Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 24

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 24
24 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERNA Sörensen og Einar Matthíasson hafa rekið Nesútgáfuna í rúman áratug. Morgunblaðið/Þorkell Þarf ýtrustu hagræð- ingu til að halda sjó vmsmpri aivinnulíf ÁSUNNUDEGI Hjónin Erna Sörensen og Einar Matthíasson hafa í rúmlega áratug rekið fyrirtækið Nesútgáfuna sem einkum gefur út ókeypis kynningarefni fyrir erlenda sem inn- lenda ferðamenn. Nýverið var starfsemi Prentþjónustunn- ar felld inn í Nesútgáfuna og umsvif fyrirtækisins tvöföld- uðust þar með og fjölbreytileikinn jókst að sama skapi. Þau hjón hafa og víða komið við, eru t.d. með verkefni í Færeyjum og gáfu nýverið út rússnesk-íslenska orðabók sem var yfir 20 ár í vinnslu. Eftir Guðmund Guðjónsson ERNA Sörensen er borinn og barnfæddur ísfirðing- ur en Einar Reykvíking- ur í húð og hár. Þau kynntust fyrir meira en tuttugu árum þegar þa.u unnu bæði hjá Kaupfélaginu á ísafirði. Í ársbyijun 1977 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Erna fór að læra hjá Prent- þjónustunni það sem í þá daga var kallað skeyting og plötugerð, en heitir í dag offsetprentsmíði. Einar hóf störf sem sölumaður hjá IBM og varð síðar framkvæmdastjóri hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Skömmu eftir að Erna lauk námi stofnaði hún auglýsingastofuna Martin ásamt tengdasyni sínum Gunnari Martin Úlfssyni auglýsingateikn- ara, en er hún var seld snemma árs 1968, keyptu þau hjón rekstur á blaði, „A hringvegi - Around Iceland" sem fyrirtækið Kórund hafði gefið út nokkurra ára skeið, en vildi losna við úr rekstri sínum. „Blaðið stóð vel að vígi, fólkið hjá Kórund var einfaldlega með svo mikið á sinni könnu að það taldi sig ekki geta sinnt blaðinu sem skyldi. Þetta hentaði okkur hins vegar vel og við höfum æ síðan verið að bæta við okkur,“ segir Ema. Og Einar bætir við að um það hafi starfsemin snúist frá byrj- un, þ.e.a.s. að gefa út upplýsingar- efni fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Og ekki bara að gefa það út, heldur að dreifa því ókeypis. Hálf milljón eintaka Nesútgáfan heitir svo vegna þess að árum saman voru hjónin með fyrirtækið í heimahúsi á Seltjarnar- nesi. Heimilið var undirlagt, aðal- lega þó kjallarinn. Þegar fyrrgreint blað var keypt var það bæði á ensku og íslensku og gefið út í 20.000 eintökum. Nesútgáfan breytti rit- inu, gaf það fyrst út stærra og ein- göngu á ensku, en síðan var sérriti á íslensku bætt við og koma ritin nú út í alls 60.000 eintökum. Og alls nemur útgáfa Nesútgáf- unnar um hálfri milljón eintaka á ári, en auk blaðanna Around Ice- land og á Ferð um Island, sem raunar eru orðin að bókum með upp undir 200 blaðsiðna umfang, gefur fyrirtækið út „Around Reykjavík“ sem kemur út fimm sinnum á ári, Reykjavíkur- og ís- landskort, minna íslandskort, upp- lýsingabók um Færeyjar, auk þess sem fyrirtækið vann og gaf út alla bæklinga Ferðamálaráðs á árunum 1990-96 og hefur unnið margs konar kynningarefni fyrir ýmsa aðila bæði hér heima og í Færeyj- um. Árið 1995 fékk fyrirtækið fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs Is- lands og sérstaka viðurkenningu Ferðamálasamtaka Færeyja fyrir vel unnin störf á þessu sviði. Þá kemur