Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 B 17 ALCATRAZ ALCATRAZ, þessi litla klettaeyja á San Francisco flóa, er alræmd vegna þess að þar var eitt sinn fangelsi sem þótti taka öllum öðrum fram í ör- yggi. Það var ekki nóg með að fang- elsisbyggingin væri traust, því tækist fóngum þrátt fyrir það að komast þaðan út tók flóinn við. Menn láta ef til vill blekkjast og telja að það geti varla verið mikið mál að svamla þessa stuttu leið frá Alcatraz yfír til borgarinnar í hæð- unum, en þar hafa þeir rangt fyrir sér. I flóanum ráða sterkir straum- ar, sem hrífa sundmanninn með sér, hversu örvæntingarfullur sem hann er og hversu mjög sem hann þráir frelsið. Þegar ískuldi sjávar bætist við er sundið ógerlegt. Þegar síðasti fanginn yfirgaf Alcatraz, hinn 21. mars árið 1963, flykktust blaðamenn að honum til að fá álit hans á þeirri merku stundu. Fanginn, Frank Watherm- an, svaraði því einu til, að Alcatraz hefði aldrei gert nokkrum manni nokkuð gott. Talið er að engin flóttatilraun frá „Klettinum" hafi heppnast. Það er þó ekki hægt að fullyrða slíkt og því tekur hugmyndaflugið við og spinn- ur upp sögur um glæpamenn, sem voru kannski ekki svo slæmir eftir allt saman, og tókst að leika á kerf- ið. Flýja frá þessari djöflaeyju. Slíkar sögur eru heillandi og kvik- myndagerðarmenn í Hollywood hafa ýtt undir þær með rómantísk- um myndum, eins og „Escape from Alcatraz" þar sem Clint Eastwood var nánast vammlaus fangi og „Birdman of Alcatraz“ þar sem far- ið var enn frjálslegar með sannleik- ann og forhertur glæpamaður sem gisti fangelsið sýndur sem blítt gamalmenni er hafði yndi af að gefa litlu fuglunum brauðmola. Eyja pelíkananna Fangelsið á Alcatraz var starf- rækt í 29 ár, frá 1934 til 1963, en saga eyjarinnar er miklu lengri. Landkönnuðir, sem sigldu með vesturströnd Bandaríkjanna, átt- uðu sig reyndar ekki á því að þarna væri eyja og því síður hversu stór San Fransisco flóinn væri. Astæð- an var sú, að frá hafí byrgir eyjan mönnum sýn inn á flóann og land- könnuðirnir héldu að Golden Gate sundið væri aðeins lítil vík inn í ströndina. Þegar menn loks áttuðu sig og færðu eyjuna á landakort, árið 1775, var hún einfaldlega skírð upp á spænsku Isla de Alcatraces, eða Eyja pelíkananna. Fuglamir áttu ríki sitt á eyjunni, sem var hvít af driti þeirra. Menn sáu engin not í þessum kletti fyrr en árið 1854, þegar lokið var við að reisa þar vita til að leið- beina skipum á siglingu inn ilóann. Vitinn var sá fyrsti sem reis við Kyrrahafsströndina og hann er enn í notkun, 143 árum síðar. Aðeins jinu sinni hefur vitinn ekki gegnt hlutverki sínu, en það var árið 1970, þegar eldur kom upp í húsi vita- varðarins og straumur til vitans rofnaði um tíma. Um svipað leyti og vitinn var tek- inn í notkun hóf herinn að reisa þar virki sitt. Það kom að góðum notum þegar jarðskjálftinn mikli árið 1906 reið yfír San Francisco, því þá voru 176 fangar, sem setið höfðu í vörslu réttvísinnar í borginni, fluttir úr rústunum og yfir í bækistöðvar hersins á eyjunni. Þar voru þeir uns uppbygging var hafín að nýju í borginni. í klefum við hlið þeirra voru þeir sem gerst höfðu brotlegir við