Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ j 42 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 ráðgjöf • bókhald • skattaaðstoð • kaup og sala fyrirtækja =FYRIRTÆKI TIL SÖLU • Tískuvöruverslun í eigin húsnæði í Kringlunni. • Lítíð innflutningsfyrirtæki með föndurvörur o.fl. • Þekkt hugbúnaðarfyrirtæki með góð viðskiptasambönd. • matvælaframleiðsla hentugt til flutnings, pizzur o.fl. • Snyrtívöruverslun í verslunarkjama, góð kjör. • Ljósmyndavöruverslun, framköllun í miðbæ Rvík. • Þekkt og góð blóma- og gjafavöruverslun í austurbæ. • Lítil heildverslun með innfl. á vörum fyrir efiiaiðnað • Sérverslun með gjafavörur, eigin innflutningur. • Þekkt sólbaðstofa í Hafnarf. mjög góð tæki og innr. • Sölutum í Hafiiarf., matvara, ís, sælgætí og video. • ísbúð í Múlahverfi, góð tæki, gott verð. • Kaffihús v/Hlemmtorg. Góð tæki og áhöld. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Jagmennska íjyrirrúmi Síðumúla 31 • 108 Reykjavik • Sími 568 9299 • Fax 568 1945 •f FOSSVOGUR - NÝTT Nr. 8661. Vorum að fá í sölu gott endaraðhús á einni hæð, stærð 145 fm auk sólstofu og bílskúr. Bein sala eða skipti á 100-130 fm íbúð í Fossvogi, Gerðum eða Leitum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. ESPIGERÐI - LAUS Nr. 8113. 4ra herbergja 110 fm íbúð á 3. hæð í lyftu húsi. 3 svefnherbergi. Tvennar svalir, mikið útsýni. Áhv. 4,9 millj. Verð 9,6 millj. LAUS STRAX. AUSTURSTRÖND Nr. 8635. Mjög góð 3ja herbergja endaíb. á 5. hæð í lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Þvottahús á hæðinni. Stórar suður svalir. fbúð, hús og sameign í góðu ástandi. Verð 8,0 millj. LAUS STRAX. Ath. skipti á sérbýli möguleg. REYNIMELUR Nr. 8655. Góð 95 fm endaíbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli. 4 svefnherb. Nýstandsett baðherb. Parket á gólfum. Útsýni. Hús í góðu ástandi. Verð 8,2 millj. Kjöreign Ármúla 21, sími 533 4040, '~-ú Dan V.S. Wiium, hdl., lögg. fasteignasali. FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI S: 533 1313 Opið í dag kl. 12 -14. Höfum fengið nokkrar stórar eignir vel staðsettar til sölu- meðferðar. Fjársterkir aðilar koma aðeins til greina og aðeins eru gefnar upp- lýsingar á skrifsofu frónar. Vesturbær, tvær íbúðir. um er að ræða 3ja herbergja og aðra 2ja her- bergjaíbúð á sömu hæð, alls 150 fm. Hentugt fyrir samhent fólk. Áhv. 6 millj. Verð kr. 9,8 millj. 0413 Vesturbær 67 fm 2ja - 3ja herb. uppgerð og falleg íb. á 1. hæð í 6 íb. húsi. | Flísar á stofu, eldhús innrétting uppgerð o.fl. Áhvílandi 4 millj. hagstæð lán. 0443 | Við KR völlinn 56 fm ibúð á 1. hæð. j Hentar einstaklingi eða ungu pari. Parket § og ágætar innréttingar. Áhv. 3,2 millj. frá Húsnæðisst. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ættingja leitað ÉG HEF verið að rannsaka ættarsögu mína í nokkur ár en hef ekki getað rakið einn ættarlegginn. Frænka mín, Mildred Randall, var fædd í Poplar, London í kringum 1880/85 og gift- ist hún Einari Helgasyni, dagsetning ekki þekkt. Þau settust að á Hessle- svæðinu í Hull og áttu 3 böm, James, fæddur um 1912, Emily, fædd um 1914 og Joan, fædd um 1916. í Englandi hefði Helga- son verið ættamafn þeirra en í dag er enginn með því nafni lifandi í Hull og að- eins ein fjölskylda, óskyld, með þetta nafn í landinu. Ég geri mér grein fyrir því að eftir svo langan tíma getur verið erfitt að rekja ættina en ef lesendur blaðsins hefðu einhveijar upplýsingar eða tillögur um hvar helst skyldi