Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ORKUÞJOÐIR
VIÐ ATLANTSHAF
NOREGUR er annar stærsti olíuútflytjandi í heimi,
næstur á eftir Saudi-Arabíu. Norðmenn sitja af þess-
um sökum í blómlegu búi og norska ríkið hefur greitt upp
allar skuldir við umheiminn. Fleiri Norðurlandaþjóðir horfa
til auðlinda undir hafsbotni. Danir hafa fundið verulegar
olíu- og gaslindir í Norðursjó. Líkur standa og til að slíkar
auðlindir séu við Grænland, við Jan Mayen, í jarðlögum
suðvestur af Færeyjum og á Hatton Rockall-svæðinu. I
því sambandi er rétt að minna á túlkun Eyjólfs Konráðs
Jónssonar á viðkomandi ákvæðum í alþjóðalögum, sem
hann setti fram bæði í ræðu og riti um árabil, að Islending-
ar eigi réttindi á framhaldi landgrunnsins allt suður á
Rockall-svæðið.
Líkur til þess að olía eða gas finnist hér við land eru
litlar að mati jarðvísindamanna. Samt sem áður eru tölu-
verð setlög fyrir Norðurlandi, á svæðinu frá Tjörnesi vest-
ur um Eyjafjarðarál, sem trúlega verða skoðuð nánar í
framtíðinni. A hinn bóginn eigum við gífurlega orkumögu-
leika í þriðju auðlindinni, svokallaðri, það er í óvirkjuðum
fallvötnum og jarðvarma landsins. í því sambandi er bæði
horft til orkufreks iðnaðar, sem þegar vegur þungt í þjóð-
arbúskap okkar, og til útflutnings á raforku um sæstreng,
sem er tæknilega mögulegur, og orkukaupendur í Evrópu
hafa þegar sýnt nokkurn áhuga á.
Orkumál við Norður-Atlantshaf hafa tekið miklum breyt-
ingum síðustu áratugi. í fyrsta lagi hefur olíu og gasi
verið dælt upp úr Norðursjó, við vesturströnd Noregs, við
Bretlandseyjar og austurströnd Kanada. í annan stað
standa nokkrar líkur til að Grænland og Færeyjar geti
bætzt í hóp „olíuþjóða“ áður en langir tímar renna. í þriðja
lagi eigum við gríðarmikla ónýtta möguleika á sviði orku-
framleiðslu og orkuútflutnings. Það eru með öðrum orðum
umtalsverðar horfur á að þetta norðursvæði geti orðið
gjöful orkuveita fyrir ríki Evrópu og N-Ameríku á nýrri öld.
Er ekki kominn tími til að þær þjóðir, sem hér eiga hlut
að máli, taki upp viðræður um horfur og möguleika á
þessu sviði; á hvern veg skuli að verki staðið við að byggja
upp og markaðssetja þessa „orkuveitu norðursins“ til fram-
tíðar? Hlutur okkar á þeim vettvangi yrði fyrst og fremst
ónýttar birgðir af mengunarlausri vatnsorku og jarð-
varma. Jafnframt þarf, svo enn sé vitnað til rökstuðnings
Eyjólfs Konráðs Jónssonar; að fylgja eftir réttindum okkar
á landgrunninu suður af Islandi á grundvelli 76. greinar
Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, ekki sízt í ljósi
þess að olía kann að finnast í jarðlögum á Hatton Roc-
kall-svæðinu.
Orkubúskapnum við Norður-Atlantshaf hefur verið að
vaxa fiskur um hrygg. Norðursvæðið er að verða sjálfu
sér nægt og aflögufært. Við eigum framtíðarhagsmuni
fólgna í því að mengunarlaust vatnsafl okkar ög jarðvarmi
verði hluti af þeirri orkuframvindu sem í sjónmáli er.