reglur hersins, því Alcatraz þótti kjörið herfangelsi. Kreppa og alda glæpaverka Herinn fór ekki varhluta af kreppunni sem skall yfir banda- rískt þjóðfélag nokkrum árum síð- ar og varð að draga saman seglin. Reksturinn á Alcatraz var dýr og þar að auki var virkið ekki talið nauðsynlegt lengur. En kreppan þýddi ekki aðeins efnahagslegar þrengingar, því glæpum fjölgaði sem aldrei fyrr á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Glæpamennim- ir, sem höfðu komið undir sig fótun- um með áfengissölu á bannárunum, færðu sig nú upp á skaftið og glæp- imir urðu æ alvarlegri, mannrán, morð og fjárkúganir. Fangelsin yf- irfylltust, en þar ríkti ekki stundar- friður fyrir flóttatilraunum, upp- reisnum og átökum glæpahópa. Það var þó einn atburður öðmm fremur, sem opnaði augu ráða- manna fyrir nauðsyn þess að setja á laggirnar sérstakt öryggisfang- elsi fyrir hörðustu glæpamennina. Glæpaforinginn John Dillinger, sem fékk reynslulausn árið 1933, skipulagði flótta tíu félaga í glæpa- samtökum sínum úr fangelsi. Nokkrum mánuðum síðar, þegar Dillinger var að nýju kominn bak við lás og slá, launuðu félagamir honum greiðann og leystu hann úr haldi. Þeir hikuðu ekki við að myrða lögreglustjóra í leiðinni. Þá létust fimm lögregluþjónar og tveir særðust alvarlega þegar félagar glæpamanns reyndu að ná honum úr haldi lögreglu í júní þetta sama ár. Fangelsisyfirvöld kættust mjög þegar fréttist að herinn ætlaði að hætta starfsemi á Alcatraz. Þar var þegar hafist handa við að endur- byggja. Sumar byggingar hersins var hægt að nota, en klefamir, sem fangar hersins höfðu dvalist í, vom ekki taldir nægilega öraggir fyrir harðsvíraðustu glæpamenn. Því var skipt um alla rimla og alls kon- ar öryggisgirðingum og hliðum komið upp. Svo mjög var fangelsið styrkt, að kostnaður við rimlana eina var hærri en byggingin öll kostaði upphaflega. Þá voru 336 klefar í B og C álmu reiðubúnir til notkunar. Síðar var D-álma tekin í notkun, en þar vora einangranar- klefamir. Ekki reyndist þó þörf á öllum þessum klefum því fangar vora að meðaltali 260 og þegar flestir gistu fangelsið vora fangar þar 302. Meðaldvöl þeirra á KJett- inum var 8 ár, en þá snera flestir þeirra aftur til fyrri fangelsa. Fangaverðirnir voru vandlega valdir. Fyrsti fangelsisstjóri var James Johnston, sem hafði áður stjómað bæði San Quentin og Folsom fangelsunum. Hann valdi sjálfur samstarfsmenn sína, þá bestu sem völ var á. Aður en þeir tóku til starfa í Aleatraz vora þessir menn, sem þó höfðu þegar getið sér gott orð við gæslu fanga, settir í sérstakar þjálfunarbúðir. Hinir óforbetranlegu Svo fóru fangamir að streyma á staðinn, frá fangelsum vítt og breitt um Bandaríkin. Fangelsisstjórar völdu glæpaforingja, fanga sem hlotið höfðu langa dóma eða unnið ofbeldisverk í fangelsinu og þá sem staðnir höfðu verið að flóttatilraun- um. Þeir óforbetranlegu vora flutt- AÐEINS eru um tveir kílómetrar frá Alcatraz yfir í höfnina í San Francisco. Á kyrrum kvöldum heyrðu fangarnir hlátrasköll og hróp íbúa borgarinnar. Kannski sluppu fimm FLÓTTATILRAUNIR voru fjarri því að vera daglegt brauð í fangelsinu í Alcatraz, enda var það allt