Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 23 SKÓLASLIT Ríkislögregluskólans í Connecticut vorið 1950. Friðjón flytur þakkarávarp en ríkislög- reglusljórinn og aðrir yfirmenn lögreglunnar eru á sviðinu. VESTNORRÆNA þingmannasambandið þingar í Stykkishólmi í júní 1989. Friðjón er fremst fyrir miðri mynd en auk hans má þekkja þá Alexander Stefánsson, Árna Gunnarsson og Óla Þ. Guð- bjartsson á myndinni. arina Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdals. Síðan leitaði Gunnar til okkar Pálma um stuðn- ing og þá þegar var orðið ljóst að ríkisstjórnin yrði mynduð hvort sem við yrðum með eða ekki. Gunnar myndaði ríkisstjórn sína við mjög sérstakar aðstæður en það hvarflaði aldrei að honum að kljúfa flokkinn. Geir var drengskaparmað- ur og lagði einnig mikla áherslu á að halda flokknum saman þótt sum- ir legðu annað til.“ Efnahagsmálin erfið -Hvernig gekk ríkisstjórninni að takast á við þann vanda sem hún var stofnuð til að leysa? Samstarfið innan sjálfrar stjóm- arinnar gekk furðuvel og þar náðist oft samstaða um skynsamlegar til- lögur en málið vandaðist oft þegar þær voru bornar undir þingflokk- ana. Á ýmsu gekk hins vegar í þessum efnum. Þórður, sonur minn, var ráðinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar haustið 1980. Á þeim tíma voru í undirbúningi viðamiklar ráðstafanir í efnahagsmálum sem hrint var í framkvæmd í lok ársins. Þær tryggðu viðunandi jafnvægi á árinu 1981. Undir lok ársins mátti þó sjá blikur á lofti. Loðnan gaf sig ekki og nær engin loðnuveiði var á árinu 1982. Við bættist óhagstæð við- skiptakjaraþróun. Verðmæti heild- araflans minnkaði meira milli ár- anna 1981 og 1982 en hann hefur gert nokkurt annað ár frá því í síld- arkreppunni á sjöunda áratugnum. Illa gekk að ná saman um viðeig- andi aðgerðir til að mæta þessum áföllum. Samstaða náðist ekki fyrr en sumarið 1982 með útgáfu bráða- birgðalaga um efnahagsaðgerðir. Það má ef til vill til sanns vegar færa að þessar aðgerðir hafi komið nokkuð seint, en þær fólu þó í sér að ríkisstjórnin gat státað af bæri- legum árangri í efnahagsmálum fram að þeim tíma. í framhaldinu missti ríkisstjórnin hins vegar meirihluta á Alþingi og við bættist nýtt áfall, hrun þorskstofnsins. Þetta leiddi til þess að veturinn 1983 varð mjög erfiður í efnahags- málum.“ Vandræðagripurinn Gervasoni Þrátt fyrir að efnahagsmálin reyndust stjórninni þung í skauti áttu þau ekki eftir að ógna lífi henn- ar. Eftir að hún hafði setið í nokkra mánuði varð þó einn maður til þess að stjórnin sprakk næstum því og þessi maður var ekki einu sinni ís- lenskur ríkisborgari. Hér er átt við Frakkann Gervasoni, sem var eftir- lýstur af frönskum yfirvöldum fyrir að neita að gegna herskyldu í hei- malandi sínu. Hann flúði fyrst til Danmerkur en þegar þarlend yfir- völd komust að því að hann væri eftirlýstur ætluðu þau að vísa hon- um aftur til Frakklands. Hann sá því sitt óvænna og kaus að flýja til íslands. Hingað kom hann í sept- ember 1980, komst ólöglega inn í landið og óskaði síðan eftir pólitísku hæli. Mál Frakkans heyrði undir Frið- jón, sem var dómsmálaráðherra. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að Gervasoni yrði að fara þar sem hann hafði smyglað sér ólöglega inn í landið. Á skömmum tíma reis þó upp hreyfing hérlendis, sem barðist fyrir því að Gervasoni yrði veitt hæli. