Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 F 31 Skerið skötuselinn í litla bita og bakið hann í ofni, þar til hann er hlaupinn saman. Látið kólna í soð- inu. Hreinsið fennelhnýðin og sker- ið í litla bita. Þvoið gúrkurnar og skerið þær í litla bita. Blandið fiskinum ásamt soðinu, fennel, gúrkum og rækjum saman og setj- ið í form eða fat og þjappið örlítið. Hellið fljótandi hlaupinu yfirfisk- blönduna. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað þarf af hlaup- inu, en það á að fljóta yfir fisk- blönduna. Látið hlaupið kólna í kæliskápnum. Léttsaitað lambalæri með einiberjum Lambakjötið er léttsaltað og síð- an bakað í ofni með einiberjum. Árangurinn er bragðmikið kjöt með skemmtilegri áferð. Hæg steiking á að tryggja að kjötið þorni ekki. Ferlið tekur sinn tíma, en það er hægt að Ijúka söltuninni degi áður en kjötið er matreitt og taka það úr pæklinum þá. Kjötið getið þið steikt daginn áður en það er borið fram og brugðið því í kæliskápinn yfir nóttina. Sneiðið það sama dag og þess er neytt. 2 væn lambalæri, um ___________2,5 kg hvort__________ ______________i dl sykur_________ ___________2 dl gróft salt_______ Blandið sykri og solti, núið kjötinu með blöndunni oq látið standa í kæliskáp yfir nótt. ______________10 I vatn__________ ___________15 dl qróft salt______ ___________6 dl púðursykur_______ ___________30 piparkorn__________ ______________30 einiber_________ ________3 msk þurrkað timjan_____ 4 lárviðarlauf Hitið vatnið ásamt öllu hinu, lát- ið pækilinn sjóða í um 30 mín. og kælið hann síðan. Leggið kjötið í kaldan löginn og gætið þess að það sé á kafi. Til þess að svo sé þurfið þið vísast að leggja farg ofan á. Látið kjötið liggja í pæklin- um í tvo sólarhringa. Takið kjötið úr pæklinum og látið það standa við stofuhita í 1-2 klst. Hitið ofn í 100 gráður. ______________1 dl einiber_________ 1 msk heil pipgrkorn 5 lárviðarlauf Grófsteytið kryddið. Leggið hvort læri á álpappír, jafnið krydd- inu yfir og pakkið því inn í álpappír- inn. Setjið kjötið á grind inn í ofn og bakið í 2 1/2 klst. Snúið því við þegar tíminn er hálfnaður. Takið kjötið út, setjið ofninn á hæsta hita og grill, opnið pappírinn og steikið kjötið tíu mínútur á hvorri hlið. Slökkvið á ofninum, lokið honum og látið kjötið standa í um 15 mín. og jafna sig. Takið það síðan út úr ofninum og látið það kólna, áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Kryddið skrapið þið að mestu af, áður en það er sneitt. Kartöflusalat með kapers og sellerfi Hér ríður á að verða sér úti um góðar kartöflur, sem eru vax- kenndar og fastar í sér, ekki þess- ar mjölvuðu og svo skiptir máli að ofsjóða þær ekki. Salatið má útbúa daginn áður og geyma á köldum stað, helst ekki í ískáp. Ef þið verð- ið að geyma það þannig, takið það út í tæka tíð, því það er bragð- dauft, ef það er snætt kalt. _______2Vz kg kartöflur, hæfilega soðnar og síðon gfhýddar 1 -2 dl kgpers, án vökvans (það besta er saltað ítalskt kapers, ef þið náið í slíkt. Saltið er þá skolað rækilega af, áður en kapersið _____________er notað)_____________ __________8 sellerístönglar________ _______3 fínsöxuð hvítlauksrif_____ __________gráfur nýmalaður_________ pipar eftir smekk 3 dl olía, gjarnan