Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Alina Pavel
Dubik Manásek
„Sacred
arias“
ALINA Dubik mezzosópran og
Pavel Manásek organisti halda
tónleika í Háteigskirkju í
kvöld, sunnudagskvöld, kl.
20.30.
Tónleikarnir bera yfírskrift-
ina „Sacred arias“. Á efnis-
skránni eru verk eftir Handel,
Bach, Pergolesi, Franck og
Dvorák.
Tónleikar
Karlakórsins
Stefnis
VORTÓNLEIKAR Karlakórs-
ins Stefnis verða í dag, sunnu-
dag, i Hlégarði, Mosfellsbæ,
og hefjast þeir kl. 20.30.
Á efnisskránni eru íslensk
lög eftir Sigfús Einarsson,
Inga T. Lárusson, Sveinbjöm
Sveinbjömsson, Skúla Hall-
dórsson, Svavar Benediktsson,
Magnús Ingimarsson og
Björgvin Þ. Valdimarsson.
Stjómandi kórsins er Lárus
Sveinsson. Undirleikari er Sig-
urður Marteinsson. Einsöng
syngja Stefán Jónsson og
Birgir Hólm Ólafsson.
Sýning á
verkum Onnu
Jónu í París
SÝNING á málverkum Önnu
Jónu verður opnuð í París 15.
maí kl. 19. Sýningin er í boði
Dominique Tric’aud og Jean
Marie Biju-Duval og Elliott
Barnes.
Sýningin, se_m ber yfír-
skriftina Kvika íslands eða Le
Magma d’Islande, verður til
húsa að 4, Place Denfert-Roc-
hereau í 14. hverfi. Hún verð-
ur opin um helgar til 19. júlí
og er áhugasömum bent á að
mæta á staðinn.
Tónleikar til
styrktar
flygilsjóði
KÓR Digraneskirkju, undir
stjóm Sólveigar Sigríðar Ein-
arsdóttur, einsöngvararnir
Guðrún Lóa Jónsdóttir, Hildur
Edda Jónasdóttir, Sigríður Sif
Sævarsdóttir, Þórunn Stefáns-
dóttir og eldri hópur Kórs
Snælandsskóla, undir stjórn
Heiðrúnar Hákonardóttur,
halda tónleika í Digranes-
kirkju í dag, sunnudag, kl.
20.30. Ágóði tónleikanna
rennur í flygilsjóð. Undirleik-
ari einsöngvara er Kolbrún
Ósk Óskarsdóttir.
Á efnisskrá eru verk eftir
innlend og erlend tónskáld.
Lúðrasveitir í
Ráðhúsinu
VORTÓNLEIKAR skólalúðra-
sveita Laugamess-, Árbæj-
ar- og Breiðholtsskóla verða
haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag, sunnudag, kl. 16.
Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkona í Bústaðakirkju
Kristnin í mismunandi myndum
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir,
sópransöngkona, og Kristinn Öm
Kristinsson, píanóleikari, halda
tónleika í Bústaðakirkju á mánu-
dagskvöld kl. 20.30. Á efnisskrá
eru kirkjuleg verk eftir Purcell,
Barber, Brahms, Sigurð Þórðarson
og Jón Leifs. Efnisskráin spannar,
að sögn Þórunnar, allt frá dýpstu
alvöru, t.d. í Fjórum alvarlegum
söngvum eftir Brahms til hálf-
gerðrar léttúðar í sumum af
Söngvum einsetumannsins eftir
Barber.
Fjölbreytt
„Það er óhætt að segja að þetta
verði fjölbreytt þótt
þetta verði allt saman
kirkjuleg verk, höfund-
ar nálgast viðfangsefn-
ið á mismunandi hátt.
Það er gaman að sjá
hvernig hin kristna trú
getur birst í mismun-
andi myndum hjá ólík-
um höfundum. Við
fluttum þessa sömu
efnisskrá á Akureyrui
fyrir skömmu oog
fengum góðar viðtökur
hjá áheyrendum."
Þau Þórunn og
Kristinn hafa unnið
Þórunn
Guðmundsdóttir
töluvert saman á und-
anförnum árum. Þau
hafa meðal annars
komið fram á Gerðu-
bergstónleikum og
Háskólatónleikum og
1995 kom út geisla-
diskur þar sem þau
fluttu lög eftir Jón
Leifs og Karl O. Run-
ólfsson.
