Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 33
RANNVEIG
HELGADÓTTIR
+ Rannveig _ Helgadóttir
fæddist á Óðinsgötu 2,
Reykjavík, hinn 2. nóvember
1907. Hún lést á Grensásdeiid
Sjúkrahúss Reykjavíkur 1. maí
síðastliðinn. Foreldrar hennar
voru Kristín Sigurðardóttir, f.
1878, d. 1930, og Helgi Helga-
son, skrifstofumaður og leikari
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, f.
27. maí 1876, d. 1951. Systkini
Rannveigar: 1) Jón Helgason,
kaupmaður, f. 22.9. 1904, d. 17.
maí 1973. Eftirlifandi kona
hans er Klara Bramm Helga-
son. 2) María Knoop Helgason,
f. 25.2. 1906, d. 1985 í Chile,
Suður-Ameríku. Gift Robert
Knoop. Hann er látinn. 3) Sig-
ríður Helgadóttir, f. 21.7. 1909,
d. 24.2.1991. Eiginmaður henn-
ar var Kristinn Jónsson, kaup-
maður. Hann lést 1. maí 1979.
Rannveig giftist Sveinbirni Eg-
ilssyni, útvarpsvirkjameistara
3. október 1930. Foreldrar hans
voru Sigríður Jónsdóttir frá
Vaðnesi og Egill Sveinsson, tré-
smiður frá Múla í Biskupstung-
um. Rannveig og Sveinbjörn
eignuðust fjögur börn. 1) Krist-
ínu, f. 13.10. 1933, Kristín gift-
ist Sigurði Skúlasyni frá Kefla-
vik árið 1955. Þau skildu. Sig-
urður lést árið 1996. Börn
þeirra: Skúli, vélstjóri, f. 19.8.
1955, kvæntur Hlíf Matthías-
dóttur, matreiðslumanni. Birta
Ósk Gunnarsdóttir er dóttir
Hlífar og stjúpdóttir Skúla.
Elsku amma Venný.
Þú kvaddir þennan heim að kveldi
1. maí á 90. aldursári. Mikið held
ég að þú hafir verið hvíldinni fegin,
en fyrir mestu var að þú gast verið
á heimili þínu þar til fyrir sex vik-
Saman eiga þau soninn Svein-
björn. Rannveig, sölumaður, f.
11.5. 1959, gift Eliasi Kristj-
ánssyni, tollfulltrúa. Synir
þeirra eru Arnar Már, Atli og
Alfreð. Kristín giftist árið 1967
Magnúsi Blöndal Jóhannssyni,
tónskáldi, sonur þeirra er Mar-
inó Már Magnússon, lögreglu-
maður, f. 5. ágúst 1971. Þau
skildu. Árið 1978 giftist Kristín
Þorgeiri Þorsteinssyni, sýslu-
manni á Keflavíkurflugvelli.
Þau skildu. 2) Agla, fædd 16.
apríl 1936. Hún lést á heimili
móðursystur sinnar Maríu í
Chile árið 1964. 3) Úlfar,
starfsmaður Alþingis, f. 12.3.
1940, kvæntur Kristínu Stein-
grímsdóttur, meinatækni.
Börn þeirra: a) Sveinbjörn, f.
31.8. 1969. Unnusta hans
Valerie. Sonur Sveinbjörns,
Róbert Máni, f. 5.5. 1990, b)
Agla Ragna, f. 15.2. 1972, og
Gunnar Steinn, f. 18.12. 1975.
4) Helgi, f. 30. 1. 1947; Helgi
var kvæntur Rögnu Fossberg
og áttu þau soninn Ivar Örn,
f. 17.12. 1977. Seinni kona
Helga er Hólmfríður Björg
Ólafsdóttir. Dóttir hennar og
stjúpdóttir Helga, er Gunnur
Ösp Jónsdóttir. Helgi og Björg
eiga saman soninn Egil Óla, f.
3. apríl 1996.
