Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 20
20 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ & GARÐURINN Málningin litar og verndar VEGNA óblíðrar veðráttu þurfa hús á íslandi að standast meiri veðurham en algengt er erlendis. Þar kemur málningin til sögunnar því hún gegnir ekki aðeins því hlutverki að fegra nýjar og gaml- ar byggingar heldur er hún einn- 1g mikilvægasta vörn mannvirkja gegn veðri og vindum. Það er að mörgu að hyggja varðandi ' málningarvinnu utanhúss. „Það skiptir miklu máli að vanda til fyrstu umferðarinnar því að við- loðunin verður aldrei betri en fyrsta umferðin leyfir. Yfirefnið verður aldrei fastara en undirefn- ið,“ segir Helgi Jónsson málara- meistari þegar hann var beðinn að gefa hollar og góðar leiðbein- ingar um málun utanhúss. „Mað- ur sér líka oft að fólk er að nota vitlaus efni bæði á tréverk og stein, það skiptir miklu máli upp á endingartímann að þekkja réttu efnin." Sú viðmiðunarregla er algeng að málning utan á hús eigi að - duga í um 8-10 ár ef rétt er að verki staðið. Jafnframt þykir skynsamlegt að gera ráð fyrir því að mála þurfi glugga og tréverk á fimm ára fresti, eða einu sinni milli þess sem húsið allt er tekið í gegn. Gluggar Þessi regla er þó ekki algild því að staðsetning húsa og veð- urfar skiptir miklu máli. Miklu meira mæðir á gluggum, hurðum og veggjum sem snúa móti ríkj- andi veðuráttum; sunnanlands eru suður- og austurhliðar húsa viðkvæmastar. Það getur þurft að gera ráð fyrir því að mála fleiri umferðir á suður- og austurgafla en aðra hluta hússins og þar þarf einnig að líta betur eftir tré- verki og hugsa sérstaklega út í veðurálag þegar gluggar eru málaðir. Helgi Jónsson segir að það séu algeng mistök hjá fólki að undirvinna ekki tréverk nógu vel fyrir endurmálningu. „Fólk fjar- lægir kannski lausa málningu en skefur ekki nógu vel grámann sem er kominn í timbrið. Það tollir engin málning við grámann. Það verður að fjarlægja hann. Síðan þarf að metta viðinn á auðum blettum með grunnfúa- vörn áður en málað er yfir með þekjandi efnum," segir Helgi. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur gefið út þær leiðbeiningar varðandi málun nýrra glugga að þá eigi að metta með viðarvörn, síðan bera á olíu- akrýlefni og svo akrýlmálningu yfir. Helgi Jónsson segir að þetta þurfi ekki að eiga við um endur- málningu án tillits til þess hvað er á gluggum fyrir og þekjandi Vönduð ryðfrí húsaskilti SÉRHÖNNUÐ MEÐ EIGIN TEXTA 1911 STÍElNNjliS 1947 * jöt 10 tS Pepar og Salt Klapparstíg 44. Sími 562 3614. UÓSIR litir þola sólarljósið betur en dökkir og endast því lengur. olíumálning hafi reynst vel á glugga. Glugga má ekki mála í röku lofti og hægt er að mæla raka í timbri með sérstökum rakamælum. Þá má raki í glugg- um ekki fara yfir 18%. Málning hefur þann tilgang að vernda og fegra og fegrunarsjón- armiðin ráða yfirleitt mestu um litavalið. Þó þykir almennt hent- ugra að mála glugga og annað tréverk með Ijósum litum. Það verða meiri hitasveiflur vegna sólarljóss í dökkum flötum og því láta þeir fyrr á sjá. Nýmálun og viðgerðir Þegar um steinhús er að ræða skiptir máli hvort þau eru pússuð eða ópússuð. Helgi vill að menn noti ekki annað en terpentínu- þynnanlega akrýlmálningu, þynnta um 15%, sem fyrstu málningu á nýbyggingar. Hún smýgur betur inn í steininn og nær betri viðloðun, auk þess sem hún hefur tvöfalt meiri þurrfilmu- þykkt en plastmálning, eða um 75-80 míkron á móti um 40 mí kronum. Áður en málningarvinna hefst á ómálaðan flöt, hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða við- gerð, er nauðsynlegt að rífa með slípisteini