Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 35
RAGNA
JÓNSDÓTTIR
+ Ragna Jónsdóttir var fædd
25. nóvember 1919. Hún lést
14. apríl síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Langhoits-
kirkju 24. apríl.
Ragna systir okkar kvaddi þetta
líf að kvöldi 14. apríl á hjúkrunar-
heimilinu Seli. Það var kyrrð og
friður yfir henni síðustu sólarhring-
ana, en hún var lengi búin að berjst
við veikindin og var því lausnin
kærkomin. Ragna vann í Vagla-
skógi á sumrin, en Vaglaskógur var
unaðsreitur okkar unglinganna í þá
daga, hún var svo á Akureyri á
veturna með léttari vinnu, þar til
hún fluttist til Reykjavíkur. Þar
vann hún í blómabúðinni Flóru og
við heimilisstörf. Hún giftist
Tryggva Guðmundssyni frá Garðs-
horni í Kræklingahlíð en hann var
verslunarmaður í Reykjavík. Þau
eignuðust fallegt heimili og voru
samhent um að prýða það sem best.
En svo kom stóra áfallið, þau hjón-
in lentu í bílslysi, ásamt öðrum hjón-
um, vinafólki sínu. Þeir létust báðir
en þær slösuðust illa og hafa þær
átt í því síðan. Báðar hafa þær
sýnt ótrúlegan styrk. Elsku Sísí,
við hugsum til þín og biðjum fýrir
þér.
Eftir þetta flutti Ragna í minni
íbúð á Kleppsveginum. Hún, ásamt
vinkonum sínum, kom upp blóma-
búðinni Blóminu og ráku þær búð-
ina í nokkur ár, þar vann Ragna
og naut þess að vera með blómun-
um, einnig vann hún um tíma hjá
Skólagörðum Reykjavíkur.
En Norðurlandið togaði í hana
og á hveiju sumri kom hún norður
á bílnum sínum, hún kom við í
Skagafirðinum og á Akureyri, en
austur fyrir Vaðlaheiði var ferðinni
ávallt heitið og endastöðin var á
Þverá, þar naut hún þess að ganga
um beijabrekkurnar og hlusta á
árniðinn, og hitta litlu börnin. Þann-
ig fór að fyrir níu árum fluttist hún
norður á Svalbarðseyri, keypti þar
íbúð, þá var hún komin í nágrenni
við frændur og vini sem henni voru
kærir. Þar hlúði hún að blómunum
sínum og talaði við þau, hún vissi
að: í hveiju blómi sefur sál; enda
voru blómin hennar falleg.
Ragna hafði mjög gaman af
handavinnu og var smekkvís á það,
fallegir voru dúkarnir sem hún
pijónaði og hnýtti og gaf í allar
áttir.
Við færum öllum alúðarþakkir
sem aðstoðuðu hana í veikindunum.
Öllu starfsfólki á Seli færum við
bestu þakkir fyrir einstaka um-
hyggju fyrir Rögnu og hlýhug sem
við fundum. Að síðustu, Ragna
Erlingsdóttir og fjölskylda, hjartans
þakkir fyrir hve þið reyndust henni
vel til hinstu stundar.
Ragna mín, við viljum þakka þér
fyrir öll árin, það var gott að eiga
þig fyrir systur, við vitum að þú
færð góða heimkomu. Það verður
vel tekið á móti þér á eilífðarströnd-
inni, þar sem bíða vinir í varpa og
fagna þér. Góður guð blessi þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Nú rikir kyrrð í djúpum dal
þótt duni foss í jöklasal.
1 hreiðrum fuglar hvíla rótt.
Þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt.
Þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut
en aftanskinið hverfur hljótt.
Það hefur boðið góða nótt.
(M.G.)
Systkinin Kristín, Sólveig,
Ferdinand, Anna og Friðrika.
Elsku Ragna.
Mig langar til að minnast þín
með nokkrum orðum. Þegar ég sit
hérna í íbúðinni þinni og horfi á
allar fallegu myndirnar þínar og
failegu hlutina, finnst mér óhugs-
andi að þú sitjir aldrei framar í
stólnum við gluggann með pijónana
eða eitthvað annað milli handanna.
