Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/ Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Donnie Brasco. Þetta
er sannsöguleg mafíumynd með A1 Pacino í hlutverki mafíósa og Johnny Depp
í hlutverki lögreglumanns sem kemst í innsta hring mafíunnar
Glæpir
ogsvik
AÐ ER í nafni réttlætis-
ins sem lögreglumaður-
inn Joe Pistone (Johnny
Depp) yfírgefur fjöl-
skyldu sína og fer að leika glæpa-
mann, skartgripaþjóf að nafni
Donnie Brasco. Tilgangurinn er
að komast inn í innsta kjama
mafíunnar og til þess að öðlast
traust og trúnað „fjöskyldunnar"
þarf „Donnie" að sanna að hann
sé tilbúinn að fremja glæpi.
í því skyni að auðvelda sér
ætlunarverkið kemur Donny sér
í vinfengi við Lefty Ruggiero (A1
Pacino), kaldhæðinn leigumorð-
ingja sem er að komast á efri ár
án þess að hafa nokkum tíma náð
virkilegum frama innan fjölskyld-
unnar. Nú sér Lefty fram á að
kannski fái hann annað tækifæri
í félagsskap þessa unga töffara.
Lefty er ekki allur þar sem
hann er séður frekar en
Joe/Donnie. Veikleiki leigumorð-
ingjans er sá að honum fínnst
gott að hafa einhvern sem lítur
upp til hans og stendur ekki á
sama um hann. Vegna þess veik-
leika gerir hann þau afdrifaríku
en mannlegu mistök að fara að
treysta Donnie Brasco.
Hann hættir eigin orðstír með
því að taka ábyrgð á Donnie gagn-
vart fjölskyldunni og tekur hann
undir sinn vemdarvæng. Þetta er
það sem Donnie og yfírmenn hans
hjá alríkislögreglunni FBI vildu
en það fer ekki allt eins og ráð-
gert var. Trúnaður Leftys og vin-
áttan sem hann sýnir gerir að
verkum að Donnie á erfítt með
að halda tilfinningalegri fjarlægð
á manninn.
Maðurinn sem ætti að vera
óvinur hans, glæpamaðurinn sem
hann ætti að vera að reyna að
koma bak við lás og slá, verður
náinn vinur hans og samstarfs-
maður í ógeðfelldri glæpastarf-
semi í undirheimunum þar sem
viðfangsefnin eru fjárkúgun,
manndráp og sitthvað fleira.
Eftir því sem Donnie miðar
lengra og lengra í því markmiði
sínu að komast í mjúkinn hjá
stjómendum mafíunnar eykst tog-
streitan innra með honum. Hann
gerir sér grein fyrir því að hann
er ekki aðeins í tvöföldu hlutverki
sem lögreglumaður og glæpamað-
ur heldur veit hann að með störf-
um sínum er hann að stuðla að
öruggum dauðdaga þessa manns
sem er orðinn vinur hans. Sam-
tímis reynir hann í örvæntingu
að halda einhverju jafnvægi í lífi
hinnar raunvemlegu fjölskyldu
sinnar; rækja skyldur sínar gagn-
vart eiginkonunni sem hann má
ekki segja sannleikann og gagn-
vart börnunum sínum sem hann
sér ekki.
Bilið milli þess sem Donnie
þykist vera og þess sem hann er
í raun og vem breikkar þangað
til það fer að stofna honum í
hættu. Því dýpra sem hann sog-
ast inn í heim glæpamanna og
ofbeldis, til því meiri samkenndar
fínnur hann með Lefty Ruggiero.
Þar kemur að ekki verður leng-
ur undan því vikist að Donnie
geri upp hug sinn til þessarar
baráttu og til þess á hvaða vogar-
skálar hann vill raunvemlega
leggja sín lóð.
I aðalhlutverkum í myndinni
eru tveir af virtustu kvikmynda-
leikumm Bandaríkjanna um þess-
ar mundir. A1 Pacino hefur ekki
síst getið sér frægð í hlutverkum
mafíósa á borð við Michael Cor-
leone en Lefty Ruggiero er ólíkur
þeim. Það er ekkert stórbrotið við
Lefty, hann er lítill kall, smá-
glæpamaður sem með tilveru sinni
afhjúpar þá hræsni og þann fárán-
leika sem býr að baki kvikmynda-
o g skáldsagnagoðsögninni um
mafíósana.
Johnny Depp leikur Donnie
Brasco, lögreglumann sem kemst
í þá aðstöðu að týna sjálfum sér
í því gervi sem hann tekur sér,
þetta er flóknara og dýpra skap-
gerðarhlutverk en flest sem
Johnny Depp hefur farið með.
Aðrir helstu leikendur myndar-
innar em Anne Heche sem leikur
konu Joes/Donnies en hún lék
m.a. í The Juror og lék á móti
Tommy Lee Jones í Volcano,
mynd sem sýnd verður fljótlega
hérlendis. Michael Madsen, sem
er þekktastur sem hinn bijálaði
JOHNNY Depp og A1 Pacino í hlutverkum sínum í Donnie Brasco.
