Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt leiðakerfi SVR tekur gildi næstkomandi fimmtudag Breytingar vegna óska farþega og vagnstjóra BREYTINGAR á leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur taka gildi fimmtudaginn 15. maí og er þar aðallega um að ræða lagfæringar á leiðakerfinu sem tók gildi 15. ágúst síðastliðinn og hefur verið til reynslu síðan. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við óskir og ábendingar viðskiptavina SVR og í samvinnu við vagnstjóra fyrirtækisins. Við endurskoðun leiðakerfísins hefur þess verið gætt að stilla akst- urstíma strætisvagna þannig að kröfum um stundvísi verði náð og er gert ráð fyrir að aksturstími ieiða verði lengdur í flestum tilfellum. Þetta er fyrst og fremst gert til að bæta stundvísi vagna og auka ör- yggi með minni hraða þeirra, en jafnframt er leitast við að draga úr álagi á vagnstjóra. Á löngum akst- ursleiðum er gert ráð fyrir tímajöfn- un á báðum endastöðvum, en það gerir það að verkum að þegar rólegt er þurfa vagnarnir að tímajafna og þegar álag er mikið dregur úr áhrif- um seinkunar. Ný leið og breytingar á nokkrum leiðum Akstursleiðir nokkurra leiða breytast nokkuð samkvæmt nýja leiðakerfmu, þ.e. leiða 1, 3, 5, 6, 7, 14 og 115, og ein ný leið bætist við, leið 9, sem tengir Ártún við athafnasvæði í norðurbænum. Breytingarnar eru eftirfarandi: Leið 1 mun aka frá Lækjartorgi austur Hverfisgötu að Hlemmtorgi. Fer þaðan Snorrabraut, Bergþóru- götu, Barónsstíg, Egilsgötu, Snorra- braut og að Loftleiðahóteli. í baka- leiðinni verður farið um Hringbraut, Njarðargötu og Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Með þessum breyting- um er komið á tengingu við Hlemm- torg, frá Hlemmtorgi að Landspítala og Loftleiðahóteli og frá Hlemmt- orgi/Loftleiðahóteli að BSÍ. Leið 3 mun hætta að þjóna Bakka- hverfí, fer að Sléttuvegi og Sjúkra- húsi Reykjavíkur, hættir akstri um Hvassaleiti, fer Bólstaðarhlíð og Stakkahlíð og fer Túngötu og Hof- svallagötu í stað Suðurgötu og Hringbrautar. Leið 5 mun aðeins aka Hjarðar- haga-Dunhaga-Birkimel-Hringbraut á leið sinni frá Skeljanesi. í bakaleið- inni verður ekið um Suðurgötu. Með þessu er komið til móts við óskir íbúa í-Skerjafirði sem vilja tryggja börnum sínum örugga ferð vestur fyrir Suður- götu og svo þeirra sem koma úr miðborginni og ætla í Háskóla Is- lands. Leið 5 mun hætta akstri á Siéttuveg en mun þess í stað aka Bústaðaveg-Kringlumýrarbraut- Listabraut-Háaleitisbraut- Bústaðaveg. Með þessu er komið á beinum tengslum úr mörgum borg- arhverfum við Kringlusvæðið. Aðrar breytingar á leið 5 verða þær að vagninn mun aka Hólsveg og Engja- veg á leið sinni að Grensásstöð. Leið 6 mun þjóna Bakkahverfi í stað leiðar 3 og mun aka Flókagötu í stað Háteigsvegar vestan Löngu- hlíðar. Einnig verður aksturstími lengdur og vagni bætt inn á leiðina. Með þessu er vonast til að leiðinni Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ kynningu á nýju leiðakerfi SVR. Frá vinstri eru Þórhallur Örn Guðlaugsson, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs SVR, Lilja Olafsdóttir, forsljóri SVR, og Árni Þór Sigurðsson, stjórnarformaður SVR. gangi betur að halda réttum tíma, en mikið álag er á henni og hefur henni oft og tíðum gengið illa að halda áætlun. Leið 7 mun aka að Fossvogskap- ellu á leið austur. Leið 9 er ný leið sem ætlað er að tengja Ártún við athafnasvæði í Norðurbæ. Leiðin ekur um Skútu- vog-V