Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 15 HÚSIÐ & GARÐURINN Morgunblaðið/Steinn Kárason KRISTÍN Arnardóttir ræktar gómsætar sítrónur í garðskála. BANANAPLANTA í gróðurskála Garðyrkjuskóla ríkisins. MANDARÍNUR lifa góðu lífi í garðskála Garðyrkjuskólans. Ávaxtarækt er lítið mál VARLA finnst sá gróðurskáli sem ekki er verið að rækta ávexti [ að sögn Steins Kárasonar garðyrkju- fræðings. „Velflestir sem ég þekki eru að spreyta sig á vínberjum, eplum og perum, sem vel er hægt að borða,“ segir hann. Þá eru margir með plómur og kirsuber. Ekki er þörf á upphituðum skálum að hans sögn. „Epla-, perutré og vínviður þurfa helst fara niður undir frostmark og mega mjög gjarnan frjósa við vægt frost í skamman tíma. Það ganga frost í vínhéruðum Frakklands og Þýskalands, svo dæmi séu tekin.“ Steinn segir líka hægt að rækta mandarínur og sítrónur og hefur aldréi smakkað Ijúffengari sítróntir en þær sem vaxa ( litlum garðskála í Hlíðunum. „En ég verð nú að játa að fagmaður hefur farið höndum um þær, hvað klippingu áhrærir. Það er erfitt að lýsa í stuttu máli svo vel sé hvernig á að klippa ávaxtatré. Til eru ákveðnar grunnreglur og þegar viðkomandi garðyrkjumaður hefur tileinkað sér þær getur hann skapað sér sinn eigin stíl sem ieikinn er eftir aðstæðum og tegundum á hverj- um stað.“ Margir taka ávaxtakjarna setja í mold og halda að þar með sé björninn unninn. „Það er engum erfiðleikum bundið að fá upp plöntu en ávaxtatré hafa í gegnum aldirnar verið kynbætt þannig að epli og perur sem við erum með í höndunum eru oftast geldir ein- staklingar. Æxlunin er komin í öngstræti. Því er skynsamlegast að leita upplýsinga í garðplöntu- stöðvunum sem eru með perur, epli og kíví sem talin eru henta hér. Þá eru þetta yfirleitt teinungar sem settir eru niður.“ Margir rækta í stórum stömpum í gróðurskála sem Steinn segir allt í lagi út af fyrir sig. „En þess þarf að gæta að moldin þorni ekki, sem gildir sérstaklega um plöntur sem blómstra, það er eplin og perurnar. Þær mega alls ekki þorna yfir blómgunartímann því þá er hætt við að blómin falli af. Einnig þarf að koma í veg fyrir hitasveiflur." Má ekki þorna Steinn segir mismunandi hvenær blómgunartíminn er. „Það fer eftir stærð skálanna, hitastigi og hvernig þeir liggja við sól, en sumarið inni í þessum skálum er yfirleitt tveimur mánuðum á un- dan vorinu fyrir utan. Vínviður fer til dæmis að bæra á sér í febrúar og mars.“ Steinn segir líka sjálfsagt að snyrta plönturnar yfir vaxtar- tímann, til dæmis vínberjaklasana. „Ef þeir eru þéttir verður að grisja þá. Fólk þarf ekki að vera hrætt við að klippa plöntumar til yfir sumartímann ef þær ætla að verða of umfangsmiklar. Einnig þarf að gæta þess að jafnvægi sé milli kynlauss vaxtar og þess sem aldinin koma á. Blómgunin er þvinguð fram með réttri klipp- ingu.“ Ávaxtaplönturnar þurfa alhliða næringu, þangvökva eða þörungamjöl. „Þangvökvi inni- heldur öll næringarefni sem plönt- ur þarfnast. Hann er hrein nátt- úruafurð og gefur auk þess heil- brigði og meira og betra bragð. Flestir nota tilbúinn áburð með. Blákorn hentar til dæmis ágæt- lega og svo má nota fiski- eða loðnumjöl sem er þrifalegra en hrossatað og mykja og skilar svipuðum árangri," segir Steinn. Ef plönturnar eru í kerum eða stórnm blómapottum verður að gæta þess að aldrei þorni í sem þýðir mikla umönnun. „En ef sett er niður beint í botninn á gróðurhúsinu er þægilegra að eiga við það þv( rætumar geta far- ið út um víðan völl að afla næringar. Moldin má hins vegar ekki vera hundrennandi blaut.