Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 4
4 SUNNUDAGUR 18. MAÍ1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 11/5 -17/5
Þ- ÁRSREIKNINGAR
Reykjavíkur fyrir 1996
voru lagðir fram til fyrri
umræðu í borgarstjóm á
fimmtudag. Samkvæmt
þeim hafa skuldir borg-
arinnar lækkað lítillega á
milli ára. í frétt frá skrif-
stofu borgarstjóra kemur
fram að peningaleg staða
borgarsjóðs, þ.e. veltuQár-
munir og langtímakröfur
að frádregnum skuldum,
er neikvæð um tæpa 10,3
milljarða, og hefur staðan
versnað að raungildi um
181 milljón á árinu.
Þ- SKELPLÓGUR kúfisk-
skipsins Æsu náðist af
hafsbotni í vikunni en áður
hafði lík skipstjórans sem
fórst með Æsu fundist og
náðst um borð í varðskipið
Óðin. Plógurinn er einn
hlekkur í rannsókninni á
því af hveiju Æsa sökk.
Rannsóknarnefnd sjóslysa
fer með forræði rannsókn-
ar á slysinu, en óvíst er
hvenær rannsókninni verð-
ur að fullu lokið.
► MIKLAR annir vom á
þingi í vikunni og gengu
þingstörfin hratt fyrir sig
á föstudag þegar sextán
frumvörp vom orðin að lög-
um fyrir miðnætti, en fund-
að var til klukkan fimm um
nóttina. Meðal þeirra var
frumvarp um Lánasjóð ís-
Ienskra námsmanna, ál-
bræðslu á Grundartanga,
jámblendiverksmiðju í
Hvalfirði og Qárreiður rík-
isins. Áætlað var að þingi
yrði frestað síðdegis í gær.
Verkfallið á Vest-
Qörðum enn óleyst
DJÚPSTÆÐUR ágreiningur er milli
atvinnurekenda og verkalýðsforyst-
unnar á Vestfjörðum og er ekki út-
lit fyrir að verkfaliið þar leysist í
bráð. Viðræðum var slitið undir mið-
nætti í fyrrakvöld og verður deiluað-
ilum ekki stefnt saman á ný í bráð
nema einhver merki berist frá þeim
um tilslökun.
Bætur almanna-
trygginga hækka
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
bætur almannatiygginga hækki um
4% frá 1. mars síðastliðnum að telja,
en bætumar voru hækkaðar um 2%
um síðustu áramót. Nemur hækkunin
á þessu ári því 6% og er hún í takt
við þær launahækkanir sem almennt
hefur verið samið um í kjarasamning-
um. Ríkisstjómin hefur jafnframt
ákveðið að bætumar hækki um 4%
1. janúar á næsta ári og 3,65% 1.
janúar 1999. Þá hefur ríkisstjómin
ákveðið aðgerðir til að draga úr jaðar-
áhrifum innan almannatrygginga-
kerfisins og ná þær jafnt til ellilífeyr-
isþega og örorkulífeyrisþega.
Drap hund
nágrannakonu
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í fyrradag sjötugan mann eftir að
hann hafði drepið hund í eigu konu
sem býr í sama fjölbýlishúsi og hann.
Maðurinn hafði ráðist á fertuga dótt-
ur konunnar þar sem hún var að
koma með hundinn inn í húsið, læst
sig með dýrið inni í íbúð sinni og
drap það þar. í rúm tvö ár hafa stað-
ið deilur í húsinu um hundinn, sem
var 7 ára gömul terrier-tík og var
maðurinn, sem talinn er hafa drepið
dýrið í gær, fremstur í flokki þeirra
sem vildu hundinn út.
Rússar og NATO ná
samkomulagi
JAVIER Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
og Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, komust á miðviku-
dag að samkomulagi um nýjan sam-
starfssamning sem miðar að því að
tryggja friðsamleg samskipti and-
stæðinganna fyrrverandi úr kalda
stríðinu. Samningur þeirra verður
undirritaður í París 27. maí nk. en
honum er ætlað að sefa Rússa
vegna væntanlegrar stækkunar
NATO í sumar. Bill Clinton fagnaði
samkomulaginu sem „sögulegu
skrefi í átt að friðsamlegri Evrópu"
og Prímakov sagði það „stóran sig-
ur fyrir skynsemina". Samkvæmt
samkomulaginu fá Rússar ekki
neitunarrétt á ákvarðanir NATO,
bandalagið skuldbindur sig ekki til
að koma ekki fyrir herliði eða kjam-
orkuvopnum í nýjum aðildarlöndum
og samningurinn er ekki lagalega
bindandi, en þessar þijár voru að-
alkröfur Rússa í samningunum.