Útför Rannveigar fer fram
frá Dómkirkjunni á morgun,
mánudaginn 16. maí og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
um, ég veit að það var þér mikils
virði. En nú er tómlegt á Óðinsgötu
2 og sorgleg tilhugsun að þar verði
ekki hægt að kíkja inn til þín í
kaffisopa þegar ég á leið um bæ-
inn. Ég man alltaf hvað þú varst
SIGURLAUG GUÐ-
RÚN EINARSDÓTTIR
+ Sigurlaug Guð-
rún Einarsdótt-
ir var fædd á Grund
á Eyrarbakka 27.
júní 1899. Hún lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 30.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Jónsson
frá Álfsstöðum á
Skeiðum og Oddný
Guðmundsdóttir
frá Steinum undir
Eyjafjöllum. Sig-
urlaug Guðrún var
áttunda í röð tólf
systkina sem eru öll látin.
Útför Sigurlaugar Guðrúnar
verður gerð frá Hallgríms-
kirkju mánudaginn 12. maí og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast með fáum
orðum Sigurlaugar Guðrúnar Ein-
arsdóttur, sem lést að kvöldi 30.
apríl síðastliðinn, 97 ára gömul.
Þegar ég hugsa til Gunnu fylgja
þeim hugsunum Magga systir henn-
ar og Skólavörðustígur 35, þar sem
þær systur bjuggu til margra ára.
Fljótlega eftir að ég kynntist
Hafsteini, við þá 16 og 17 ára göm-
ul, fór hann með mig í heimsókn til
afasystra sinna og varð mér fljótt
ljóst hve mikinn þátt þær Gunna og
Magga höfðu átt í æsku hans og
systkina. Gunna bjó í kjallaranum
og Magga í risinu þegar ég kynntist
þeim. Gunna var heilsuhraust og
hefur stiginn upp í risið til Möggu,
sem hún fór á hveijum degi í mörg
ár, verið ágæt líkamsrækt.
Gunna er síðust af sex alsystkin-
um sem öll náðu háum aldri fyrir
utan eina systur sem dó á unglings-
aldri.
Gunna átti eina dóttur, Jónu, sem
búsett er í Bandaríkj-
unum. Þegar Gunna
bað mig að lesa bréfin
frá dóttur sinni og
barnabörnunum fimm,
vissi ég að við værum
orðnar vinkonur.
Finnst mér það
ómetanlegt að hafa
kynnst þessum gömlu
konum sem settu upp
svuntu á hverjum ein-
asta degi. Það var allt-
af notalegt að líta til
þeirra og ávallt tekið
vel á móti gestum. Á
Skólavörðustígnum
voru alltaf sömu rólegheitin, næst-
um eins og tíminn stæði í stað.
Gunnu og Möggu fannst sérstak-
lega gaman að fá börn í heimsókn,
þá var stutt í barnið hjá þeim sjálf-
um. Það var eitt sem Gunna og
Magga höfðu mikla ánægju af, það
var að taka myndir. Ef eitthvað var
um að vera í fjölskyldunni mættu
Gunna og Magga með myndavél-
arnar sínar og eru ófá myndaalbúm
til sem geyma gamlar minningar.
Eftir að Magga dó árið 1988,
flutti Gunna á dvalarheimili aldr-
aðra í Lönguhlíðinni. Gunna bjó þar
í íbúð með hlutina sína og myndirn-
ar sínar sem henni þótti svo vænt
um. Gunna hafði mikla ánægju af
að sauma út og stytti sér oft stund-
ir við það meðan augun leyfðu.
Það þurfti ekki mikið til að gleðja
Gunnu, stutt heimsókn af ættingj-
unum var ánægjuefni fyrir hana.
Guð blessi minningu hennar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guðmunda Valdimarsdóttir.
ánægð þegar ég byijaði að drekka
kaffi því mamma hefur aldrei
drukkið kaffi og það skildir þú aldr-
ei því góður, sterkur kaffisopi var
alveg nauðsynlegur. Afi kvaddi fyr-
ir 10 árum og er nú örugglega
ángæður að vera búinn að fá þig
til sín og Öglu ykkar. Nú hellast
yfir mig minningarnar um ykkur
afa. Afi var að vinna úti á verk-
stæði og þú að búa til marmelaði
eða ömmulaði eins og við kölluðum
það oft, það jafnaðist ekkert á við
það og gerbollurnar góðu og allt
annað sem þú gerðir. Það var alltaf
stutt í húmorinn hjá þér og mörg
gullkornin sem frá þér komu sem
ég geymi vel í minningunni um þig.