atnagarða-Dalbraut- Sundlaugaveg-Borgartún og Kirkju- sand. Með þessari nýju leið eiga íbú- ar í Grafarvogi og Árbæ kost á mun betri leið um þetta svæði en áður. Leiðin mun ganga á annatíma virka daga, þ.e. kl. 07-09 og 16-19. Leið 14 mun þjóna Borgarhverfi og Víkurhverfi og aka Strandveg- Borgarveg-Melaveg-Strandveg- Breiðuvík-Mosaveg að Gullengi. Með þessu verður íbúum í Borgarhverfi og Víkurhverfi veitt þjónusta og einnig munu tengslin við Borgar- holtsskóla batna. Einnig mun leiðin aka um Fjallkonuveg á leið til mið- borgar og þannig færa Hamrahverfí betri tengingu við verslunarmiðstöð, íþróttahús og félagsmiðstöð. Leið 115 mun fara Gullengi-Mosa- veg-Víkurveg í stað Borgarvegar. KirkjusandJi • ÁRTÚN HLEMMl GRENSÁS GrmiáiSf MJÓDD’ Tkrlém Leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur — SKIPTIST OÐ Akstursstefna oq leibarmerkinq V fid . .. Kvörtun Pennans til Samkeppnisstofnimar vegna merkinga Rafeindaverkstæðisins SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Rafeindaverkstæðinu hf. í Reykja- vík að fjarlægja þjónustumerkingar Pennans, áður Egils Guttormssonar - Fjölvals hf., af ljósritunarvélum í eigu þriðja aðila og merkja þær Rafeindaverkstæðinu nema óyggj- andi heimild sé fyrir hendi. Málavextir eru þeir að Penninn kvartaði yfir því að starfsmenn Rafeindaverkstæðisins fjarlægi merkingar af Mita ljósritunarvélum og lími merkimiða Rafeindaverk- stæðisins á þær í staðinn. Hafi sum- ir eigendur ljósritunarvéla leitað til fyrrgreinds verkstæðis „í rangri hugmynd um umboðsmann Mita ljósritunarvéla hérlendis, veg;na þessara merkingarblekkinga", eins og segir í erindi Pennans til Sam- Bannað að breyta merk- lj ósritunarvéla ingum keppnisstofnunar. Er vísað í dæmi um þjónustu við vél í eigu Háskóla- bíó_s málinu til stuðnings. í umsögn Rafeindaverkstæðisins um málið segir að algengt sé að þjónustuaðilar sjái um þjónustu á öllum skrifstofutækjum og að kaup- endur séu ekki skyldugir til að kaupa þjónustu af upphaflegum söluaðila. Fjölval hafi að mati margra viðskiptavina starfað óreglulega, mannaskipti og eig- endaskipti verið tíð og viðskiptavin- ir því tekið tilboði Rafeindaverk- stæðisins um þjónustu. Brot gegn tveimur greinum samkeppnislaga Lögmaður Pennans svarar og telur það órökstuddar dylgjur að fyrirtækið hafí ekki sinnt hlutverki sínu og að Rafeindaverkstæðið hafi með óheiðarlegum og ólögmætum hætti aflað sér viðskipta á kostnað Pennans. Þessu andmælir lögmaður Rafeindaverkstæðisins. í niðurstöðum samkeppnisráðs segir m.a. að ráðstafanir sem um- boðsmaður grípi til í því skyni að takmarka möguleika kaupenda til að eiga viðskipti við þriðja aðila um viðhaldsþjónustu geti haft í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni og kallað á aðgerðir samkeppnisyfir- valda. í tilvikinu með vél Háskóla- bíós hafi verið fyrir hendi samningur við Pennann um viðhaldsþjónustu og vélin með merkimiða til að auð- velda starfsmönnum kvikmynda- hússins að hafa samband. Starfs- maður Rafeindaverkstæðisins hafi fjarlægt miðann og sett merkimiða síns fyrirtækis í staðinn þótt ekki hafi verið fyrir hendi samningur um að Rafeindaverkstæðið tæki þjón- ustuna að sér. Þykir hegðan Raf- eindaverkstæðisins ekki í samræmi við góða viðskiptahætti, veittar séu villandi upplýsingar sem haft geti áhrif á eftirspurn eftir þjónustu. Er því talið að brotið hafi verið gegn 20. og 21. grein samkeppnislaga nr. 8/1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.