út Golfhandbókin ár hvert og nýjasta er „Shopping Guide“ sem er leiðbeiningarit fyrir erlenda ferðamenn um verslunar- möguleika hér á norðurhjara, gefið út fyrir Europe Tax-free Shopping á Islandi. Þetta eru mörg tölublöð, mörg eintök og margar blaðsíður, meira og minna prentað í lit og á dýran, góðan pappír. Útgáfan er dýr og afurðinni er dreift ókeypis. Gera má ráð fyrir að auglýsingar borgi þetta að meira eða minna leyti. Er það ekki blóði drifinn víg- völlur'! „Það er verulega erfitt að starfa á íslenska auglýsingamarkaðinum og margir miðlar á eftir þessum krónum sem í boði eru. Það þarf að taka á öllu sínu til að halda í horfinu og meira að segja til að koma í veg fyrir að auglýsingaverð lækki á milli ára. Það er bara með ýtrustu hagræðingu og hörku í inn- kaupum að svona fyrirtæki getur haldið sjó,“ segir Einar Erna bætir við: „Við njótum þess og að fyrirtækið okkar er orðið gróið og reynt í bransanum. Við njótum trausts þar sem við höfum alltaf staðið við orð okkar og skuld- bindingar." Einar bætir enn við: „Við það sem Erna segir má síðan bæta að það skiptir ekki hvað minnstu máli fyrir okkur og Nesútgáfuna að við höfum unnið mikið í þessu sjálf. Við höfum lagt nótt við dag, árum saman, til þess að kaupa sem minnsta vinnu og haft fyrirtækið í eigin húsnæði, í kjallaranum heima. Þessi litla yfirbygging hef- ur komið okkur til góða. Auðvitað höfum við einnig nýtt okkur þjón- ustu fjölmargra aðila utan fyrir- tækisins í efnisöflun, textagerð, prófarkalestri og auglýsingasölu, að Gunnari Martin ógleymdum, sem sá um alla hönnun og auglýs- ingagerð árum saman.“ Þið eruð að stækka við ykkur, komin í stórt húsnæði á Artúns- höfða. Eru gömlu dagarnir þá liðn- ir? Erna svarar: „Þetta fyrirtæki hefur stækkað smám saman og kjallarinn nánast smækkað að sama skapi. Það má segja að við höfum staðið frammi fyrir því að skera niður verkefni sem í gangi eru til að geta haldið áfram á Nes- inu, eða að leyfa húsnæðinu að stækka með fyrirtækinu." Einar bætir við þetta að auk þess væru þau hjónin orðin langþreytt á því að reka fyrirtækið innan veggja heimilisins, því fylgdi mikill erill og í raun væri það eins og að fara í frí að fá starfsemina út og í sér- húsnæði." Allir skoða Nú er haft fyrir sattaðþað skipti sköpum fyrir kynningarefni að sem flestir hafi næði til að skoða það. Hvernig dreifíð þið ykkar efni og hvað vitið þið um dreifíngu þess meðal ferðamanna? Þau hjónin hugsa sig um og segja síðan: „Það er eflaust rétt að best af öllu væri ef ferðalang- ur, segjum erlendur ferðamaður á leið til íslands, fengi bókina um ísland áður en hann kemur til landsins þannig að hann gæti skoð- að hana í bak og fyrir áður en að hann kæmi. Það er hins vegar geysilega erfítt og þeir sem vinna við slíka upplýsingadreifingu er- lendis _segja að við getum gleymt slíku. Á sama tíma eru allir í þess- um geira sammála um að rit með heildstæðum upplýsingum nýtist ferðamönnum betur heldur en bæklingar og pésar um afmörkuð svið jafnvel þótt umfjöllunin verði ekki eins sérhæfð og í síðarnefnda hópnum. Kynningarefni okkar liggur frammi á milli 3-400 stöðum vítt og breitt um landið, á upplýsinga- miðstöðvum, gististöðum, bensín- stöðvum og víðar þar sem ferða- Víða í Asíu get ur munað tug- um prósenta menn koma. Líkurnar á því að