Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Unga fólkið hafnar sveitalífinu Nýjar tölur sýna að bændum og landbúnað- arverkamönnum fækkar ört á Spáni. Verra þykir þó að unga fólkið lítur á það sem al- gjört neyðarúrræði að búa og starfa í sveit- inni. Ásgeir Sverrísson, fréttaritari Morg- unblaðsins á Spáni, segir frá erfíðleikunum í spænskum landbúnaði. ENDURNÝJUN í spænsk- um landbónaði er lítil sem engin og þeim fer stöðugt fækkandi sem hafa lifibrauð sitt af því að nýta landið. Nú er svo komið að innan við milljón manna á Spáni starfar við landbúnað og mun fækkunin í sveitunum hafa víðtæk félagsleg áhrif ef fram fer sem horfír. Skýr- ingin er kunnugleg; unga fólkið lítur á það sem algjört neyðarúr- ræði að búa og starfa í sveitinni. Samkvæmt skýrslum spænska landbúnaðarráðuneytis- ins starfaði innan við ein milljón manna við landbúnað á Spáni árið 1996. Þetta er í fyrsta skipti í sögu nútíma landbúnaðar á Spáni sem þessi fjöldi fer niður fyrir milljónina. Alls störfuðu 979.000 manns í þessum geira atvinnulífs- ins í fyrra og voru 691.000 þeirra sjálfstæðir bændur en landbúnað- arverkamenn 288.000 talsins. Al- mennt er talið að þessar tölur gefi ekki fyllilega rétta mynd af ástandinu og að sjálfstæðir bænd- ur, sem eingöngu lifí af landinu, séu í raun færri. Skýrslur leiða í ljós að mjög hefur hallað undan fæti í spænsk- Endurnýjun í spænskum landbúnaði er lítil sem engln um landbúnaði á síðustu tuttugu árum eða svo. Árið 1980 störfuðu 20% vinnuaflsins á Spáni við land- búnað en nú hafa innan við 8% vinnandi manna í landinu fram- færi sitt af slíkum störfum. Því er spáð að þróunin verði áfram þessi á næstu árum og einungis 4-5% vinnandi mannafla í landinu muni í nánustu framtíð starfa við landbúnað þótt raunar sé hugsan- legt að annars konar störfum í sveitum Spánar muni fjölga. Spánn sker sig nokkuð úr öðrum löndum Suður-Evrópu í þessu tilliti. Þannig starfa um 20% vinnu- aflsins í Grikklandi við landbúnað og um 14% í ________ nágrannaríkinu Portúg- al. Hlutföllin eru önnur í norðri; 1,5% í Bretlandi og um 4% í Frakklandi. Landbúnaðinum hafnað Fækkun starfa í landbúnaði og kvikfjárrækt þarf ekki nauðsyn- lega að vera til marks um að kreppa ríki í þessum greinum. Þannig hefur fækkun starfa víða haldist í hendur við aukna sam- keppnisfæmi, samkvæmt lögmál- um hins frjálsa markaðar. Það sem mestum áhyggjum veldur er á hinn CANNES FILM FESTIVAL OPNUNARMYND -< CANNES 1996 Ridicule HÁSKÓLABÍÓ - GOTT BÍÓ ERLENT > SPÆNSKUR smali með kindur á beit. Kreppa er nú í spænskum landbúnaði. bóginn sú staðreynd að lítil sem engin endumýjun á sér stað í þess- um greinum. Unga fólkið á Spáni hefur snúið baki við landbúnaðin- um. Eldra fólkið hættir að vinna en yngstu aldurshópamir, fólk inn- an við tvítugt, hafnar þeirri fram- tíð sem bíður þess við störf í sveit- unum. Yngra fólk í sveitum Spánar starfar yfírleitt við hlið foreldra sinna sökum þess að því hefur ekki tekist að fá vinnu annars staðar. Vissulega em dæmin um hið gagnstæða fjölmörg en al- mennt og yfírleitt gildir það um unga fólkið á landsbyggðinni að það hefur ekki fengið tækifæri til að starfa í þéttbýlinu. Yngsti aldurshópurinn er ekki með og áður nú á tímum vestrænnar fjöldamenningar. Þessi störf em aukinheldur mjög bindandi og í litlu samræmi við hraða og fjöl- breytni nútímans. Þetta á ekki síst við um kvikfjárræktina. „Mér fínnst ég alltaf vera aulinn í hópn- um þegar ég sé hina krakkana skemmta sér en ég þarf að fara heim til að smala,“ segir ungur sveitamaður í samtali við dagblað- ið E1 País. Horfumar hjá þeim sem starfa við hefðbundinn landbúnað em á hinn bóginn öllu skárri þar sem bindingin er eink- ---------- um bundin við upp- skeratímann. í öðru lagi er fjarska dýrt að hefja sjálfstæð- an atvinnurekstur í sveitum Spánar. Ekki Dýrt að hefja sjálfstæðan atvinnurekst- ur í sveitunum Raunar sýna opinberar tölur frá áranum 1980-1994 að meðalaldur