Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 22
22 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÚSIÐ & GARÐURINN
Skjól fýrir
garðverkfæri
Efnislisti
Efni í grindur hliðanna:
Húsþurr, alhefluð fura, 2
fótstykki 45x95 mm, lengd 230
sm, endarnir séu blaðaðir hálf
þykkt, 95 mm 2 yfirstykki
45x95 mm, lengd 230 sm, ekki
með blaði á endum. Átta stoð-
ir 45x95 mm, lengd 175,5 sm,
4 þverstykki 45x95 mm, iengd
66 sm, 2 þverstykki undir
glugga 45x95 mm, lengd 80
sm, átta skástíf ur 45x95 mm,
lengd 105 sm.
í gaflana:
2 fótstykki 45x95 mm, lengd
160 sm, endarnir séu blaðaðir
hálf þykkt, 95 mm, 2 yfirstykki
45x95 mm, lengd 160 sm, end-
ar sagist með 45 gráðu halla.
T4 stoðir 45 x 95 mm, lengd
180 sm, 4 þverstykki 45x95
mm, lengd 40,5 sm, í annan
enda þessara þverstykkja skal
saga hak fyrir hornstoð. Átta
sperrur 45x95 mm, lengd 135
sm. Efri endar skulu vera blað-
aðir saman hálft í hálft.
Ef ni á þak og veggi: 8-10
mm vatnsþolinn krossviður:
Hliðar: 4 stk. 75 x180 sm
og undir gluggana 2 stk. br.
82xhæð 95 sm. Á dyragaflinn
2 stk. breidd 47,5 x hæð 182
sm og þríhyrnd, 2 stk. yfir
dyr, 77 sm upp í mæni og
breidd yfir dyrum 162 sm. Á
bak gaflinn kemur 1 stk. heil
plata á breidd 162x182 sm á
hæð. 2 stk. þakplötur, lengd
240 sm x breidd 133 sm, 2
þakbrúnaborð á langhliðar
20x120 mm, lengd 241 sm. 1
kjölborð 20x95 mm, lengd 241
sm 1 kjölborð 20x120 mm,
lengd 241 sm, 4 vindskeiðar
20x145 mm, lengd 140 sm,
geirsagaðar 45 gráður í efri
enda.
Efni í hurðir: 4 okar 20x70
mm, iengd 66 sm. 18 panel-
borð V nót, 12x95 mm, lengd
89,5 sm. Listar til þess að
mynda fals í dyraop og glugga-
op: 2 stk. 16x20 mm, lengd
180 sm, og 1 stk. 16x 20 mm
yfirstk. lengd 70 sm. Falslistar
í glugga 8 stk. 16x20 mm,
lengd 80 sm. Karmlistar, fald-
ur utanum dyr 15x42 mm 2
stk. 185 sm og 1 stk. 82 sm
langt. og faldur á gluggana 8
stk. 15x42 mm lengd 90 sm 2
gluggarammar 79x 79 sm, 2
pör lamir,(4 stk.) á hurðirnar,
ásamt hæfilegum skrúfum og
2 lokur. 2 pör lamir á gluggana
á báðum hliðum.
ÞEIR eru margir sem hafa mikið
yndi af að vinna í garðinum sínum
á vorin þegar sólin er farin að
ylja mold og gróður; fyrstu grænu
stráin sækja upp í birtuna og litlu
blómhnapparnir teygja sig mót
sólu og opnast með hreinum
skærum litum. Þetta er undur
vorsins. Þá fara margir að taka
til garðverkfæri sín. Það þarf að
klippa greinar, raka yfir beðin og
blettinn, fjarlægja rusl og dauð
blöð, hlúa að fjölæru plöntunum,
skipta þeim og hagræða o.s.frv.
Eftir að vinnudeginum er lokið
og bakið orðið stirt, þarf að ganga
frá verkfærunum svo að þau séu
á vísum stað næst þegar stund
gefst til garðvinnu. Nú er það svo
að sumir garðeigendur ráða ekki
yfir geymslu þar sem hægt er að
koma áhöldunum sæmilega
skipulega fyrir, á milli þess að þau
eru notuð. Þá vaknar sú spurning
hvort ekki væri skemmtilegt að
smíða lítið garðhús þar sem
geyma mætti verkfærin.
Garðhús smíðað
Ég teiknaði upp einfalt lítið
hús, sem nota mætti til þess að
geyma verkfæri í. Smíðin er hugs-
uð einföld svo að flestir ættu að
geta smíðað svona hús. Raunar
mætti einfalda húsið enn frekar,
t.d. með því að þakið væri ein
heil plata með hæfilegum vatns-
halla. Á þessu húsi verða sperrur
með 45 gráðum halla og þakplöt-
ur tvær. Uppi við mæninn mynda
þær vinkil, þ.e.a.s. 90 gráðu horn
hvor við aðra.
Þetta er lítið hús og má vart
minna vera svo að hægt sé að
geyma í því hjólbörur, sláttuvél
og önnur garðáhöld. Við höfum
misstóra garða og lóðir. Freist-
andi er að setja upp dálítið vinnu-
borð inni í garðhúsinu, sem hægt
er að festa skrúfstykki á og vinna
við. Það er að vísu hægt að setja
upp 30 til 40 sm breitt vinnuborð
við annan langvegginn. Hæð
þess má ekki vera nema 85 sm
frá gólfi. Sé það haft hærra þá
gengur það upp fyrir gluggabrún.