leita, þætti mér vænt um að heyra frá þeim. Netfang mitt er stanndirect.co.uk - fax- númer mitt er +44 181 289 1849 og heimilisfangið er: Stanley R. Gooch 144 Anerly Road London SE20 8DL England. Nemendur Laugarvatns- skóla ’46-’48 NEMENDUR Laugar- vatnsskóla 1946, 1947 og 1948. Hvemig væri að hittast 28. júní í tilefni afmælis okkar? Sé áhugi fyrir hendi, hringið í Stein- gerði s. 567-3930, Ólaf s. 553-1490, Ólöfu s. 553- 6173 og Maríu 554- 1704. Miðbæjarskóla- mót 24. maí - nemendur fæddir 1944 NEMENDUR fæddir 1944, sem vom í Miðbæj- arskólanum og útskrifuð- ust fyrir 40 árnrn með gamla góða fullnaðarpróf- ið, ætla sér að hittast laug- ardaginn 24. maí 1997. í fréttabréfi sem sent var nemendum misritaðist því miður símanúmer Lísu Thomsen. Því birtum við hér nöfn okkar og síma- númer og hvetjum ykkur, kæm skölasystkin, til að tilkynna þátttöku ykkar ekki síðar en 12. maí. Lísa Thomsen, s. 482-2670, Birgir Blöndal, s. 557-3577, Elísabet Páls- dóttir, 567-2236, Helga Stephensen, s. 552-9044, Kolbrún Eiríksd., s. 552-0849, Nína Guð- laugsd., s. 553-6308 og Sesselja Magnúsdóttir, 557-2049. Tapað/fundið Smábarnapeysa týndist SMÁBARNAPEYSA, gul og hvít, týndist á Lauga- vegi eða í miðbæ 25. apríl sl. Peysan hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- andann. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í Bryn- hildi, sími 581-1289, fund- arlaun. Gullhringur fannst GULLHRINGUR fannst fýrir utan JL-húsið. Uppl. í síma 551-8457. Myndavél tapaðist við Víkartind MYNDAVÉL tapaðist við Víkartind eða varð eftir í Toyota-jeppa sem feijaði okkur tvo félaga niður að Víkartindi sl. fimmtudag. Ef einhver hefur orðið var við myndavélina, vinsam- legast hafið samband í síma 554-2788. Dýrahald Týndur kisi á Hvaleyrarholti KONNI, 5 ára geltur högni, hvarf að heiman frá Háholti, Hvaleyrarholti, Hafnarfirði, miðvikudag- inn 7. maí. Hann er svart- ur með hvíta bringu, kvið og hvítur á fótum. Hann er með eyrnamerki R3 H069 og hálsól með fugla- fælu og merkispjaldi með símanúmeri 555-3480. Vinsamlegast svipist um m.a. í bílskúrum, geymsl- um og þvottahúsum á Hvaleyrarholtinu. Konni var nýfluttur í Hafnarfjörð og hefur líklega tapað átt- um. Vinsamlega látið vita ef kisi finnst í síma 555-3480 gegn góðum fundarlaunum. Kettlingur fæst gefins 8 VIKNA læða fæst gef- ins. Hún er kassavön. Uppl. í síma 897-1209. Fallegir kettlingar fást gefins EINSTAKLEGA fallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 587-6087. Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfa- skriftum og tónlist en hún leikur á píanó: Takako Yonezawa, 3 Minami Ogiyama, Furano-shi, Hokkaidou, 076 Japan. ÞÝSKUR frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Helmuth Rosteck, HailstSdter Weg 16, D-90425 Niirnberg, Germany. TUTTUGU og eins árs finnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Marika Lehto, Kivel&ntie 13, 16200 Artjárvi, Finland. TUTTUGU og átta ára jap- önsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvikmyndum og bréfaskriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake, Kawaguchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. SAUTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum og tungumál- um. Hún nemur nú ensku og frönsku og hyggst bæta spænsku, þýsku og tákn- máli við síðar: Sofia Edgar, VSttlösa Skogsbo, 53391 Götene, Sweden. Víkveiji skrifar... AÍMÁNUÐUR er hliðið að sumrinu. Hann skartar oft heiðum bláhimni, þótt hitastigið