hið rammgerðasta. Fjórtán sinnum freistuðu fangamir þó gæfunnar, en ef þeir komust frá fangelsinu og út í sjó beið dauðinn þeirra flestra. Fimm fangar fundust aldrei og kannski hafa þeir sloppið. Fyrsta tilraunin var gerð 1936, aðeins tveim- ur árum eftir að fangelsið tók til starfa. Þá reyndi Joseph Bowers að klifra yfir háa vírgirð- inguna í kringum fangelsisgarðinn. Fangavörð- ur skaut hann í síðuna, Joseph missti takið, féll niður á steypta stóttina og beið samstundis bana. Hann var talinn veill á geði, sem er kannski ekki að undra þegar litið er til þess, að hann hafði fengið 25 ára fangelsisdóm fyrir að ræna tæpum 17 doliurum. Ógæfa hans var að ræna verslun, sem einnig hýsti póstskrifstofu, því þar með var Joseph búinn að brjóta alrflds- lög. Næsta tilraun var gerð ári síðar, en þá sög- uðu tveir fangar, mannræninginn Theodore Cole og bankaræninginn Ralph Roe, í sundur rimla fyrir verkstæðisglugga. Þeirra var leitað um allan flóa, en enn i dag hefur ekkert til þeirra spurst. Kannski sluppu þeir. Þrír fangar reyndu að brjóta sér leið fram- hjá vörðum á verkstæði í maí 1938. Einn þeirra var skotinn til bana, annar særður og sá þriðji sá sitt óvænna og gafst; upp. Einn fangavarð- anna lést af sárum sínum. í janúar 1939 var fjórða tilraunin gerð. Fimm menn höfðu þá unnið mánuðum saman við að saga i sundur rimiana fyrir klefum sínum og tekist að hylja verkið vel. Þeir komust út, náðu að spenna í sundur rimla fyrir glugga og stukku út. Fangaverðir uppgötvuðu strokið og fundu þá skömmu siðar i fjörunni, þar sem þeir voru að reyna að búa til fleka úr rekaviði. Þeir gáfust ekki upp baráttulaust og einn þeirra lét lífið. Hinir voru nærri tvö ár í einangrunarklef- um. Fjórir fangar gerðu afar misheppnaða til- raun til að flýja í maí 1941. Þeir réðust á fanga- verði á verkstæði, bundu þá og hófust svo handa við að saga í sundur rimla fyrir gluggum, en gáfust upp þegar þeir sáu að þeir næðu ekki að Ijúka verkinu áður en fangatainiug færi næst fram. Fjórum mánuðum síðar reyndi fangi, sem var við vinnu utan fangelsis, að laumast í sjóinn, en var gripinn samstundis. Hann reyndi þá aðra og þægilegri aðferð og óskaði eftir að dómari tæki mál sitt upp aftur, þar sem hann hefði ekki fengið réttláta meðferð hjá fyrri dómstól. Það var samþykkt og réttur settur í San Francisco. Dómarinn náði hins vegar ekki að seljast áður en fanginn spratt upp og reyndi að flýja á hlaupum út úr dómssalnum. Lögreglumaður sló hann niður og flóttatilraunir hans urðu ekki fleiri. AHt var með kyrrum kjörum þar til í aprfl 1943. Þá komust Ijórir fangar út, en flóttinn uppgötvaðist þegar þeir voru rétt komnir í sjó- inn. Einn var skotinn til bana, annar dreginn upp úr sjónum og sá þriðji fannst í felum í litl- um helli á strönd Alcatraz. Sá fjórði, Floyd Ha- milton, var talinn af þar sem fangaverðir sáu hann hverfa í sjóinn. Hamilton, sem hafði verið í glæpagengi Bonnie Parker og Clyde Barrow, fannst hins vegar í felum í fangelsinu tveimur dögum síðar. Hann hafði skolað upp á land og f fyrstu hafði hann falið sig í sama helli og félagi hans, en siðar farið inn í fangelsið sömu leið og hann fór