Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/ Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Donnie Brasco. Þetta er sannsöguleg mafíumynd með A1 Pacino í hlutverki mafíósa og Johnny Depp í hlutverki lögreglumanns sem kemst í innsta hring mafíunnar Glæpir ogsvik AÐ ER í nafni réttlætis- ins sem lögreglumaður- inn Joe Pistone (Johnny Depp) yfírgefur fjöl- skyldu sína og fer að leika glæpa- mann, skartgripaþjóf að nafni Donnie Brasco. Tilgangurinn er að komast inn í innsta kjama mafíunnar og til þess að öðlast traust og trúnað „fjöskyldunnar" þarf „Donnie" að sanna að hann sé tilbúinn að fremja glæpi. í því skyni að auðvelda sér ætlunarverkið kemur Donny sér í vinfengi við Lefty Ruggiero (A1 Pacino), kaldhæðinn leigumorð- ingja sem er að komast á efri ár án þess að hafa nokkum tíma náð virkilegum frama innan fjölskyld- unnar. Nú sér Lefty fram á að kannski fái hann annað tækifæri í félagsskap þessa unga töffara. Lefty er ekki allur þar sem hann er séður frekar en Joe/Donnie. Veikleiki leigumorð- ingjans er sá að honum fínnst gott að hafa einhvern sem lítur upp til hans og stendur ekki á sama um hann. Vegna þess veik- leika gerir hann þau afdrifaríku en mannlegu mistök að fara að treysta Donnie Brasco. Hann hættir eigin orðstír með því að taka ábyrgð á Donnie gagn- vart fjölskyldunni og tekur hann undir sinn vemdarvæng. Þetta er það sem Donnie og yfírmenn hans hjá alríkislögreglunni FBI vildu en það fer ekki allt eins og ráð- gert var. Trúnaður Leftys og vin- áttan sem hann sýnir gerir að verkum að Donnie á erfítt með að halda tilfinningalegri fjarlægð á manninn. Maðurinn sem ætti að vera óvinur hans, glæpamaðurinn sem hann ætti að vera að reyna að koma bak við lás og slá, verður náinn vinur hans og samstarfs- maður í ógeðfelldri glæpastarf- semi í undirheimunum þar sem viðfangsefnin eru fjárkúgun, manndráp og sitthvað fleira. Eftir því sem Donnie miðar lengra og lengra í því markmiði sínu að komast í mjúkinn hjá stjómendum mafíunnar eykst tog- streitan innra með honum. Hann gerir sér grein fyrir því að hann er ekki aðeins í tvöföldu hlutverki sem lögreglumaður og glæpamað- ur heldur veit hann að með störf- um sínum er hann að stuðla að öruggum dauðdaga þessa manns sem er orðinn vinur hans. Sam- tímis reynir hann í örvæntingu að halda einhverju jafnvægi í lífi hinnar raunvemlegu fjölskyldu sinnar; rækja skyldur sínar gagn- vart eiginkonunni sem hann má ekki segja sannleikann og gagn- vart börnunum sínum sem hann sér ekki. Bilið milli þess sem Donnie þykist vera og þess sem hann er í raun og vem breikkar þangað til það fer að stofna honum í hættu. Því dýpra sem hann sog- ast inn í heim glæpamanna og ofbeldis, til því meiri samkenndar fínnur hann með Lefty Ruggiero. Þar kemur að ekki verður leng- ur undan því vikist að Donnie geri upp hug sinn til þessarar baráttu og til þess á hvaða vogar- skálar hann vill raunvemlega leggja sín lóð. I aðalhlutverkum í myndinni eru tveir af virtustu kvikmynda- leikumm Bandaríkjanna um þess- ar mundir. A1 Pacino hefur ekki síst getið sér frægð í hlutverkum mafíósa á borð við Michael Cor- leone en Lefty Ruggiero er ólíkur þeim. Það er ekkert stórbrotið við Lefty, hann er lítill kall, smá- glæpamaður sem með tilveru sinni afhjúpar þá hræsni og þann fárán- leika sem býr að baki kvikmynda- o g skáldsagnagoðsögninni um mafíósana. Johnny Depp leikur Donnie Brasco, lögreglumann sem kemst í þá aðstöðu að týna sjálfum sér í því gervi sem hann tekur sér, þetta er flóknara og dýpra skap- gerðarhlutverk en flest sem Johnny Depp hefur farið með. Aðrir helstu leikendur myndar- innar em Anne Heche sem leikur konu Joes/Donnies en hún lék m.a. í The Juror og lék á móti Tommy Lee Jones í Volcano, mynd sem sýnd verður fljótlega hérlendis. Michael Madsen, sem er þekktastur sem hinn bijálaði JOHNNY Depp og A1 Pacino í