Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Faglega staðið að
íbúðarkaupum
Við bílakaup leita menn oft ráða hjá sérfræðing-
um, segir Grétar J. Guðmundsson. Það geríst
hins vegar sjaldnar við kaup á húsnæði sem ætti
þó að vera þar sem mun hærri árupphæðir skipta
þá um hendur.
IMauðsynlegt að fjölga at-
vinnutækifærum arkitekta
ALGENGT er að kaupendur bif-
reiða njóti aðstoðar sérfræðinga,
svo sem bifvélavirkja eða annarra
er vit hafa, áður en kaup eru
ákveðin. Það þekkja allir hvað það
er mikilvægt að vita um gæði
þeirrar bifreiðar sem verið er að
festa kaup á. Enginn vill kaupa
bifreið sem nauðsynlegt er að
leggja út í verulegan kostnað við
að lagfæra skömmu eftir eigenda-
skipti.
Það sama á við um íbúðarkaup.
En sé tekið mið af verði, má segja
að það sé ekki eins algengt að
íbúðarkaupendur leggi eins mikið
upp úr því að notfæra sér þekk-
ingu sérfræðinga og gert er í bíla-
viðskiptum áður en kaup eru
ákveðin. Þetta á sér kannski sínar
skýringar. Mun erfíðara er að
kynna sér ástand ýmissa þeirra
þátta íbúðar sem nauðsynlegt er,
samanborið við hve auðvelt er að
komast að flestu í bifreiðum. í
flestum tilvikum er þó hins vegar
miklu meira í húfí þegar um íbúð-
arkaup er að ræða en kaup á bif-
reið, kannski tífaldur eða þaðan
af meiri munur. íbúðir eru dýrari
en bifreiðar, svona almennt séð.
Sumt er auðvelt að kanna,
annað ekki
Tiltölulega auðvelt er að ganga
úr skugga um gæði íjölmargra
þátta íbúðarhúsnæðis, svo sem
ástand á gleri og gluggum, gólf-
efnum, innréttingum, eldhús- og
baðtækjum og fleiru sem auðvelt
er að komast að. Það er ekki þar
með sagt að allir séu jafnfærir um
að meta þessi gæði og því er ekki
að efa að aðstoð sérfræðinga er
oft nauðsynleg. Svo eru aðrir
þættir sem ekki eru svo augljósir,
eins og t.d. lagnir, burðarþol, ein-
angrun, frágangur í þaki og fleira
sem ekki sést nema með mikilli
fyrirhöfn. Þessa þætti geta ein-
ungis þeir sem vel þekkja til lagt
eitthvert mat á.
Allt efni hefur sinn líftíma og
eyðist er fram líða stundir. Það á
alveg eins við um hin ýmsu tæki
og efnisþætti í íbúðarhúsnæði og
rafgeymi í bíl, svo dæmi sé nefnt.
Það er auðvelt að ganga úr skugga
um hvort rafgeymir gefur þann
kraft sem nauðsynlegur er. Það
er hins vegar ekki eins auðvelt að
ganga úr skugga um hvort íbúðar-
húsnæði sé einangrað á þann hátt
að sem best nýting sé á heitu vatni,
svo annað einfalt dæmi sé tekið.
Þá liggur ekki svo ljóst fyrir hvort
t.d. lagnir í veggjum eða grunni
eigi langt líf fyrir höndum þegar
íbúð er keypt. Sérfræðingar geta
lagt mat á líkur þess hveiju gera
má ráð fyrir í þessum efnum, og
einnig eru til leiðir til að ganga
úr skugga um ástand margra
þeirra þátta, sem huldir eru bak-
við pússningu eða undir steyptum
botnplötum.
Gallar hafa áhrif á áætlanir
Það er viðurkennt að íbúðarhús-
næði hér á landi er almennt vel
byggt og vandað. En gallar geta
alltaf komið upp. Mörg dæmi eru
þekkt um verulegan kostnaðar-
auka íbúðarkaupenda fljótlega eft-
ir kaup, sem oftast hefur mikil
áhrif á greiðslugetu þeirra. Með
tryggingum er hægt að komast
hjá slíku að miklu eða öllu leyti,
nokkuð sem fólk ætti að taka með
í reikninginn, ef mögulegt er.
Umsóknum hefur fækkað
Unnt er að fá húsbréfalán
vegna meiri háttar endurbóta á
notuðu íbúðarhúsnæði, sem er
eldra en 15 ára. Það hefur komið
nokkuð á óvart, að umsóknir um
þessi lán voru um 11% færri á
árinu 1996 en árið áður. Reglur
um lánin voru rýmkaðar þannig,
að lágmarkskostnaður vegna end-
urbóta var lækkaður og boðið var
upp á breytilegan lánstíma lána,
en þrátt fyrir það fækkaði um-
sóknum. Ekki liggur fyrir hvaða
ástæður eru fyrir þessu, en
eflaust eru þær margar og breyti-
legar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð
fyrir að þörfin fyrir endurbætur
á íbúðarhúsnæði hér á landi muni
aukast á næstu árum.
íbúðarkaup eru með mikilvæg-
ustu ákvörðunum sem flestir taka
á lífsleiðinni. Ef fólk stendur eins
vel að því verki og algengt er að
gert sé þegar um bifreiðakaup er
að ræða, í réttu hlutfalli við um-
fang, er líklegt að vel verði að
verki staðið. Nóg er af fagmönn-
um á þessu sviði til að fyrir-
byggja að vandi komi upp að
óþörfu.