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður Alþýðubandalagsins, tók þegar í stað undir þessa kröfu og sagðist myndu hætta stuðningi við ríkisstjórnina ef Gervasoni yrði vís- að úr landi. Gervasoni-málið setti allt í hnút innan ríkisstjómarinnar. Stjórnin sat með minnsta mögulega meiri- hluta á þingi og mátti því engan veginn við því að missa stuðning Guðrúnar. Úr þessu varð hið mesta uppnám og héldu margir að dagar stjórnarinnar yrðu senn taldir. Það mæddi mikið á dómsmála- ráðherranum. Rúður voru brotnar í ráðuneytinu og einn morguninn réðst hópur fólks þangað inn og settist í stiga og ganga í mótmæla- skyni. Ýmsir sendu ráðherra kaldar kveðjur. Málinu lyktaði á þann veg að Frakkinn var sendur aftur til Danmerkur, þaðan sem hann kom, f samráði við dönsk yfirvöld. „Eg hélt í fyrstu að ég stæði einn eða a.m.k. mjög fáliðaður í þessu máli en raunin varð sú að stuðningur almennings óx með degi hverjum um allt land. Ég gladdist yfir því að þjóðin skyldi kunna að meta hið forna kjörorð: Með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.“ Menn héldu hópinn þrátt fyrir skiptar skoðanir Friðjón segir að þessi ríkisstjórn- arár hafi óneitanlega verið mjög sérstök og erfið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í heild. Hann hafi þó átt traustu fylgi að fagna í sínu kjör- dæmi en þar voru líka skiptar skoð- anir sem von var. „Ég bað menn að reyna að halda hópinn í lengstu lög. Þetta var í fyrsta sinn sem þingmaður flokksins á Vesturlandi hafði tekið sæti í ríkisstjórn. Auk dóms- og kirkjumála hafði Gunnar Thoroddsen beðið mig að gegna embætti samstarfsráðherra Norð- urlanda en fram að þeim tíma hafði það starf verið í verkahring forsæt- isráðherra. Ég sat öll árin í fjárveit- inganefnd til þess að við sjálfstæðis- ráðherrarnir ættum þar fulltrúa. Ég ákvað líka að sækja alla þing- flokksfundi sjálfstæðismanna þegar unnt var.“ Sjálfstæðisflokkurinn gekk sam- einaður til kosninganna 1983. í prófkjöri fyrir kosningarnar hélt Friðjón fýrsta sætinu á Vestur- landi, Valdimar Indriðason var í öðru sæti og Sturla Böðvarsson í hinu þriðja. Friðjón segir litlu hafa munað að þeir næðu allir kjöri. „Sjálfstæðisflokkurinn hlaut met- fylgi í kjördæminu, fór langt yfir Framsókn og fékk fyrsta þingmann kjördæmisins í fyrsta skipti frá 1959. Það mátti segja að við hefð- um sannkallaðan óskabyr í þessum kosningum." Á fleygiferð í erlendu samstarfi Á þingmannsárum sínum lét Friðjón alþjóðasamstarf mjög til sín taka, m.a. hjá Sameinuðu þjóðun- um, Þingmannasambandi Átlants- hafsbandalagsins, EFTA, Evrópu- ráðinu og Norðurlandaráði, þar sem hann var lengi varaformaður laga- nefndar. Þá sat hann í Vestnorræna þingmannasambandinu og var for- maður þess um tíma. „Ferðir á þessa fundi og ráðstefnur voru yfír- leitt með hraði fram og til baka því að alltaf var nóg að gera heima. Ég get bætt því við að þótt ég hafi komið til rúmlega þijátíu þjóð- landa hef ég aldrei getað hugsað mér að eiga heima annars staðar en á íslandi." Friðjón sat lengi í fjárveitinga- nefnd og segir að það hafi verið fróðlegt og skemmtilegt en oft annasamt. „Starfið gaf mér tæki- færi til að fylgja eftir ýmsum mál- um sem til framfara horfðu. Marg- ir komu á okkar fund og ræddu sín mál og sumarferðir fjárveitinga- nefndar um landið, til að hitta þessa forystumenn í heimabyggð og litast