Mobutu
fer frá völdum
MOBUTU Sese
Seko, forseti Za-
ire, afsalaði sér
völdum á föstu-
dag í hendur for-
sætisráðherrans,
Likulia Bolongos,
og þingsins en
kvaðst hins vegar
myndu titla sig
áfram forseta
landsins. Mobutu yfirgaf höfuðborg-
ina, Kinshasa, en vestrænir stjómar-
erindrekar sögðu hann á leið úr
landi, ýmist til Evrópu eða Ma-
rokkó. Samtök uppreisnarmanna
sögðust í gær líta á valdaskiptin sem
markleysu og hvöttu stjómarher-
menn til að leggja niður vopn.
► TONY Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, bauð
Sinn Fein, stjórnmálaarmi
írska lýðveldishersins,
IRA, til viðræðna um fram-
tíð Norður-írlands, án þess
að krefjast þess að IRA
lýsi áður yfir vopnahléi í
hryðjuverkahernaði sínum
gegn bresku sljórninni.
ÞÚSUNDIR tyrkneskra
hermanna réðust á mið-
vikudag tinn í norðurhluta
íraks og var skriðdrekum,
stórskotavopnum og flug-
vélum beitt í árásum á
kúrdiska skæruliða sem
beijast fyrir sjálfstæðu
ríki Kúrda. Fullyrða Tyrk-
ir að mikið mannfall haf!
orðið í röðum Kúrda, en
um 10.000 hermenn tóku
þátt í árásinni.
► DÖNSK móðir fékk á
miðvikudag bam sitt í
hendur en lögreglan í New
York hafði tekið það af
henni fjórum dögum fyrr,
þar sem hún skildi það eft-
ir í vagni fyrir utan veit-
ingastað sem hún sat á í
borginni. Á föstudag var
hins vegar fallið firá kærum
á hendur móðurinni fyrir
vítaverða vanrækslu og
óspektir á almannafæri, er
hún reyndi að koma í veg
fyrir að lögregla tæki bam-
ið í sínar hendur.
► UM 1.600 manns fómst
í öflugum jarðskjálfta,
sem var í Norður-íran um
síðustu helgi. Skjálftinn
var 7,1 stig á Richter og
lagði fjölmörg fjallaþorp
í rúst.
Úrskurður yfírfasteignamatsnefndar
Telur bænda-
gistingu ekki
vera landbúnað
YFIRFASTEIGNAMATSNEFND
hefur fellt þann úrskurð að bænda-
gisting geti ekki talist landbúnaður
og þess vegna beri að hækka fast-
eignaskatta af húsnæði sem nýtt
er fyrir bændagistingu. Þetta þýðir
að fasteignaskattar af þessu hús-
næði meira en tvöfaldast.
Samkvæmt lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga frá árinu 1995
eru fasteignaskattar lagðir á með
tvennum hætti. í svokölluðum A-
flokki er greiddur 0,5% skattur af
álagningarstofni, en í þeim flokki
eru „íbúðir, íbúðarhús ásamt lóðar-
réttindum, erfðafestulönd og jarð-
eignir, sem ekki eru nytjaðar til
annars en landbúnaðar, útihús og
mannvirki á bújörðum, sem tengd
eru landbúnaði, og sumarbústaðir
ásamt lóðarréttindum.“ Undir B-
flokk heyra allar aðrar fasteignir
og af þeim er greitt 1,32% gjald af
álagningarstofni.
Fasteignagjaldi
skipt í tvennt
Málsatvik eru þau að ný sveitar-
stjóm í sameinuðum Hornafjarð-
arbæ tók þá ákvörðun 1995 að
skipta álagningu fasteignagjalda á
íbúðarhús Hjalta Egilssonar, bónda
á Seljavöllum, í tvennt. 40% gjalds-
ins vom lögð á samkvæmt B-flokki
og 60% samkvæmt A-flokki. Þetta
var gert með þeim rökum að efri
hæð hússins væri nýtt undir bænda-
gistingu. Samkvæmt lögunum falli
útleiga á gistirými ekki undir A-
flokk.
Hjalti sætti sig ekki við þessa
niðurstöðu og kærði málið til yfir-
fasteignamatsnefndar. Nefndin ósk-
aði eftir umsögn um málið frá land-
búnaðarráðuneytinu og taldi það í
umsögn sinni að rekstur ferðaþjón-
ustu bænda á lögbýlum félli undir
landbúnað.
28% hússins gistirými
í úrskurði yfirfasteignamats-
nefndar segir: „Yfirfasteignamats-
nefnd telur að bændagisting í þeim
mæli sem um ræðir í þessu máli,
þar sem ákveðinn hluti húss hefur
verið innréttaður gagngert í því
augnamiði að leigja til gistingar,
falli utan ramma venjulegs landbún-
aðar. Geti sá hluti hússins, sem inn-
réttaður hefur verið og nýttur í
þessu augnamiði því ekki fallið und-
ir undatekningarákvæði a-liðar of-
angreindrar 3. mgr. 3. gr. laga nr.
