Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 37
MINNINGAR
JÓNAS
PÉTURSSON
•+> Jónas Pétursson, bóndi og
* fyrrverandi alþingismaður,
fæddist á Hranastöðum í Eyja-
firði 20. apríl 1920. Hann lést
í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
18. febrúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Egilsstaða-
kirkju 1. mars.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast góðs vinar og merks manns,
Jónasar Péturssonar, fyrrv. til-
raunastjóra og alþingismanns. Jón-
as lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
18. febrúar síðastliðinn, hátt á 87.
aldursári. Hann var Eyfirðingur að
ætt, fæddur á Hranastöðum í Eyja-
firði 20. apríl 1910. Að loknu bú-
fræðinámi frá bændaskólanum á
Hólum stundaði hann búskap á föð-
urleifð sinni um árabil, en sinnti
auk þess ráðunautsstarfí í Eyja-
fírði. Árið 1947 lá leið Jónasar aust-
ur á Fljótsdalshérað. Gerðist hann
bústjóri og tilraunastjóri á Hafursá
í Vallahreppi og síðar á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal, er tilraunastöðin
á Hafursá var flutt þangað um
1950.
Á Skriðuklaustri starfaði Jónas
sem tilraunastjóri um alllangt skeið,
en frá árinu 1962 var hann búsett-
ur að Lagarfelli í Fellahreppi.
Á Skriðuklaustri hófust kynni
mín af Jónasi Péturssyni, er ég sem
ungur drengur var þar í barna-
skóla. í fæðingarsveit minni,
Fljótsdalnum, var farskóli á þessum
árum og kennt á nokkrum bæjum
í sveitinni yfír veturinn. Kennari
var Guttormur V. Þormar í Geita-
gerði. Flesta veturna mína í barna-
skóla var skólinn eitthvað á
Skriðuklaustri, að mig minnir.
í hinu stóra og virðulega húsi
Gunnars skálds var gott kennslu-
rými og þar voru sum börnin i
heimavist yfír vikuna, en önnur
gengu daglega frá næstu bæjum. í
hópi hinna fyrmefndu var sá, er
þetta ritar, enda heimili mitt ysti
bær sveitarinnar og því um nokkurn
veg að fara.
A Klaustri var gott að vera og
vel að öllum börnum búið, mikill
og góður matur á borðum og atlæt-
ið hið besta.
Jónas reyndist okkur krökkunum
vel. Hann var hlýr í umgengni og
nærgætinn, en áicveðinn ef því var
að skipta, nákvæmur og vildi hafa
reglu á hlutunum, hvem hlut á sín-
um stað. Hann var snyrtimenni svo
af bar og lagði ríka áherslu á góða
umgengni jafnt innan húss sem
utan. Hvarvetna þar sem Jónas
lagði hönd að verki var snyrti-
mennska í fyrirrúmi, hvort sem var
við heyskap, skepnuhirðingu eða
annars staðar.
Hann var natinn skepnuhirðir og
hafði ætíð mikil afskipti af fjárbú-
inu á Skriðuklaustri, þótt hann hefði
menn til að sinna fjárgæslunni sér-
stáklega. Kindurnar vom áreiðan-
lega þær skepnur, er stóðu honum
næst. Heyrði ég því fleygt, að Jón-
as hefði þekkt hverja kind á búinu
af svipnum, ekki veit ég hvað hæft
var í því, en þykir ekki ólíklegt, að
svo hafi verið, þó var ætíð margt
fé á tilraunabúinu.
Jónas var maður félagslyndur og
blandaði mikið geði við sveitungana
í dalnum, naut þar vaxandi vin-
sælda og sat m.a. í hreppsnefnd
Fljótsdalshrepps um árabil.
Jónas fylgdi Sjálfstæðisflokknum
lengst af að málum, á þeim vett-
vangi áttum við samleið um nokk-
urt skeið, en síðar störfuðum við
saman í Lkl. Múla á Fljótsdalshér-
aði, sem stofnaður var um áramótin
1970. Jónas var einn af stofnfélög-
um klúbbsins og virkur félagi í
honum, meðan heilsa leyfði. Þar
nutu sín vel hæfíleikar Jónasar og
reynsla hans, frjó hugsun og vilji
til að koma góðum málum í fram-
kvæmd.