út. Má telja fullvíst að hann sé eini maður sem brotist hefúr inn í Alcatraz. Áttunda tiiraunin var um fátt frábrugðin fiestum hinum; fangi komst í sjóinn og var fisk- aður upp. Sú níunda, í júlí 1945, var hins vegar hugvitsamleg. John Giles hafði verið í Alcatraz í tíu ár, en hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir rán. I átta af þessum tíu árum á Klettinum hafði hann unnið á bryggjunni. Þar sá hann um að taka við óhreinum þvotti frá herstöð og ferma báta aftur, eftir að fangarnir höfðu þveg- ið hveija sendingu. Smám saman stal hann ein- kennisfatnaði hermanns, allt niður í minnstu merki á búningum. Einn daginn laumaðist hann afsiðis, brá sér í hermannafötin og fór í fanga- samfestinginn utan yfir. Áður en báturinn lagði að landi voru fangarnir taldir, en Giles laumað- ist aftur afsíðis, reif af sér samfestinginn og gekk um borð í bátinn. Hann vissi hins vegar ekki, að hermennimir um borð í bátnum voru ávallt taldir á leið til lands og til vonar og vara voru fangar á bryggjunni einnig taldir eftir brottför bátsins þennan dag. Hraðbátur var þegar sendur frá Alcatraz og Giles hafði ekkert, CLARENCE Anglin, Frank Lee Morris og John William Anglin bjuggu til höfuð úr sápu og steypu, festu á þau mannshár af rakarastofunni og lögðu þau í fleti sín, svo fangaverðir uppgötvuðu ekki flótta þeirra fyrr en með morgninum. upp úr siglingunni yfir flóann nema fimm ára fangelsisdvöl til viðbótar. Sex fangar gerðu blóðuga tilraun til að flýja í maí 1946. Þeir höfðu skipulagt. nákvæni- lega hvenær hver ætti að ráðast að verði og ná lyklum, en tilgangurinn var að ná fullum yfir- ráðum í fangelsinu. Föngunum tókst að leysa nokkra félaga sína úr klefum, en þeim yfirsást rétti lykillinn að fangelsisgarðinum. Níu fanga- verðir voru læstur inni í klefum. Fangelsið var fljótlega umkringt hermönnum og lögreglu- mönnum frá San Francisco og baráttan stóð í tvo daga. Þrír fanganna létust og tveir fanga- verðir. Fjórði og fimmti fanginn voru teknir af lífi fyrir að myrða fangaverði, en sá sjötti og yngsti þeirra fékk lífsiðardóm ofan á þaim lífs- tíðardóm sem hann hafði verið að afplána. Tíu ár liðu þar til næsta flóttatilraun var gerð. Fangi leyndist í fjörunni í tólf tíma, þar til honum var komið aftur í klefa. Tólfta flóttati- lraunin var árið 1958, en þá fannst fangi mjög fljótlega í fjörunui og lík féiaga hans skolaði á land hálfum mánuði síðar. -r „Flóttinn frá Alcatraz" Þrettánda tilraunin árið 1962 er sú frægasta og flóttamennimir hafa aldrei fundist. Það var Frank Lee Morris og bræðumir Clarence og John WiIIiam Anglin, en Clint Eastwood lék hlutverk Franks í kvikmyndinni Escape from Alcatraz, eða „Flóttanum frá Alcatraz". Þremenningarnir vora mánuðum saman að grafa sig í gegnum veggina í klefum súium og notuðu eldhúsáhöld við verknaðinn. Þannig háttaði til í klefunum, að á endavegg þeirra var li'til loftist. Þar sem steypan í fangelsisveggjun- um var farin að skemmast vegna seltunnar í Ioftinu gátu fangarnir losað um loftristina og stækkað gatið með því að skafa smám saman meira af steypumú burt. Þeir lokuðu göngunum á daginn með pappa, sem þeir höfðu málað svo