Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Ahersla á
myndlist og ný-
sköpun í tónlist
DAGANA 18. maí til 1. júní verður
haldin Kirkjulistahátíð í Reykjavík,
sú sjötta í röðinni. Að þessu sinni
verður mikil áhersla lögð á mynd-
list. Níu myndlistarmenn hafa verið
fengnir til að gera tillögur að nýjum
myndverkum í níu nýjar kirlq'ur í
Reykjavíkurprófastsdæmum. Hald-
in verður sýning á þessum tillögum
í Hallgrímskirkju og hefst hún 18.
maí. Listamennimir níu eru Guðjón
Ketilsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Helgi Gíslason, Herdís Tómasdóttir,
Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómas-
son, Sigurður Örlygsson, Steinunn
Þórarinsdóttir og Þorbjörg
Höskuldsdóttir.
Á sviði tónlistar verður fjölbreytt
dagskrá. Aðalstef tónlistaratrið-
anna er nýsköpun og impróvisasjón.
Þrjú ný verk hafa verið samin sér-
staklega fyrir hátíðina, konsert fyr-
ir orgel og hljómsveit eftir Hjálmar
H. Ragnarsson, verk fyrir kór og
orgel eftir Hróðmar I. Sigurbjöms-
son og hvítasunnusálmur Sigur-
björns Einarssonar við tónlist Jóns
Ásgeirssonar.
Á kirkjulistahátíð 1997 verða sjö
tónleikar, þrír með innlendum flytj-
endum og fjórir með erlendum gest-
um. Þeir erlendu gestir sem koma
fram em Halvor Hákanes, sem er
norskur kvæðamaður og mun flytja
norska miðaldakvæðið Draum-
kvæði við samspil fíðlu og orgels,
sænsku orgel- og slagverksleikar-
amir Mattías Wager og Anders
Ástrand, franski virtúósinn Jean
Guillou, Roy Goodman, hljómsveit-
arstjóri frá Englandi, og söngtríóið
Voces spontane sem Sibyl Urbancic
stjómar.
Að Kirkjulistahátíð standa List-
vinafélag Hallgrímskirkju, Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra og vestra
og biskup íslands.
Islensk bók-
menntavaka
í Berlín
Berlín. Morgunblaðið.
DAGANA 13.-18. maí munu sex
íslenskir höfundar lesa upp úr
verkum sínum á bókmenntaviku
í Berlín, sem tileinkuð er íslensk-
um samtímabókmenntum.
Bókmenntavikan hefst með
fyrirlestri Arthúrs Björgvins
Bollasonar þar sem hann mun
kynna strauma og stefnur í ís-
lenskum bókmenntum síðastliðna
áratugi. Arthúr mun jafnframt
vera kynnir og þýðandi upplestrar
höfundanna sem eru: Thor Vil-
hjálmsson, Álfrún Gunnlaugsdótt-
ir, Sigurður Pálsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Einar Kárason og
Linda Vilhjálmsdóttir.
ísland er í hugum hins almenna
borgara í Þýskalandi land eld-
fjalla, jökla og dulrænna þjóðar-
hefða. Þessar klisjur myndast
fyrst og fremst af sjóndeildar-
hring ferðamanna og því til sönn-
unar er það lesefni sem fáanlegt
er um landið á þýsku; takmarkast
nær eingöngu, fyrir utan þýðingu
á verkum Halldórs Laxness, við
ferðaiðnaðinn. Þetta eru stað-
reyndir sem koma nokkuð á óvart
vegna hins sívaxandi áhuga á Is-
landi í Þýskalandj og hinnar miklu
bókamenningar íslendinga. Und-
anfarin ár hafa þó verk íslenskra
höfunda hlotið vaxandi athygli
þýskra bókaforlaga. Grámosinn
glóir eftir Thor Vilhjálmsson kom
út í þýskri þýðingu 1986, bækur
Einars Kárasonar, Djöflaeyjan
1993 og Gulleyjan 1995, og á
þessu ári kom bók Steinunnar
Sigurðardóttur, Tímaþjófurinn, á
þýskan markað.
Á íslensku bókmenntavikunni
munu höfundarnir einnig heim-
sækja íslenskudeildir háskólanna
í Berlín og Greifswald.
Tónleikar í
Listasafni
Sigurjóns
BRYNDÍS Blöndal sópransöngkona
syngur burtfarartónleika sína frá
Nýja tónlistarskól-
anum í Listasafni
Siguijóns Ólafs-
sonar á morgun,
miðvikudag, kl.
20.30. Á efnis-
skránni verða
ljóðaflokkurinn
Frauenliebe und
Leben eftir Schum- Bryndís Blöndal
ann, Kirkjusöngv-
ar Jóns Leifs, frönsk ljóð eftir Fauré
og aríur eftir Hándel og Gounod.
Meðleikari Bryndísar á tónleikunum
er Bjarni Þór Jónatansson.
