Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Unga fólkið hafnar sveitalífinu Nýjar tölur sýna að bændum og landbúnað- arverkamönnum fækkar ört á Spáni. Verra þykir þó að unga fólkið lítur á það sem al- gjört neyðarúrræði að búa og starfa í sveit- inni. Ásgeir Sverrísson, fréttaritari Morg- unblaðsins á Spáni, segir frá erfíðleikunum í spænskum landbúnaði. ENDURNÝJUN í spænsk- um landbónaði er lítil sem engin og þeim fer stöðugt fækkandi sem hafa lifibrauð sitt af því að nýta landið. Nú er svo komið að innan við milljón manna á Spáni starfar við landbúnað og mun fækkunin í sveitunum hafa víðtæk félagsleg áhrif ef fram fer sem horfír. Skýr- ingin er kunnugleg; unga fólkið lítur á það sem algjört neyðarúr- ræði að búa og starfa í sveitinni. Samkvæmt skýrslum spænska landbúnaðarráðuneytis- ins starfaði innan við ein milljón manna við landbúnað á Spáni árið 1996. Þetta er í fyrsta skipti í sögu nútíma landbúnaðar á Spáni sem þessi fjöldi fer niður fyrir milljónina. Alls störfuðu 979.000 manns í þessum geira atvinnulífs- ins í fyrra og voru 691.000 þeirra sjálfstæðir bændur en landbúnað- arverkamenn 288.000 talsins. Al- mennt er talið að þessar tölur gefi ekki fyllilega rétta mynd af ástandinu og að sjálfstæðir bænd- ur, sem eingöngu lifí af landinu, séu í raun færri. Skýrslur leiða í ljós að mjög hefur hallað undan fæti í spænsk- Endurnýjun í spænskum landbúnaði er lítil sem engln um landbúnaði á síðustu tuttugu árum eða svo. Árið 1980 störfuðu 20% vinnuaflsins á Spáni við land- búnað en nú hafa innan við 8% vinnandi manna í landinu fram- færi sitt af slíkum störfum. Því er spáð að þróunin verði áfram þessi á næstu árum og einungis 4-5% vinnandi mannafla í landinu muni í nánustu framtíð starfa við landbúnað þótt raunar sé hugsan- legt að annars konar störfum í sveitum Spánar muni fjölga. Spánn sker sig nokkuð úr öðrum löndum Suður-Evrópu í þessu tilliti. Þannig starfa um 20% vinnu- aflsins í Grikklandi við landbúnað og um 14% í ________ nágrannaríkinu Portúg- al. Hlutföllin eru önnur í norðri; 1,5% í Bretlandi og um 4% í Frakklandi. Landbúnaðinum hafnað Fækkun starfa í landbúnaði og kvikfjárrækt þarf ekki nauðsyn- lega að vera til marks um að kreppa ríki í þessum greinum. Þannig hefur fækkun starfa víða haldist í hendur við aukna sam- keppnisfæmi, samkvæmt lögmál- um hins frjálsa markaðar. Það sem mestum áhyggjum veldur er á hinn CANNES FILM FESTIVAL OPNUNARMYND -< CANNES 1996 Ridicule HÁSKÓLABÍÓ - GOTT BÍÓ ERLENT > SPÆNSKUR smali með kindur á beit. Kreppa er nú í spænskum landbúnaði. bóginn sú staðreynd að lítil sem engin endumýjun á sér stað í þess- um greinum. Unga fólkið á Spáni hefur snúið baki við landbúnaðin- um. Eldra fólkið hættir að vinna en yngstu aldurshópamir, fólk inn- an við tvítugt, hafnar þeirri fram- tíð sem bíður þess við störf í sveit- unum. Yngra fólk í sveitum Spánar starfar yfírleitt við hlið foreldra sinna sökum þess að því hefur ekki tekist að fá vinnu annars staðar. Vissulega em dæmin um hið gagnstæða fjölmörg en al- mennt og yfírleitt gildir það um unga fólkið á landsbyggðinni að það hefur ekki fengið tækifæri til að starfa í þéttbýlinu. Yngsti aldurshópurinn er ekki með og áður nú á tímum vestrænnar fjöldamenningar. Þessi störf em aukinheldur mjög bindandi og í litlu samræmi við hraða og fjöl- breytni nútímans. Þetta á ekki síst við um kvikfjárræktina. „Mér fínnst ég alltaf vera aulinn í hópn- um þegar ég sé hina krakkana skemmta sér en ég þarf að fara heim til að smala,“ segir ungur sveitamaður í samtali við dagblað- ið E1 País. Horfumar hjá þeim sem starfa við hefðbundinn landbúnað em á hinn bóginn öllu skárri þar sem bindingin er eink- ---------- um bundin við upp- skeratímann. í öðru lagi er fjarska dýrt að hefja sjálfstæð- an atvinnurekstur í sveitum Spánar. Ekki Dýrt að hefja sjálfstæðan atvinnurekst- ur í sveitunum Raunar sýna opinberar tölur frá áranum 1980-1994 að meðalaldur