ólífuolía eða vínberjakjarnaolía 1 dl gott hvftvínsedik 3 msk ósætt franskt sinnep, gjarnan gróft Skerið volgar kartöflurnar í bita. Hreinsið selleríið og skerið stöngl- ana í aflangar mjóar ræmur og ræmurnar síðan í mjóar sneiðar, svo úr verði litlir selleríbitar. Blandið sellerí og kapers saman við kartöflubitana. Þeir sem ekki eru hrifnir af kapers nota minna af því, en aðdáendur þess meira. Kapersið fer firna vel við kartöfl- urnar og selleríið gefur bæði gott bragð og góða áferð. Þeytið saman olíu, edik, hvítlauk og sinnep og hellið yfir volgar kart- öflurnar. Malið pipar yfir eftir smekk. Ef kartöflurnar drekka sós- una strax í sig getið þið búið til meira og þá haldið hlutföllunum í sósunni. Hellið aukaskammti af sósu yfir salatið, þegar það er borið fram, því þannig verður áferð þess ferskari, en það á ekki að vera á floti í sósunni. Salat úr hvítum baunum með sólþurrkuðum tómötum Hér þarf að hafa í huga að baun- irnar eru fyrst lagðar í bleyti yfir nótt eða í sólarhring, áður en þær eru soðnarog salatið blandað. Hér er stungið upp á að nota hvítar haricot-baunir, en aðrar tegundir koma einnig til greina, ef ykkur sýnist svo. Sólþurrkaðir tómatar hafa tíðkast í ítalskri matargerð um aldaraðir, því þar sem nóg er sólin og gnægð tómata, þá er þetta hentug geymsluaðferð. Tóm- atar eru góðir og fara vel með baunasalati. 1 kg hvítar haricot-baunir _____________1 msk salt________ 100-200 g sólþurrkaðir tómatar 3 væn knippi steinselja ___________4 hvítlouksrif_________ 3 dl ólífu- eða vínberjakjarnaolía 1 dl gott hvítvinsedik Leggið baunirnar í bleyti og látið standa í '/z-1 sólarhring, eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Setjið baunirnar í stóran pott, þær þenjast út við suðuna, og bætið í vatni, svo fljóti vel yfir. Skerið stiikana af steinseljunni, bindið þá í knippi og sjóðið með baununum. Þegar suðan kemur upp, lækkið þá hitann og látið malla í um 30 mín., eða þar til þær eru mjúkar í gegn, en þó ekki svo að þær leysist upþ. Þær eiga enn að veita tönnunum viðnám. Leggið tómatana í bleyti í köldu vatni og látið þá liggja í um klst. Þeir mega liggja lengur, en verða þá full mjúkir. Hvað þið notið mik- ið af tómötum fer eftir smekk. Látið soðið renna af baununum og fjarlægið steinseljuna, áður en fínsöxuðum hvítlauk er bætt við. Látið vatnið renna af tómötunum, skerið þá í ræmur og blandið sam- an við baunirnar. Þeytið olíu og edik og hellið yfir volgar baunirnar. Berið salatið ekki fram kalt frek- ar en kartöflusalatið, bætið við sósu ef þarf og blandið fínsaxaðri steinseljunni saman við, um leið og það er borið fram. Brauð með hveitikjörnum Galdurinn við þetta brauð er að maður hellir sjóðandi vatni yfir korn, sem síðan er látið standa. Þá verður brauðið safaríkt, svolítið seigt og bragðmikið. Það er sjóð- andi vatnið og langur tími, sem gerir brauðið sérlega bragðgott. Tímann má stilla þannig að þið bakið brauðið sama daginn og þið notið það, enda best samdægurs, þó það geymist vel m.a. í frysti. Uppskriftin er stór og dugir í nokk- SJÁ NÆSTU SÍÐU NÓATÚN Ungnauta- innlærisvöðvi N___—--------^ Verslanir Noatuns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, K0P. ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.