Jónas var í kjöri fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Austurlandskjör-
dæmi við alþingiskosningarnar
1959, náði kjöri og sat á Alþingi
allt til ársins 1971. Áður hafði
hann skipað sæti á lista flokksins
í Norður-Múlasýslu. Um ástæður
þess að Jónas ákvað að taka efsta
sæti á lista flokksins skal ekki fjöl-
yrt hér. Deilur höfðu komið upp
um það, hver skipa skyldi það
sæti. Sveinn Jónsson, bóndi á Eg-
ilsstöðum, sem lengi hafði verið í
forustuliði flokksins á Austurlandi,
og Einar Sigurðsson, útgerðarmað-
ur, títt nefndur hinn ríki, gerðu
báðir tilkall til þingmennsku. Um
málið varð ekki samstaða í for-
ustuliði flokksins. Var Jónas Pét-
ursson fenginn til að taka efsta
sæti listans við erfiðar aðstæður.
Jónas sýndi þar sem endranær
mikinn þegnskap, en var ómaklega
legið á hálsi af ýmsum flokksmönn-
um fyrir þá ákvörðun.
Það kom þó í ljós að Jónas reynd-
ist farsæll þingmaður, sem kom
ýmsum góðum málum fram í þing-
mannstíð sinni. Hann var trúr mál-
svari sveitanna og hinna dreifðu
byggða. Áhugamál hans var að
sveitimar efldust og landið væri allt
byggt. Þau málefni mótuðu störf
hans öll, hvort sem var heima í hér-
aði eða á Alþingi. Lengst mun þó
halda nafni Jónasar á lofti sá góði
þáttur, er hann átti í því, að tókst
að ljúka framkvæmdum við hring-
veginn þjóðhátíðarárið 1974. Jónas
lagði til, að efnt yrði til sérstakrar
fjáröflunar vegna þessa verkefnis
og var það samþykkt. Það var því
vel við hæfí, að Jónas var gerður
að formanni þjóðhátíðamefndar í
Múlaþingi hátíðarárið, er minnst var
11 alda byggðar í landinu.
Hér er ekki ætlunin að gera út-
tekt á þingmennsku Jónasar Pét-
urssonar, en ég hygg, að sagan
muni sýna, að hann reyndist þar
ýmsum fremri, sem hærra höfðu.
Jónas var enginn hávaðamaður
í daglegu fari. Hann var ekki mað-
ur hinna breiðu spjóta. Stóryrði um
menn og málefni heyrði ég aldrei
af hans munni. Hann var íhugull,
glöggur og gætinn, vildi undir-
byggja hvert mál vel, en fastur fyr-
ir, ef því var að skipta, átti auðvelt
með að setja skoðanir sínar fram í
ljósu og einföldu máli, framfara-
maður, en vildi þó halda fast við
það, sem vel hefur reynst.
Jónas lét af störfum tilrauna-
stjóra á Skriðuklaustri árið 1962
og fluttist ásamt fjölskyldu sinni
að Lagarfelli í Fellahreppi, þar sem
hann hafði byggt sér íbúðarhús.
Var Jónas meðal hinna fyrstu, er
byggði í Fellabæ, eins og hann heit-
ir nú i dag.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim mörgu
sem studdu okkur og styrktu við andlát og út-
för ástkærrar dóttur okkar og systur,
KRISTÍNAR HÖLLU HARALDSDÓTTIR,
Guðrúnargötu 7.
Sérstakar þakkir færum við fjölskyldu okkar,
vinnufélögum, skólasystkinum og vinum hinn-
ar látnu, bæðí í Mosfellsbæ og í Reykjavlk.
Guð blessi ykkur öll.
Helga S. Bachmann, Haraldur Hjartarson,
Sigríður Sóley Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Helga Haraldsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
INGIBJARGAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Glæsibæ 19,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13d og
skurðstofu á Landspítalanum.
Friðrik Ragnar Eggertsson, Guðrún Björg Egilsdóttir,
Hafsteinn Eggertsson, Þórunn Elfa Guðjohnsen,
Guðjón Ingi Eggertsson
og barnabörn.
SplendestO
seidenSticker
blússur
Oðumv^
TÍSKUVERLSUN
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGURBJÖRNS KÁRASONAR,
Hrafnistu
( Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunardeildar Hrafnistu f Hafnarfirði.
Valur Sigurbjörnsson,
Þór Sigurbjörnsson, Þuríður Björnsdóttir,
Sigríður Hanna Sigurbjörnsd., Ottó Schopka,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kona Jónasar var Anna Jósafats-
dóttir, ættuð úr Skagafirði, hin
ágætasta kona. Börn þeirra eru:
Hreinn, tæknifræðingur, búsettur í
Reykjavík, Erla, talsímavörður, bú-
sett á Egilsstöðum, en yngstur er
Pétur Þór, sveitarstjóri í Eyjafjarð-
arsveit. Anna lést í ársbyrjun 1984
og eftir það bjó Jónas einn í húsi
sínu með góðri aðstoð Erlu, dóttur
sinnar.
