Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 19
LISTIR
Burtfarartón-
leikar Harald-
ar Vignis
HARALDUR
Vignir Svein-
björnsson píanó-
leikari heldur
burtfararprófs-
tónleika frá Tón-
listarskóla Kópa-
vogs þriðjudags-
kvöldið 13. maí kl.
Haraldur 20.30 í Gerðar-
safni. Árni Harðarson hefur verið
kennari hans í píanóleik.
Á efnisskránni eru verk eftir D.
Scarlatti, L. van Beethoven, F.
Chopin, Hjálmar H. Ragnarsson,
A. Scriabin og C. Debussy.
Lúðrasveit
danska
lífvarðarins
MÁLMBLÁSARAKVINTETT úr
Lúðrasveit konunglega danska líf-
varðarins heldur tónleika í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, mánudaginn 12. maí
kl. 20.30.
Kvintettinn hefur starfað síðan
1990. Efnisskráin spannar allt frá
Bach til Bítlanna og einnig tónverk
sem samin eru sérstaklega fyrir
málmblásarakvintett og verk sem
eru útsett sérstaklega fyrir þennan
hóp.
Málmblásarakvintettinn leikur við
ýmis tækifæri í Danmörku, t.d. opin-
berar móttökur, og einnig við opin-
berar heimsóknir dönsku konungs-
fjölskyldunnar erlendis. Kvintettinn
lék við hátíðarhöld í tengslum við
silfurbrúðkaup dönsku konungs-
hjónanna síðastliðið haust. Kvintett-
inn kemur einnig reglulega fram á
kammertónleikum og kirkjutónleik-
um.
Meðlimir kvintettsins eru Svend
Vermund, Stig Sönderriis, Peter
Schjödt, Ib Lolck og Carsten Geisler.
Voruppskera
Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar
TÓNLEIKAR yngri deildar Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar, 8-14 ára,
verða haldnir á morgun, mánudag,
kl. 20 í Víðistaðakirkju. Miðvikudag-
inn 14. maí verða forskólanemar
einnig með sína voruppskeru kl. 20
í Víðistaðakirkju.
Vorsýning
Kvöldskóla
Kópavogs
VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs
verður haldin sunnudaginn 11. maí
kl. 13-18 í Snælandsskóla.
Verklegar greinar skipa stóran
sess í starfsemi skólans og verður
sýnt frá þeim á sýninguni, t.d. bók-
band, útskurður, silfursmíði, skraut-
skrift, myndbandsupptökur, græn-
metisréttir, fatasaumur, leirmótun,
vatnslitamálun, trésmíði, trölladeig
og ljósmyndun, segir í tilkynningu
frá skólanum.
Burtfararpróf
Bjarnveigar
Ingibjargar
BURTFARARTÓNLEIKAR Bjarn-
veigar Ingibjargar Sigbjörnsdóttur
verða haldnir í sal Tónlistarskóla
FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn
12. maí kl. 20.30.
Á efnisskrá verða verk eftir J.S.
Bach, Beethoven, Brahms, Bartokog
Sinding.
Karlakór Kefla-
víkur í Fella-
og Hólakirkju
KARLAKÓR Keflavíkur heldur tón-
leika í Fella- og Hólakirkju í dag,
sunnudag, kl. 17.
Dagskráin er með hefðbundnum
karlakóralögum, óperukórum og
léttmeti í bland, ásamt lögum af
nýrri geislaplötu sem kórinn gaf
nýlega út, segir í tilkynningu.
Stjórnandi kórsins er Vilberg Vig-
gósson, undirleikarar eru Ágota Joó
á píanó, Gestur Friðjónsson á harm-
oníku og Þórólfur Þórsson leikur á
bassa. Einsöng syngur Steinn Erl-
ingsson baríton.
Vinnu-
konurnar
hætta
SÍÐUSTU sýningar á leikritinu
Vinnukonunum eftir Jean Genet sem
sýnt hefur verið í Kaffileikhúsinu
að undanförnu verða í kvöld, sunnu-
dagskvöld, og föstudaginn 16. maí.
Ekki verða aukasýningar.
Leikstjóri er Melkorka Tekla
Ólafsdóttir, leikendur eru Rósa
Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafs-
dóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir.
Þýðingu gerði Vigdís Finnbogadóttir
ásamt leikstjóra.
Kór Átthagafé-
lags Stranda-
manna
ÁRLEGIR vortónleikar Kórs Átt-
hagafélags Strandamanna verða í
Seljakirkju sunnudaginn 11. maí kl.
17.
Einsöngvarar eru Hrafnhildur
Björnsdóttir og Sigmundur Jónsson.
Píanóleikari er Layfey Kristinsdóttir.
Einnig er leikið undir á harmonikku
og trommur. Stjómandi er Þóra V.
Guðmundsdóttir.
Frátekið borð í
Kjallaranum
TVÆR konur utan af landi, önnur frá
Akureyri og hin frá Homafirði, eiga
frátekið borð í Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans á mánudagskvöldið kl. 21.
Hér er á ferðinni leiksýning eftir
Jónínu Leósdóttur, einn verðlauna-
höfunda í samkeppni Leikfélags
Reykjavíkur um bestu leikritin í til-
efni 100 ára afmælis félagsins. Leik-
stjóri er Ásdís Skúladóttir, en kon-
urnar leika þær Saga Jónsdóttir og
Soffía Jakobsdóttir, en þjónustu-
stúlku Leikhúskjallarans leikur Þór-
ey Sigþórsdóttir.
Kvennakór
Hafnarfjarðar
KVENNAKÓR Hafnarfjarðar heldur
árlega vortónleika í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði sunnudaginn 11. maí
kl. 17. Sérstakur gestur á tónleikun-
um verður Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Á efnisskránni verða innlend og
erlend lög. Stjórnandi kórsins er
Halldór Oskarsson og undirleikari
Hörður Bragason.
piaa
MITSUBISHI