Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 18
18 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 HUSIÐ & GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ DÆMI um hús þar sem endurgerð hefur heppnast vel að mati Úlfars. Fischersund 3, Hringbraut 43-47, Þingholtsstræti 11, Hverfisgata 18. Þetta er ekki bara einhver fasismi MIKILVÆGAST er að þekkja húsið mjög vel áður en byrjað er að rífa hluti í burtu,“ segir Nikulás Úlfar Másson arkitekt og deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafns um endurgerð gamalla húsa. Hann segir búið að eyðileggja flest göm- ul hús í Reykjavík en að þau séu jafnframt að koma tilbaka smátt og smátt, með réttum endurbót- um. Timburhús frá 1880-1915 ganga kaupum og sölum stans- laust að sögn Úlfars. Stóri bruninn í Reykjavík varð árið 1915 og eftir það var bannað að byggja timbur- hús. Úlfar segir að húsin séu menningararfur sem eigi skilyrðis- laust að varðveita í upprunalegu horfi en á því hafi verið misbrestur í gegnum tíðina. „Þetta sér maður um allan bæ. Bæði er búið að klæða húsin efn- um sem passa þeim ekki, til dæm- is úr plasti, og svo hafa þau mörg verið augnstungin, póstar og sprossar fjarlægðir og heilt gler sett í staðinn. Húsin missa vissa reisn við þetta." Hann segir því nauðsynlegt að rannsaka hvenær húsið er byggt og hver byggði áður en hafist er handa við endurbætur. Sem dæmi um viðeigandi klæðningar nefnir hann timbur eða bárujárn og hægt er að kom- ast að því hjá Árbæjarsafni hver saga hússins er. Oft má finna gamlar Ijósmyndir. „Fólk heldur oft að miklu dýrara sé að gera húsið upp í samræmi við fyrri venj- ur, sem oftast er misskilningur. Það er líka allt annað andrúmsloft í gömlum húsum en nýjum, þar sem allir hlutir eru framleiddir í verksmiðju. Ég nefni sem dæmi abest og umræðuna um húsasótt. Svo er um að gera að reyna að ÚLFAR Másson arkitekt og deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafns. viðhalda kostunum sem fylgja því að búa í gömlu húsi og nota upp- runalegt efni eins og kostur er, til dæmis timbur, gifs og linoleum málningu. Meira rifið en nauðsynlegt er íslendingar virðast haldnir þeirri áráttu að vilja laga allt að nýjustu tísku, sem hefur farið illa með gömul hús um allt land.“ Hluti af skýringunni felst líka í því að sögn Úlfars að iðnaðar- menn nútímans eru fákunnandi um gömul hús. „Menn eru alltaf að leita að einföldustu lausnunum en það þarf ekki að vera tímafrek- ara að gera húsið upp eftir göml- um aðferðum. Þegar hús er skoð- að mjög vandlega er auðveldara að gera sér grein fyrir því hvað raunverulega þarf að endurbæta og algengara er en hitt að fólk sé að rífa burtu meira en nauðsynlegt er.“ Huga þarf að því hvort raki er í kjallara eða sökkli og þurrka upp í kringum hann ef svo reynist vera. „Ef fólk vill kjallara undir húsinu þarf að hafa stöðu grunnvatns í huga þegar grafið er niður. Kjallar- ar hafa farið á flot hjá mörgum sem ekki hafa gætt að því. Einnig þarf að muna að láta steininn halda sér að utanverðu og steypa að innanverðu." „Þetta er ekki bara einhver fas- ismi því staðreyndin er sú að hús sem eru gerð vandlega upp eins og við Kirkjustræti, Þingholts- stræti 11,29 og mörg hús í Grjóta- þorpi eru miklu fallegri en ella." Bárujárnið varð allsráðandi sem þakefni frá 1880 að Úlfars sögn. „Það sem helst þarf að passa á þessum húsum er að nota flatan kjöl en ekki kúlulaga. Steinflísar koma líka til greina en þær hafa ekki verið mikið notaðar hér, þótt þær hafi sést 1870-80." Fljótlega var farið að setja pappa á grind húsanna að utan- og innanverðu segir Úlfar jafn- framt. „Hvað einangrun varðar er oftast í lagi að sprauta steinull inn í grindina en þá verður að gæta þess að ytri pappinn, sem er þá bakvið timbur- eða járnklæðning- una, sé ekki of þéttur. Ef svo er myndast raki að innanverðu, grindin blotnar og húsið eyði- leggst. Því þarf að taka þennan pappa af og setja vindpappa með pam-gildi 20 í staðinn," segir hann. Einnig er hægt að einangra húsið að innanverðu með bygging- arplasti sem veldur minnstri rösk- un, eða að utan. „Ef hús er byggt eftir 1903 er bárujárnið neglt á lista og upplagt að nota bilið sem þeir mynda til þess að setja ein- angrun. Ef bilið er ekki fyrir hendi og húsveggurinn breikkar, þarf að hnika gluggunum til svo þeir verði ekki of djúpt inni í veggnum." íslendingar linir við viðhald Úlfar segir grundvallaratriði að skoða ofan í kjölinn hvað þarf að laga áður en hafist er handa. „Maður hefur hvað eftir annað horft upp á fólk henda klæðningu og gluggum sem bara þurftu við- hald, ekki endurnýjun. Gott við- hald er besta varðveislan en ís- lendingar virðast mjög linir við það. Þeir vilja frekar rífa í tætlur, byggja nýtt og ekki hugsa um það meira fyrr en aftur er rifið í tætlur." Hvað steinhús frá 1920-40 við- víkur, til dæmis í Norðurmýri, Hlíð- um og Melum, segir Úlfar mik- ilvægast að nota sömu efni við endurgerð. „Áferð á veggjum er mjög mikilvæg, til dæmis steining með silfurbergi, skeljasandi og hrauni. Einnig hefur verið mikið um augnstungur. Loks er áhersla lögð á að mála þessi hús ekki ef þau hafa ekki verið máluð áður." Loks segir Úlfar að sumum þyki fastheldnin ganga fulllangt en bendir á máli sínu til stuðnings að engum dytti í huga að setja Peugeot-stuðara á gamlan Volkswagen. Gæðamold í garðinn þinn og garðaurganginn burt! Við færum þér gædamold og flytjum gardaúrganginn burt í jarðvegsbanka. Einfalt og umfram allt umhverfisvænt. Upplýsingar í síma 568 8555 & GÁMAMÓNUSTAN HF. BÆ7T UMHVERFI - BETRIFRAMTÍD 5 6 8 8 5 5 5 7 F A X : 5 6 8 8 5 3 4 Fibertex Jarðvegsdúrkurinn er kominn. Er til í öllum stærðum. Básfell ehf. sími 567 3560, Stangarhyl 6,110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.