Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 10
10 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn LÓA Sigríður Ólafsdóttir: „Læri heilmargt í fermingarfræðslu þótt ég þekki viðfangsefnið ágætlega." LÓA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR FERMIST 13. APRÍL Verð í gamla fermingar kjólnum hennar ömmu LÓA Sigríður Ólafsdóttir er hressi- leg stelpa, sem hefur áhuga á tölv- um og alneti, auk þess sem skíða- íþróttin heillar hana. Hún segist stundum fara með bænir, enda gott að geta þakkað Guði í bænum sínum og beðið þegar þannig stendur á. „Eg lærði margar bæn- ir af ömmu minni þegar ég var lítil. Svo var ég í KFUK þegar ég var sjö til níu ára og lærði líka margar bænir þar.“ Lóa Sigríður gengur í Rima- skóla og fermist í Grafarvogs- kirkju, eins og 250 jafnaldarar hennar. Hún kveðst ánægð með fermingarfræðsluna og þótt hún þekki viðfangsefnið nokkuð vel, segist hún einnig hafa lært heil- margt. Ekki segist hún sérlega kirkjurækin þótt hún reyni að mæta í þær 16 guðsþjónustur sem gert er ráð fyrir að fermingarbörn sæki veturinn fyrir ferminguna. „Mér finnst frekar leiðinlegt í messum, en mér fínnst fínt að mæta til prestanna í fermingarfræðslu, enda eru þeir báðir hressir og skemmtilegir,“ segir hún af mikilli einlægni og hreinskilni. Hópurinn skiptist í tvennt — Finnst þér fermingarsystkini þín hafa mikinn eða lítinn áhuga á trúmáium og fermingarfræðslu? „Ég held að hópurinn skiptist í tvennt. Annar helmingurinn er áhugasamur, en hinn helmingur- inn nennir varla að mæta í ferm- ingarfræðslu, þótt hann láti sig hafa það af því það er skylda.“ Lóa Sigríður hefur ákveðið ein- kunnarorð sín í fermingunni, „Guð skal reynast sannorður þótt sérhver maður reyndist lygari.“ Hún dró Þessa tilvitnun í Róm- veijabréf Biblíunnar úr bunka til- vitnana í upphafi fermingar- fræðslunnar og segir að sér þyki hún mjög viðeigandi. — Verður haldin veisla í tilefni fermingarinnar? „Já og ég geri ráð fyrir að milli 40 og 50 manns mæti. Við ætlum að grilla og ég er mjög ánægð með það.“ - Hvað um fermingar- föt? „Ég ætla að fermast í gamla fermingarkjólnum hennar ömmu, en hún fermdist í honum fyrir 52 árum. Hann er síður, ljós og gamaldags og mér finnst hann mjög fallegur. Fermingarmynd af ömmu hékk alltaf uppi heima hjá henni og ég hafði mjög gaman af að skoða hana. Kjólinn passar alveg á mig og fyrst málum var svona háttað fannst mér ekkert annað koma til greina en að ferm- ast í honum. Mamma er mjög sátt við að ég skuli vilja fermast í gamla kjólnum hennar ömmu, svo fermingarfötin koma ekki til með að valda neinum heilabrotum eða útgjöldum. Ég er líka búin að ákveða hvernig hárgreiðslan verður, en hún verður gamaldags í stíl við kjólinn.“ Tölva, utanlandsferð eða sjónvarp — Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í fermingargjöf? „Já, mig langar mikið í tölvu, því mig langar að læra að nota hana almennilega. Möguleikar þeirra sem kunna á tölvur eru mjög miklir og mér finnast þeir afar spennandi. Ég hefði líka áhuga á að fá utanlandsferð í fermingargjöf, en bróðir minn, sem fermdist í fyrra fékk ferð til útlanda í fermingargjöf frá for- eldrum okkar. Sjónvarp er líka ofarlega á óskalistanum, því mér þætti gott að hafa eigin sjónvarp í herberginu mínu.“ Lóa Sigríður útskýrir síðan að faðir hennar hafi mikinn áhuga á akstursíþróttum og þættir um þær séu því mjög oft á skjá heimilis- ins. „Ég hef engan áhuga á þess- um íþróttum og vil frekar geta horft á aðra þætti.“ Myndband er annað tæki sem hana langar að eignast, en þrátt fyrir þennan óskalista, segist hún ekki velta fermingargjöfum ýkja mikið mikið fyrir sér. Aukið frelsi í kjölfar fermingar Lóa Sigríður segist gera ráð fyrir að talsverðar breytingar fylgi í kjölfar fermingarinnar, aðallega aukið frelsi. „Núna setja foreldrar mínir mér frekar strangar reglur, til dæmis um hvemig herbergið mitt lítur út, hvemig hárgreiðslu ég er með og fleira í þeim dúr. Þegar mig langar að breyta til segja mamma og pabbi mér að ég megi gera það eftir ferminguna. Mig langar til dæmis að mála her- bergið mitt í alls kyns litum, jafn- vel röndótt, en það kemur ekki til greina fyrr en eftir fermingu. Ég væri líka alveg til í að prófa að lita á mér hárið í einhveijum skrýtnum Iitum, til dæmis grænum eða rauð- um, en um slíkt er ekki að ræða fyrr en eftir fermingu. Það er margt sem mig langar að gera og þess vegna hlakka ég til að fá frelsi til þess þegar þar að kemur.