----» ♦ ♦---
Nýsköpunar-
sjóður náms-
manna styrkir
verkefni
við MHÍ
SELJÁLANDSFOSS. Myndin er úr íslandsbók þeirra Fritz Dresslers og Karl-Ludwigs Wetzigs.
Nýjar bækur
• SAGAMenn taskólans í Kópa-
vogi (MK) fyrir tímabilið 1973-
1983 er eftir Ingólf A. Þorkelsson
fv. skólameistara.
Efni bókarinnar skiptist í fimm
kafla. Sá fyrsti fjallar um stofnun
skólans og aðdraganda hennar,
fyrstu skólasetninguna og þann
vanda sem við var að etja er ýtt
var úr vör. í öðrum kafla er Iýst
tíðarandanum er ríkti þegar MK
hóf göngu sína. „Söngur þess tíma
var uppreisn og andóf æskunnar
gegn fornum dyggðum, stofnun-
um og stjórnendum, sem áttu ekki
sjö dagana sæla seint á sjöunda
áratugnum og snemma á þeim
áttunda,“ segir í kynningu.
Kaflinn er skrifaður frá sjónarmiði
skólastjórnandans og lýsir m.a.
vanda hans. Þá kemur kafli um
húsnæðisdeiluna miklu sem geis-
aði um og eftir 1980 og lauk að
mestu með skólasamningnum
1983. Lengsti kafli bókarinnar er
um félagslíf nemenda.
Síðasti kafli bókarinnar segir
frá starfsliði og stúdentum, skóla-
nefnd, kennslukerfí og kennslu-
greinum, skólasjóði og skólasókn-
arreglum.
Ný íslandsbók
KRISTÍN Ýr Hrafnkelsdóttir, sem
hefur unnið að því að hanna eðli-
lega gerviáferð á
húð í samvinnu við
stoðtækjafram-
leiðandann Össur
hf. hlaut núverið
styrk frá Nýsköp-
unarsjóði náms-
manna. Kristín er
nemandi í textíl-
deild MHÍ. Um-
sjónarmenn verk-
efnisins eru Ásrún Kristjánsdóttir
yfírkennari deildarinnar og Hilmar
Janusson frá Össuri hf.
Þetta verkefni er sprottið af
þeirri stefnu MHÍ að tengja nám í
hönnunargreinum atvinnulífí.
NÝ ÍSLANDSBÓK, Island, með
ljósmyndum eftir Fritz Dressler
og texta eftir Karl-Ludwig
Wetzig er nýkomin út hjá Ver-
lag C.J. Bucher í Miinchen.
Myndirnar eru frá öllum
landsfjórðungum, einkum nátt-
úru- og mannlífsmyndir, en
töluvert er af húsamyndum.
Einnig eru birtar gamlar þjóð-
lífsmyndir, teikningar og mál-
verk.
Þetta er myndabók að stærst-
um hluta, en leitast er við að
lýsa landi og þjóð í fortíð og
nútið með því að fjalla um
landafræði, sögu og menningu.
Ljósmyndarinn, Fritz Dressl-
er, er prófessor við listaháskóla
í Bremen í Þýskalandi og hefur
sent frá sér margar myndabæk-
ur um lönd og þjóðir. Karl-
Ludwig Wetzig hefur kennt við
háskólann í Göttingen, verið
lektor við Háskóla Islands og
starfað við fararstjórn á ís-
landi. Hann býr í Reykjavík.
Bókin er í stóru broti, 180 bls.
.Oðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl.
«Sml 5621390 • fax 552 6377
- kjarni málsins!
Islenskt barna-
leikrit í Ósló
BARNALEIKRITIÐ Rympa á
ruslahaugnum eftir Herdísi Egils-
dóttur var sýnt á byggðasafninu í
Bygdoy 26. og 27. apríl og 4.
maí. Áhugaleikhópurinn KEX flyt-
ur Rympu á ísiensku. Leikstjóri
er Gísli Kærnested leikari.
Þetta er annað starfsár leik-
hópsins en í júní í fyrra setti hann
upp leikritið Láttu ekki deigan
síga, Guðmundur eftir Hlín Agn-
arsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur
og var gerður að þvi góður rómur.
Leikhópurinn samanstendur af ís-
lendingum í Ósló og nágrenni.
í fréttatilkynningu segir að leik-
ritið höfði sennilega best til barna
á bamaskólaaldri. Það fjalli um
konu sem lifir lífinu eins og henni
henti best og býr á öskuhaugunum.
Hún saknar þess þó að eiga engin
börn, en henni og brúðukallinum
hennar, honum Sexvolta, hefur
ekki orðið barna auðið. Til hennar
rekast síðan tvö börn sem fá ekki
Örn Gunnarsson og Böðvar
Sveinsson í hlutverkum sín-
um frá sýningu hópsins.
þá alúð og umhyggju frá foreldrum
sínum sem þau kysu, en þeim tek-
ur Rympa opnum örmum. Hennar
uppeldisaðferðir eru töluvert frá-
brugðnar því sem þau eiga að venj-
ast og líkar þeim það vel, allavega
í bytjun ...