Ekkert kertaljós eða maltöl á borð-
inu handa okkur, en allt hefur sinn
gang eins og þú sagðir svo oft.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar yndislegu stundimar sem við
áttum saman. Þegar ég var lítil
stelpa og kom suður til Reykjavíkur
gerðum við margt skemmtilegt
saman. Þú varst svo dugleg að fara
með mig hitt og þetta, sýna mér
það sem Reykjavík hafði upp á að
bjóða. Við fórum á söfn, í leikhús
og óperu. Það er ógleymanlegt þeg-
ar við tvær fórum á Carmen. Þú
varst svo fín og allt var svo stór-
fenglegt fyrir mig, sveitastelpuna.
Þegar ég var orðin eldri og kom
suður til að keppa á fijálsíþrótta-
mótum varstu óþreytandi að keyra
okkur systkinin. Þú varst oft á
íþróttavellinum að horfa á okkur
keppa, svo var farið heim til þín á
Kleppsveginn, upp á 7. hæð, og þar
beið oftar en ekki ilmandi kjúkling-
ur og full skál af glansandi stórum
ávöxtum. Það var alltaf sérstakt
andrúmsloft í þessari litlu, fallegu
íbúð í Reykjavík.
Þú komst margar ferðir norður
í Þverá og það var alltaf jafn spenn-
andi og gaman. Það voru ótrúleg-
ustu hlutir sem þú færðir okkur
krökkunum, allt eitthvað svo fram-
andi og fínt.
En svo fluttir þú norður og í
nágrenni við mig. Þú komst með
alla þína fallegu hluti og bjóst þér
nýtt heimili. Það var gott að hafa
þig nálægt, notalegt að koma til
þín í rólegheitin, spjalla og fá malt-
sopa. Amór á eftir að sakna þess
að fá ekki ís eða malt hjá Göggu
eins og hann lystir og ekki pijónar
þú fleiri röndóttar legghlífar á Þór-
dísi eða lopasokka á Jolla. Þú varst
virkilega listfeng kona, allt lék í
höndum þér, hvort sem þú varst
að pijóna dúka, eiga við blómin,
búa til slaufur á skímarkjóla eða
stoppa í sokka.
Þér þótti svo vænt um krakkana,
þú varst alltaf að gefa þeim eitt-
+ Arnbergur Gíslason, bóndi
og verkamaður, frá Vina-
minni á Borgarfirði eystra
fæddist á Mýnesi í Eiðaþinghá
25. janúar 1905. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu Garðvangi
í Garði hinn 30. apríl síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Ilvalsneskirkju 9. maí.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur að kveðja afa okkar
og langafa Arnberg Gíslason.
Elsku afi og langafi, þrátt fyrir
sorg og söknuð finnum við fyrir
hamingju og létti vitandi af þér í
góðum höndum „ömmu á Borgar-
firði“, sem kom og sótti þig er stund
þín var runnin.
hvað fallegt. Það kunnu þau að
meta og þakka þér fyrir. Eg vil
þakka þér, elsku Ragna, fyrir alla
hjálpsemina og umhyggjuna. Það
gaf mér mikið að geta verið hjá þér
síðustu stundirnar, finna að þér
fannst gott að ég var nálægt, sjá
þig brosa og segja „það er allt í
lagi með mig“. Þannig varstu.
Vorlaufið unga,
veika og smáa,
veit það um blóm sitt
um daggir, yl og ljós?
Vorlauf míns hjarta,
vorlauf míns trega,
verður þú rós?
(Þorsteinn Valdimarsson)
Við í Laugartúni 15 þökkum þér
allt.
Þín nafna,
Ragna.
Ég vildi ég gæti verið blóm,
verið í garði þínum,
dáðst að þér og dáið svo
draumaheimi mínum.
Þá gengir þú um garðinn þinn
og grétir að blómi mínu,
höndunum þínum vefðirðu mig
að hjarta þínu.
