Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Óveðursský
hrannast upp
yfir Kennedy-
fjölskyldunni
Hneykslismál umlykja nú enn einu sinni
Kennedy-fjölskylduna. Tveir synir Bobbys
Kennedys, Michael og Joseph, njóta nú lít-
illa vinsælda. Annar þeirra á yfír höfði sér
ákæru fyrir nauðgun fyrír að hafa staðið í
ástarsambandi við unglingsstelpu og hinn
þykir hafa farið harkalega með fyrri konu
sína. í Massachusetts hafa margir fengið
nóg af frægustu fjölskyldu Bandaríkjanna.
BANDARÍKJAMENN eiga
sér enga konungsfjöl-
skyldu eins og Bretar, en
þeir eiga ígildi hennar í
Kennedy-fjölskyldunni, sem hefur
sett mark sitt á bandarískt þjóðlíf
á þessari öld. Fjölskyldan hefur
orðið fyrir mörgum áföllum og oft
hefur virst að hún væri í álögum.
Alltaf hefur þó almenningur verið
reiðubúinn að fyrirgefa. Nú eru hins
vegar komin upp tvö mál, sem
ýmsir segja að gætu fyllt mælinn
og orðið til að gera að engu frama-
vonir Josephs Kennedys í stjómmál-
um.
Ástarsamband við barnapíuna
Fyrir rúmri viku greindi dagblað-
ið The Boston Globe frá því að
Michael Kennedy, sonur Bobbys
Kennedys, hefði verið í ástarsam-
bandi við barnapíu fjölskyldunnar á
heimili hennar í Cohasset í Massa-
chusetts-ríki. Stúlkan hefur ekki
verið nafngreind, en hún er sögð
19 ára gömul. Samkvæmt frásögn-
um fjölmiðla lauk sambandi Micha-
els Kennedys við stúlkuna haustið
1996 og gæti það hafa hafist þegar
hún var 14 ára. Stúlkan er dóttir
áhrifamikilla hjóna í Cohasset, sem
eru góðvinir Michaels Kennedys og
konu hans, Victoriu Gifford.
Saksóknarinn á staðnum er nú
að rannsaka málið og hafi samband
þeirra hafíst þegar stúlkan var 14
ára gæti Michael Kennedy átt yfír
höfði sér dóm fyrir nauðgun.
Þetta mál hefur leitt til þess að
ýmis fyrri hneyksli hafa verið rifjuð
upp. Árið 1991 var William
Kennedy Smith ákærður fyrir
nauðgun í Flórída og sýknaður, en
mikið var gert úr málavöxtum,
meðal annars því að áður en hin
meinta nauðgun átti að eiga sér
stað hafði Edward Kennedy, öld-
ungadeildarþingmaður og sá eini,
sem eftir lifir af Kennedy-bræðrun-
um fjórum, dregið frænda sinn til
drykkju um miðja nótt á páskahá-
tíðinni.
Vinsælu sænsku KWA
garðhúsgögnin
eru komin
r.
nvarin
■
Gæði og
ending
15 ára
reynsla á íslandi
Ármúla 8-108 Reykjavík
Sími 581-2275 «568-5375 • Fax 568-5275
Undir smásjá
fjölmiðla
KENNEDY-fjölskyldan er
enn á ný undir smásjá fjöl-
miðla vegna hneykslismála. Á
myndunum eru (frá vinstri)
Michael Kennedy, Joseph P.
Kennedy II, William Kennedy
Smith, Sheila Rauch Kennedy
og Edward Kennedy.
áberandi, en Michael er enginn við-
vaningur í stjórnmálum. Hann
stjórnaði meðal annars erfíðri kosn-
ingabaráttu Edwards Kennedys
fyrir endurkjöri í öldungadeild
Bandaríkjaþings árið 1994 og tókst
að knýja fram sigur. „Lífið er stund-
um barátta fyrir okkur öll og okkar
fjölskylda er ekki frábrugðin öðr-
um,“ sagði Joseph Kennedy um
bróður sinn. „Hún fær bara dálítið
meiri athygli en aðrar fjölskyldur
eins og þið getið séð.“
Skilnaður dugði ekki
En hann getur ekki aðeins kennt
bróður sínum um hina neikvæðu
athygli. Árið 1991 skildi Joseph
Kennedy við konu sína, Sheilu
Rauch Kennedy. Sá skilnaður var
borgaralegur. Tveimur árum síðar
sagði Joseph, sem vitaskuld er kat-
ólikki, henni að hann hygðist láta
kirkjuna ógilda hjónaband þeirra til
þess að hann gæti kvænst annarri
konu sinni í kirkju og farið að ganga
til altaris að nýju. Katólska kirkjan
í Boston samþykkti ógildinguna í
haust í fyrra, en Sheila hefur áfrýj-
að þeirri ákvörðun og er málið nú
til umfjöllunar í Páfagarði. Sheila
Rauch Kennedy lét ekki þar við sitja
heldur skrifaði bók um málið,
„Brostið traust“ (Shattered Faith),
sem er nýkomin í bókabúðir og er
til umræðu í öllum kjaftaþáttum
bandarísks sjónvarps. í bókinni er
að fínna ófagrar lýsingar á fram-
ferði Josephs Kennedys. Hún segir
að hann hafí komið fram við sig
af mikilli frekju, sem hafí aukist
jafnt og þétt, og látið eins og hún
væri einskis virði. „Þegar hjóna-
bandinu lauk var ég einfaldlega
orðin hrædd við hann,“ skrifaði
Sheila um Joseph. Hún lýsir degin-
um, sem hann bað um ógildingu
hjónabandsins: „Um leið og ég
hraðaði mér inn á salemið reyndi
ég að rifja upp hvenær ég hefði
síðast kastað upp ... Ég man að
ég hugsaði að Joe hlyti einfaldlega
að vera genginn af göflunum." Þeg-
ar hún kvaðst ekki vilja ógilda
hjónabandið sagði hann: „Hvaða
rétt hefur þú til að vera andvíg?"
