Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 6

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 6
6 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nær Prodi að halda sátt uni undir Ólífutrénu? «ipBAKSVID Stjóm Romanos Prodis hefur nú veríð við völd í eitt ár á Ítalíu, en eigi hún að halda velli út annað ár þarf forsætisráðherrann að sætta stríðandi öfl í eigin herbúðum. Einar Logi Vignisson á Ítalíu skrífar, að þótt stjómin virðist veikari nú en í upp- hafi skuli menn varast að afskrífa Prodi. Reuter STJÓRN Romanos Prodis hefur um þessar mundir setið í ár og er því komin fram yfir meðalaldur ríkisstjórna á Italíu eft- ir stríð. Fréttaskýrendur eru hins vegar ýmsir farnir að efast um að stjórnin nái að verða tveggja ára. RÍKISSTJÓRN Ólífu- bandalagsins á Ítalíu undir stjórn Romanos Prodis fagnar ársaf- mæli sínu nú um miðjan maímán- uð. Það þykir býsna hár aldur syðra þar sem meðalaldur ríkis- stjórna frá því að lýðveldið var stofnað í lok heimsstyijaldarinn- ar síðari er réttir tíu mánuðir og engin stjórn hefur setið lengur en þrjú ár. Mikil bjartsýni ríkti hjá stjórnarflokkunum til að byija með og stór orð látin falla um að loks myndi ríkisstjórn á Ítalíu sitja út heilt kjörtímabil. En undanfarið hefur málefnaá- greiningur komið upp á yfirborð- ið sem ýmsir telja að verði til þess að stjórnin nái ekki tveggja ára aldri. Smávægileg upphlaup eða verulegur ágreiningur? Það er ekki alltaf auðvelt að botna í hinum blóðheitu ítölsku stjórnmálum og fréttaskýrendur, sem hafa verið að velta fyrir sér árangri fyrsta árs stjómar Prodis og framtíðarhorfum hennar, eru afar ósam- mála um hver þróunin verði. ítalska hægri- pressan segir aðeins tímaspurs- mál hvenær Prodi missi tökin á þeim flokkum sem standa að Ólífubandalaginu á meðan vinstri- og miðjupressan telur stjórnina nokkuð trausta og upp- hlaupin undanfarið smávægileg, nánast bara sýndarmennsku. Þessi upphlaup endurspegla þó málefnaágreining sem verður að teljast verulegur og erlendir fjöl- miðlar margir hveijir álíta að hljóti að sprengja stjórnina fyrr en síðar. Breska tímaritið The Economist birti t.d. nýverið út- tekt þar sem framtíðarhorfur stjórnar Prodis voru ekki taldar góðar þótt aldrei mætti afskrifa hinn klóka forsætisráðherra. Kosningastefnan kommúnistum ekki að skapi Ríkisstjórn Prodis var mynduð eftir kosningar í apríl á síðasta ári þar sem flestir vinstriflokk- arnir ásamt nokkrum miðjuflokk- um höfðu lýst því yfir fyrirfram að þeir myndu starfa saman að kosningum í bandalagi sem kennt væri við ólífutréð. Ríkisstjórn hægriflokka þar sem Forza Ital- ia, flokkur Silvios Berlusconis, og Alleanza Nazionale, flokkur Gianfrancos Finis, voru stærstu flokkarnir, hafði bakað sér gríðarlegar óvinsældir vegna fjölda spillingarmála en ljóst var að einungis „sameiginlegt fram- boð“ gæti orðið til þess að þeir kæmust til valda. Romano Prodi, háskólaprófessor í hagfræði og fyrrum forstjóri ríkisfyrirtækis- ins X, var fenginn til að veita bandalaginu forystu en hann stóð utan flokka. í kosn- ingabaráttunni lofaði Prodi að minnka at- vinnuleysi, ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), gera gagngerar breytingar á úreltu kosninga- kerfi, endurbæta velferðarkerfið og einkavæða ríkisfyrirtæki en óvíða er ríkið eins umsvifamikið í atvinnurekstri og á Ítalíu. Hann játaði að segja mætti þessa stefnu nokkuð hægrisinnaða en hann myndi fylgja „vinstri sam- visku“ og forðast öfgar andstæð- inga sinna. Eini flokkurinn sem virkilega andmælti þessum stefn- umiðum var kommúnistaflokkur- inn, PRC (Partito della rifondazi- one comunista), og draumur Pro- dis var að þurfa ekki að vinna með honum. En kosningaúrslitin neyddu hann til þess að leita á náðir leiðtoga kommúnista, Faustos Bertinottis, um að styða stjórnina. Það eina sem þeir virt- ust eiga sameiginlegt var andúð á hægriflokkunum. Bertinotti hefur haldið áfram að andmæla ofangreindum stefnumiðum allt fyrsta ár stjórnarinnar en Prodi hefur tekist að halda honum á mottunni að mestu. í bæjar- stjórnarkosningum sem haldnar voru nýverið víða á Ítalíu kom aftur í ljós hve mikilvægur stuðn- ingur kommúnista er, fylgis- sveifla