Ég er svo lánsöm að hafa verið
skírð í höfuðið á þér og brosi nú
yfir því að ég verð einhverntíma
kölluð amma Venný eins og þú
varst alltaf kölluð og vona ég að
ég reynist barnabörnum mínum
eins vel og þú reyndist mér alltaf.
Elsku amma mín, þín verður minnst
um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir
allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín dótturdóttir,
Rannveig Sigurðar-
dóttir (Venný).
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegrar ömmu minnar,
Rannveigar Helgadóttur, eða ömmu
Venný eins og hún var alltaf nefnd.
Hún amma Venný var alveg ein-
stök kona og afskaplega mikið mun
ég sakna hennar og heimsókna
minna í eldhúsið hjá henni að Óðins-
götu 2. Við gátum endalaust talað
saman um allt milli himins og jarð-
ar og hversu vel hún fylgdist með
öllum nútíma málum þrátt fyrir
háan aldur og hversu vel við náðum
saman þrátt fyrir sextíu og fimm
ára aldursmun.
Amma Venný var þvílíkur lista-
kokkur og þann tíma sem ég vann
í SPRON skrapp ég alltaf í hádeg-
inu til ömmu í kræsingarnar henn-
ar, þetta voru ómissandi stundir.
Allt sem hún amma Venný
kenndi mér og sagði mér frá, allar
hennar minningar frá hennar æsku,
foreldrum sínum og ýmsu öðru frá
því að hún var ung kona, þessar
minningar mun ég geyma og varð-
veita allt mitt líf.
Amma Venný var einstaklega
skemmtileg kona og uppfull af mjög
sniðugum húmor og alltaf stutt í
grínið og endalaust hægt að grín-
ast með henni.
Minningin um yndislega vinkonu
og ástríka ömmu mun lifa með mér
ávallt. Ég vildi að ég gæti þakkað
henni fyrir allt sem hún gaf mér
af sinni þekkingu.
Blessuð sé minning hennar.
Sonardóttir,
Agla Ragna Úlfarsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
PÉTUR BJÖRNSSON,
Álftamýri 58,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 13. maí kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Dagmar Ingólfsdóttir,
Anna Bára Pétursdóttir,
Ingólfur Guðmundur Pétursson.
t
Elskuleg dóttir okkar,
JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR,
Hraunkambi 4,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 13. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna, vina og ástvina.
Anna Hauksdóttir,
Ægir Hafsteinsson,
Heimir Guðjónsson.
t
Elskuleg móðir mín, amma okkar og lang-
amma,
LÁRA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Daibraut 27,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
mánudaginn 12. maí kl. 13.30.
Óskar Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
SIGURLAUG GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
Lönguhlíð 3,
áður Skólavörðustíg 35,
andaðist hinn 30. apríl og verður jarðsett frá Hallgrímskirkju mánu-
daginn 12. maí kl. 13.30.
Oddný Jóna og Phil Greguski,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
séra JÓHANNS S. HLÍÐAR.
Aðstandendur.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS GUNNLAUGSSONAR
læknis,
Seltjarnarnesi.
Karen Oktavía Kaldalóns Jónsdóttir, Henrik Friis,
Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir Balys,
Elsa Kirstín Kaldalóns Jónsdóttir,
Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir,
Gunnlaugur A. Jónsson,
Sigvaldi Kaidalóns Jónsson,
Margrét Kaldalóns Jónsdóttir,
Þórhallur Kaldalóns Jónsson,
Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson,
Helge Grane Madsen,
Guðrún H. Brynleifsdóttir,
Helga Kristinsdóttir,
Gunnþóra Óiafsdóttir,
Berglind Gunnarsdóttir,
barna- og barnabarnabörn.