Myndin er byggð á handriti
eftir vin Levinsons, Paul Attan-
asio, sem skrifaði handrit Quiz
Show en Attanasio var kvik-
myndagagnrýnandi Washington
Post áður en hann skrifaði hand-
rit sjónvarpsþáttanna Homicide:
Life on the Streets.
Handritið byggði Attanasio á
bók eftir lögreglumanninn Joe
Pistone; bók sem segir söguna af
því hvemig hann komst inn í rað-
ir mafíunnar undir nafninu
Dannie Brasco og kom sér í vin-
fengi við raunverulegan mafíu-
morðingja sem hét Lefty Ruggi-
ero.
ÞAÐ er farið að halla undan
fæti fyrir leigumorðingja
mafíunnar, Lefty Ruggiero,
sem A1 Pacino leikur.
Mr. Blonde í Reservoir Dogs, leik-
ur Sonny Black, bófaforingjann
sem fékk stöðuhækkunina sem
Lefty ætlaði sér. Aðrir aukaleikar-
ar eru m.a. James Russo og Bruno
Kirby.
Leikstjóri myndarinnar er Bret-
inn Mike Newell, sem m.a. leik-
stýrði Four Weddings and a Fun-
eral, en framleiðendur eru Mark
Johnson, framleiðandi A Little
Princess, A Perfect World og
Rain Man, og Barry Levinson,
sem er betur þekktur sem leik-
stjóri mynda á borð við Disclos-
ure, Bugsy, Diner, Avalon og
Good Morning Vietnam.
Strákurinn
getur leikið
„Strákurinn getur leikið.“ Þetta sagði
Joe Pistone, hinn raunverulegi Donnie
Brasco, um frammistöðu Johnny Depp
í myndinni um Donnie Brasco. Pistone
fylgdist gp-annt með tökum myndarinnar
og var hæstánægður með það hvernig
Depp gerði honum skil.
Það eru fleiri á þvi að strákurinn sé
góður leikari.
Depp er nú 34 ára, fæddur í Owens-
boro í Kentucky 9. júní 1963 en alinn
upp á Flórída þar sem hann hætti námi
á unglingsaldri, stofnaði hljómsveit og
gifti sig. Hann fór með hljómsveitina til
Hollywood í árangurslausri leit að frægð
og frama sem poppstjarna en varð í stað-
inn kvikmyndastjama.
Það var Nicolas Cage sem ýtti Johnny
JOHNNY Depp í hlutverki
Donnie Brasco.
Depp fyrstu sporin á leiklistarbrautinni
þegar hann kynnti vin sinn fyrir um-
boðsmanni sínum sem sendi hann í við-
tal til leikstjórans Wes Craven sem réð
Depp i aukahlutverk í hrollvekjunni A
Nightmare On Elm Street árið 1984.
Ari seinna fékk Depp hlutverk í ungl-
ingamyndinni Private Resort og 1986
fékk hann stóra tækifærið, þegar hann
fékk hlutverk í Platoon, mynd Oliver
Stone. Flestar senurnar sem teknar voru
upp með Depp komust hins vegar ekki
í endanlega gerð myndarinnar og höfn-
uðu á gólfi klippiherbergisins.
Árið 1987 var Johnny Depp verkefna-
laus og auralítill og fékk að halda til í
íbúð besta vinar síns, Nicolas Cage.
Hann var að hugsa um að reyna fyrir
sér aftur í rokkinu og rólinu. Einmitt
þá fékk hann tilboð um þátttöku i sjón-
varpsþáttaröðinni 21 Jump Street. Þar
eins og í Dannie Brasco lék Johnny
löggu í dulargervi og innan skamms
þurfti póstþjónustan í Bandaríkjunum
að ráða mann í hálft starf til þess að
bera í hverri viku tíu þúsund aðdáenda-
bréf frá unglingsstúlkum heim til stjöm-
unnar. Þá var Depp nóg boðið og fékk
sig lausan og hann valdi réttan tima til
þess.
Hann fékk hlutverk í mynd hins sér-
staka John Waters, Cry Baby, árið 1990,
og sama ár réð Tim Burton hann til að
leika titilhlutverkið í Edward Scissor-
hands. Þar með var Depp kominn á
breiðu brautina í Hollywood.
Hann hlaut tilnefningu til Golden
Globe verðlauna fyrir frammistöðuna
og tilnefningar hans til þeirra verðlauna
em nú orðnar þijár, því síðan hafa fylgt
i kjölfarið Benny & Joon árið 1993 þar
sem hann lék með Aidan Quinn og Mary
Stuart Masterson og svo árið 1994, önn-
ur mynd eftir Tim Burton; Ed Wood,
þar sem Depp fór á kostum í svarthvítri
mynd um versta kvikmyndaleikstjóra
allra tíma.
Af öðrum myndum Depp ber hæst
Dead Man, mynd Jim Jarmusch, Don
Juan De Marco á móti Marlon Brando
og Faye Dunaway, What’s Eating Gil-
bert Grape, þar sem hann lék reyndar
í skugga Leonardo Di Caprio, og einnig
Nick of Time.