“ Frekar leiðin- legt í messum en f ínt að mæta tii prestanna. BJÖRGVIIM ÓLAFSSOIM FERMIST 6. APRÍL * A réttum aldri til að fermast BJÖRGVIN Ólafsson segist hafa farið í sumarbúðir KFUM í Vatna- skógi árlega siðan hann var tíu ára. „Hluti af dagskránni þar felst í kristinfræðslu og ég bý að því sem ég hef lært þar, enda þekki ég mestan hluta efnisins sem kennt er í fermingarfræðslunni." Hann seg- ist vera trúaður og það sé ekkert feimnismál. Hann segist biðja bæn- ir einu sinni til tvisvar í viku og fara öðru hveiju í messu. Björgvin kemur fyrir sem afar skynsamur og kurteis drengur. Hann stundar nám í Foldaskóla í Grafarvogi og æfir fótbolta með Fjölni Qórum sinnum í viku. Auk þess er hann einn af Skógarvinum, en það er félagsskapur stráka sem verið hafa í Vatnaskógi. „Fótbolta- æfíngar eru á sama tíma og starf- semi Æskulýðsfélags Grafarvogs- sóknar. Ef svo væri ekki hefði ég áhuga á að taka líka þátt í starfí Æskulýðsfélagsins." — Hvernig finnst þér fermingar- fræðslan? „Mér finnst hún mjög fín og prestarnir báðir skemmtilegir. Við tölum mikið við þá, ekki aðeins um trúmál, heldur allt mögulegt. Við fáum líka fræðslu um önnur trúar- brögð, sem mér fínnst gott og mér fínnst prestamir hafa útskýrt mun Morgunblaðið/Ásdis BJÖRGVIN Ólafsson: „Ég bý að kristinfræðslu sem ég Iærði í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi." Nýjasta nýtt LOTUS TRI-LUM Sportlegt LORUS quartz úr með nýrri tækni . Urið hleður sig af orku frá Ijósi/birtu, sem þýðir að rafhlöðuskipti eru úr sögunni. Úraskífa glóir í myrkri. Vatnsþétt allt að 50 metrum. Sterkt og öflugt úr. Verð kr. 8.975 ferrn’* "r er góð (fiSSTl úra- og skartgripaverslun I Kringlunni 8-12, sími 553 1199. á kristni og öðrum trúarbrögðum mjög vel.“ Bangsi á flakki í skólanum hefur Björgvin mest gaman af náttúrufræði og á kenn- ari hans greinilega stóran þátt í því. „Það skiptir miklu máli að kenn- arar séu góðir og skemmtilegir, al- veg eins og það skiptir máli að prest- ar í fermingarfræðslu séu það, því þá eykst áhugi nemenda á því sem verið er að kenna. Náttúm- fræðikennarinn minn hef- ur til dæmis komið okkur beklqarfélögunum í sam- ^^___ band við krakka um allan heim í gegnum alnetið. Þar sendum við út tilkynningu og buðumst til að senda krökkum úti í heimi tusku- bangsa með bakpoka fullum af upp- lýsingum um okkur sjálf og ísland. Við útbjuggum allt efnið sjálf og bangsinn er búinn að vera á stöðugu flakki um heiminn í allan vetur. Síð- Prestar út- skýra vel mun á kristni og öörum trúar- brögöum. an fáum við svör frá þeim sem hafa skoðað efnið og þetta fínnst mér dæmi um hvemig kennari getur gert kennslu lifandi og fjölbreyti- lega.“ Trú og gjafir Björgvin segir margar ástæður fyrir því að hann fermist. Sú sem vegi þyngst sé þó að staðfesta skírn- ina. „Mér fyndist til dæmis ósamræmi í því að fara í sumarbúðir KFUM á hveiju ári og taka þátt í starfí Skógar- vina ef ég játaði ekki kristna trú. Svo fínnst mér líka spennandi að fá fermingargjafír, þótt ég velti þeim raunar ekki mikið fyrir mér.“ — Er samt ekki eitthvað sérstakt sem þig langar aðfá í fermingargjöf? „Sjónvarp, græjur eða snjóbretti," svarar hann að bragði og útskýrir að sér þætti þægilegt að geta haft eigið sjónvarp i herberginu sínu. Varðandi fermingarveisluna, kveðst hann ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af henni, foreldramir sjái að mestu leyti um hana. „Ég þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af fermingarföt- um, því mamma og stóra systir mín koma til með að hjálpa mér að velja þau.“ — Stundum koma upp hugmynd- ir um að hækka aldur fermingar- barna, því krakkar á þessum aldri séu of ungir og áhrifagjamir til að taka ákvörðun um að staðfesta skírnina ogganga þar með í samfé- lag kristinna. Hvað fínnst þér? „Mér fínnst ég vera á réttum aldri til að taka þessa ákvörðun og sé þess vegna enga ástæðu til að hækka fermingaraldur.“ — Ertu búinn að fínna einkunn- arorð fyrir fermingardaginn? „Ég hugsa að ég geri setningu, sem er skráð í kapellunni í Vatna- skógi að einkunnarorðum mínum: Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, veit mér að nýju stöðugan anda.“ > I ; I i ! L L i í I E I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.