MENNTAMÁLANEFND Arki-
tektafélags íslands, sem er aðili
að Endurmenntunarstofnun Há-
skóla íslands, hefur nú til endur-
skoðunar námskrá hjá stofnuninni,
þ.e. á þeim námskeiðum sem eink-
um má ætla að nýtist arkitektum.
Þá er var nýlega skipuð markaðs-
nefnd félagsins sem ætlað er að
kynna störf arkitekta og huga að
nýjum atvinnutækifærum þeirra.
Sigurbergur Árnason arkitekt,
sem er formaður menntamála-
nefndar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að nýleg könnun á starfs-
kjörum arkitekta hefði meðal ann-
ars ýtt undir að félag þeirra gripi
til aðgerða til að vekja athygli á
þeim verkefnum sem arkitektar
eru menntaðir til að fást við. Könn-
unin sýndi að tekjur arkitekta
væru lægri en svo að þeir ynnu
fulla vinnu í fagi sínu.
Menntamálanefnd Arkitektafé-
lagsins er um þessar mundir að
vinna að hugmyndum að breyttri
námskrá fyrir námskeið hjá Endur-
menntunarstofnun Háskólans, sem
henta myndi arkitektum og koma
myndu til framkvæmda næsta
haust. Arkitektafélagið er ásamt
Tækniskólanum, félögum verk-
FASTEIGNASALAN Garður í
Reykjavík hefur til sölu einbýlishús
við Holtasel í Reykjavík. Er um að
ræða hæð og ris með kjallara og
innbyggðum bílskúr og er það alls
rúmir 274 fermetrar að stærð.
Kári Fanndal Guðbrandsson fast-
eignasali hjá Garði sagði húsið
standa í útjaðri byggðar, við fallegt
óhreyft og friðað land. Á hæðinni
er forstofa, eldhús og innaf því
búr, fjölskyldu eða sjónvarpsher-
fræðinga og tæknifræðinga og
fleirum aðili að námskeiðum
Endurmenntunarstofnunar. Sagði
Sigurbergur að hugmyndir
menntamálanefndar yrðu skoðaðar
með þessum samstarfsaðilum þeg-
ar þær hefðu mótast frekar. Hann
sagði arkitektum mjög nauðsyn-
legt að eiga aðgang að góðri endur-
menntun, m.a. vegna þess að þeir
sæktu menntun sína erlendis.
Vandinn væri hins vegar einnig sá
að oft væri erfítt að fá arkitekta
til að kenna á endurmenntunamá-
mskeiðum. Hér á landi er ekki
arkitektaskóli sem er í tengslum
við atvinnulíf eða stjórnvöld né
heldur stórir vinnustaðir sem taka
nema í starfsþjálfun. Sagði Sigur-
bergur það slæma þróun að emb-
ætti húsameistara og teiknistofu
Húsnæðisstofnunar ríkisins skyldu
hafa verið lögð niður og þar með
fjölmörg störf arkitekta og mögu-
leikar til starfsþjálfunar skertir.
í framhaldi af síðasta aðalfundi
félagsins var skipuð markaðsnefnd
og er formaður hennar Hilmar Þór
Bjömsson arkitekt. Nefndin er að
heíja störf en henni er ætlað að
koma sjónarmiðum arkitekta á
framfæri sem víðast, benda á fjöl-
bergi, þijú svefnherbergi og snyrt-
ing. I risi er stofa, hjónaherbergi
með baðherbergi innaf, svo og eitt
minna herbergi. Niðri er innbyggð-
ur bflskúr, þvottaherbergi og
tveggja herbergja íbúð. Kári segir
húsið vandað og fallegt, með góðum
garði og miklu útsýni, hús fyrir þá
sem vilji búa í borg en hafa jafn-
framt friðsæld sveitarinnar. Verðið
er 17,5 milljónir króna og koma
skipti til greina.
þætt verkefni sem arkitektar geta
tekið að sér bæði innanlands og
utan: Þá er til umræðu hjá félaginu
og starfshópi í tengslum við endur-
skoðun námskrár grunnskólans,
að koma að námi í byggingarlist.
Fasteigna sölur í blabinu í dag
Agnar Gústafsson bls. 10
Almenna Fasteignasalan bls. 26
Ás bls. 4
Ásbyrgi bls. 9
Berg bls. 6
Bifröst bls. 12
Borgir bls. 31
Brynjólfur Jónsson bls 9
Eignamiðlun bis. 20-21
Eignasalan bls. 28
Fasteignamarkaður bls. 3
Fasteignamiðlun bls. 6
Fasteignasala Reykjav.-Huginn ws.29
Fjárfesting bls. 20
Fold bls. 13
Framtíðin bls. 5
Frón bls. 15
Garður bls. 15
Gimli bls. 7
H-Gæði bls. 5
Hátún bls. 30
Hóll bls. 8-9
Hóll Hafnarfirði bls. 25
Hraunhamar bis. 16-17
Húsakaup bls. 32
Húsvangur bls. 23
Kjöreign bls. 14
Laufás bls. 10
Miðborg bls. 22
Óðal bls. 19
Skeifan bls. 11
Stakfell bls. 5
Valhöll bls. 27
Þingholt bls. 24
1 B U n A K l A N
TIL ALLT AÐ
Þú átt góðu láni
að fagna hjá
Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis
3$
SPARISIÓÐUR
REYKJAVfKUR OC NACRENNI5
VIÐ Holtasel 36 í Reykjavík er þetta einbýlishús til sölu hjá fast-
eignasölunni Garði.
Einbýlishús í út-
jaðri byggðar