um á vettvangi, eru alveg ógleym- anlegar." Af kjördæmapoti -Varstu kjördæmapotari? „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera kallaður kjördæmapot- ari eða fyrirgreiðslumaður. Sem alþingismaður hef ég alltaf talið sjálfsagt að hjálpa þeim, sem til mín hafa leitað, og greiða götu þeirra eftir föngum. Hitt er svo annað mál hvernig til hefur tekist. Það er svo margt, sem erfitt er að fást við, og tekur langan tíma að leysa. Sumt er þakkað, annað ekki. Um það er síst að fást. Mætur maður, sem lengi sat á þingi, sagði við mig eitt sinn, þegar við ræddum um hin svokölluðu fyrirgreiðslumál: „Tækist mér einhvem tíma að gera kjósanda reglulega góðan greiða, mátti ég eiga vist að hann styddi mig ekki í næstu alþingiskosningum á eftir.“ Á þingmannsferli mínum einsetti ég mér að reyna að vinna sem mest og best fyrir land og þjóð, bæði erlendis og heima, að sjálf- sögðu allt landið og miðin. En auð- vitað hefur Vesturland staðið hjart- anu næst allan tímann. Þegar ég hitti dómsmálaráðherra Dana árið 1980 spurði ég hvort hann hefði komið til íslands. Hann svaraði: „Undanfarin ár höfum við hjónin ferðast um ísland sumar eftir sum- ar. Nú eigum við aðeins eftir að skoða Vesturland." „Ég svaraði: Þú ert hinn rétti maður. Þú geymir þér það besta þangað til síðast." „Það kom í minn hlut og annarra þingmanna Vesturlands að greiða fyrir framfaramálum kjördæmisins á Alþingi enda þekktum við þar best til. Eg hef ávallt talið það vera skyldu þingmanna að hafa auga með litlu byggðunum og veija þær. Það er dýrt fyrir fámenna þjóð að byggja svo stórt land, sem ísland er. Það er bæði vandi og vegsemd." Úr stjórnmálum í sýslumennsku Friðjón hætti þingmennsku árið 1991. Var hann þá öðru sinni skip- aður sýslumaður Dalamanna og sat í því embætti til sjötugs. Hafði hann þá verið sýslumaður í 22 ár sam- tals. Mun það fágætt að sami mað- ur hafi tvívegis á ævinni verið skip- aður í sama sýslumannsembætti. Friðjón ber hag Vesturlands og landsbyggðarinnar fyrir bijósti og segir að umfram allt sé mikilvægt að þeir menn, sem veljist á þing hveiju sinni, þekki sitt eigið land, sögu þess og atvinnuhætti að fornu og nýju. „Það sem mestu máli skipt- ir er að stjórnmálamennirnir þekki atvinnulífið og kjördæmið og þekki til undirstöðuatvinnuvega þjóðar- innar. Þeirrar reynslu aflar maður sér ekki á skólabekk eða með verð- bréfasölu í Reykjavík heldur með því að lifa og hrærast úti í kjör- dæmunum þar sem hjarta atvinnu- lífsins slær. Það er gaman að eiga myndarlega höfuðborg, þar sem alíir vilja verá. En við verðum líka að styðja og leggja rækt við byggð og búsetu í öðrum héruðum lands- ins og efla þjóðlega atvinnuvegi, svo að allir geti haft nóg að gera og unað glaðir við sitt.“ Með þessum orðum slær Friðjón botn í samtalið og segir að hann megi ekki vera að þessu spjalli. Hann þurfi að drífa sig vestur í Dali þar sem sitt annað heimili sé. Það er greinilegt að æskuslóðirr.ar og gamla kjördæmið víkja aldrei úr huga Friðjóns Þórðarsonar. Full búð af nýjum vörum frá heimsþekktum framleiðendum. Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun a staðgreiðslu Sími 581-2275 3ja sæta sófi 2ja sæta sófi Stóll sófaborð Sófasett, 3+1+1 kr. 39.000.- kr. 29.000.- kr.21.000.- kr. 10.000.- kr.81.000.- usgogn Ármúla 8 - 108 Reykiavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.