Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 30
30 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUIM
A
A
A A
LYSINGARIL4TT U R ÞATIÐAR
- HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
í BARNASKÓLA, 10-12 ára,
lærði ég að lýsingarháttur þátíðar
væri tiltekin beygingarmynd sagn-
orðs mynduð af aðalsögn máls-
greinar og hjálparsögnunum hafa,
vera og verða (og einnig eiga, fá
og geta). Ég hef kunnað þetta síðan
eins og sjálfsagðan hlut enda heyrt
það í daglegu tali og lesið af rit-
máli. Ég hygg, að liðnar kynslóðir
hafi varðveitt vel beygingarmátt
íslenskrar tungu, einnig þennan
þátt hennar.
Hin síðustu 10-12 ár hefur hall-
að undan fæti beygingarfræðinnar
samkvæmt lögmáli fallhraðans og
nú er lýsingarháttur þátíðar með
hjálparsögninni að hafa nálega
horfínn úr mæltu máli og stefnir á
grafarbakkann í rituðu máli. í stað
þess að nota þessa fáorðu áferðar-
góðu sagnbeygingu eru menn „bún-
ir að“ hinu og þessu. Búinn og
búinn og búinn með runu af nafn-
háttum í kjölfarinu. „Búinn að búa“
hér eða þar. „Búinn að vera að
gera" og „búinn að vera að vera“
þetta eða hitt. Nýlega heyrði ég
einn dálætis útvarpsmann segja
orðrétt: „Við erum búin að vera að
tala um að...“ Hér er svigrúm
fyrir þriðja nafnháttinn í röð. Það
er ekki fagnaðarefni fyrir íslenskt
tungutak og ritstíl ef þessi nafn-
háttaruna nær að útrýma öðrum
gagnorðari og agaðri beygingar-
myndum sagnorða. Ég leyfi mér
hér með að vekja athygli á þessu
fyrirbæri svo og á fleiri atriðum,
sem mér hafa þótt miður fara varð-
andi málfræði.
Kennsluefni
Lýsingarháttur þátíðar með
hjálparsögninni að vera heldur enn
nokkum veginn stöðu sinni í málinu
Mikiá úrvöl rf
falleaum rúmffltnðái
Skólavörðustig 21 Sími 5514050 Rrykjsvtíc
þó að ekki sé öllum
jafn sýnt um beygingu
hans eftir kyni og tölu.
En hann (beygingar-
mynd hans) hefur
fengið svo háðuglega
meðferð í kennslubók,
sem barst mér í hendur
í vetur, að ég fæ ekki
orða bundist. Bók þessi
nefnist Mál til komið -
verkefnabók 1A. Út-
gáfuár: 1990-1996.
Utgefandi: Náms-
gagnastofnun. Hún er
námsefni í málfræði og
stafsetningu og mun
vera ætluð 11-12 ára
nemendum. Hún hefur
vafalaust ýmsa kosti þótt mér verði
starsýnna á mein hennar, einkum
þau, sem ég nefni hér.
Á 22.-25. bls. er verið að kenna
ritun n og nn með hliðsjón af orðum
með greini án þess að nefna nokk-
Beygingarfræði orð-
anna er, að mati As-
gerðar Jónsdóttur,
meginstyrkur hvers
tungumáls.
um tíma þann orðflokk eða kynna
hann og hlutverk hans. Á 26. bls.
skal einnig kennd ritun n og nn og
nú í lýsingarhætti þátíðar með
hjálparsögninni að vera, sem beyg-
ist eftir kyni og tölu. En hann fær
ekki að njóta nafns heldur er þess-
um beygingarmyndum gefið heitið
hermikrákur. Ég endurtek og undir-
strika hermikrákur. Mér blöskrar
þessi óvirðing við námsefnið svo og
vitsmuni og getu nemenda. Ef ein-
hver velviljaður lesandi þessarar
greinar vill skýra fyrir mér „hermi-
kráku“ notkun sem einskonar
brellufræði til þess að auðvelda
nemendum málfræðinám þá hafna
ég eindregið slíkum fræðum. Síð-
ustu 30 ár hef ég kennt málfræði
nemendum á ýmsum aldri eða frá
bemsku að sextugu og á ölium stig-
um grunnskóla og jafnvel nemend-
um í framhaldsskóla. Kennt þeim
kjamastæða ómengaða málfræði
samkvæmt bókum Bjöms Guð-
fínnssonar og fleiri mætra manna.
Yfírleitt með árangri Sem erfiði.