hann líktist jámristinni. Fangamir útbjuggu eins konar björgunar- vesti úr regnkápum. Þá bjuggu þeir til eftir- myndir af mannshöfðum úr sápu og steypu og tóku hár á rakarastofu fangelsisins, til að festa á höfuðin. Þegar þeir létu loks til skarar skríða uppgötvuðu fangaverðir ekki hvarf þeirra fyrr en um morguninn, því höfuðin sem gægðust undan teppunum villtu þeim sýn. Þremenningamir komust upp á þak, yfir girðingu og út í sjó. Vindgnauð og gæludýr Fangaverðir urðu vissulega varir við ýmislegt um nóttina, til dæmis heyrðist einhver hávaði uppi á þaki, en varðstjóri þeirra afgreiddi það sem vindgnauð. Þá tilkynnti fangavörður mikinn hávaða í niávum, en reynslumiklir fangaverðir vissu að slíkt gat þýtt að einhver væri að bauka niðri í fjöru. Varðstjórinn, sem var nýr í starfi, sinnti þessari ábendingu ekki, enda kom í ljós síðar að hann taldi kött eða hund hafa fælt máv- ana upp. Hann hefði átt að vita betur, því gælu- dýr vora ekki leyfð á Alcatraz. Fjómm dögum eftir flóttann fannst poka- skjatti á floti við Golden Gate brúna. I honum vom nokkrar ljósmyndir, sem taldar vora úr eigu Clarence Anglin. Myndimar eru einu um- merkin sem fundist; hafa um fangana þrjá, eftir að þeir hurfu úr klefum sinum. Hálfu ári eftir flótta þremenninganna komust tveir fangar út og í sjóinn. Annar gafst fljótlega upp og skreið upp á sker, en hinn komst í land, nær dauða en lífi. Þar gengu nokkrir unglingar fram á hann og létu lögreglu vita. Hann var fluttur aftur út í eyju. Þremur mánuðuin síðar var fangelsið á Alcatraz lagt niður. ir út í Alcatraz. Þeirra á meðal var Vélbyssu Kelly. og skömmu síðar bættist annar frægur fangi við, glæpaforinginn A1 Caþone. Þeir urðu, líkt og allir aðrir fangar, að sætta sig við strangar reglurnar. Fangar vora taldir 13 sinnum á hverjum sólarhring og oftar ef þörf var talin á. Þeir fengu 20 mínútur til að mat- ast og öll hnífapör voru tal- in áðm- en þeir gengu úr úr matsalnum, þar sem enginn mátti segja orð. Þeir gátu þó eklri kvartað undan matnum, því ávallt var lögð mikil áhersla á að hann væri góður og næringarrík- ur. Fangarnir gátu valið sér rétt af matseðh dagsins, en þeir urðu líka að gjöra svo vel að ljúka við hann, því annars áttu þeir á hættu að missa eina máltíð úr. Ef fangamir fóru út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum, þá urðu þeir að halda sig í fangelsisgarðin- um, en fangar hersins höfðu mátt valsa um alla eyju. Byssutumar voru reistir við fangelsið og ræsum frá því vandlega lokað með enn fleiri stálrimlum. Vopnaleit- arhlið vora á víð og dreif um svæðið, svo enginn fangi gat farið til eða frá vinnusvæði án þess að ganga í gegnum slíkt hlið a.m.k. einu sinni. Þá era ótaldar himinháar gadda- vírsflækjumai' og ljóskast- ararnir sem skimuðu um eyna að nóttu. Af spamað- arástæðum var hætt við að byggja varðturn við eina hlið vinnusalar og látið nægja að setja stálnet fyrir glugga. Fangamir vora hins vegar fljótir að upp- götva þennan snögga blett á örygginu og reyndu oftar en einu sinni að flýja þarna megin eyjar, þar til yfirvöld sáu sitt óvænna og byggðu tuminn. Fangi naut mikilla for- réttinda ef hann hafði