þeirra sem starfa við landbúnað og kvikfjárrækt hefur heldur farið lækkandi. Þessar tölur era á hinn bóginn villandi. Fólki í elsta ald- urshópnum, yfír 65 ára, hefur fækkað og er nú um 3,3% vinnu- aflsins í stað 4,6% árið 1980. Fólki á aldrinum 40-64 ára hefur einn- ig fækkað nokkuð. Fjölgun upp á rúm átta prósentustig hefur orðið í aldurshópnum 20-39 ára. Hins vegar hefur u.ngu fólki á aldrinum 16-19 ára fækkað mjög á þessum 14 áram og era nú innan við 4% prósent þeirra sem starfa í sveit- inni á þessum aldri. Þetta era þær tölur sem mestum áhyggjum valda. Ungmennin era einfaldlega ekki með á þessu sviði þjóðlífsins. Þessi þróun á sér sínar skýring- ar. í fyrsta lagi hafa þessi störf einfaldlega ekki sama aðdráttarafl dugir annað en að ráða yfir 10-15 milljónum króna, hið minnsta, ætli menn að hasla sér völl á þessu sviði. Hér er um mikla fjármuni að ræða. Margfalda má þessa tölu með minnst tveimur til að fá fram samanburði við verðlag á íslandi. Ýmsir hafa lagt orð í belg í þessu samhengi og margar hug- myndir hafa komið fram til að greiða götu hinna yngri í spænsk- um landbúnaði. Þær varða m.a. úthlutun og sölu jarðnæðis til handa hinum yngri þegar eigendur hafa sest í helgan stein. Það sem gert hefur verið til að greiða fyrir endumýjun hefur hins vegar reynst ófullnægjandi fram til þessa. Árangurslitlar aðgerðir hafa stjómvöld á Spáni kynnt með reglulegu millibili áætlanir sem miðað hafa að því að tiyggja end- umýjun í greininni. Allar eiga að- gerðir þessar það sameiginlegt að hafa í besta falli skilað takmörkuð- um árangri. Þrátt fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á að greiða götu hinna yngri á síðustu fímm áram hefur fjöldi ungmenna í greininni ekki farið yfír 20.000 og flest þeirra starfa með foreldr- um sínum. Erfíðleikamir felast ekki ein- -------- vörðungu í að komast yfír landskika og fjár- magna tækjakaup. Hin- ir eldri era einnig tregir til að draga sig í hlé. Frá árinu 1992 hafa stjómvöld reynt að Vandinn er ekki nýr og óþekkt- ur; allt frá sjöunda áratugnum STEINAR WAAGE SKOVERSLUN lunm s. 568 9212 Kringli Kjörið í línudansinn Teguncl: 13141 Verð: 5.995,- Stærðir: 41-46 Tegund: 33020 Verð: 5.995, Stærðir: 36-46 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR greiða með ýmsum hætti fyrir því að eldri bændur og kvikfjárrækt- endur geti sest í helgan stein með viðunandi hætti og þar með skap- að hinum yngri tækifæri til at- vinnu á þessu sviði. Árangurinn hefur reynst dapurlegur; einungis 2.600 bændur eldri en 60 ára hafa nýtt sér þennan möguleika á síð- ustu fjóram áram. „Gráen ferðamennska“ til bjargar? Nú horfa menn einkum vonar- augum til þess að á næstu áram muni öðram störfum en þeim sem falla undir hefðbundinn landbúnað fjölga í sveitum Spánar. Nokkrar vonir era bundnar við að svonefnd „græn ferðamannaþjónusta" muni geta af sér störf sem höfði til ungs fólks hér í landi. Möguleikarnir á þessu sviði era án nokkurs vafa veralegir. Þegar er farið að örla á slíkri „grænni ferðamennsku“ á Suður-Spáni og vísast er svo víðar í landinu. 1 Andalúsíu á Suður-Spáni ber nú nokkuð á því að menn reyni að stækka markhópa með því að höfða sérstaklega til þeirra sem áhuga hafa á náttúraskoðunar- og menningarferðum og gerst hafa fráhverfír baðstrandalífí á alþjóðlegum ferðamannastöðum. Múlbundin í borgunum Eftir stendur þó að unga fólkið hefur snúið baki við sveitinni og lífinu í dreifbýlinu. Þessa sjást glögg merki í sveitaþorpum Anda- lúsíu, „hvítu þorpunum" svo- nefndu sem skáld og listamenn hafa lofað í gegnum tíðina sökum þeirrar kyrrðar og fegurðar sem þar ríkir. Sums staðar hefur íbúun- um fækkað um allt að helming á undanfömum áratugum og víða sést einvörðungu eldra fólk á göt- unum. Yngra fólkið hefur sest að í borgunum en heimsækir ættingja sína í sveitinni þegar frí gefst frá bindandi og krefjandi störfum í þéttbýlinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.