Ég er hér, með orðum mínum að
minna á það hve heilsteypt, krefl-
andi og agað námsefni
er mikilvægt til
kennslu. Ég dró ekki á
sínum tíma, dul á van-
þóknun mína þegar
grunn-kennslubækur í
málfræði undirgengust
slíka þynningu og
dreifíngu námsefnis á
örfárra ára fresti, að
maður varð að búa til
aukaverkefni með
þriðju hverri blaðsíðu.
Þessi aðgerð ásamt
þverrandi bóklestri
hefur skilað fátæklegri
málfræðimeðferð ekki
síst í beygingarfræði.
Þetta er heyranlegt á
fömum vegi, í öllum fjölmiðlum, í
umsögnum kennara og jafnvel hjá
þeim sjálfum.
Stefnur
Helga Siguijónsdóttir kennari í
Kópavogi hefur skrifað allmikið um
þær bráðlátu óöguðu kennslustefn-
ur, sem byltust inn í skólakerfíð
eins og trúboð fyrir allmörgum
árum og afleiðingar þeirra. Það er
lofsvert framtak. Að öllum líkindum
hafa þessar „stefnur" dregið sitt-
hvað jákvætt í kjölfarinu. En þær
hafa líka skilað nemendum ótrúlega
fákunnandi í mörgum almennum
námsgreinum. Þetta kemur fram í
þekkingarkönnunum t.d. nú síðast
í íslandssögu. Niðurstaða þeirrar
könnunar kemur mér ekki á óvart.
Helga Siguijónsdóttir hefur ritiað
mikið um málefni nemenda af
næmri þekkingu og reynslu. Ég
bæti í engu þar um en hvet menn
til að lesa viðtal við hana í Dagblað-
inu Dagur-Tíminn þann 20. febrúar
sl.
í Morgunblaðinu þ. 18. mars er
athygli vert viðtal við Hafdísi Ingv-
arsdóttur, kennslustjóra í kennslu-
fræðum við HÍ. Hún ræðir þar m.a.
þau ummæli nemenda um sjálfa
sig, að þeir kunni illa eða ekki að
útskýra og tala um málfræði. Orð
mín fyrr í þessari grein um fátæk-
legan málfræðiskilning vísa m.a. til
þessa ásamt með álytkunum um
aðdraganda. Um nokkurra ára
skeið átti hefðbundin málfræði-
kennsla ekki upp á pallborðið í höf-
uðvígi kennslufræða, kennarahá-
skólanum. Þessu kynntumst við
kennarar bæði á námskeiðum og í
Samtökum móðurmálskennara. Að
nefna beygingarfræði á þeim vett-
vangi var eins og að nefna óvin og
nýútskrifaðir kennarar á námskeiði
lýstu því yfír við mig, að málfræði
væri stagl. Þessi „stefna" er trúlega
um garð gengin eins og fleiri henn-
ar líkar en hún hefur að mínu áliti
skilið eftir sig ótvíræð neikvæð
merki á málfræðiskilningi og
kennslu.
Um beygingarfræði
Ég hef gert og geri mér enn títt
um beygingarfræði orðanna vegna
þess, að ég held að hún sé megin-
styrkur hvers tungumáls og skipti
afar miklu, jafnvel mestu, um varð-
veislu þess. Ég tel, að það sé fyrst
og fremst henni að þakka að íslend-
ingar geta enn, einir norrænna
þjóða, lesið flest það, sem ritað
hefur verið á eigin tungu. Ef beyg-
ingarfræðin fer halloka fyrir óreiðu
og agaleysi í málfræðinotkun og
kennslu þá er sú hætta við höndina
að bili tengsl, a.m.k. almennings,
við bóknenntaarf þjóðarinnar, jafnt
yngri sem eldri, og hann verði hlut-
ur sérfræðinga einna. Þá getum við
einnig lent í sömu skelfíngunni og
Norðmenn, að íbúar landsins skilji
illa hver annars tungutak í ræðu
og riti. Mér er kunnugt um, að til
eru þeir landshlutar í Noregi þar
sem beygingarendingar eru svo
smálegar, að lesmál lítur út eins
og safn einsatkvæðis orða og því
næstum ólæsilegt. Ég held að Norð-
menn séu, því miður, ekki eina
Norðurlandaþjóðin, sem stendur
frammi fyrir þessu vandamáli. Vilji
íslendingar forðast þessar ógöngur
verða fræðsluvöld og kennarar að
taka upp framsýna stefnu í mál-
fræðikennslu og kröfu um strang-
ara og markvissara kennsluefni,
einkum handa yngri grunnskóla-
nemum (10-12 ára). Það, sem ung-
ur nemur gamall temur. Þá er skylt
að minna á það, að sterk málfræði-
leg staða í eigin tungumáli, hvert
sem það er, er meginstyrkur við
nám annarra tungumála.