Því má bæta inn síðar.
Samsetning
Æskilegt er að húsið sé skrúf-
að saman með hæfilega löngum
skrúfum. Byrja skal á að skrúfa
saman grindur beggja langhlið-
anna og skrúfa með skrúfum
5x75 mm löngum. Nota skal 2
skrúfur í enda hverrar stoðar,
bæði að ofan og neðan. Síðan
skal skrúfa þverstykkin með 5x65
mm löngum skrúfum. Þegar því
er lokið þarf að festa skástífurnar
á sama hátt, en þá er áríðandi
að grindurnar séu hornréttar.
Gott er að láta þær liggja flatar
á sléttu landi, eða gólfi og mæla
svo á milli horna þannig að mál-
takan myndi X yfir grindina og
---------------------------------------- i
verða báðir leggirnir á exinu að t
vera jafn langir. Nú er komið að í
því að skrúfa plöturnar á hliðarn-
ar. Næst skal merkja fyrir stoðun-
um á fótstykki og yfirstykki gaf-
lanna og skrúfa þær fastar á sinn
stað. Næst skal skrúfa yfirstykki
og fótstykki saman á hornunum
og litlu þverstykKin við stoðirnar
í miðju og hornstoðirnar. Skrúfa
sperrur saman og festa plötu ,
þríhyrninganna yfir á gaflgrindun-
um. Endasperrurnar skulu koma
utanyfir krossviðinn. Gott er að (
nota 4x20 mm skrúfur til þess
að festa krossviðsplöturnar.
Til þess að miðsperrurnartvær
geti staðið á sínum stað, er þörf
á að taka skarð í yfirstykkin þar
sem þær eiga að standa, einnig
þarf að spora úr sperrunum á
móti. Kantur miðsperranna verð-
ur að vera jafnhár kantinum á
endasperrunum. Þegar búið er
að reisa allar sperrurnar er hægt
að festa þakplöturnar yfir og síð- I
an aðrar sem eftir kunna að vera.
Listihús eða ?
Ef fallega er gengið frá þessu
húsi, að utan sem innan, það
málað og settar í það hillur o.fl.
sem við á, má sem best nota það
sem listihús í garðinn. Einnig má
setja inn í það margskonar fest-
ingar og upphengi fyrir verkfæri
og jafnframt getur það verið verk- (
færageymsla. Vera má að það
geti þjónað báðum þessum hlut-
verkum, garðhúsgögnin verði
einnig geymd þar og sitthvað
fleira.
Bjarni Ólafsson
VÖRUBÍLASTÖÐIN Þrótturhefur
yfir að ráða flota krabbabíla sem
geta verið garðeigendum innan
handar við framkvæmdir.
Þróttur selur
garðefni
VÖRUBÍLASTÖÐIN Þróttur
hyggst bjóða garðeigendum og
öðrum áhugasömum til sölu alls
kyns efni f garðinn þegar fyrir-
tækið flytur í nýtt húsnæði við
Sævarhöfða 12 hinn 1. júní næst-
komandi.
Jón Pálsson framkvæmdastjóri
segir að fólk geti komið með kerr-
ur eða poka og keypt beðasand,
vikur, gjall, holtagrjót og hraun-
hellur, eða hvaðeina sem hentar
í lóðaframkvæmdum, eftir máli
eða vigt, þegar fyrirtækið verður
flutt. Vörubílastöðin Þróttur hefur
starfað í 65 ár og hefur yfir að
ráða 130 bílum að Jóns sögn.
Þeirra á meðal erfloti krabbabfla,
sem ætlaður er í þágu garðeig-
enda og garðyrkjumanna. Kranar
bflanna geta teygt sig 14 metra
inn f garð eða lóð með krabba og
skóflu, sótt rusl, flutt efni eða
haft jarðvegsskipti.
Einnig gerir Þróttur tilboð, vilji
fólk láta sækja til sín garðaúrgang
og þá keyra þeir unna og óunna
mold gegn föstu verði heim til
þeirra sem þess óska. Þróttur er
eina vörubflastöðin á Stór-Reykja-
víkursvæðinu sem starfar með
þessum hætti að Jóns sögn og
var mikið að gera í fyrravor.
Trjáklippingar -
ókeypis upplýsingar
562-6262
ciitnQT
J1 ° n °rt'm' ■
I k J.rÉ.TThm 8i<>
I I 1 * 1 { M ^^Unnu^c,cja ' ’° 'o
II f 11 u 1 ^ ^
Vortilboð ó HYGÆA viðarvörn,
HYGÆA útimólningu og verkfærum.
Fagmenn ráðleggja og gera þér tilboð.
Sendum hvert á land sem er.
Málarameistari veitir faglega ráðgjöf i Litalandi
alla daga vikunnar
BÆJARHRAUNI 26
(HÍÁ &LÓMÁB.ÚÐINN! BÖG©!
Sími 5,0,5 5<54-5
LITALAND
Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess
að unnt sé að þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auövelt sé aö finna tiltekinn bústaö og komast aö
honum. Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður
aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðarþjónustu.
Því mælumst við til jjess að eigendur sumarbústaöa mcrki greinilega bústaöi s(na sem og gotuheiti og númer.
Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn.
Umsókn um heimtaug
Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að
sumarlagi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á umdæmisskrifstofum okkar og útibúum.
Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar.
Éð
RARIK