Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
HUSIÐ & GARÐURINN
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 23 .
MATTHÍAS Pétursson að vinna við að setja upp sólpalla, skjólgarða og heitan pott við hús í Grafarvogi. Skjól-
veggir úr klaustrum, eins og á myndinni til hægri, koma oft vel út móti sunnanátt. Á höfuðborgarsvæðinu fara
fáir út í vatnsveðrið sem fylgir sunnanátt. Þess vegna þarf ekki að leggja mikla áherslu á skjól gegn þeirri átt.
Blómstrandi timbur
ÁR frá ári eru sólpallar að leggja
undir sig stærri hluta af grasblett-
um heimilanna. Matthías Péturs-
son trésmiður á drjúgan þátt í
þessari þróun því í undanfarin 11
ár hefur hann unnið við að byggja
upp garða eftir teikningum arki-
tekta.
„Algengasta vitleysan sem fólk
gerir er í sambandi við steypuna
og jarðvinnuna. Það er númer eitt
að vanda undirvinnuna," segir
Matthías, þegar hann er beðinn
um ábendingar varðandi skjól-
veggi og grindverk.
Hann ráðleggur mönnum að
steypa beint í jörðu og segir að
það sé ósiður að steypa stöpla of-
an í rör. Best sé að grafa a.m.k.
eins metra djúpa holu sem er
breiðari neðst en efst. Það verji
gegn frostlyftingu. Steypa síðan
stöpulinn beint niður í jarðveginn (
staðinn fyrir að vera að pjakka
lausan jarðveg upp að röri. Gott
er að hafa lag af grús neðst ef
steypt er í mold.
Matthías vill nota 95X95 mm
stólpa undir grindverk og skjól-
veggi og gegnvæta í karbólíni
þann hluta stólpans sem fer í
jörðu. Hafa að jafnaði 2-2,3 metra
bil milli stólpa. Undirstöður við
sólpalla geta hins vegar verið með
allt að 2,5 m millibili.
Undanfarin ár hafa komið fram
metpost-stólpar sem undirstöður
og Matthías segist gjaman nota
galvaniseraða 90 sm metpost-
stólpa sem undirstöður fyrir sól-
palla en ofangreinda aðferð notar
hann við skjólveggi og grindverk.
Hektarar
Matthías hefur ekki tölu á þeim
hektörum af sólpöllum sem hann
hefur lagt undanfarin 11 ár en á
þeim tíma segir hann að lítið hafi
breyst. Þetta er ekki bransi þar
sem tískusveiflur eru áberandi í
vali á efni, litum og mynstrum.
Efniskostnaður við fermetra af
sólpalli er um 3.000-3.500 kr. og
Matthías segist ekki mæla með
því við leikmenn að þeir sjálfir séu
að hanna pallana. Hann hvetur
alla til þess að leita ráðgjafar fag-
manna a.m.k. varðandi staðarval,
hönnun og verkáætlun.
Varðandi munstur og efnisval
sé gott að sækja upplýsingar og
hugmyndir í vandaða bæklinga
söluaðila á borð við Húsasmiðj-
una og BYKO. Hann segir líka að
við fjölmargar götur standi skakkir
veggir og pallar eins og minnis-
varðar um það að kapp er best
með forsjá við framkvæmdir af
þessu tagi.
Pallaefnið er yfirleitt hið sama;
Á undirstöðurnar sem eru 95X95
mm stöplar eru boltaðir 2X6 tom-
mu bitar og 2X5 tommu þversum
á milli bita en klæðningin er yfir-
leitt 28X95 mm.
Samkvæmt byggingarreglu-
gerðum þarf samþykki byggingar-
nefndar þegar reistur er veggur
hærri en 1 m á lóðamörkum en
Matthías segir að svo virðist sem
því ákvæði sé framfylgt af miklu
umburðarlyndi. Ageng hæð á
veggjum er 1,5-1,18 m.
Gerð undirstaða fyrir skjólveggi
var lýst að ofan en þegar 95X95
mm stólpar hafa verið steyptir
niður eru negldir á þá langbönd úr
45X95 mm efni. Langböndin eru
tvö en þrjú þegar hæð veggjarins
nær 2 metrum. Böndin eru fest á
stólpana, sem eru með 2-2,3 me-
tra millibili, með BMF-vinklum og
kambsaum.
Munstrið á skjólveggnum ræður
svo vali á efni í klæðninguna en
fjölmargar útfærslur eru að sjálf-
sögðu mögulegar og skiptir þá
veðrátta, umhverfi og nágrenni
mestu máli eins og jafnan þegar
hugað er að hönnun í garðinum.
í skjólvegg sem er 1,8 m á hæð
er efniskostnaður á lengdarmetra
um 8.500 kr. að meðtöldum nögl-
um, vinklum, steypu og málningu.
Vindur og hávaði
Eins og kunnugt er eru skjól-
veggir yfirleitt hafðir með tvöfaldri
klæðningu til þess að dempa
vindinn sem lyftir sér yfir lokaða
veggi en skellur svo aftur niður í
miðjan garðinn. Með því að leyfa
vindinum að leika í gegnum hálf-
opna klæðningu næst betra skjól í
garðinum.
En hvað er til ráða þegar menn
reyna að skerma af garða sína fyr-
ir umferðarhávaða? Stefán
Guðjohnsen hljóðtækniráðgjafi
segir að heilir veggir skermi hljóð-
ið best en með tvöfaldri hálfopinni
klæðningu nái menn betra skjóli
gegn vindi.
Hægt er að sameina ýmsa kosti
beggja gerðanna með því að hafa
þann hluta klæðningarinnar sem
snýr inn í garðinn heilan en hafa
ytra byrðið gisnara. Með þessu ná
menn hringrás vindsins og draga
úr vindstreng yfir vegginn en hins
vegar skerma þeir vel af hljóð frá
umferð.
Því þykkari sem veggir eða
manir eru, því betri hljóðeinangr-
un veita þeir. Hávaði frá bílum
verður til í um 50 sentimetra hæð
og því þarf ekki hátt mannvirki til
þess að ná dempun á hávaða í
garðinum.
sr öðru vtsi. Þú málar alltal
tvær umferðir og þá seinni
innan briqaia tíma
þriggja tíma
Langvarandi
vörn gegn ryc
InnbyggSur
grunnur ^
■>ru- og vnulmncjuvö'
26 LITIR
s ett eða hömru 5 áferð
'WWVV'BUIA
Tjaldvagnar -
ókeypis upplýsingar
------------------ 562-6262
Classica
glerskálinn fyrir
íslenska verðráttu.
Heildverslunin Smiðshús, Álftanesi
E. Sigurjónsdóttir, sími 565 0800.
Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á
litlum trjám og gott fyrir sumarblóm
og skrautrunna.
Fáðu upplýsingabœkling á nœsta
sölustað.