Þórunn Guð-
mundsdóttir stundaði
framhaldsnám í söng
í Bandaríkjunum og
lauk meistaragráðu
frá Tónlistarháskó-
lanum í Bloomington, Indiana. Hún
hefur komið víða fram sem ein-
söngvari, meðal annars með
Kammersveit Reykjavíkur og í
konsertuppfærslu á Orfeo Monte-
verdis. Þá hefur hún sungið ein-
söng með ýmsum kórum og haldið
fjölda einsöngstónleika.
Kristinn Örn Kristinsson stund-
aði framhaldsnám í Bandaríkjun-
um og lauk BA-prófí frá Southern
Illinois University. Frá því að
Kristinn kom heim frá námi hefur
hann komið víða fram sem með-
leikari og undirleikari. Kristinn er
skólastjóri Tónlistarskóla íslenska
suzuki-sambandsins.
Enskir rithöfundar
sagðir sjálfumglaðir
og þröngsýnir
London. The Daily Telegraph.
Listsýning eldri
borgara í Garðabæ
BARATTA forsvarsmanna
stærstu bresku bókmenntaverð-
launanna verður æ hatrammari
og nýlega sakaði einn þeirra
enska rithöfunda um að standa
bandarískum starfsbræðrum sín-
um langt að baki. Það var Lisa
Jardine, formaður dómnefndar
Orange-bókmenntaverðlaun-
anna, sem falla eingöngu konum
í skaut, en hún sagði alltof marga
enska rithöfunda vera „sjálfum-
glaða og einstrengislega", að
bækur þeirra bæru vitni „þröng-
sýni“ og að þær ættu ekkert er-
indi á erlendan markað.
Meðal þeirra sem Jardine telur
falla undir þessa skilgreiningu
eru Martin Amis, Graham Swift,
sem hlaut Booker-verðlaunin fyrr
á þessu ári, Pat Barker, sem hlaut
þau í fyrra og Julian Barnes.
Dómnefndin sem Jardine er í
forsæti fyrir, birti fyrir
skemmstu lista yfir þær bækur
sem komust í úrslit. Á þeim lista
eru tvær bandarískar skáldkon-
ur, tvær kanadískar, ein skosk
og ein frá Norður-írlandi. Eng-
inn Englendingur er i hópnum.
Jardine, sem er prófessor í
ensku og deildarsljóri heim-
spekideildar Queen Mary og
Westfieldskólans í London, segir
England vera lítið land og að
sjóndeildarhringur of margra
rithöfunda sé of þröngur. „Ensk-
ir höfundar ættu að horfa lengra
fram á veg, leita alþjóðlegra vís-
ana í tengslum við umfjöllunar-
efni sitt. Og til að byija með
ættu þeir að lesa bandarískar
skáldsögur."
Jardine segir að bandarískar
nútímabókmenntir, hvort heldur
er eftir karla eða konur, standi
enskum verkum svo miklu fram-
ar, að hún efíst um að Englend-
ingur geti unnið til breskra bók-
menntaverðlauna sem séu opin
Bandaríkjamönnum. Þeir séu al-
þjóðlegir í skrifum sínum; þau
hafi visan til fólks um allan heim.
Þeir séu metnaðarfyllri og hristi
upp í fólki. Þar sem bandarískir
höfundar megi keppa til Orange-
bókmenntaverðlaunanna, megi
ganga út frá því vísu að betri
bók muni hljóta þau en Booker-
og Whitebread-verðlaunin, sem
eru lokuð rithöfundum utan
breska samveldisins.
Því fer fjarri að Orange-verð-
launin séu hafin yfir alla gagn-
rýni en þau voru veitt í fyrsta
sinn í fyrra. Gagnrýnin hefur
einkum beinst að því að þau falli
einungis konum í skaut, í fyrra
neitaði skáldkonan Anita
Brookner, að senda verk í keppn-
ina, þar sem hún byggðist á, já-
kvæðri mismunun" með því að
útiloka karlmenn og í slíku vildi
hún ekki taka þátt.
í fyrra gerðist það að tveir úr
dómnefndinni gátu ekki orða
bundist yfir þeim verkum sem
bárust í keppnina. Sögðu þeir
mörg þeirra gróf, dónaleg, leið-
inleg og full af niðurdrepandi
vandamálum, t.d. hjónaskilnaði.
Jardine hefur tekið undir þetta
og segist ekki hafa trú á svoköll-
uðum kvennabókmenntum.
Kveðst hún hafa orðið fyrir von-
brigðum með þau verk sem send
voru í keppnina. Sagði hún ekki
eingöngu við rithöfunda að sak-
ast, heldur einnig þær kröfur
sem útgefendur gerðu til rithöf-
unda, en þeir neyddu konur til
að skrifa um tilf inningavanda
ýmiskonar.