“ Tílbúin og lífræn jurtafæða „YFIRLEITT er sá gróður sem fer í algjöra vanhirðu sá gróður sem ekki fær áburð. Það er sá gróður sem lýsnar og maðkurinn sækir fyrst í. Það er beint samhengi á milli trjánna, runnanna, blómanna og grassins og við þurfum að gefa þessu öllu áburð tvisvar og helst þrisvar á sumri,“ segir Jón Júlíus Elíasson, skrúðgarðyrlqumeistari. Margir hafa það fyrir reglu að gefa áburð 20. maí, 20. júní og 20. júlí. Fyrsta áburðargjöfin á að vera með köfnunarefnisríkum áburði, (t.d. græðir la eða græðir 6) en köfnunarefnið örvar vöxt plantn- anna og nýtist því vel þegar þær eru að koma úr vetrardvala. ' Síðan er gott að gefa blákorn eða köfnunarefni í annað skipti um það bil 20. júní. Köfnunarefnis- ríkan áburð á hins vegar ekki að gefa síðsumars, því að það er ekki rétt að pína plöntur til þess að hal- da áfram vexti fram á haustið. Þess vegna er rétt að gefa fosfór- og kalíríkan áburð í kringum 20. jiilí. Fosfór og kalí fara ofan í rót- ina og stöngulinn og byggja plönt- urnar upp fyrir vetrardvalann auk þess sem fosfórinn nýtist vel á blómgunartúnanum í júlf og ágúst. Á sama tíma á að bera á gras- flötina, blómabeðin og trén og fylgja leiðbeiningum á umbúðum um magn. Sumum plöntum þarf þó ekki að gefa áburð, t.d. ætti ekki að gefa lerki, elri og gullregni köfnunarefnisríkan áburð því að líkt og lúpínan hafa þessar tegundir gerla í rót- unum sem gera þeim kleift að vinna sjálfar köfnunarefni úr loft- inu. Aukaskammtur af köfnunarefni spillir jafnvel fyrir þessum jurtum. Þarfir tegundanna fyrir jarðveg eru mis- jafnar, sumar þurfa súran jarðveg en aðr- ar basfskan. Sérfræð- ingar veita nánari upplýsingar um þau efni. Hér hefur verið rætt um tilbú- inn áburð en margir vilja helst ein- göngu nota lífræn efni í sína garða. Húsdýraáburður þykir sérstak- lega góður þegar verið er að fara af stað með ný beð, hann er mikill varmagjafí og bætir jarðveginn. En með húsdýraáburðinum kemur arfínn, segir sagan. Þeir sem halda tryggð við hús- dýraáburðinn ættu hins vegar að varast að bera hann á of snemma, segir Jón Júlíus, og alls ekki á haustin. Úr húsdýraáburði eru menn að sækjast eftir köfnunar- efni til að örva vöxt á vorin en ef borið er á að hausti eða vetri er hætt við að áburðurinn hafi lekið úr og ekkert standi eftir nema tað- ið að vori. Mikið er til af annars konar líf- rænum áburði á markaðnum, t.d. hænsnaskítur, sem er 7 sinnum sterkari en hestaskítur og þarf þess vegna sjö sinnum minna magn. Einnig hefur þörungamjölið reynst mörgum vel. TILBÚINN og lífrænn áburður er til í fjöl- breyttu úrvali. Gróðurmold - ókeypis upplýsingar 'W'~WGIIIA 562-6262 Bóíi allra jieirra scm vilja ralíla öaróinn sinn Stóra gardabókin er œtluð öllu áhugafólki um garðrœkt. Á meistaralegan hátt sameinar hún frœðilega nákvœmni og einfalda framsetningu efnisins. Hún hentar vel þvtfólki sem langar til að spreyta sig á garðrœkt ífyrsta sinn en erjafnframt mikil fróðleiksnáma fyrir þá sem búa að langri reynslu í garðyrkju. Þetta er sannkallað alfræðirit sem nýtist árið um kring og með það í höndum má bæði endurbœta gamlan garð og skapa nýjan frá rótum. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur ritstýrir verkinu og hefur hann fengið til liðs við sig þrjátíu sérfræðinga sem leggja bókinni til efni. Þetta er nútímalegur og einstæður ffóðleikur. Stóra garðabókin er sannkallað nútímaverk. 20% afsláttur í l>ókal»úðum Máls o£ mcnningar. Laugavegi og Síðumúla Nœrmyndir afplöntum sýna liti og lögun blóma sem velja má til rcektunar. ' Yfirlitsmyndir gefa góða hugmynd um hvemig tilteknar plöntur njöta sín { görðum. í sérstaka plöntulista má scekja ráð um val á heppi- legum tegundum til rceklunar. ------------------------• Texti og Ijósmyndir mynda eina heild og varpa skýru Ijósi á þau verkefni og vinnuaðferðir sem um rceðir. í hundruð myndskýringar sem sýna {smáatriðum hvernig best er að vinna verkin. Hver myndskýring er auðkennd með greinargóðri fyrirsögn. TRÉ - RUNNAR - FJÖiÆRINGAR - SUMARBLOM - KLIFURPLÖNTUR - RÓSIR - IAUKAR OG HNÚÐAR - KRYDDIURTIR - MATJURTIR - TJARNIR OG LÆKIR - GRASFIATIR - RÆKTUN í STEINHÆÐUM - RÆKTUN UNDIR ÞEKIU - KAKTUSAIt OG ADRAR SAFAPLÖNTUR - VERKFÆRI OG TÆKI - MANNVIRKI í GÖRÐUM - GRÖÐURHÚS OG GRÖÐURREITIR - JARÐVEGUR OG ÁBURDUR - VEÐRÁTTA OG RÆKRIN - SIÚKDÓMAR OG MEINDÝR - FIÖ1.GUN _ - ÁGRIP AF GRASAFRÆÐI o..m\aQo 2.500 tegond r plantno FORLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.