vinnu. Þá þurfti hann að- eins að dvelja í 18 tíma á sólarhring í klefa sínum, en fengi hann ekki að stunda vinnu varð hann að hírast í þröngum klefanum í 23 stundir á sólarhring. A sjötta áratugnum aumkuðu fangelsisyfirvöld sig yfir fangana og lögðu útvarp í klefana, svo fangar gátu valið um tvær útvarpsrásir. Að auki höfðu þeir ávallt aðgang að þokkalegu bóka- safni, en dagblöð og tímarit vora ritskoðuð og allt efni um glæpamenn og athæfí þeirra klippt úr. Saltmettuð steypan vart mannheld Fangelsisyfirvöld voru hæstánægð með Alcatraz í fyrstu, enda fór hver flótta- tilraunin á fætur annarri út um þúfur. Hins vegar var dýrt að reka þessa fanga- eyju og sjórinn, sem hindr- aði flóttamennina, var jafn- framt að eyðileggja fangels- ið. Steypan, sem notuð hafði verið við endurbygg- ingu fangelsisins, var gljúp og drakk í sig salt úr loftinu svo veggimir vora vart mannheldir lengur. Það þótti ekki góð pólitík að láta holræsi frá fangelsinu liggja út í flóann og menn sáu fí'am á gríðarlegan kostnað við endurbætur. Það var þó ef til vill mikil umræða um annars konar „endurbætur“ sem varð til þess að fangelsinu var lok- að. Föngum hafði tekist að smygla bréfum út úr fang- elsinu, þar sem þeir kvört- uðu undan harðræði, en niðurstöður opinberra rannsókna voru hins vegar ávallt á sömu leið, að aðbún- ALRÆMDUSTU fangar Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað gistu fangelsið við flóann. Þeirra á meðal vom A1 Capone, Vélbyssu-Kelly og „Fuglainaðurinn" Robert Stroud. A1 Capoue var til vandræða frá því að hann fór að standa út úr hnefa og þegar liann var rúmlega tvítúgur var hami bú- inn að koma sér vel fyrir í heimi glæpanianna. Ekki leið á löngu þar til hann réði því sem hann vildi í Chicago. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, var sífellt á hælunum á Capone, en henni gekk erfiðlega að sanna á hann sakir. Honum gekk að sama skapi illa að feta liinn þrönga veg heiðarlegs skattborgara og skattsvik urðu honum að falli. Hann fékk samtals 11 ára fangelsi og afplánaði fyrstu tvö árin í fangelsi í Atlanta, en var þá fluttur í nýja fang- elsið, Alcatraz. Það voru mikil viðbrigði, því þai' naut hann engra sén-éttinda, heldur var aðeins fangi númer 85. Capone greindist með kynsjúkdóminn sýfilis eða sárasótt þegar hann kom til Alcatraz, en liann neitaði meðferð. Sjúkdómurinn leiddi til taugaskeminda og þá fyrst þáði hann hjálp. Það var hins vegar um seinan og næstu árin var liaun meira og minna í fangelsissjúkrahúsum. Eftir að afplánun hans lauk dvaldi hann á heimili sínu í Miami og lést þar 48 ára gamall. „Fuglamaðurinn" Robert Stroud var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð, en í fangelsinu réðst hann á starfs- mann og fékk 6 mánaða dóm til viðbótar. Síðar stakk hann fangavörð til bana. Hann var dæmdur til dauða, en fyrir þrábeiðni móður hans var dóminum breytt í lífstíðarfangelsi. Hann hóf fuglárækt í Leavenwoi'th- fangelsinu og varð mjög fróðu- r imi kanarífugla, enda leyfðu fangelsisyfirvöld honum að fá tvo klefa undir tóm- stundagaman sitt. Sumir sögðu að visu að áhugi hans hefði mótast mjög af því, að hann fékk spíra í ómældu