Örlagaríkt kvöld árið 1969 er
reyndar talið hafa gert út um draum
Kennedys um að verða forseti. Þá
fór bíll hans út af brú með þeim
afleiðingum að Mary Jo Kopechne,
sem var með honum í ökutækinu,
drukknaði og er enn verið að gefa
út bækur um það hvort Kennedy-
fjölskyldan hafí gert samsæri til að
hylma yfír það, sem raunverulega
gerðist í Chappaquiddick.
Óheppileg tímasetning
Tímasetningin á uppljóstruninni
á sambandi Michaels Kennedys við
bamapíuna er afar óheppileg fyrir
bróður hans, Joseph. Joseph
Kennedy hefur setið á þingi um
nokkurt skeið fyrir demókrata en
hefur nú augastað á ríkisstjóra-
stólnum í Massachusetts, þar sem
repúblikani að nafni Will- --------
iam Weld hefur setið frá
því að Michael Dukakis,
forsetaframbjóðandi
demókrata 1988, fór frá.
Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hyggst nú gera
Weld að sendiherra í Mexíkó og
hefði það átt að greiða götu
Kennedys, sem hafði fyrir fjórum
mánuðum afgerandi forskot á Paul
Cellucci, vararíkisstjóra, sem tekur
við af Weld samþykki þingið að
hann verði sendiherra, samkvæmt
skoðanakönnunum. Joseph
Kennedy hefur alltaf verið nokkuð
vinsæll, en nú virðast stuðnings-
menn hans vera að snúa við honum
baki í hrönnum. íbúar Massachus-
etts hafa sjaldnast hikað við að
kjósa einhvern úr Kennedy-fjöl-
skyldunni og aldrei hefur frambjóð-
andi úr fjölskyldunni beðið lægri
hlut í kosningum þar. Svo virtist
sem honum mundi ekki verða skota-
skuld úr því að sigra í ríkisstjóra-
kosningunum, sem haldnar verða á
næsta ári, en nú kynnu að vera
ýmis tormerki á því.
Bræðurnir Joseph og Michael eru
nánir. Joseph hefur verið meira
Hjá þeim
endurtekur
sagan sig
aftur og aftur
Kjósendur margir fullsaddir
Kjósendur í kjördæmi Josephs
Kennedys, sem nær meðal annars
til Boston og Cambridge, eru marg-
ir óánægðir. Sumir benda á að
hægt hafí verið að fyrirgefa Ed-
ward Kennedy ýmislegt vegna þess
að hann hafi alltaf haft áhrif og
völd á þingi. Það væri hins vegar
ekki hægt að nota völd Josephs í
fulltrúadeildinni sem afsökun fyrir
því að kjósa hann. Aðrir segja ein-
faldlega að mælirinn sé fullur.
„í gegnum árin hef ég oft lokað
augunum þegar hegðun Kennedy-
fjölskyldunnar var annars vegar,
en nú býr mér ekki örlæti í huga
gagnvart þeim,“ sagði Margie Ull-
man-Weil, sem í tíu ár hefur kosið
Joseph Kennedy án umhugsunar, í
samtali við The Boston Globe.
„Hvemig er hægt að ógilda hjóna-
_________ band, sem hefur staðið í
öll þessi ár og fætt af sér
tvö börn? Hvað þýðir
þetta fyrir börnin? Að
hann hafi í raun sagt að
hjónabandið hafí aldrei
” verið til?“
Annar kjósandi var ómyrkur í
máli. „Þetta er ógeðslegt," sagði
Diane Gerros fasteignasali í Cam-
bridge. „Ég hef alltaf kosið
Kennedyana þegar þeir hafa verið
í framboði, en nú leita á mig efa-
semdir.“
Margir kjósendur virðast taka
þessum síðustu tíðindum persónu-
lega og afstaða þeirra virðist ekki
aðeins beinast að bræðrunum, held-
ur Qölskyldunni allri.
„Þeir eru mikið í fréttum, ef það
er ekki kvennafar og skilnaður er
það áfengissýki og ásökun um
nauðganir í Palm Beach,“ sagði
Elissa Steele skartgripasali. „Þetta
eru mikil vonbrigði. Eg er ekki að
ætlast til þess að neinn sé fullkom-
inn, en hjá þeim endurtekur sagan
sig einfaldlega aftur og aftur og
aftur ... Ég heyri hvað eftir annað
að fólk hefur fengið sig fullsatt af
þeim.“