sé á stundum lágt. Og sárkaldir hafa dagarnir verið undanfarið. Meðalhiti maímánaðar á tíu ára tímabili, 1986 til 1996, var samt sem áður 6,4 gr. C í Reykjavík, samkvæmt Almanaki Háskólans 1997, sem geymir margan fróðleik- inn og er raunar ómissandi upp- flettirit á heimilum landsmanna. Meðalhitinn á Akureyri var litlu lægri, eða 6,0 gr. C. Meðalhiti heitustu mánaðanna, júní, júlí og ágúst, þessi tíu ár var sem hér segir: 1) Reykjavík: 8,8 gr. C, 10,9 gr. C og 10,4 gr. C. 2) Akureyri: 9,5 gr. C, 10,8 gr. C og 10,5 gr. C. Það var mjótt á munum milli höfuðbyggða sunnan og norðan heiða. Sólarstundir í höf- uðborginni eru flestar að meðaltali á sólarhring í maímánuði, 5,9, en í júnímánuði á Akureyri 6,3. Meðalhiti áranna, sem fyrr voru nefnd, var 4,3 gr. C í Reykjavík og 3,6 gr. C á Akureyri. Það er eins gott að eiga jarðhitann vísan í landi sem okkar. Og sól í sinni. Og jákvætt viðhorf til lífsins og til- verunnar. XXX MESTUR hiti sem mælst hefur á íslandi við staðalaðstæður er 30,5 gr. C, mælt á Teigarhorni 22. júní 1939. Mestur hiti í Reykja- vík mældist 9. júlí 1976, 24,3 gr. C. Gott væri að fá þó ekki væri nema eina viku af slíkum dögum, mættu vera tvær, og þá helzt í sumarfríinu! Kuldaboli á einnig sín íslands- met. Mestur kuldi mældist á Gríms- stöðum og Möðrudal 22. janúar frostaveturinn 1918, mínus 38 gr. C. Daginn áður mældist mestur kuldi í Reykjavík, mínus 24,5 gr. C. Nöturlegt hlýtur að vera að ganga um götur, að ekki sé nú tal- að um vegleysur, í 25 stiga gaddi, ef norðan garri fylgir með í kaup- bæti. Vindurinn magnar kuldann. í Almanaki Háskólans 1997 segir: „Við mínus 5 gr. C og 6 vindstig svarar vindkælingin til 13 gr. hita- stigslækkunar, þ.e. kælingin er svipuð og við mínus 18 gr. C í logni.“ Það er létt verk að selja sólar- landaferðir í slíku veðurfari. XXX YÍKVERJA rak í rogastans þeg- ar hann gluggaði í Alþingis- tíðindi á dögunum. Hann varð furðu lostinn við lestur framsögu dóms- málaráðherra fyrir skýrslu um or- sakir, umfang og afleiðingar heimil- isofbeldis hér á landi. Ráðherrann sagði m.a.: „í þriðja lagi kemur fram að 1,3% kvenna og 0,8% karla hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum maka á sl. 12 mánuðum. Um 54% af þeim konum, sem hafa verið beittar of- beldi hafa verið beittar grófu of- beldi á móti 38% af körlunum... í fjórða lagi kemur fram að samtals hafa á bilinu 1.000 til 1.100 konur mátt þola ofbeldi af hendi núver- andi eða fýrrverandi eigin- eða sam- býlismanns á síðast ári. Af þeim hafa um 750 konur mátt þola of- beldi oftar en einu sinni...“! Það er óhugnanlegt að heimilisof- beldi af þessari stærðargráðu skuli vera til staðar i íslenzku samfélagi. Það þarf að fara vendilega ofan í saumana á þessu vandamáli. xxx JÖLMENNUR hópur starfar á sjúkrahúsum, öldrunarstofn- unum og heilsugæzlustöðvum landsins - eða 8.370 manns. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir skemmstu. Þó eru undanskildar stjórnsýslu- og eftir- litsstofnanir, svo sem Trygginga- stofnun ríkisins, Geislavarnir ríkis- ins og Landlæknisembættið. Heilbrigðiskerfíð skilar og góðum árangri. Arðsemi þess kemur fram í betri líðan fólks, lengri starfsævi og verulega minni fjarvistum frá vinnu. Það á trúlega eftir að vaxa enn, enda fjölgar þjóðinni samhliða því að meðalævin lengist. Þörfin fyrir öldrunarþjónustu vex því stöð- ugt. Þetta er sama þróun og í öðrum velmegunarríkjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.