magni til að nota við tilraunir sínar. Eftir 33 ár í faugeisi var Stroud fluttur í Alcatraz árið 1942. Þar fékk hann ekki að hafa fugla, en hann ritaði tvær bækur um þá, sem enn þykja ágæt fræðirit. Hann átti sífellt von á náðun frá Bandarfkjafor- seta, þótt hann ætti sér formælendur fáa. Hollywood lióf að gera kvikmynd eftir ævisögu hans árið 1955, en þar var farið frjálslega með staðreyndir, til dæmis var því haldið fram að fuglarækt hans væri á Klettinum. Þegar Stroud var að dauða kominn, árið 1963, kom til tals að náða hann. Robert Keunedy dóms- málaráðherra leit hins vegar svo á að Stroud væri þegar á heinúli sínu, enda hafði hami verið í rúm 50 ár í fangelsi. Ilann lést skömmu síðar. Vélbyssu-Kelly George „vélbyssa" Kelly var ágætlega mennt- aður og af ríkum ættum, en ákvað að landabrugg og bankarán væm vænlegri leiðir til auðs en menntaveguriun. Hann varð alræmdur þegar hann rændi auðkýfingi og krafðist lausnarfjár, sem hami og fékk. LÖgreglan náði að rekja slóð hans um 16 ríki og hann náðist loks í Memphis. Hann var dæmdur í Iífstíðar- fangelsi og var einn af þeim fyrstu sem fluttur var til Álcatraz. Kelly var aldrei til vand- ræða í Aleatraz. Hanu var síð- ar fluttur aftur til Leavenworth-fangelsisins, en þar fékk hann hjartaáfall og lést. Aldrei reyndi því á beiðni hans um náðun. Fangavörður í Alcatraz í aðaigangi fangelsisins, sem fangar kölluðu Broadway. Þennan gang gengu allir fangar um, þegar þeir komu fyrst í fangelsið. Við enda gangsins, fyrir framan matsalinn, var klukka og svæðið fyrir neðan hana hét að sjálfsögðu Times Square. aður fanga væri viðun- andi. Það breytti hins veg- ar engu um, að kjörorð þjóðfélagsins urðu endur- hæfíng fanga, en ekki refsing og því tilkynnti Robert Kennedy dóms- málaráðherra árið 1963 að fangelsinu á eyju pelikan- anna yrði lokað. Hersetin af Indíánum A næstu áram ræddu menn af og til um hveraig eyjan á flóanum kæmi að bestum notum. Auðugur Texas-búi vildi byggja þar skemmtigarð, þar sem ferðalög út í himingeiminn yrðu meginþema. Arið 1969 hófst nýr kafli í sögu eyjarinnar, þegar hópur Indíána lagði hana undir sig. Indíánamir, sem slriptu hundraðum þegar „hemám" Alcatraz stóð sem hæst, gripu til þessa ráðs til að vekja athygli á aðbúnaði frambyggja Am- eríku. Þeir buðust til að greiða fyrir eyjuna með glerperlum og skartklæði og vísuðu þar til kaupa hvítra manna á Manhatt- an-eyju árið 1626. Þeir sögðu einnig, að eyjan væri áreiðanlega kjörið vemdarsvæði Indíána, jafn einangrað frá nútíma þægindum og gróður- snauð sem hún væri og engar væru þar veiðilend- umar. Þeim tókst ætlunar- verk sitt, Indíánunum, því fjölmiðlar fjölluðu mikið um dvöl þeirra og þeir áttu samúð almennings. Hins vegar heltust margir þeirra úr lestinni og tveimur áram eftir að þeir lögðu eyjuna undir sig hvarf hinn síðasti þeirra á braut. En eyjan er þama enn og fangelsisbyggingarnar líka. Núna sigla ferða- menn út í Alcatraz, borga aðgangseyri og fá afhent segulbandstæki og heyrn- artól. Svo rölta þeir um eyjuna og hlusta á sögu þessa fangelsis, sem aldrei gerði nokkrum manni nokkuð gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.