Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 43
BRIPS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
GABRIEL Chagas, Bras-
ilíumaðurinn knái, sat í
vestur og átti út gegn sex
tíglum. Þetta var í janúar
síðastliðnum, í Mcallan-
mótinu í London. Félagi
Chagas var Zia Mahmood,
en mótherjamir Seymon
Deutsch og Michael Rosen-
berg:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ 832
▼ D103
♦ DG3
♦ ÁKDG
Vestur
♦ 1064
V Á4
♦ 72
♦ 1098764
Austur
♦ G975
V KG985
♦ 98
♦ 32
Suður
♦ ÁKD
▼ 762
♦ ÁK10654
♦ 5
Véstur Norður Austur Suður
Chagas Rosenberg Zia Deutsch
- - Pass 1 tígull
Pass 2 grönd * Pass 3 tígiar
Pass 3 työrtu ** Dobl Pass
Pass 3 grönd Pass 4 grönd
Pass 6 tíglar Allir pass
* 13-15 punktar.
** Styrkur í hjarta.
Einfaldar sálir leggja nið-
ur hjartaás í byijun, enda
hefur makker lýst yfir styrk
í hjarta. Þá fer slemman tvo
niður. Stóttugir spilarar
koma út undan hjartaásn-
um, þar sem ekki er útilok-
að að blindur komi upp með
KG. Þá fer slemman einn
niður. En hvað gera menn
eins og Chagas? Hann kom
út með spaða (!?) og
Deutsch fékk alla slagina.
Hvers vegna í ósköpun-
um spilaði Chagas ekki út
hjarta? Svarið er tvíþætt: í
fýrsta lagi treysti hann
mótherjunum til að eiga
fyrirstöðu í litnum. Rosen-
berg á hrós skilið fyrir
stökkið í slemmuna með
óvarinn hjartalit. Hann ótt-
aðist að geimið færi niður
með hjarta út (sem er rétt,
því hjartaútspil drepur bæði
þijú grönd og fimm tígla)
og taldi meiri líkur á að
sleppa við hjartaútspil ef
hann færi galvaskur í
slemmu! Hárrétt reiknað!
Hin ástæðan (og sú
veigameiri) fyrir útspili
Chagas var sú staðreynd
að Zia Mahmood sat í aust-
ur. Zia er kunnur fyrir
„pókerdobl" á ekki neitt í
þeim tilgangi að þyrla upp
moldviðri. í setunni á undan
hafði hann farið illa með
leikarann og vin sinn Omar
Sharif, þegar hann doblaði
fyrirstöðusögn með þijá
hunda og plataði Sharif þar
með niður á borðleggjandi
slemmu. Við sjáum það spil
á þriðjudaginn.
Með morgunkaffinu
Ást er...
þegar kvöldmatur er
næstum tilbúinn þegar
þú kemurheim.
TM Reg. U.S. Pal OH. — al right* r*««cv»d
(c) 1997 Los AngMt Tlmos Syndicata
? f
HÖGNIHREKKVÍSI
SKÁK
Umsjón Margelr
Pétursson
HVÍTUR leikur og
Staðan kom upp á opnu
móti í Mar del Plata í Arg-
entínu í vor. Heimamaður-
inn Pablo Zarnicki (2.560)
hafði hvítt og átti leik, en
Hennan Van Riemsdijk
(2.395), Brasilíu, var með
svart.
20. Bxg6! - hxg6 21. De4
(með tvöfaldri hót-
una, á a8 og g6)
21. - Kg7 (Eða 21.
- Ha6 22. Dxg6+
- Kh8 23. Hfdl!
Og nú á svartur
ekkert betra en 23.
- Rf6 24. exf6 -
Bxf6 25. Dh5+ -
Kg8 26. Hd3 með
vinningsstöðu á
hvítt) 22. Dxa8 -
Bb7 23. Da5 -
Dc6 24. Dd2 -
Hf5 25. Hxf5 -
exf5 26. Ra5 og
svartur gafst upp.
Hraðmót Hellis
mánudagskvöld kl. 20 í
Hellisheimilinu í Mjódd í
Breiðholti.
vinnur
ORÐABÓKIN
Að lúta í gras
FYRIR nokkrum árum
var minnzt á það við
mig, að þeir, sem fjöll-
uðu um íþróttir, ekki sízt
knattspyrnu, notuðu á
stundum ofangreint
orðasamband um það lið,
sem tapaði leik. Þetta
varð til þess, að ég helg-
aði einn pistil minn þessu
efni. Ekki alls fyrir löngu
heyrði ég svo kunnan
fréttaritara RÚV taka
svo til orða, að þekkt
erlent lið hefði orðið að
lúta ígras fyrir öðru liði.
