Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 41
I
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 41
BREF TIL BLAÐSINS
Þyrstir
ferðamenn
Frá Jóhannesi Bergsveinssyni:
ELÍN Pálmadóttir, blaðakona, rit-
ar í fastadálk sinn Gárurí Morgun-
blaðinu sunnudaginn 4. maí sl.
undir yfírskriftinni: „Dýr þorsti“.
Þar segir hún frá reynslu Breta
nokkurs, kvikmyndastjóra, sem
hér var á ferð nýlega. Þyrsti hann
á rölti um miðbæ Reykjavíkur,
pantaði sér bjórglas á knæpu og
varð furðu lostinn er hann var
rukkaður um fimm hundruð krón-
ur fyrir svaladrykkinn. Ég neita
því ekki að í augum Breta kann
þetta að virðast hátt verð fyrir
eina ölkrús, a.m.k. hætti Bretinn
við kaupin og sagði: „En svo að-
framkominn er ég ekki að ég
drekki eitt bjórglas fyrir fimm
pund.“ (Samkvæmt mínum út-
reikningi tæplega fjögur og hálft
pund, en látum það vera.) Svo
spurði hann: „Sá ég ekki í ein-
hveijum bæklingum að þið ætlið
að reyna að fá ferðamenn til Is-
lands?“
Elín hefur greinilega nokkrar
áhyggjur af því, að fæla kunni
einhverja frá að heimsækja land
og þjóð þegar kvikmyndagerðar-
maðurinn segir kunningjunum á
Bretlandi frá því, hve dýrt sé að
ganga sig þyrstan í henni Reykja-
vík.
Sjálfur lít ég þetta nokkuð öðr-
um augum.
Mér finnst í fyrsta lagi athyglis-
vert, að verðið á áfenginu skuli
hafa haft þau áhrif á tilvonandi
neytanda, að hann hætti við
drykkjuna. Það sýnir ljóslega
hversu verðlagning áfengis er
öflugt tæki til þess að stjóma
áfengisneyslu þjóðarinnar.
í öðru lagi finnst mér að ein-
hver hefði átt að upplýsa þennan
þyrsta ferðamenn og aðra um það,
að Reykjavík er borg sem nýtur
þeirrar sérstöðu, að úr kalda-
vatnskrönum hennar streymir eitt-
hvert hreinasta og besta vatn, sem
fáanlegt er í heiminum. Ofan á
kaupin er það kalt, svalandi og
þyrstir göngumenn geta drukkið
það frítt að vild.
Mér finnst í þriðja lagi að ekki
eigi að auglýsa Reykjavik sem
stað, þar sem ferðamenn koma til
þess að þamba ódýrt áfengi eða
til þess að horfa á heimamenn,
allra síst unglinga, drekka sig öl-
óða. Þvert á móti fínnst mér, að
við eigum að auglýsa ísland sem
land, þangað sem menn leita til
þess að anda að sér hreinu, heil-
næmu lofti, drekka hreint, ómeng-
að vatn, borða fjallalamb og fersk-
an físk og njóta fegurðar óspilltrar
náttúru. Það er enginn akkur í að
draga til landsins drykkjurúta,
fótboltabullur, umhverfísspilla,
eða aðra skaðvalda, jafnvel þótt
af þeim megi hafa einhveija aura.
Þetta er mín skoðun.
JÓHANNES
BERGSVEINSSON,
læknir,
Bárugötu 35, Reykjavík.
Kœru viðskiptavinir
Um leið og við bjóðum Evu
Ægisdóttur velkomna, viljum
við láta ykkur vita að hún hefur
hafið störf á stofunni okkar.
FAXAFENI 9
108 REYKJAVÍK
SÍMI 588 9299
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Leyndarmálið
í Kópavogi erum við að Ijúka byggingu hússins nr. 15 við Funalind sem er líltið einstakt
fjölbýlishús með 10 íbúðum Frágangur á þessu húsi er öðruvísi en þú átt að venjast í
slíkum húsum á islandi. Húsið er allt klætt að utan með áli. Gluggar eru sámsettir ál-
uy timburyluygar með 3löldu yleri. Viðhaldspeningarnir þinir lara því i utanlandslerðir
eða annað það sem þér hentar betur.
Aö innan er húsið allt hið vandaðasla. Sameign er opin, björt og skemmtileg. Allir
innveggir eru klæddir með tvöföldu gipsi og einangraðir með steinull. sem gefur mjög
góða hljóðeinangrun, enyin sprungumyndun og gipsið er dautt elni sem veldur ekki
ofnæmi.
Innréttingar og hurðir eru úr kirsuberjaviö og eru vönduð íslensk framleiðsla.
Séi þvottahús fylgir hverri íbiið. Baðherberyi er flísaiayt í hólf og gólf. Þar er einnig
að linna vandaöa haöinnréttingu, góð blundunartæki. já og konur athugið á baöinti er
vegg-hengt klósett sem auöveldar veruleya þrifin fyrir karliim. Skápar eru í öllum
herbergjum og í torstofu. Á gólfi verður vandað yeynheilt parket. íbúðirnar eru ríkulega
búnar sjónvarps-, síma- og rafmagnslenglum. Vöndtið eldunariæki lylgja i eldhúsi.
íbúðirnar eru stærii og rúinbetri en gengur og gerist. Stórar svalii fylgja ibúðunum á
efri hæðum og sér lóö fylgir íbúðum á jarðhæð.
Staðsetning er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Gott aðgengi er í allar
átlii og stutt í þjónustu, skóla og dagheimili.
Lóð verður fullfrágengin og hiti vetður i slétt. Þetta er eitt hús með öllu.
Hér þarf engu að bæta við eða framkvæma áötir en flutt er inn. Enginn lalinn
koslnaöur. Bara lyklarnir og flytja inn. En því miður eru þetta bara 8 íbúðir svo
það er betra að segja engum frá þessu, heldur drifa sig beint og festa sér eina af þessum
einstöku íbúðum.
afhjúpad
FUNALIND 15
Opid hús
Laugardag og sunnudag
frá kl. 13.00 -16.00
H
-GÆÐI
Suðurlandsbraut 16-108 Reykjavlk
SIMI 588 8787 - FAX 588 8780
# # I
Hú veráir aócsfá þelta fim!
Reykjavíkurvegi 60 - 220 Hafnarfirði
Sími 565-5522 - Fax 565-4744