Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Félagsfundur í Funa og Létti vegna lokunar reiðleiðar í Eyjafjarðarsveit
Samþykkt að leita til dóm-
stóla um rétt hestamanna
ALMENNUR félagsfundur hestamannafélag-
anna Funa í Eyjafjarðarsveit og Léttis á Akur-
eyri, sem haldinn var sl. fimmtudag, samþykkti
að fela lögfræðingi félaganna að fá nú þegar
úr því skorið hjá dómstólum hver réttur hesta-
manna sé gagnvart leið þeirri sem liggur frá
Akureyri að Hrafnagili og sem nú hefur verið
lokað af ábúanda Ytragils. Lögð er áhersla á
að úrskurður þessi liggi fyrir sem fyrst.
Sigfús Helgason, formaður Léttis, segir að
tæplega 100 félagsmenn hafi sótt fundinn á
fimmtudagskvöld og hafi verið töluverður hiti í
mönnum. Hann sagði að ýmsar hugmyndir um
aðgerðir hafi komið fram en niðurstaðan hafi
verið sú að fara dómstólaleiðina. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í vikunni, ríkir almenn
reiði meðal hestamanna vegna þeirrar ákvörðun-
ar bóndans á Ytra-Gili að loka reiðleiðinni við
landareign sína.
Stjórnsýslukæra vegna
samþykktar aðalskípulags
„Við teljum okkur vera í fullum rétti og höfum
bréf frá Vegagerðinni þess efnis. Þetta er því
ólögleg aðgerð sem bóndinn er að framkvæma
þama. Við viljum ekki fara í málið með einhveij-
um látum og ætlum að láta dómstóla skera úr
um hver okkar réttur er. Þetta er spurning sem
brennur á hestamönnum, ekki bara hér heldur
um allt land og er stærsta hagsmunamál sem
hestamenn hafi staðið frammi fyrir svo lengi sem
ég man,“ sagði Sigfús.
Þá var samþykkt á félagsfundinum að fela
lögmanni félaganna að leggja fram stjórnsýslu-
kæru til skipulagsstjóra ríkisins vegna nýsam-
þykktar aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar. Sigfús
segist hafa vissu fyrir því að ekki hafi öll gögn
verið lögð fyrir skipulagsstjóra er hann sam-
þykkti aðalskipulagið.
Aðalreiðleiðin verði að vestanverðu
A fundi hestamannafélaganna var jafnframt
samþykkt ályktun, þar sem skorað er á sveitar-
stjórn Eyjafjarðarsveitar og umhverfisráðuneytið
að breyting verði gerð á aðalskipulagi Eyjafjarð-
arsveitar er varðar reiðvegi. Þannig að aðalreið-
leið milli Akureyrar og Melgerðismela verði
áfram um gamla veginn að vestanverðu fram
að Hrafnagili og reiðvegur verði lagður frá
Hrafnagili fram að Melgerðismelum. Jafnframt
verði stuðlað að öðrum reiðleiðum, svo sem að
austanverðu og víðar.
Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðar-
sveitar, sagði í blaðinu í vikunni að vandinn og
öll leiðindin væru í kringum stóðreksturinn og
að menn væru að missa hrossin í túnin hjá
bændum. Sigfús segir að slíkt hafi vissulega
komið fyrir.
Buðumst til að girða reiðleiðina
„Bændur og landeigendur þama hafa þó ekki
verið að liðka fyrir og t.d. við Ytragil var girð-
ing meðfram öllu landi bóndans en hann reif
hana niður og býður þar með upp á að hrossin
fari um öll tún. Við buðumst til þess að girða
leiðina frá Akureyri að Hrafnagili fyrir tveimur
árum, setja ristahlið á heimkeyrslurnar og jafn-
vel að setja svokölluð kúarör á leiðinni, þannig
að skepnur geti farið undir veginn. Öllum okkar
tillögum hefur verið hafnað og því teljum við
að samningaleiðin sé fullreynd og ekki um ann-
að að ræða en fá úr því skorið fyrir dómstólum
hvort við höfum einhvem rétt og hver hann þá
er. Komi í ljós að við eigum engan rétt, þá eru
hestamenn í landinu í djúpum skít.“
Marhnútur
uppistaðan í
aflanum
Grímsey. Morgunbiaðið.