ferðalangar sjái efnið okkar eru yfirgnæfandi og könnun sem gerð meðal ferðamanna á síðasta ári þendir til þess að 46-47% íslenskra og erlendra ferðamanna höfðu t.d. bækurnar Around Iceland og Á Ferð um ísland undir höndum eða notuðujiær á einhveiju stigi ferða sinna. I könnuninni kom fram að fjórir ferðuðust saman að jafnaði og ef það er framreiknað þá lítur út fyrir að þetta efni frá okkur sé í höndum nánast allra sem hér ferð- ast. Þessar tölur komu okkur þægi- lega á óvart, því við hefðum fylii- lega sætt okkur við og talið mun lægri tölur, t.d. 30-35%, eðlilegar. En þegar nánar er skoðað þarf þetta ekki að koma svo ýkja mikið á óvart, því ferðamenn, sérstaklega erlendir, reka upp stór augu þegar þeir átta sig á því að þessar bækur eru ókeypis. Við höfum ferðast til margra landa og hvergi séð vand- aðra ókeypis kynningarefni. Og gildi bókarinnar minnkar oft og tíðum alls ekki þótt ferð ljúki og ferðalangurinn fari til síns heima. Oft skrifa þeir, segja bækur sínar velktar og vilja fá nýja og jafnvel fleiri bækur en eina þar sem til stendur að gefa kunningjum og vinum heima fyrir. Þessum bréfum fylgir mjög oft útfyllt margþætt skoðanakönnun sem við göngumst fyrir í bókunum til að kanna hug ferðamanna til hinna ýmsu þátta ferðaþjónustunnar. Þar liggur mik- ill fróðleikur sem vinna þarf úr.“ Prentun erlendis og verkefni í Færeyjum Nesútgáfan hefur oft fengið bækur og blöðunga prentuð erlend- is. Hvað með „íslenskt - já takk!“? „Það er rétt, við höfum gert þetta, t.d. í Singapore. Víða í Asíu getur munað tugum prósenta og til að lifa af í þessum harða rekstri er nauðsynlegt að ná sem mestri hagkvæmni. I ljósi þess hefur það oft verið þannig að við höfum ekki haft efni á öðru en að láta prenta fyrir okkur erlendis. Hitt er svo annað mál, að við spáum mjög í þessa hluti og fylgjumst vel með. Islenskt - já takk er í fullu gildi í þessu húsi og við viljum helst geta fengið verkin unnin í prentsmiðjun- um hér heima. Ef aðeins er horft á tölur þá er miklu ódýrara að fá verk prentað erlendis. En það er að mörgu að hyggja. Það kostar t.d. mikið að vera ytra og fylgja verkum eftir. Ef menn gera það ekki geta orðið slys sem ekki verða bætt. Þá geta gögn misfarist, það geta t.d. þeir sem áttu prentað mál um borð í Vikartindi vitnað um. Þá hefur það gerst síðustu miss- eri, að íslenskar prentsmiðjur hafa fært sig nær þeim erlendu í tilboð- um sínum. Niðurstaðan er sú, að á þessu ári hefur allt okkar efni ver- ið prentað hér heima og vonandi verður framhald á því.“ Hvernig stendur á því að fyrir- tæki á íslandi gefur út árlegt kynn- ingarrit um Færeyjar? „Hugmyndin var okkar. Við byijuðum á þessu á eigin vegum en strax í upphafi tókst mikil og góð samvinna við færeyska ferða- málaráðið. Færeyingar fengu ein- faldlega fullskapað upplýsingarit í hendurnar. Bókin er svipuð bóka okkar um Island og kemur út bæði á ensku og dönsku. I alls 45.000 eintökum. Prentþj ónus tukaup Fyrir nokkrum mánuðum gerðist það að Nesútgáfan, ásamt Árna Sörensen bróður Ernu, keyptu hlut allra eigenda Prentþjónustunnar annarra en Árna, en hann var einn af stofnendum þess fyrirtækis árið 1974. Fyrirtækið heitir nú form- lega Nesútgáfan/Prentþjónustan og segja þau hjóm að afar margir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.