yfir. Annars ber meira á viðgerðunum en þyrfti að gera. Síðan þarf að þvo húsin. Misjafnt er eftir ástandi húsanna hvað mikill þrýstingur er nauðsynleg- ur. Bárujárn og þök Það er einnig ágæt regla að þvo bárujárn áður en það er málað. Skafa þarf lausa máln- ingu. Síðan þarf að fara með vír- bursta yfir ryðbletti og slípa. Sópa þakið, blettmála með menju og mála blettina einu sinni áður en þakið allt er málað. Svalagólf og haliandi fletir Þegar um er að ræða vatns- bretti undir gluggum, handrið og aðra lítið hallandi fleti er skyn- samlegt að grípa til sérstakra ráðstafana, einkum á veggjum sem snúa mót veðri. Þar er rétt að bera á teygjanleg efni, sem hafa mikla þurrfilmuþykkt, t.d. 4-500 míkron, sem er tíu sinnum meira en venjuleg plastmálning. Málning svalagólfa er vanda- samt verk og málarameistarinn mælir með því að sílanhúðað sé 2-3 vikum fyrir málum. Sílan sé látið fljóta vel á gólfunum. Útihurðrr Útihurðir eru andlit húsa og oft úr vönduðum harðviði. Þær eru ýmist lakkaðar eða borin er á þær tekkolía. Ef um lakkaða hurð er að ræða þarf fyrst að leysa lakkið af. Hurðir sem ekki hefur verið haldið við þarf að skafa vel upp með sirklingi, sér- stakri málmsköfu, eða vandaðri málningarsköfu og slípa loks yfir með sandpappír. Annað hvort eru svo bornar þrjár umferðir af tekkolíu á hurðina með pensli eða svampi eða lakkaðar tvær umferðir með glæru lakki. Ekki lakka yfir tekkolíuna. Umframolía er þerruð af með tusku til að hindra að taumar myndist. Olíu- bornar hurðir þarf a.m.k. að bera á árlega. Málningarveðrið Skýjað en úrkomulaust er óskaveður málarans til útivinnu. Sílan er ekki borið á í mikilii sól, því þá er hætt við uppgufun áður en efnið nær inn í steininn að fullu. Hins vegar er gott að hafa þurrt veður 2 til 3 daga áður en sílanúðun hefst. Almennt er talað um að plast- málningu megi ekki bera á í minna en 5 stiga higa. Terpent- ínuþynnanlega akrýlmálningu og oíumálningu á tréverk má bera á í minni hita. Fagmennska eða fúsk? Málarar nota almennt meira af efni en almenningur. Helgi Jónsson segir algengt að sjá fólk reyna að kreista dropana úr rúll- unni til þess að fá lítrann til að þekja meira. Þetta er alrangt því lítri af utanhússmálningu á ekki að þekja meira en 8-10 fermetra. Þegar verið er að spara málningu nær málningin ekki að mynda filmu yfir fletinum. Helgi, sem er formaður Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, segir að oft beri það við að fólk spari aurinn en kasti krónunni með því að mála sjálft. Að ótal- mörgum kostnaðarliðum er að hyggja öðrum en kaupum á máln- ingu og þegar allt er tekið með í reikninginn er ekki alltaf víst að það borgi sig að mála sjálfur. Helgi ráðleggur þeim sem vilja mála sjálfir að leita a.m.k. ráða hjá fagmönnum um val á efni. Gerhu garhinn... r ...frægan! ! ' I o z I M0LTA - llfand! dæmí um kosti endurvinnslu Pað fer ekkert á milli mála þegar gróður hefur fengið MOLTU. MOLTA er kraftmikill, lífrænn jarðvegsbætir sem verkar eins og áburður en færir jarðveginum einnig umbreytt lífræn efni og æskilega örveruflóru. MOLTA er rík af helstu næringarefnum plantna, hefur góða loftunar- og vatnsheldniseiginleika og lífgar ófrjóan jarðveg við. Grunnurinn að MOLTU er garðaúrgangur, trjágreinar og gras, sem hefur fengið sérstaka meðhöndlun hjá SORPU. Með því að skila garðaúrgangi til SORPU, trjágreinum aðgreindum frá grasi og mold, stuðlar þú að endurvinnslu og fallegra umhverfi. MOLTA fæst á endurvinnslustöðvum SORPU og í Gufunesi. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 567 66 77

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.