þeirra sem starfa við landbúnað og kvikfjárrækt hefur heldur farið lækkandi. Þessar tölur era á hinn bóginn villandi. Fólki í elsta ald- urshópnum, yfír 65 ára, hefur fækkað og er nú um 3,3% vinnu- aflsins í stað 4,6% árið 1980. Fólki á aldrinum 40-64 ára hefur einn- ig fækkað nokkuð. Fjölgun upp á rúm átta prósentustig hefur orðið í aldurshópnum 20-39 ára. Hins vegar hefur u.ngu fólki á aldrinum 16-19 ára fækkað mjög á þessum 14 áram og era nú innan við 4% prósent þeirra sem starfa í sveit- inni á þessum aldri. Þetta era þær tölur sem mestum áhyggjum valda. Ungmennin era einfaldlega ekki með á þessu sviði þjóðlífsins. Þessi þróun á sér sínar skýring- ar. í fyrsta lagi hafa þessi störf einfaldlega ekki sama aðdráttarafl dugir annað en að ráða yfir 10-15 milljónum króna, hið minnsta, ætli menn að hasla sér völl á þessu sviði. Hér er um mikla fjármuni að ræða. Margfalda má þessa tölu með minnst tveimur til að fá fram samanburði við verðlag á íslandi. Ýmsir hafa lagt orð í belg í þessu samhengi og margar hug- myndir hafa komið fram til að greiða götu hinna yngri í spænsk- um landbúnaði. Þær varða m.a. úthlutun og sölu jarðnæðis til handa hinum yngri þegar eigendur hafa sest í helgan stein. Það sem gert hefur verið til að greiða fyrir endumýjun hefur hins vegar reynst ófullnægjandi fram til þessa. Árangurslitlar aðgerðir hafa stjómvöld á Spáni kynnt með reglulegu millibili áætlanir sem miðað hafa að því að tiyggja end- umýjun í greininni. Allar eiga að- gerðir þessar það sameiginlegt að hafa í besta falli skilað takmörkuð- um árangri. Þrátt fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á að greiða götu hinna yngri á síðustu fímm áram hefur fjöldi ungmenna í greininni ekki farið yfír 20.000 og flest þeirra starfa með foreldr- um sínum. Erfíðleikamir felast ekki ein- -------- vörðungu í að komast yfír landskika og fjár- magna tækjakaup. Hin- ir eldri era einnig tregir til að draga sig í hlé. Frá árinu 1992 hafa stjómvöld reynt að Vandinn er ekki nýr og óþekkt- ur; allt frá sjöunda áratugnum STEINAR WAAGE SKOVERSLUN lunm s. 568 9212 Kringli Kjörið í línudansinn Teguncl: 13141 Verð: 5.995,- Stærðir: 41-46 Tegund: 33020 Verð: 5.995, Stærðir: 36-46 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR greiða með ýmsum hætti fyrir því að eldri bændur og kvikfjárrækt- endur geti sest í helgan stein með viðunandi hætti og þar með skap- að hinum yngri tækifæri til at- vinnu á þessu sviði. Árangurinn hefur reynst dapurlegur; einungis 2.600 bændur eldri en 60 ára hafa nýtt sér þennan möguleika á síð- ustu fjóram áram. „Gráen ferðamennska“ til bjargar? Nú horfa menn einkum vonar- augum til þess að á næstu áram muni öðram störfum en þeim sem falla undir hefðbundinn landbúnað fjölga í sveitum Spánar. Nokkrar vonir era bundnar við að svonefnd „græn ferðamannaþjónusta" muni geta af sér störf sem höfði til ungs fólks hér í landi. Möguleikarnir á þessu sviði era án nokkurs vafa veralegir. Þegar er farið að örla á slíkri „grænni ferðamennsku“ á Suður-Spáni og vísast er svo víðar í landinu. 1 Andalúsíu á Suður-Spáni ber nú nokkuð á því að menn reyni að stækka markhópa með því að höfða sérstaklega til þeirra sem áhuga hafa á náttúraskoðunar- og menningarferðum og gerst hafa fráhverfír baðstrandalífí á alþjóðlegum ferðamannastöðum. Múlbundin í borgunum Eftir stendur þó að unga fólkið hefur snúið baki við sveitinni og lífinu í dreifbýlinu. Þessa sjást glögg merki í sveitaþorpum Anda- lúsíu, „hvítu þorpunum" svo- nefndu sem skáld og listamenn hafa lofað í gegnum tíðina sökum þeirrar kyrrðar og fegurðar sem þar ríkir. Sums staðar hefur íbúun- um fækkað um allt að helming á undanfömum áratugum og víða sést einvörðungu eldra fólk á göt- unum. Yngra fólkið hefur sest að í borgunum en heimsækir ættingja sína í sveitinni þegar frí gefst frá bindandi og krefjandi störfum í þéttbýlinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.