Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 56
'ay c *í*í ViJXc /v iyxai-c / T MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SÍMI569 1100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGÚR 11. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK • Þorsteinn Pálsson sjávanítvegsráðherra Vonandi ekki hótanir Morgunblaðið/RAX ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir það ekki koma á óvart þótt Marshall P. Adair, vara aðstoðarutanríkisráðhen-a Bandaríkjanna, hvetji íslendinga til að hefja ekki hvalveiðar að nýju, en hann segist vona að það beri ekki að taka orð hans sem hótanir af hálfu bandarísku ríkisstjórnar- innar. Adair sagði í samtali við Morg- unblaðið að bandarísk stjómvöld teldu að það þjónaði ekki hagsmun- um íslands að hefja hvalveiðar að nýju. „Það er kalt mat mitt að ákvörðun um að hefja hvalveiðar gæti haft áhrif á afstöðu annarra ríkja og þjóða til Islands, a.m.k. til skamms tíma. Það gæti skipt sköp- um fyrir viðskiptahagsmuni þjóð- arinnar,“ sagði Adair m.a. í Morg- unblaðinu í gær. „Neikvæð afstaða bandarískra stjómvalda kemur ekki á óvart. Hún hefur alltaf legið fyrir. Ég vona hins vegar að það eigi ekki að skilja þetta sem hótanir af hálfu bandarísku ríkisstjórnarinnar," sagði Þorsteinn. Ræðum málið við Bandaríkj astj órn Þorsteinn sagði að það hefði alla tíð legið ljóst fyrir að það yrði mik- ið verk fyrir íslensk stjórnvöld að Smíðað í sólinni ÞEGAR sumarið kemur verð- ur öll útivinna skemmtilegri en áður og þeir sem vinna skrifstofuvinnu fara að öfunda starfsstéttir eins og smiði af því að fá að njóta góða veð- ursins. Eins og sjá má lék bros um varir þessa kappsama smiðs þar sem hann var að ljúka mótauppslætti vestur á Granda í Reykjavík. Erfiðar aðstæður við Æsu * Lík annars skipverjans komið um borð í Oðin BRESKIR kafarar fluttu lík skip- stjórans á Æsu, sem fannst í flak- inu síðdegis á föstudag, um borð í varðskipið Óðin í gær. Lík hins skipverjans sem fórst var ekki fundið á hádegi. Þórólfur Halldórsson, sýslumað- ur á Patreksfirði, segir að líkið hafi verið flutt upp í böi-um og búið að koma því fyrir í varðskipinu. Kaf- arar fundu líkið síðdegis á föstu- dag. Þeir gengu frá því og undirbjuggu fyrir flutning upp á yfirborð. Tveir fulltrúar frá ID-nefnd eru um borð og telja menn sig vita um hvom skipverjanna sé að ræða, að sögn Þórólfs, þótt ekki hafi verið gengið úr skugga um það formlega. Sýslumaður segir ekki útséð um hvort hitt líkið sé um borð, erfitt sé að athafna sig við flakið vegna myrkurs og minnsta hreyfing þyrli upp leir. sannfæra nágrannaþjóðir okkar um réttmæti þess að hefja hval- veiðar að nýju. „Þess vegna hafa menn núna ákveðið að taka eitt skref í einu í þessu máli og vanda til alls undirbúnings." Þorsteinn sagði að nokkuð væri um liðið frá því íslensk stjórnvöld ræddu hvalamálið við bandaríska ráðherra. Það yrði væntanlega gert fyrr en seinna í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar. „Innan Evrópusambandsins hef- ur einnig verið neikvæð afstaða til hvalveiða, en Bandaríkin eru eina þjóðin sem hefur látið í það skína að þeir myndu beita aðrar þjóðir viðskiptaþvingunum, jafnvel gegn alþjóðlegum skuldbindingum sín- um á því sviði. Að því leyti hafa þeir gengið lengra en aðrar þjóð- ir,“ sagði Þorsteinn. Ættingjar hinna látnu komu til Bfldudals í gær og munu dvelja í safnaðarheimilinu. Til stendur að þeir fái að bera kistuna frá borði en ekki var búið að ákveða hvenær af því yrði um hádegi í gær, að sögn Þórólfs. Fimm fulltrúar lög- reglu eru um borð og verða þeir áfram þar til búið er að ganga úr skugga um hvort lík hins skipverj- ans sé í flakinu. Stóð til að kafa aft- ur niður síðdegis í gær. Lífeyrisfrumvarpið Niðurstaða fæst í kvöld STJÓRNARFLOKKARNIR taka afstöðu til þess í kvöld, sunnudagskvöld, hvort af- greiðslu lífeyrisfrumvarps rík- isstjórnarinnar verði frestað til hausts, eins og forsvarsmenn ASÍ og VSÍ hafa óskað eftir. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ræddi málið á sameig- inlegum fundi með miðstjórn flokksins í Löngumýrarskóla í Skagafirði í gær. Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði við Morgunblaðið að málið hefði ýmsar hliðar. „Það er auðvitað æskilegt að ná sáttum um málið og gefa þessum félögum tækifæri til þess að kynna sínum aðilum þessar hugmyndir, sem ræddar hafa verið. A hinn bóginn er einnig afar æskilegt að ganga frá málinu af ýmsum ástæð- um,“ sagði Davíð. Útflutningshópur Félags íslenskra stórkaupmanna um afnám línutvöföldunar Stjómvöld hafa afhent frystitogumm veiðiréttinn Vestfírðir * Viðræður hafnar VIÐRÆÐUR milli samninganefnda Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum hófust á ísafirði í gær eftir nokkurt hlé. ASV lagði fram nýtt tilboð í gær, sem gerði ráð fyrir að 100 þúsund kr. lágmarkslaunum yrði náð á lengri tíma en áður. Geir Gunnars- son vararíkissáttasemjari sagði að vinnuveitendur hefðu tekið tilboð- inu fálega, en menn myndu engu að síður halda viðræðum áfram og kanna á ný hvort einhver möguleiki væri á samningum. Engin leið væri að segja fyrir um hvað það tæki langan tíma. Deilan væri í erfiðum hnút og hann vonaðist eftir að menn myndu leggja sig fram um að finna lausn á henni. „BYGGÐARLOG á landsbyggðinni, sem eiga mest undir línuveiðum og landvinnslu, hafa minni fisk með til- heyrandi atvinnuleysi og fólksflótta. A sama tíma er stanslaus aukning í kvótaeign frystitogara, sem hafa ver- ið að kaupa upp þær veiðiheimildir, sem línubátar fengu í skiptum fyrir afnám línutvöföldunar.“ Þetta er m.a. niðurstaða útflutn- ingshóps Félags íslenskra stórkaup- manna sem kynnti á blaðamanna- fundi í gær þær afleiðingar, sem af- nám línutvöföldunar á síðasta ári hef- ur haft í för með sér. Þar kom fram að línuafli á tímabilinu frá nóvember til febrúar hafi aðeins verið innan við helmingiu- þess sem hann var á sama tímabili í fyrra. Innan vébanda út- flutningshóps FÍS eru öll sjávarút- flutningsfyrirtæki landsins að undan- skildum sölusamtökunum SH, IS og SÍF. Sveltir saltfiskmarkaðir í áliti hópsins segir að verðmæt- ustu saltfiskmarkaðir íslendinga á Spáni, Italíu og Grikklandi, sem vilja eingöngu „krókaveiddan fisk“ vegna hvítleika og gæða fisksins, séu nú sveltir af íslenskum fiski og hafi orð- ið að leita sér að krókafiski frá Færeyjum og Noregi, þar sem eng- ar hömlur séu á veiðum smábáta á króka. íslendingar séu þar af leið- andi að missa þessa markaði vegna pólitískrar veiðistjórnunai-. Ennfremur segir: „Landvinnslan sem og fiskvinnslufólk virðist engan rétt hafa. Núverandi sjávarútvegs- nefnd Alþingis undir stjórn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur fært frystitogurum og kvóta- eigendum réttinn til veiða. Þessi þróun hefur verið á kostnað bátaflotans sem árum saman hefur þjónað landvinnslunni. Þetta hefur verið gert með aukinni virkni kvóta- kerfisins á kostnað landvinnslunnar svo sem með afnámi frjálsra veiða smábáta með krókum, úreldingu smábátaflotans og afnámi línu- tvöföldunar. Við nýjar kvótaúthlutanir, svo sem á síld og úthafskarfa, hafa fi'ystitog- arar og nótaskip alfarið fengið þann kvóta, en smærri bolfiskskip ekkert. Og til viðbótar úthlutun á þorskkvóta hafa sömu skip fengið fullan hlut. Eðlilegra væri að smærri bolfiskskip, sem veiða fyrh' landvinnsluna, fengju alla viðbótarúthlutunina á bolfiski. Það myndi tryggja best uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.