Með komunni í Fellabæ hófst nýr
kapítuli í lífí Jónasar. Þar sinnti
hann ýmsum störfum, var m.a.
framkvæmdastjóri Verslunarfélags
Austurlands um árabil. Því starfí
sinnti Jónas af sömu trúmennsku
og öðrum, sem honum voru falin.
Mesta áhugamál hans var þó jafnan
viðhald byggðarinnar í landinu.
Hann tók mikinn þátt í byggða-
hreyfíngunni svokölluðu, sem hafði
að markmiði valddreifingu í þjóðfé-
laginu og mótaði ákveðnar tillögur
í því efni.
Þar var Jónas óþreytandi að
vekja til umhugsunar og dáða og
skrifaði fjölda greina í blöð og tíma-
rit um þau efni og önnur áhugamál
sín. Jónas var mikill aðdáandi þjóð-
skáldanna íslensku og vitnaði oft
til þeirra í skrifum sínum. Hann
hafði óbilandi trú á framtíð sveit-
anna og hinna dreifðu byggða ef
menn aðeins kynnu að stilla saman
krafta sína og snúa bökum saman
í vöm og sókn.
Orð Kristjáns forseta Eldjáms
um lífbeltin tvö vom honum töm á
tungu: Hið græna belti landsins og
hafið og fískimiðin umhverfís land-
ið. Þetta tvennt taldi Jónas að ætti
að vera grundvöllur atvinnuupp-
byggingar á komandi árum og
sóknar þjóðarinar til bættra lífs-
kjara. Slík rök munu ætíð verða í
gildi fyrir litla þjóð, sem verður að
búa að sínu. Lífbeltin tvö em og
verða tilverugrundvöllur þjóðarinn-
ar.
Ýmislegt í þjóðfélagsþróun síð-
ustu ára var Jónasi ekki að skapi,
hann var gagnrýninn á margt í
aðgerðum stjórnvalda, en einnig á
vaxandi peninga- og gróðahyggju,
sem víða örlar á í þjóðlífinu og
mælir flest á vogarskálum Mamm-
ons, jafnvel fullveldi og frelsi þjóð-
arinnar. Jónas var heill íslending-
ur, hann vildi byggja landið allt
og byggja á því, sem íslenskt er.
Hann vildi setja manngildið ofar
auðgildinu. Honum var ljóst, að
maðurinn lifir ekki á brauði einu
saman. Hann var trúmaður og
rækti vel kirkju sína, þess naut hún
á ýmsan hátt.
Síðast bar fundum okkar saman
í ársbyijun 1994 vegna láts föður
míns, en milli foreldra minna og
Jónasar var ætíð góður vinskapur,
sem entist til hinstu stundar. Heilsa
Jónasar var þá þannig, að hann
treysti sér ekki til að koma að jarð-
arförinni, en hringdi og bað mig
að koma við hjá sér, hvað ég og
gerði nokkmm dögum síðar. Áttum
við gott spjall, þar sem á góma bar
landsmálin og sitthvað fleira. Þrátt
fyrir lakari heilsu var áhuginn enn
hinn sami fyrir málefnum lands og
lýðs og baráttuþrekið óbilað.
Mér þykir gott að minnast þessa
samtals, nú þegar Jónas er allur.
Merkið stendur, þótt maðurinn falli.
Hans er gott að minnast sem hins
góða drengs og trausta vinar.
Ég og mitt fólk frá Droplaugar-
stöðum þökkum honum samfylgd-
ina um árin mörgu og vináttu, sem
aldrei bar skugga á. Samúðarkveðj-
ur em fluttar börnum hans, aldr-
aðri systur og öðmm skyldmennum.
Hvíli hann í Guðs friði.
Ólafur Þ. Hallgrímsson,
Mælifelli.
+
Þökkum af alhug hjálpsemi í veikindum og
samúð við fráfali móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu, systur og mágkonu,
HELGU ÓLAFDÓTTUR,
lllugagötu 75,
Vestmannaeyjum.
Ólafur R. Eggertsson, Málfríður D. Gunnarsdóttir,
Kristján G. Eggertsson, Guðný Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
STEFANÍU EIRÍKS KARELSDÓTTUR,
Hraunbæ 70,
Reykjavík.
Óskar Gunnar Sampsted,
Albert Óskarsson, Elísabet Stefanía Albertsdóttir,
Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson,
Bryndís Óskarsdóttir, Sigurbjörg G. Albertsdóttir.
+
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HERDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
er andaðist aðfaranótt 5. maí, fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. maí
kl. 15.00.
Guðmundur Pétursson,
Alda Guðmundsdóttir, Hartvig Ingólfsson,
Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfríður Árnadóttir,
Hildur Guðmundsdóttir, Dýri Guðmundsson,
Pétur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.