Þetta gefur tilefni til að
víkja enn einu sinni að
þessu orðafari og þá ekki
sízt í von um, að þeir,
sem grípa til þessa orða-
smbands og þá vafalaust
til þess eins að auka fjöl-
breytni málsins, athugi,
hvað í þessu orðalagi
felst raunverulega. Hér
geta einmitt leynzt ýms-
ir pyttir, sem auðvelt er
að detta ofan í, ef ekki
er gætt fyllstu varkárni.
Vafalítið er hér ruglað
saman tveimur orðtök-
um og - öðru þeirra
raunar brenglað - á
þann hátt, að úr verður
allt annað en menn vildu
sagt hafa. Talað er um
að lúta í lægra haldi,
þegar e-r bíður lægri
hlut eða tapar t. d. leik.
Hins vegar er alþekkt í
fornu máli orðasam-
bandið að hníga í gras,
sem er í upphafi komið
úr bardagamáli og merk-
ir beinlínis að falla eða
deyja í orustu, sbr. hnfga
að velli, hníga í valinn.
Sá, sem talar um að lúta
í gras, áttar sig auðsæi-
lega ekki á, hvað felst
raunverulega í þessu
orðasambandi.
- J.A.J.
STJÖRNUSPÁ
eltlr Franees Drake
NAUT
Afmælisbam dagsins:
Þú hefurgóða stjómunarhæö-
leika, en átt betra með að
vinna einn en með öðmm. Þú
ert þrjóskur og ættir ekki að
láta smámái íþyngja þér.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Nýtt verkefni lofar góðu og
þú skalt forðast að lenda í
rimmu við afbrýðisaman
starfsfélaga. Mundu að reiðin
gerir engum gott.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér lfður best ef þú færð að
sökkva þér niður f hugmyndir
þfnar en þarft að hafa stjóm
á ráðríki þínu. Leggðu
áherslu á heilbrigt líf.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Þú ert hugsjónamaður og
þarft að legggja þig fram um
að vera hagsýnn í viðskiptum.
Láttu ekki smámál heima
fyrir ergja þig.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlf)
Þú ert stór f anda og hugsun.
Hugsaðu vel um að ofgera
þér ekki og reyndu að byggja
upp hraustan líkama.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú þarft að sýna meiri sjálfs-
aga til að halda einbeitni í
starfi og mæta á réttum tfma.
Það gefur þér meira að vera
heima f kvöld, en að fara út á
lffið.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Einhver afbrýðisamur verður
á vegi þfnum og þetta er ekki
rétti tíminn til að mynda sam-
bönd. Haltu þér í fjarlægð
um stund og fylgdu þínum
eigin ráðum.
vög
(23. sept. - 22. október) 5
Leggðu áherslu á það fyrri
part dags, að létta undir með
fjölskyldumeðlimum, eink-
anlega þeim eldri. Eftir það
skaltu gera eitthvað fyrir
sjálfan þig.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Almennt er nú góður tfmi til
að sýna sig og sjá aðra. Ein-
hvers staðar átt þú leyndan
aðdáanda.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú þarft að vinna á móti allri
truflun núna, svo þú getir
klárað verkefni þitt. Ef þú
beitir þig aga muntu upp-
skera í betri afkomu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Velgengni örvar þig til dáða.
Flýttu þér ekki svo, að þú
megir ekki vera að því að
hlusta á góð ráð og kanna
alla möguleika.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Fólk notar ýmis ráð til að fá
þig til að skipta um skoðun.
Þú lætur það ekki hafa áhrif
á þig, en finnst það þreyt-
andi. Vertu bara þolinmóður.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) Sít
Nú skaltu gera hlé á félags-
starfi, sem hefur tekið sinn
toll, og vera einn með sjálfum
þér um tíma. Hvfldu þig og
farðu snemma f háttinn.
Stjömuspána á að iesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum gmnni
vísindalegra staðreynda.
í allt sumar bjóðum við
konum að koma á 3j a vikna
aðhaldsnámskeið hjá okkur.
Þetta eru lokuð námskeið 5
tímar í viku og gefa konum
gott tækifæri til að megra sig
og styrkj a án þess að vera bundin við löng æfingakerfi.
Fyrsta námskeiðið hefst 20. maí
Innritun er hafin á þessi námskeið!
Núna bjóðum við nýja kraftmikla
súpertíma fyrir vanar konur.
Stanslaus keyrsla og fjör í
tvöföldum erfiðistímum.
Fyrstanámskeiðið hefet 2. júní
Innritun er hafin á þessi
námskeið
ATH: A ðeinsfyrír vanar!
Frjálsa áskriftakerfið okkar
gerið þér kleift að mæta
h venær sem þér hentar og æfa
þig undir leiðsögn lærðra
kennara. Tímamir eru frá
morgni til kvölds.
Bamapössun fyrir hádegi.
Þú nœrð árangrí hjá okkur!