KV ÓT AVIÐSKIPTI
Á ÞINGEYRI
SIGFÚS Jóhannsson, einn af eigendum fiskverkunarfyr-
irtækisins Unnar ehf. á Þingeyri, lýsir kvótaviðskiptum
fyrirtækis síns með þessum orðum í samtali við Morg-
unblaðið sl. laugardag: „Ég leigði 10 tonna kvóta af manni,
ég veit reyndar ekki hvort hann var staddur á Kanaríeyj-
um, Akureyri eða í Reykjavík, og borgaði fyrir 710 þús-
und. Þá átti ég eftir að semja við bátinn um að veiða
kvótann og það kostaði 500 þúsund til viðbótar. Þú sérð
hvað kílóið hefur kostað,“ og hann bætti við „og þá átti
eftir að vinna fiskinn og salta, enda seldi ég hann þremur
mánuðum seinna með 300-400 þúsund króna tapi. Þetta
gengur ekki. Ég væri hins vegar tilbúinn að kaupa kvót-
ann af hinu opinbera. Þá færu peningarnir í sameiginlegan
sjóð til að reka heilbrigðiskerfið og menntakerfið og þann-
ig skiluðu þeir sér til baka.“
Þessi orð fiskverkandans á Þingeyri við Dýrafjörð eru
umhugsunarefni fyrir þá, sem hamast gegn veiðileyfa-
gjaldi. Það er sjálfsagt að þeirra mati að greiðsla af þessu
tagi fari í vasa kvótahafans, sem í upphafi fær þessi verð-
mæti fyrir ekki neitt. Hóflegt veiðileyfagjald í sameiginleg-
an sjóð er hins vegar „byggðaskattur" að þeirra mati.
Hver innheimti „byggðaskattinn“ í þeim viðskiptum, sem
hér er sagt frá?
Tilskipun Evrópusambandsins um vinn
Börnum
verði ekki
misboðið
andlega eða
líkamlega
Vinna bama og unglinga undir 18 ára aldri
verður takmörkuð með ýmsum hætti verði
frumvarp félagsmálaráðherra að lögum, sem
*
lögfestir tilskipun ESB um þetta efni. Omar
*
Friðriksson ræddi við skrifstofustjóra ASI.
SAMKVÆMT tilskipun Evrópusai
nokkrum
FRUMVARP félagsmálaráð-
herra, sem fjallar um tak-
markanir á vinnu barna og
unglinga, verður væntan-
lega að lögum á Alþingi fyrir þing-
lok. Með frumvarpinu eru lögfestar
reglur tilskipunar Evrópusambands-
ins um vinnu ungmenna þar sem
meginreglan er sú að vinna barna á
skólaskyldualdri er bönnuð með
nokkrum undantekningum og vinnu
unglinga upp að 18 ára aldri eru
sett ýmis takmörk. Töluverð óvissa
er um hvaða áhrif þessar reglur
muni hafa hér á landi. Nefnd, sem
falið var að semja frumvarpið, skil-
aði félagsmálaráðherra skýrslu á
seinasta ári en hún hafði aflað
ýmissa gagna um vinnu barna og
unglinga hér á landi. Dró nefndin
þá ályktun að vinna bama undir 13
ára í leyfum frá skólanámi færi
minnkandi hér á landi. Hún hefði
fyrst og fremst takmarkast við blað-
burð og barnagæslu. Hins vegar
væri sumarvinna barna sem eldri eru
en 13 ára almenn hérlendis.
Undir virku eftirliti
„Þessi tilskipun er hluti af þeim
vinnuvemdartilskipunum sem við
yfirtókum með samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið og er eitt af
þeim áhersluatriðum sem Evrópu-
sambandið var með í tengslum við
félagsmálayfirlýsinguna 1989,“ segir
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
Alþýðusambands Islands, sem átti
sæti í nefnd þeirri sem samdi fmm-
varpið. „Þarna er verið að fjalla um
ungmenni undir 18 ára aldri, sem
er sú skilgreining sem miðað er við
í Evrópu á því hvenær fólk telst full-
orðið. Hún er nokkuð ólík því sem
við höfum vanist hér á landi en við
sjáum þó að tilhneigingin hér er að
verða sú sama,“ segir Halldór.
„Þessum hópi er síðan skipt í
tvennt, annars vegar böm sem em
á grunnskólaaldri eða að 16 ára aldri
og hins vegar 16 og 17 ára ungl-
inga. Meginreglan varðandi börnin
er sú að að þau eigi ekki að vera
þátttakendur á vinnumarkaðinum því
í upphafi tilskipunarinnar segir að
vinna barna sé óheimil. Það eru svo
heimiluð ýmis 'frávik en þau eru
bundin því skilyrði að um þau verði
settar skýrar reglur og að haft sé
virkt eftirlit af hálfu stjórnvalda,"
segir hann.