ÞÓTT nú sé maímánuður að
verða hálfnaður minnir veðrátt-
an lítið á vor, norðlægar áttir,
éljagangur og mikill loftkuldi.
En ungu piltarnir í Grímsey láta
það ekki á sig fá því þeir hafa
áttað sig á að vorið er komið við
hafnargarðinn. Þar er kominn
svolítill fiskur þannig að þeir
geta farið með stöngina eða fær-
ið og veitt sér til skemmtunar.
Ennþá er marhnútur uppistaðan
í aflanum en það er algjört auka-
atriði. í hugum þeirra vegur
þyngra hve gaman það er að fá
að faraá hafnargarðinn og
veiða. A myndinni eru eyjapey-
jarnir galvösku, frá vinstri Jón
Óli Helgason, Steinar Sæmunds-
son, Óli Hjálmar Ólason, Þorleif-
ur Hjalti Alfreðsson, Sigfús Heið-
arsson og Árni Snær Brynjólfs-
son.
Morgunblaðið/Hólmfríður
Staða Lífeyrissjóðs Norðurlands batnaði um einn milljarð milli ára
Ávöxtun hlutabréfa í sjáv-
arútveg'sfyrirtækjum 180%
Á AÐALFUNDI Lífeyrissjóðs Norð-
urlands sl. laugardag, var samþykkt
tillaga stjórnar þess efnis að greidd
verði 7,14% uppbót á elli- og ör-
orkulífeyri frá 1. júlí nk. og að
uppbótin gildi í a.m.k. 5 ár og verði
til endurskoðunar á hveijum árs-
fundi. Jafnframt voru samþykktar
breytingar á makalífeyri, sem bætir
nokkuð þann makalífeyri sem sjóð-
urinn býður uppá. Kostnaður sjóðs-
ins við þessar breytingar er um 540
milljónir króna í auknum lífeyrisút-
gjöldum.
Rekstur sjóðsins gekk vel á síð-
asta ári og v_ar afkoman sú besta
frá upphafi. Áfallnar lífeyrisskuld-
bindingar námu í árslok rúmum
11,4 milljörðum króna og endur-
metin eign rúmum 12,7 milljörðum
króna. Eign umfram skuldbindingar
er því ríflega 10% af eignum.
Tryggingaleg staða batnaði um
einn milljarð króna milli ára og er
hin raunverulega afkoma.
Náðum öllum okkar
markmiðum
„Ég er mjög ánægður með af-
komu sjóðsins á síðasta ári og við
náðum öllum þeim markmiðum sem
við settum okkur í ávöxtun og
rekstri. Helstu ástæður fýrir batn-
andi afkomu er markvissari stýring
á eignum sjóðsins og þessar miklu
hækkanir sem orðið hafa á hluta-
bréfum," sagði Kári Arnór Kárason,
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
Norðurlands.
Alls greiddu 10.431 félagi hjá
961 launagreiðanda iðgjöld til
sjóðsins á árinu 1996. Iðgjöld ársins
námu 698 milljónum króna og
hækkuðu um 9% frá fyrra ári. Líf-
eyrisgreiðslur sjóðsins í fyrra námu
um 304 milljónum króna og hækk-
uðu um 19,9 frá fyrra ári. Fjöldi
lífeyrisþega í desember var 1.878
og hafði fjölgað um 154 frá árinu
áður. Hrein eign sjóðsins til greiðslu
lífeyris hækkaði um rúmlega 1,7
milljarða króna frá árinu áður eða
um 18,6%.
Á árinu 1996 festi sjóðurinn aðal-
lega fé sitt í skuldabréfum með
ábyrgð ríkissjóðs, skuldabréfum
banka og fjármálafyrirtækja,
skuldabréfum sveitarfélaga og fyr-
irtækja, erlendum verðbréfasjóðum
og hlutabréfum fyrirtækja. Skulda-
bréfaeign sjóðsins nam í árslok 9,4
milljörðum króna, eign sjóðsins í
erlendum verðbréfasjóðum nam um
564 milljónum króna og hlutabréfa-
eign sjóðsins nam í árslok rúmum
1.240 milljónum króna.