hlutverkum sínum í Donnie Brasco. Myndin er byggð á handriti eftir vin Levinsons, Paul Attan- asio, sem skrifaði handrit Quiz Show en Attanasio var kvik- myndagagnrýnandi Washington Post áður en hann skrifaði hand- rit sjónvarpsþáttanna Homicide: Life on the Streets. Handritið byggði Attanasio á bók eftir lögreglumanninn Joe Pistone; bók sem segir söguna af því hvemig hann komst inn í rað- ir mafíunnar undir nafninu Dannie Brasco og kom sér í vin- fengi við raunverulegan mafíu- morðingja sem hét Lefty Ruggi- ero. ÞAÐ er farið að halla undan fæti fyrir leigumorðingja mafíunnar, Lefty Ruggiero, sem A1 Pacino leikur. Mr. Blonde í Reservoir Dogs, leik- ur Sonny Black, bófaforingjann sem fékk stöðuhækkunina sem Lefty ætlaði sér. Aðrir aukaleikar- ar eru m.a. James Russo og Bruno Kirby. Leikstjóri myndarinnar er Bret- inn Mike Newell, sem m.a. leik- stýrði Four Weddings and a Fun- eral, en framleiðendur eru Mark Johnson, framleiðandi A Little Princess, A Perfect World og Rain Man, og Barry Levinson, sem er betur þekktur sem leik- stjóri mynda á borð við Disclos- ure, Bugsy, Diner, Avalon og Good Morning Vietnam. Strákurinn getur leikið „Strákurinn getur leikið.“ Þetta sagði Joe Pistone, hinn raunverulegi Donnie Brasco, um frammistöðu Johnny Depp í myndinni um Donnie Brasco. Pistone fylgdist gp-annt með tökum myndarinnar og var hæstánægður með það hvernig Depp gerði honum skil. Það eru fleiri á þvi að strákurinn sé góður leikari. Depp er nú 34 ára, fæddur í Owens- boro í Kentucky 9. júní 1963 en alinn upp á Flórída þar sem hann hætti námi á unglingsaldri, stofnaði hljómsveit og gifti sig. Hann fór með hljómsveitina til Hollywood í árangurslausri leit að frægð og frama sem poppstjarna en varð í stað- inn kvikmyndastjama. Það var Nicolas Cage sem ýtti Johnny JOHNNY Depp í hlutverki Donnie Brasco. Depp fyrstu sporin á leiklistarbrautinni þegar hann kynnti vin sinn fyrir um- boðsmanni sínum sem sendi hann í við- tal til leikstjórans Wes Craven sem réð Depp i aukahlutverk í hrollvekjunni A Nightmare On Elm Street árið 1984. Ari seinna fékk Depp hlutverk í ungl- ingamyndinni Private Resort og 1986 fékk hann stóra tækifærið, þegar hann fékk hlutverk í Platoon, mynd Oliver Stone. Flestar senurnar sem teknar voru upp með Depp komust hins vegar ekki í endanlega gerð myndarinnar og höfn- uðu á gólfi klippiherbergisins. Árið 1987 var Johnny Depp verkefna- laus og auralítill og fékk að halda til í íbúð besta vinar síns, Nicolas Cage. Hann var að hugsa um að reyna fyrir sér aftur í rokkinu og rólinu. Einmitt þá fékk hann tilboð um þátttöku i sjón- varpsþáttaröðinni 21 Jump Street. Þar eins og í Dannie Brasco lék Johnny löggu í dulargervi og innan skamms þurfti póstþjónustan í Bandaríkjunum að ráða mann í hálft starf til þess að bera í hverri viku tíu þúsund aðdáenda- bréf frá unglingsstúlkum heim til stjöm- unnar. Þá var Depp nóg boðið og fékk sig lausan og hann valdi réttan tima til þess. Hann fékk hlutverk í mynd hins sér- staka John Waters, Cry Baby, árið 1990, og sama ár réð Tim Burton hann til að leika titilhlutverkið í Edward Scissor- hands. Þar með var Depp kominn á breiðu brautina í Hollywood. Hann hlaut tilnefningu til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðuna og tilnefningar hans til þeirra verðlauna em nú orðnar þijár, því síðan hafa fylgt i kjölfarið Benny & Joon árið 1993 þar sem hann lék með Aidan Quinn og Mary Stuart Masterson og svo árið 1994, önn- ur mynd eftir Tim Burton; Ed Wood, þar sem Depp fór á kostum í svarthvítri mynd um versta kvikmyndaleikstjóra allra tíma. Af öðrum myndum Depp ber hæst Dead Man, mynd Jim Jarmusch, Don Juan De Marco á móti Marlon Brando og Faye Dunaway, What’s Eating Gil- bert Grape, þar sem hann lék reyndar í skugga Leonardo Di Caprio, og einnig Nick of Time.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.