Að sögn Halldórs em talin upp
ýmis frávik frá meginreglu fram-
varpsins sem bannar vinnu barna og
þau eru í aðaldráttum þrenns konar:
„í fýrsta lagi er heimilað að börn
Störf barna með skóla Höfuðb.svæði Hlutfall Landsbyggð Hlutfall ALLS Fjöldi Hlutf.
Fiskvinnsla 4,8% 62,8% 51 42,5%
Landbúnaður 2,4% 3,8% 4 3,3%
Verkamannastörf 14,2% 20,5% 22 18,4%
Blaðburður 33,3% 14,1% 25 20,8%
Afgreiðsla í búð 31,0% 17,9% 27 22,5%
Barnagæsla 26,2% 25,6% 31 25,8%
Ýmis afgreiðsla 23,9% 0% 10 8,3%
Samtals 170
Sumarstörf árið 1995 Höfuðb.svæði Fjöldi Hlutf. Landsbyggð Fjöldi Hlutf. ALLS Fjöldi Hlutf.
Fiskvinnsla 4 2,8% 112 57,7% 116 34,4%
Landbúnaður 17 11,9% 11 5,7% 28 8,3%
Garðyrkja 111 77,6% 106 54,6% 217 64,4%
Verkamannastörf 16 11,2% 34 17,5% 50 14,8%
Blaðburður 9 6,3% 5 2,6% 14 4,2%
Afgreiðsla í búð 12 8,4% 18 9,3% 30 8,9%
Ýmis afgreiðsla 8 5,6% 4 2,0% 12 3,6%
Barnagæsla 11 7,7% 22 11,3% 33 9,8%
Samtals 143 194 337
taki þátt í menningar-
og listviðburðum og
íþrótta- og auglýsinga-
starfsemi. Það er gert
ráð fyrir að ef um börn,
yngri en 13 ára, er að
ræða, séu settar um það
reglur og haft sérstakt
eftirlit með því, en það
yrði í höndum Vinnueft-
irlitsins.
í öðm lagi er heimilað
að ráða 14 ára börn til
vinnu ef hún er hluti af
fræðilegu eða verklegu
námi. I þriðja lagi má
ráða 13 ára og eldri börn
til léttari starfa og er
þá sérstaklega átt við
garðyrkjustörf, störf sendla og fleira
því um líkt.
Vinna í fjölskyldufyrirtækjum
undanþegin
Mér sýnist að hér á landi gæti
þetta haft þá þýðingu að börn geti
til dæmis tekið þátt í leiksýningum,
kvikmyndum, íþróttakeppnum og
vinnu í tengslum við þær. Jafnframt
að börn geti eftir 13 til 14 ára aldur
stundað léttari störf, svo sem í vinnu-
skólum, við garðyrkjustörf á vegum
sveitarfélaga, sendlastörf og blað-
burð, enda sé hann innan eðlilegra
marka og um þetta verði settar regl-
ur, sem byggjast á þessari megin-
hugsun, að ekki sé verið að misbjóða
börnum andlega eða lík-
amlega,“ segir Halldór.
í tilskipuninni og
lagafrumvarpinu er að
finna eina mikilsverða
undantekningu þar sem
segir að ákvæðin eigi
ekki við um tilfallandi
vinnu eða vinnu sem
varir í skamman tíma
að því er varðar heimil-
isaðstoð á einkaheimil-
um eða vinnu í fjöl-
skyldufyrirtækjum, sem
hvorki telst skaðleg né
hættuleg ungmennum. í
greinargerð fmmvarps-
ins er bent á að orðið
„fjölskyldufyrirtæki" sé
ekki til í íslensku lagamáli en nefnd-
in sem samdi frumvarpið leggur til
að orðið verði skýrt þannig að það
taki til rekstrar sem sé að veralegum
hluta í höndum einstaklings (ein-
staklinga) sem er skyldur eða mægð-
ur barni eða unglingi í beinan legg
eða öðmm lið til hliðar.
Unglingum hugsanlega
óheimil vinna í frystiklefum
Halldór segist líta svo á að eftir
að framvarpið verður að lögum verði
ekki lengur heimilt að ráða börn
yngri en 13 ára í blaðburð og hann
telur raunar vafasamt að 13 ára börn
megi vinna við blaðburð. „Vinnueftir-
litið mun eflaust meta það en það
Halldór
Grönvold