Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 52

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 52
52 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LRi rl AÐ HUGA AÐ FRAMHALDS i £ n MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP SUNIMUDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►22.30 Ekki liggja fyr- ir umsagnir um spænsku bíómyndina Taldir dagar (Dias contados, 1994) en hún mun hafa hlotið verðlaun fyrir iýsingu sína á „samskiptum ungs fólks í borgarsamfélagi nútím- ans“, eins og segir í dagskrárkynn- ingu. Leikstjórinn heitir Imanol Liribe og aðalhlutverk eru leikin af Carmelo Gómez og Javier Bardem. Stöð 2 ^21.30 Tveggja hluta sjón- varpsmynd um Jane Tennyson lög- reglukonu og glímu hennar við eigin samstarfsmenn jafnt sem glæpa- menn er fagnaðarefni og vonandi MIRREN var útnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í „The Madness of King George“. ISLEIVSKAR KOMRI PLAYBOY Hið heimsþekkta tímarit Playboy óskar eftir íslenskum ljósmyndafyrirsætum vegna myndaþáttar sem tímaritið hefur ákveðið að gera á íslandi í lok júlí næstkomandi. Áhugasamar stúlkur eru beðnar um að senda umsóknir er greini frá nafni, aldri (lágmark 18 ára), heimili og símanúmeri, og ljósrit af nafnskírteini ásamt tveimur myndum, annarri andlitsmynd og hinni í bikinibaðfötum til: Auglýsingadeildar Morgunblaðsins merktar: Fyrirsætur 321, fyrir 21. maí næstkomandi. Haft verður samband við alla umsækjendur og myndum skilað. Myndir af flestum heimsins þekktustu fyrirsætum hafa birst í tímaritinu eins og sjá má í maíhefti blaðsins sem fæst í bókaverslunum. bregst hún ekki vonum eins og Crackergerði í sinni Hong Kongreisu nýlega. í Djöfull í mannsmynd (Prime Suspect, 1996) er Tennyson við skyldustörf í Manchester. Helen Mirren leikur hana jafn vel og áður. Leikstjóri Phil Davis. Stöð 2 ►OO .35 Símaat er unglinga- gaman sem ætti ekki höfða til eldri en fjórtán ára en aðalpersónurnar í Aulabárðum (The Jerky Boys, 1995) hafa ekki vaxið upp úr því og standa undir íslenska titlinum. Þeir hefðu betur látið ógert að gera símaat í glæponinum Alan Arkin, sem hefði betur látið ógert að leika í þessari leiðindaþvælu. Eldri en fjórtán ára létu betur ógert að horfa á hana. 'h Sýn ►22.55 Á föstudagskvöldið sáum við stílfærða glæpamynd Co- enbræðra Miller’s Crossing. I kvöld býðst hins vegar mun betur heppnuð afurð þeirra bræðra, hin geggjaða gamanmynd Arizona yngri (Raising Arizona, 1987) um óviðjafnanlegt barnsrán. Nicolas Cage, Holly Hunt- er og John Goodman fara á kostum. ★ ★ ★ 'h Árni Þórarinsson Helen Mirren tekst á við djöfia HELEN Mirren snýr aftur á skjáinn í hlut- verki rannsóknarlög- reglukonunnar Jane Tennison í nýjasta myndaflokknum af djöfli í mannsmynd („Prime Suspect 5“) á Stöð 2 sunnudaginn 11. maí og mánudaginn 12. maí. Þetta er fimmta innleggið í sögunni um Tennison og baráttu hennar við morðingja og önnur fúlmenni á Englandi. Fyrsti myndaflokkur- inn í seríunni var sýndur árið 1990. Hann vakti strax athygli vegna karakters Tennisons og túlk- unar Helen Mirren. Tennison þótti heilsteyptari og flóknari kvenpersóna en oft á tíðum er boðið upp á í sjón- varpsþáttum. Það voru ekki bara gagnrýnendurnir sem voru hrifnir heldur einnig áhorfendur. Svarið við viðbrögðum áhorfenda var fleiri myndaflokkar um lögreglukonuna árið 1992, 1993, og 1995. „Prime Suspect 5“, sem Stöð 2 sýnir um helgina, var siðan gerður í fyrra. Helen Mirren, sem er þekkt íyrir að leika konur sem eru vel gefnar og kynþokkafullar, hóf feril sinn árið 1965, þá 18 ára gömul. Hún fór með hlutverk Kleópötru í Shakespeare- stykkinu „Anthony and Cleopatra" í uppsetningu í Old Vic-leikhúsinu. Næstu árin var Mirren leikkona hjá The Royal Shakespeare Company og fór með mörg helstu kvenhlutverkin sem Shakespeare skrif- aði. í byijun áttunda áratugarins var hún í læri hjá Peter Brook og lék í mörgum klassísk- um leikhúsverkum. Helen Mirren lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1968. Það var kvik- myndaútgáfa Peters Halls á „Midsummer Night’s Dream“. Síðan þá hefur hún leikið í ljöl- mörgum kvikmyndum, má þar nefna: „Calig- ula“ (1979), „The Long Good Friday" (1980), „Cal“ (1984), „The Mosquito Coast“ (1986), „The Cook, the Thief, his Wife and her Lover“ (1989), „Where Angels Fear to Tre- ad“ (1991), og „The Madness of King George" (1994). Mirren vann Cannes-verðlaun sem besta leikkona fyrir hlutverk sitt í „Cal“ árið 1984, og fyrir hlutverk drottningarinnar í „The Madness of King George" var hún útnefnd til Óskarsverðlauna. Árið 1995 hlaut hún Emmy-verðlaun fyrir frammi- stöðu sína i „Prime Suspect 4“ en hún hefur einnig hlotið bresku BAFTA-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndaflokknum. Síðustu tvö árin hefur Mirren leikið í þremur kvikmyndum, auk vinnunnar við nýjasta „Prime Suspect" myndaflokkinn, og er ein þeirra „Some Mother’s Son“ vænt- anleg í kvikmyndahús hér á landi bráðlega. HELEN Mirren CANNES FILM FESTIVAL CANNES 1996 Ridicule HÁSKÓLABÍÓ - GOTT BÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.