Þegar upp kemur umræða um
það hvort einhver vá steðji að ís-
lenskri tungu þá hefur mönnum,
löngum orðið tíðræddast um útlend
orð - „slettur sem mestan vágest
málsins. Ég held að íslendingar
standi vel að vígi gagnvart þeim
gestum meðan við eigum slíka
málsnillinga og nýyrðasmiði, sem
raun ber vitni um, sem færa og
aðlaga erlend upptökuorð, sér-
greinaorð og íðorð til íslensk máls
með hinni einstöku beygingarhæfni
þess og ftjósömum huga. Það er á
Ásgerður
Jónsdóttir
engan hallað þó að ég nefni sérstak-
lega dáðir Verkfræðingafélags ís-
lands á þessum vettvangi. Það hef-
ur nýlega gefíð út bók um framtak
sitt. - Fyrir mörgum árum spurði
ég ungan, færeyskan námsmann í
íslensku við HÍ til hvers hann væri
að læra íslensku þar sem hann
ætlaði sér að búa og starfa í Færeyj-
um. Hann svaraði því til, að fær-
eysku skorti ýmsa hæM til nýyrða-
smíði og málsauðgi. íslenska væri
mun betur í stakk búin til slíks
vegna magnaðrar beygingarfræði í
öllum orðflokkum, ekki síst í sagn-
orðum. Þar sem málin væru skyld
og í ýmsu lík gæti kunnátta í ís-
lensku komið færeysku að góðu
gagni við nýrðasköpun. - Þann 19.
febrúar sl. hlýddi ég á fyrirlestur
hjá Höskuldi Þráinssyni, prófessor
við HÍ, er hann hélt á vegum Fé-
lags íslenskra fræða. Fyrirlesturinn
fyallaði um rannsókn hans á fær-
eysku málfari og hugsanlegum
áhrifum annarra norrænna tungu-
mála á það m.a. á stöðu atviksorða
í aukasetningum. í einskonar inn-
gangi eða eMsyfírliti, sem fundar-
gestir fengu í hendur, standa þijár
eftirminnilegar setningar, sem ég
leyfi mér að endurflytja hér orðrétt-
ar: „5. a. íslenska hefur ríkulega
fallbeygingu og ríkulega sagnbeyg-
ingu. b. Norrænu meginlandsmálin
hafa fátæklega fallbeygingu og fá-
tæklega sagnbeygingu. c. Fær-
eyska hefur litlu fátæklegri fall-
beygingu en íslenska en talsvert
fátæklegri sagnbeygingu." (Tilvitn-
un lýkur.)
Með hliðsjón af þessum upplýs-
ingum þarf enginn að velkjast í
vafa um það, að íslenska hefur
sterkasta stöðu norrænna tungu-
mála frá fortíð til nútíðar vegna
þess að hún „hefur ríkulega fall-
beygingu og ríkulega sagnbeyg-
ingu“ eins og segir í tilvitnuninni.
Það ber því allt að sama brunni um
mikilvægi beygingarfræði til varð-
veislu íslenskrar tungu og tungu-
mála yfirleitt. Þess vegna verður
að veita henni meiri virðingu og
vægi í kennslu en nú er gert og
það því að tíminn er hraðfleygur.
Þetta er enn þá meira alvörumál
en Singapúrfárið. Stærðfræði er
alþóðleg og því alltaf aðgengileg.
Það er þjóðtunga ekki, hveiju nafhi
sem hún nefnist, þess ber að minn-
ast. Ég beini því máli mínu til yfír-
valda fræðslumála og kennarasam-
takanna sem áskorun um viðbrögð.
Það væri og verðugt verkefni fyrir
málfræðinga að leggja hér hönd á
plóg.
En það er verkefni allra lslend-
inga að gera það upp við sig hvort
þeir vilja og ætla að halda áfram
að tala og rita samræmt íslenskt
mál og lesa íslenskar bækur eldri
og yngri. Það er ekki sjálfgefið lán
ef menn láta stoðvefí tungumálsins
reka á reiðanum.
Höfundur er fyrrverandi kennari.
mM
Viðgerðaþjónusta flytur
i c
ÍPC tölvur prentarar
aðSíðumúla 3 1 t
,r skrifsioíutffiki PO tolvur prentara
betri þjónusta á nýjum stað
Síðumúli 31
viögtí ö'i| 1 ! OQ
tlJS VOIS
Grensásvegur
Viðgerðaþjónusta okkar á PC tölvum, prenturum
og skrifstofutækjum er flutt að Síðumúla 31.
Önnur þjónusta verður áfram að Grensásvegi 10.
Opið kl. 8:30-18:00 mánudaga - föstudaga.
'Jí
S i m i 5 6 3 3 0 3 0
http://www.ejs.is
• Fax 568 8415