Raunávöxtun hlutabréfa 91%
Hvað varðar einstaka eigna-
flokka þá gáfu hlutabréfin lang-
besta ávöxtun en raunávöxtun á
hlutabréfasafni sjóðsins var 91% á
árinu. Þó var misjafnt hvað hluta-
bréf hækkuðu mikið. Ávöxtun
sjóðsins í sjávarútvegsfyrirtækjum
skilaði til að mynda 180% ávöxtun.
Ávöxtun á erlendum eignum sjóðs-
ins var einnig mjög góð á árinu og
skiluðu þessar fjárfestingar um 12%
raunávöxtun.
Aðalmenn í stjórn sjóðsins eru
þeir sömu og á síðasta ári en Hólm-
steinn T. Hólmsteinsson tók við
stjórnarformennsku af Guðmundi
Ómari Guðmundssyni. Aðrir í stjórn
eru Hólmfríður Bjarnadóttir, Svava
Árnadóttir, Bjöm Sigurðsson og
Jón E. Friðriksson.
„Gamli“
Bliki EA
seldur til
Noregs
ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ
BGB á Árskógsströnd hefur
selt frystitogarann Blika EA
til Álasunds í Noregi og verður
togarinn afhentur nýjum eig-
endum í lok vikunnar. Bliki er
seldur án vinnslubúnaðar á
millidekki en að sögn Þóris
Matthíassonar, framkvæmda-
stjóra BGB, er stefnt að því
að selja búnaðinn hér á landi.
Bliki EA er 436 brúttótonn
að stærð en BGB hefur fjárfest
í stærri og öflugri frystitogara
frá Royal Greenland á Græn-
landi. Nýja skipið sem fengið
hefur nafnið Bliki er búið tvö-
faldri vinnslulínu fyrir rækju.
Það er systurskip Júlíusar
Havsteen ÞH frá Húsavík, alls
um 716 brúttótonn að stærð.
Nýi Bliki hefur stundað
rækjuveiðar fyrir Norðurlandi
og kom úr öðrum sínum túr sl.
sunnudag. Þórir segir að togar-
inn hafi reynst vel en aflaverð-
mætið úr þessum tveimur túr-
um er um 60 milljónir króna.
Bliki heldur til veiða á Flæmska
hattinum í lok þessarar viku.
Kvennadeild
SVFÍ á Dalvík
Fyrirlestur
um drukkn-
anir barna
KVENNADEILD Slysavarna-
félags íslands á Dalvík stendur
fyrir fyrirlestri um drukknanir
bama og hættur í umhverfinu
á Dalvík næstkomandi fimmtu-
dag, 15. maí. Fjallað verður
um helstu áhættusvæði í um-
hverfinu og feglur á sundstöð-
um með tilliti til dmkknana og
gefnar ábendingar um úrbæt-
ur.
Á undanfömum árum hafa
orðið hörmulegar drukknanir,
á víðavangi, í heitum pottum
og eins í sundlaugum. Allir
þeir sem að slíkum málum
koma, s.s. starfsmenn sveitar-
félaga, sundlauga, lögregla,
kennarar og síðast en ekki síst
foreldrar, eru hvattir til að taka
virkan þátt í umræðum sem
geta orðið til þess að úrbætur
verði gerðar á hættulegum
stöðum. Brýnt verður fyrir fólki
að fara varlega í nágrenni við
ár, læki og tjarnir, sérstaklega
nú þegar leysingatíminn stend-
ur yfir.
Hryggbrotn-
aði við bíl-
veltu
UNGUR maður slasaðist tölu-
vert mikið eftir bílveltu á Ólafs-
fjarðarvegi aðfaranótt laugar-
dags.
Um kl. 4 um nóttina var til-
kynnt til lögreglu á Dalvík og
Ólafsfirði að Willis-jeppa hefði
verið stolið á Dalvík. Bíllinn
fannst við bæinn Karlsá,
skammt norðan Dalvíkur. Öku-
maðurinn, sem grunaður er um
ölvun að sögn lögrelgu á Dal-
vík, hafði misst vald á ökutæk-
inu með þeim afleiðingum að
hann fór út af veginum og valt.
Við það kastaðist hann út úr
bílnum. Hann slasaðist mikið,
m.a. hryggbrotnaði og fékk
skurð á höfuð. Jeppinn er ónýt-
ur.