(Vilmundur Gylfason)
Elsku amma Gagga, takk fyrir
allt það sem þú varst okkur Arn-
óri. Eg veit að þú fylgir okkur hvert
sem við förum hér eftir. Ég hugsa
að þú sért núna stödd í yndislegum
blómagarði og þar líður þér vel. Það
síðasta sem þú sagðir við mig var
„Hvernig líður þér?“ Ef þú skyldir
ekki hafa heyrt það, þá leið mér
mjög vel því ég var hjá þér. Við
sjáumst aftur seinna.
Þórdís Jónsdóttir.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
bliknað að hausti
(R.P.Ó.)
Helga, Lilja Björk og Anna
Sigríður.
í tónum andartaksins óma guðlegir sann-
leikshljómar, sem ætlað er líf og þroski í
vitund þess sem efast, en er. Tónamir geta
breytt myrkri í birtu og ósætti í frið í hug-
um allra sem þrá ijósið, en sjá það ekki ef
þeir sofa. Andartakið geymir sögu kynslóð-
anna án orða, því það er. Það sem er öðl-
ast eilífð, en ekki það sem var eða verður.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Elsku mamma, pabbi, Magga,
Siggi, Jóhanna, Nonni, Gísli, Lo-
vísa, Grétar, Salla, Rúnar, Lilla,
Bibba og Sævar, svo og barnabörn,
barnabarnaböm og aðrir ástvinir,
guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar
á þessari kveðjustund.
Stefanía, Guðný og
Arnbergur, Bandaríkjunum.
Til höfunda greina
TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgunblað-
inu. Til þess að greiða fyrir þvf að biðtími stytt.ist og greinar birtist
skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðs-
ins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en
sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki
6.000 tölvuslögum.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá geng-
in. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi,
þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur.
Auðveldust er móttaka svokaliaðra ASCll skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word-
Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merk-
ið disklingana vel og óskið eftir endursendingu.
Ritstj.
ARNBERGUR
GÍSLASON
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
ÓSKARS SÖEBECK
prentara,
Dalbraut 27,
Reykjavik.
Lilja Söebeck.
+
Innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs,
KLEMENZAR R. GUÐMUNDSSONAR.
Albert Klemenzson,
Ingibjörg Þ. Klemenzdóttir,
Vigdís Klemenzdóttir,
Róbert Klemenzson,
Elínborg Guðmundsdóttir,
Hörður Hjartarson,
Svanhvít Sverrisdóttir,
Hjálmar Jónsson,
Friðrik Sigurmundsson,
Ingimundur Eymundsson
Sigfríð Hallgrímsdóttir
og barnabörn.
+
Kæru ættingjar og vinir.
Við sendum ykkur innilegar þakkir fyrir samúð
ykkar og hlýjar kveðjur við andlát og útför
móður okkar,
ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR.
Við viljum þakka starfsfólki á Reykjalundi sér-
staklega fyrir einstaka umhyggju og hjúkrun
hennar í gegnum erfið veikindi.
Fyrir hönd barna okkar og barnabarna,
l'ris Ástmundsdóttir,
Ástmundur Agnar Norland,
Guðlaug Ástmundsdóttir, Níels Indriðason,
Björn Ástmundsson, Guðmunda Arnórsdóttir,
Ásta I. Ástmundsdóttir, Örn Sigurðsson.
+
Kæru ættingjar og vinir, innilegar þakkir fyrir
auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GUNNARS KR. JÓNSSONAR
vélstjóra,
Lækjarkinn 18,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur.
Margrét Eyþórsdóttir,
Ástríður Gunnarsdóttir, Trausti Gunnarsson,
Sesselja Gunnarsdóttir, Eggert Kristinsson,
Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
heiðruðu minningu hjartkærrar nöfnu okkar,
GUÐRÚNARJENNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
Víkurbraut 32,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til slysavarnadeildanna Þór-
kötlu og Þorbjarnar.
Erna Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Torfason,
Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GUNNARS MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR,
sem lést þann 23. apríl sl.
Guðbjörg Pálmadóttir,
Hörður Guðmundsson,
Bragi Gunnarsson, Herdís Þorgeirsdóttir,
Anna G. Gunnarsdóttir, Ragnar Danielsen.