Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 2
2 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ EFNI Uppruni fermingarinnar, rætt við dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup /4 Fermingarfrædsla, rætt við sóknarpresta og fermingarbörn í Grafarvogi /6 Könnun á viðhorfi fermingarbarna /12 Töflur úr viðhorfskönnun fermingarbarna /12,13,15,18,32,35 Blómaskreytingar Einfaldar borðskreytingar /14 Fermingarbörn á landsbyggðinni /16 Fermingarbörn í útlöndum /16/18 Hártíska fermingarbarna /20 Fatatíska fermingarbarna /22 Kökur í veisluna /26/32 Hladborð með fjölbreyttum réttum /28 /30 Fermingarbörn frá ýmsum tímum /34 Gamlar fermingarmyndir /38 Skart í fermingargjöf /30 Höfundar effnis: Aðalheiður Högnadóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Vala Elísdóttir, Karl A. Sigurgeirsson, Kristján Kristjánsson, SigurjónJ. Sigurðsson, Anna Bjarnadóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Brynja Tomer, Jóhanna Kristjónsdóttir Útlitshönnun: Helga Sigr. Þórarinsdóttir Umbrot: Þorsteinn Þröstur Jakobsson Kortagerð: Guðmundur Ó. Ingvarsson Ljósmyndir: Anna Bjarnadóttir, Arni Sæberg, Asdís Asgeirs- dóttir, Karl Sigurgeirsson.Kjartan Þorbjörnsson, Kristinn lngvarsson,Kristján Kristjánsson.Sigrún Sveinbjörnsdóttir, SigurjónJ. Sigurðsson,Þorkell Þorkelsson o.fl. FERMINGIN Senn líður að því að fermingarbömin gangi upp að altarinu og heiti því að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Fermingin er vitaskuld fyrst og fremst staðfesting skírnarheitisins og því skyldi ekki gleymt. Eins og fram kemur í viðtali við dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, á fermingin sér langa sögu og allar götur til frumkristni. Fermingin hefur löngun verið tímamótaatburður í lífi fermingarbarnsins; mörgum finnst að nú hafi þau ekki aðeins staðfest skírnarheitið sem for- eldrar þeirra gáfu heldur séu þau og að nálgast það að vera tekin í full- orðinna manna tölu. Við timamót særnir að gera sér glaðan dag og í gömlum sem nýjum frásögnum kemur fram að flestir gera sér á einn eða annan hátt eitthvað til hátíðabrigða þennan dag með fjölskyldu og vinum í tilefni fermingar- innar. Og þó tímar hafi breyst blívur sú staðreynd að góð minning ferm- ingarfræðslunnar og fermingardagsins situr í huga flestra alla ævi. Þá hittast oft ættingjar og fjölskylda sem sést ekki oft endranær og því er þessi atburður líka til þess fallinn að styrkja og efla || fjölskyldutengslin. Margir virðast standa í þeirri trú að fermingarbörnin sjálf séu lítt áfram um þessi fjöl- skyldumót en annað kemur á daginn. Bæði í skoðanakönnun um viðhorf fermingar- barna og í viðtölum við þau hér í blaðinu má sjá að börnin hlakka yfirleitt mikið til að hitta ættingja í veislunni að fermingu lokinni. Einn drengjana tók svo djúpt í árinni að hann hlakkaði mest til að láta ferma sig því hann mundi þá hitta aldraðan afa sinn sem byggi í öðrum landshluta. Við tímamót er við hæfi að gera sér glaðan dag og færa fermingarbarninu gjafir. Margir eru þeir sem staðhæfa að börn nú um stundir láti eingöngu ferma sig gjafanna vegna. Það sjónarmið er dregið í efa en á hitt að líta að fullorðnir verða vitanlega að s ganga á undan unglingunum með góðu fordæmi og sýna þar hóf í hverj- um hlut. Við höfum reynt að hafa þetta fermingarblað sem fjölbreyttast, sinna kristi- legri þungamiðju þessara tímamóta, huga að afstöðu fermingarbarna, birta uppskriftir að gómsætum veitingum í veisluna skreyting- um, fatnaði og allt mögulegt fleira. Við von- um að lesendur hafi gagn og gaman að. Brynja Tomer Jóhanna Kristjónsdóttir y i I i i i \ I I I 6 I i t I f t I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.