var til hægrimanna og víðast hvar væri Ólífubandalagið úti í kuldanum án stuðnings kommúnista. Nokkur árangur í efnahagsmálum Prodi er annálaður fyrir diplómatíska hæfileika sína og hefur tekist að halda friðinn milli átakapólanna innan stjórnarinn- ar, Bertinottis og Massimos D’Alema, leiðtoga stærsta flokksins innan Ólífubandalags- ins, PDS (Partito democratico della sinistra). Allnokkur árang- ur hefur náðst í efnahagsmálum þar sem fjármálaráðherrann, Carlo Azeglio Ciampi, hefur náð að knýja fram aðgerðir sem hafa leitt til þess að verðbólga hefur fallið úr 4,5% í 1,8 prósent á einu ári og vextir lækkað. Eins hefur stjórnin hafið endurskipulagn- ingu stjórnkerfisins með sparnað að markmiði, dregið hefur verið úr kostnaði við heilsu- gæslu (þótt deilt sé um hvort þar sé um að ræða sparnað eða minnkun á þjónustu) og aragrúi ríkisfyrir- tækja, sem enginn vissi hvaða tilgangi þjónuðu, hef- ur verið aflagður. Tveggja flokka kerfi? Einkavæðing ríkisfyrirtækja er þó ekki hafín og þar er við ramman reip að draga enda ótt- ast margir að það leiði til aukins atvinnuleysis sem þó er ærið fyr- ir, eða 11,8%. Bertinotti má ekki einu sinni heyra minnst á breyt- ingar á velferðarkerfinu, sérstak- lega hvað varðar lífeyrismál, en það sem mestum hávaða kann að valda eru fyrirhugaðar breyt- ingar á kosningakerfinu. Þing- nefnd (kölluð bicamerale) undir forsæti Massimos D’Alema hefur verið sett á stofn til að koma með breytingartillögur við stjórn- arskrána frá 1948. Flestir Italir eru orðnir dauðþreyttir á veldi smáflokka í landinu og breyting- arnar miða að því að koma á meirihlutaræði en eins og staðan er í dag er fjöldi þingmanna fjarri því að endurspegla hlutfallsúrslit. Draumur D’Alema er að koma á tveggja flokka kerfi og hann nýtur stuðnings Berlusconis í þeim efnum, enda gerir hann ráð fyrir að verða leiðtogi hægri- blokkarinnar. Smáflokkarnir sem styðja Ólífubandalagið vita að nái tillögur D’Alema fram að ganga heyra þeir sögunni til og beijast hart gegn þeim. Berlusc- oni hefur biðlað til D’Alema og boðist til að ganga til samstarfs við hann um að koma breyting- unum í gegn geri Bertinotti og aðrir smáflokkaforingjar upp- reisn. Berlusconi vill að þeir myndi stjórn saman, tryggi að Ítalía komist í EMU, breyti kosn- ingakerfinu og boði síðan til kosninga þar sem þeir tveir keppi um hver fari með stjórnar- taumana. Rífast en seinþreyttir til skilnaðar Kjósendur PDS og mestalls Ólífubandalagsins myndu þó varla samþykkja samkrull með Berlusconi. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar nýverið, þar sem komm- únistar styrktust, hafa verið túlk- aðar sem skilaboð til stjórnarinn- ar um að færast ekki um of til hægri. Þrátt fyrir að erfitt sé að skil- greina hægri og vinstri í ítölskum stjórnmálum kraumar undir niðri djúp andúð milli vængjanna; hvergi í Evrópu hafa kommúnist- ar og fasistar verið jafn áhrifa- miklir eftir stríð og öfgarnar hafa litað alla umræðu. Kosn- ingakerfisbreytingarnar eru þó framtíðarmál eins og stendur, efnahagsmáiin eru algerlega í forgrunni. Nái Prodi að koma í gegn ein- hveijum sparnaði í velferðarkerf- inu, auka tekjur með sölu á ein- hveijum ríkisfyrirtækjum og ná að hrinda nýsköpun í gang á Suður-Ítalíu (þar sem atvinnu- leysi er víða um 30%) ætti Iíf stjórnar hans að vera tryggt a.m.k. um stundarsakir. Stuðn- ingur við inngöngu í EMU er almennur og það gerir Bertinotti sér ljóst og kann því að kyngja því. Kommún- istar vita fullvel að sprengi þeir stjórnina verða þeir fullkomlega áhrifa- lausir. D’Alema álítur sig sjálf- kjörinn arftaka Prodis en þangað til þingnefnd hans nær að koma fram með tillögur sem eiga möguleika á meirihlutafylgi er hann bundinn í báða skó. Sagt er að gamli refurinn Prodi hafi náð að tengja með hjónabandi aðila sem rífast endalaust en séu seinþreyttir til skilnaðar sem góðum kaþólikkum sæmir. Hag- fræðingurinn hægfara kann því að lifa af allan hamaganginn eft- ir allt saman. Heldur hag- fræðingurinn hægfara velli? Fylgir hægri- stefnu með vinstri sam- visku Skák & mát! 0 tlníx tdlva andi? Vissir þú bú Dimtnli! sem biónBr m fleiri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.