Hvað sem þessu Iíður, verða
Orange-verðlaunin veitt 4. júní
og eru skáldkonurnar sem til-
nefndar eru: Margret Atwood,
fyrir „Alias Grace“ og Anne Mic-
haels fyrir „Fugitive Pieces", en
þær eru báðar kanadískar,
Bandarikjakonurnar Jane Mend-
elsohn fyrir „I was Amelia Ear-
heart“ og E. Annie Proulx fyrir
„Accordion Crimes", hin norður-
írska Deirdre Madden fyrir „One
by One in the Darkness" og
Manda Scott frá Skotlandi fyrir
„Teeth“.
SÝNING á myndlist, leirlist og
glerskurði úr listasmiðju eldri
borgara Garðabæjar verður
opnuð í Kirkjuhvoli, Safnaðar-
heimili Garðabæjar, í dag,
sunnudag, kl. 13-16. Sýningin
er afrakstur af vetrarstarfi
Nýjar bækur
• TÍUNDA bindið í Safni til iðn-
sögu íslendinga ber heitið T/rna
tal. Saga úrsmíði á íslandi. Sagt
frá sigurverki og tímamælum.
Höfundur er Edda Kristjánsdóttir
sagnfræðingur
og framhalds-
skólakennari.
í bókinni er
rakið upphaf og
framvinda úr-
smíði á íslandi
allt frá því að
fyrsta úrsmíða-
vinnustofan tók
til starfa fyrir
u.þ.b. 120 árum. Fjallað er um
hvemig ný stétt sérhæfðra iðnað-
armanna, úrsmiðir, hösluðu sér
völl í tæknisnauðu landi þar sem
hagleiksmenn af ýmsum toga
höfðu áður sinnt viðgerðum eða
tímamælar sendir utan til við-
gerða.
eldri borgara. Sýndar verða
90 akrýlmyndir, 20 olíumál-
verk, 40 glerlistarverk og
50 hlutir gljáprent-keramik
undir handleiðslu Gretu Há-
kensen og Helgu Vilmundar-
dóttur.
í bókinni er einnig fjallað um
sögu tímamælinga og þróun tíma-
mæla frá sólúrum til sesínklukkna.
Lýst er elstu aðferðum manna við
að átta sig á gangi tímans og fjall-
að um tilurð og þróun sigurverks-
ins og sagt frá rafeindaverki sem
orðið hefur ráðandi á síðustu
árum. Þá er greint frá fornu ís-
lensku tímatali.
í bókarauka eru birtar tölulegar
upplýsingar um innflutning á úr-
um og klukkum í töflum og skýr-
ingarmyndum.
Bókin er prýdd fjölda mynda
og teikninga sem skýra og auka
efni hennar.
Ritun Tíma talsvar samstarfs-
verkefni Iðnsögu íslendinga og
Úrsmiðafélags íslands. Iðnsaga
íslendinga annaðist umsjón
verksins og prentundirbúning.
Útgefandi erHið íslenska bók-
menntafélag. Tíma taler277
blaðsíður að stærð. Útsöluverð er
kr. 3.900.
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tvennir tónleikar með
bandarískri efnisskrá
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
efnir til tvennra tónleika í næstu
viku, miðvikudaginn 14. maí kl.
20 og fimmtudaginn 15. maí á
sama tíma. Hljómsveitarstjóri og
einleikari verður Wayne Marshall
en einsöngvari Kim Criswell. Á
efnisskrá verða eingöngu banda-
rísk verk eftir George Gershwin,
Aron Copland, Rodger & Hart og
Leonard Bernstein.
Wayne Marshall kemur nú öðru
Wayne Kim
Marshall Criswell
sinni fram með SÍ, áður var hann
hér á ferð í mars 1995. Marshall
leikur jöfnum höndum djass og
klassíska tónlist, auk þess að
stjóma hljómsveitum. Aðalhljóð-
færi hans er orgel og hefur hann
haldið einleikstónleika víða um
lönd. Á tónleikunum í næstu viku
mun hann leika á píanó í Rhapsody
in blue eftir Gershwin.
Kim Criswell er einkum þekkt
fyrir söng sinn í söngleikjum en
hún hefur jafnframt komið fram
sem einsöngvari í Royal Festival
Hall, Carnegie Hall og Lincoln
Center. Þá hefur hún tekið þátt í
fjölda hljóðritana fyrir EMI og
leikið í sjónvarpsþáttum.