Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 17
HÚSIÐ & GARÐURINN
HÚS Bifreiða og landbúnaðavéla við Ármúla er með garðastáli frá Héðni en húsið á myndinni
til hægri er við Vesturberg og klætt með garðapanel.
SLÉTTAR Steni plötur eru á húsi Sjálfsbjargar við Hátún en hraunað Steni á Engjaseli 65-67.
MÚRSTEINSFLÍSAKLÆÐNING er límd á plasteinangrun. STO-múrklæðning á Dúfnahólum
2-4 sést illa enda samskeytalaus.
Álklæðningar eru einnig hér
til og um þessar mundir er BYKO
með tvær gerðir slíkra á lager.
Reyno-bond er 0,5 mm á þykkt,
tvær 0,2 mm álplötur og plast-
efni á milli, sem heldur plötunni
stífari eftir neglingu og gerir að
verkum að speglun er lítil sem
engin. Reyno-bond, sem er þýskt
efni sem hefur verið hér á mark-
aði í um 2 ár og hefur m.a. verið
sett á Hamraskóla og hús Lög-
mannafélagsins í Álftamýri. Fer-
metrinn kostar 4-5.000 krónur,
þ.e. platan sjálf.
Plöturnar eru festar á álprófíla
og vinkla misbreiða og tekur efn-
ið mið af húsgerðinni. Hægt er
að fræsa aðra plötuna af og þá
er hin með plastefninu meðfæri-
leg og sveigjanleg í frágangi.
Reyno-bond er til í 2 litum á lag-
er hjá BYKO en sérpantanir ann-
arra lita eru háðar lágmarks-
magni.
Sömu sögu er að segja af 2
mm álklæðningu sem t.d. er á
blokk í Funalind í Kópavogi og
kostar 2.200-2.600 fermetrinn.
Klæðningin er yfirleitt fest upp
með álvinklum og álprófílum sem
taka mið af húsagerð og því fylg-
ir verð ekki hér með, því Pétur
Andréson hjá BYKO sagði að
reynsla af þessum efnum væri
ekki orðin svo mikil hér á landi
að hægt væri að nefna almenna
tölu yfir kostnað á klæddan fer-
metra. Hann giskar þó á að ál-
klæðning sé um 20-30% dýrari
en STENI.
Álklæðningar hafa fyrst og
fremst verið settar á fjölbýlishús
og stórhýsi og segir Pétur að
auglýsingar íslenskra byggingar-
aðila undanfarið beri með sér að
þetta sé tískuklæðningaefnið á
íslenskum fjölbýlishúsum en ein-
býlishús með álklæðningum eru
ekki mörg.
Ein nýjasta tegundin á mark-
aðnum er svo múrsteinsklæðn-
ing frá Bandaríkjunum sem er
komin á fjögur hús hér á landi
og hefur staðist prófanir Rann-
sóknastofnunar byggingaiðnað-
arins, að sögn Gylfa K. Sigurðs-
sonar, umboðsmanns þessarar
klæðningar.
Hornsteinar
Einangrun úr plastefni sem er
rifflað að utan er fest upp á timb-
ur-, stein- eða málmvegg með
10 festingum á fermetra. Ein-
angrunin dregur ekki í sig raka.
Múrsteinslaga steinflísar eru svo
límdar á einangrunina með sér-
stöku lími sem verður að gúmm-
ímassa, að sögn Gylfa, þannig
að raki hefur ekki áhrif á viðloðun
steinsins við einangrunina. Síðan
er sérstöku fúguefni sprautað í
fúgurnar. Til eru 20 litir af steini
en fúgan er almennt með se-
mentslit.
Við glugga og horn er gengið
frá með sérstökum hornsteinum.
Þessi klæðning hefur verið
sett á fjögur hús þar á meðal
Ásbúð við Dælustöðvarveg í
Mosfellsbæ og Heiðargerði 4 í
Reykjavík.
Gylfi segir að vinnsluhraðinn
sé um það bil vika á venjulegt
einbýlishús og geti laghentir
menn gert þetta sjálfir undir eft-
irliti iðnaðarmanna. Efniskostn-
aður er um 7.700 krónur á fer-
metra, auk kostnaðar á horn-
steina, sem er breytilegur eftir
húsgerð.
Heitir pottar
Gœði, úrval og gott verð!
# Níðsterkir, mótaðir úr framtíðarefninu akrýli,
sem er hita- og efnaþolið og auðvelt að þrífa.
# Fást með loki eða öryggishlíf.
# Fáanlegir með vatns- og loftnuddkerfum.
# Margir litir, 6 stærðir sem rúma 4-12 manns.
# Veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang.
Verð frá aðeins
kr. 89.133
Fratnleiðunt einnig bornbaðkör <>f> sturtubotna tír akryli.
Kotnið og skoðið baðkörin og pottana uppsetta í sýningarsal
okkar eða hringið ogfáið seiulan litprentaðan beekling og
verðlista.
TREFJAR
Hjalluhrautii 2, sínii 555 1027.
Umboðsmenn á Islandi