 511-1600. Atvinnuhúsnæði Til sölu er atvinnuhúsnæði í Breiðholti sem hentar vel fyrir skrifstofu eða smáiðnað. Eignin skiptist í tvær hæðir, 20 fm kjallara og 80 fm hæð. Aðkoma er góð og almennt ástand er gott. Selst á góðu verði ef réttur aðili finnst. Fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „E-1819". Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Hvatarkonur og aðrir velunnarar féiagsins fjölmennum og gleðj- umst saman vegna 60 ára afmælis Hvatar í afmælishófi í boði stjórn- arsem haldið verður íValhöll laugardaginn 1. marskl. 17.00-19.00. Stjórnin. Opinn fundur um orkumál í Reykjaneskjördæmi Morgunverðarfundur Landsmálafélagsins Fram verður í Sjálfstæðis- húsinu, Hafnarfirði, sunnudaginn 23. febrúar kl. 10.30. Þingmenn og nokkrir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórnum í kjördæminu hefur verið sérstaklega boðið til þessa fund- ar, auk sérfræðinga frá Orkustofnun og Hitaveitu Suðurnesja. Komið og kynnið ykkur hvar möguleikar okkar í orkumálum iiggja! Landsmálafélagið Fram, Hafnarfirði. Sumarhús óskast Óska eftir 40-60 fm sumarhúsi til flutnings. Staðgreiðsla í boði. Hámarksverð 1 millj. Upplýsingar í síma 893 9855. v 1) Gengilbeina Já, ég ætlaði að fjalla um fyrri störf, jafnmörg Vatnsdalshólum. Gengilbeina var ég líka en fyrst var ég í uppvaskinu því ég var bara sextán. Aldrei gleymi ég lyktinni af vínleifum og sítrónum (oj!) alltaf hálfgert maus að ná úr glös- unum. Romm og kók fékk fólkið sér og sítróna upp á punt (íslend- ingar kunna ekki að meta delikat- essa, fína tóna, bragðauka, töts, nei sturta í sig, háma og troða (ó)menningu oní sig) og sumir fengu sér grænan pernó þá hélt ég að einn daginn yrði ég eins og hinir (fengi mér hitt og þetta) ekkert bólar á því enn. Mér býður við íslenzkum lífsmáta, á alla kanta held ég bara, og mörg glös- in höfðu rauðleitan blæ einhvers glundurs og allt lyktaði þetta eins og úr helvíti og innst inni vissi ég að ég mætti þakka mínum sæla að sleppa lifandi út úr þessu völundarhúsi, mannskemmandi, á meðan allir aðrir létu sér vel líka. Skemmtu sér. Klikk! Ári seinna var ég á per stöku sinnum á bar í útjaðri Manchester og hef því samanburð. Ég man að ég mundi í huganum hvað heilu og hálfu borðin vildu fá sér: Einn pænt af lageröli, 3 bitter eitthvað, 7 æ þessi dökkbrúni mjöður hvað hét hann (þetta var fyrir tuttugu og fáum árum) nú aftur, en þá mundi ég þetta allt allt heila kvöld- ið hvað hver og einn hafði fengið sér. Svo sagði fólkið: Og fá þú þér svo einn sjálf (ég var sautján) kva... en ég drakk ekki og alls ekki þama á vinnustaðnum en þá meinti það að ég ætti að eiga sem næmi verði eins drykks og var þetta hugsað sem kaupauki, tips! enda var ég að spara fyrir gjöfum til að hafa með til íslands. Helzt vildi ég verða þarna eftir en það fékkst bara leyfi í eitt ár og send heim með skipi til landsins kalda út í gegn. Beint í Verzló, bezta skóla í heimi, bezt í ensku berfætt í sand- ölum í september stuttklædd með alpahúfu. Það bendir til geðklofa þegar ósamræmi er milli höfuð- Fyrristörf Borgarpistill Sumir hafa komið svo víða víð á vinnumarkaðinum, að með ólíkindum má telja. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir fjallar í Borgarpistli m eitt af fyrri störfum sínum, sem hún segir jafnmörg Vatnsdalshólum. VIBBI litli Málverk/Sigurður Eyþórsson fats og skófatnaðar, só vott. En þarna var komið eitthvert los á mig og víst var bókfærsla létt og allt stemmdi en ekki hjá kennaranum en þeir voru og eru sjálf- ir alltaf að gorma sig upp hringstigann með Tópas og tyggjó. - „Viltu leysa eina af hérna á stilling- unni?“ spurði þjónninn (stillingunni, hvað er nú það?) Ég varð fljótlega beðin að vinna á einhverri stillingunni - „hjá Óla eða Pétri“ hétu þeir, yndislegt fólk og snöggt upp á lagið og ekki sporlatt. Kvikk! Stilling er ákveðið borðasvæði með hvít- um dúkum og kertaljósum, afmarkað teppalögðum gangfleti eða súlu, heimur út af fyrir sig, dinnermúsík meðan skver- að var af og hugsað: ætli þetta sé lífið? fullorðna fólksins, þau tala í svo lágum hljóðum, brosa blíðlega og hressilega til mín eins og ég sé ekki tilbúin, hafi lifað of stutt, ég sem hafði verið heila eilífð í Englandi. — „Þessir stólar fylgja þessum_ borð- um“ já spekin leynist víða. Ég var með stutta tjásuklippingarhárkollu sem ég hafði keypt í Englandi því þar eru allir svo vannærðir og illa útlítandi með grænar tennur af tedrykkju, sem veldur e-vítamíns- korti, blóðlaus og með svo matt hár að þurfti hárkollur og var bara nokkuð almennt nema þannig þekkti mig enginn sem betur fer enda þekkti ég ekki svona fullorð- ið fólk sem hékk á bar í Klúbbn- um, ég hafði heyrt um þúsund- krónubekkinn og einn benti á einn bekk hálfhringlaga og ég hugsaði: hvernig kemst það fyrir þarna og sagði: - „Nei, sá bekkurerþama," og benti eitthvað í myrkrinu. Kannski var þetta bara lygi. Á íslandi er svo margt sagt en mað- ur má alltaf reikna með að helm- ingurinn sé sagt svona til bráða- birgða því það þarf að redda still- ingunni fyrir kvöldið og mylja klaka og panta í buffetinu dúbon- nett og gin og vodka (mest af því) og bakkardí og kók þá þurfti að opna allar með upptakaranum undir borðinu allt litlar flöskur, nei, ég lýg það var kútur en ummmm að gera að hrúga nógu miklum klaka í glösin svo kúnninn fengi minna af dýru veigunum. - „Vertu svo snögg að hella úr sjússamælinum yfir í glasið, það var lagið,“ sagði stuttur þjónn, - „og helzt þannig að það nái ekki upp að röndinni og láttu kúnnann ekki sjá það fyrir alla muni. Svona drýgjum við dýrmætan sopa.“ Eg þvoði öll föt strax sama kvöld. Svuntan hvíta í vaskafatið og hárkollan oj, reykingalyktina lagði um allt en sítt hárið undir var ekki eins stækjað svo ég gat sofið með það mér við hlið. HAPIÐI séð hvernig í biðröðum skemmtistaða sumir þeirra sem mæta síðastir í röðina komast þó fyrstir inn, troða sér, smygla sér, þekkja dyravörðinn eða eru með syndakvittun upp á vasann, vip, eða hei, kannastu ekki við mig? og viti menn þeir síðustu munu verða fyrstir ... inn í gættina. Svona rétt áður en ég geispa golunni ætla ég að leiða villuráfandi sauði í allan sannleikann um vinnustaði landsins. Ég hef kannað aðstæður ef svo má segja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.