4/1995.“
Það er mat nefndarinnar að 28%
hússins séu nýtttil gistingar en 72%
til „hefðbundinnar íbúðamotkunar“.
í samræmi við þessa niðurstöðu tel-
ur hún að 28% af húsinu á Seljavöll-
um falli undir B-flokk laganna um
tekjustofna sveitarfélaga og 72%
undir A-flokk laganna.
Kristnihá-
tíðarmerki
valið úr
181 tillögu
ÚRSLIT í samkeppni um
merki kristnihátíðar árið 2000
voru tilkynnt sl. föstudag, en
alls barst 181
tillaga undir
137 dulnefn-
um. Fyrstu
verðlaun
hlaut tillaga
Guðjóns Dav-
íðs Jónssonar,
sem er graf-
ískur hönnuður og Antons
Helga Jónssonar, sem fæst við
textagerð og hugmyndasmíð.
í dómnefnd samkeppninnar
voru biskup íslands, herra Ól-
afur Skúlason, Þóra Kristjáns-
dóttir listfræðingur og frá FÍT
þau Guðmundur Oddur Magn-
ússon, Jón Ágúst Pálmason
og Ólöf Birna Garðarsdóttir.
Fyrstu verðlaun nema 400
þúsund krónum og segir í
umsögn dómnefndar um til-
lögu þeirra Guðjóns Davíðs og
Antons Helga að það höfði
strax til áhorfandans með því
að skírskota til staðarins þar
sem kristnitakan fór fram um
leið og það vísi til sögunnar.
Önnur og þriðju verðlaun,
200 þúsund kr., hlutu Kristín
Þóra Guðbjartsdóttir og Þórar-
inn F. Gylfason. Verðlaunin
voru afhent við athöfn í Ráð-
húsi Reykjavíkur á föstudag.
Allar tillögurnar verða til sýn-
is þar fram til klukkan 19 á
miðvikudag.
Stjóm Bláa lónsins hyggst
kanna skaðabótarétt
Morgunblaðið/RAX
GRÍMUR Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf., Eðvarð
Júlíusson stjórnarformaður og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, en hann á einnig sæti í stjórn Bláa lónsins hf.
STJÓRNENDUR og lögfræðingar
Bláa lónsins hf. telja heilbrigðisnefnd
Suðumesja ekki vera lögmætt stjóm-
vald til þess að taka ákvarðanir um
öryggi baðgesta við Bláa lónið og
hyggjast kanna rétt sinn til skaða-
bóta vegna framkomu nefndarinnar,
sem þeir telja hafa komið af stað
skaðlegri umíjöllun um starfsemi og
ímynd félagsins. Vegna dauðaslyss
sem varð í lóninu snemma sl. sunnu-
dagsmorgun hefur heilbrigðisnefndin
gefið Bláa lóninu hf. frest til 1. júní
nk. til að gera ákveðnar úrbætur í
öryggismálum. Verði framkvæmdun-
um ekki lokið fyrir þann tíma hyggst
heilbrigðisnefndin loka lóninu fyrir
baðgestum án frekari viðvömnar.
í samtali við Grím Sæmundsen,
framkvæmdastjóra Bláa lónsins hf.,
og Eðvarð Júlíusson stjómarfor-
mann kom fram að þeim væri fylli-
lega ljós sú ábyrgð sem á þeim hvíl-
ir hvað varðar öryggi baðgesta og
að félagið væri og hefði alltaf verið
reiðubúið til samstarfs við alla þá
sem að liði gætu orðið í því efni.
Þannig væru ábendingar frá heil-
brigðisnefndinni jafnt sem öðrum vel
þegnar og í kröfugerð nefndarinnar
hefðu vissulega verið gagnlegar og
jákvæðar ábendingar.
Hertar öryggisreglur
í kjölfar banaslyss
Á fundi sem stjómendur Bláa lóns-
ins hf. áttu með heilbrigðisnefnd
Suðumesja sl. fímmtudag fóm þeir
m.a. fram á skýringar á því hvaða
lagaheimild nefndin teldi sig hafa til
að setja þeim þá úrslitakosti sem sett-
ir hafa verið. Þeir segja nefndina ekki
hafa getað rökstutt það á fundinum.
í kjölfar banaslyss sem varð í lón-
inu árið 1994, skömmu eftir að Bláa
lónið hf. tók við rekstri þar, var far-
ið yfir öryggisreglur baðgesta í sam-
vinnu við heilbrigðiseftirlit og þær
hertar til muna, að sögn Gríms. Þá
var það skoskur ferðamaður, sykur-
sjúkur og ósyndur, sem drukknaði í
lóninu. Grímur segir að þá hafi ver-
ið ákveðið að styrkja mjög fræðslu
til erlendra ferðamanna. Varúðar-
merkingar vom styrktar og sett út
öryggistaug sem afmarkar gmnnan
enda lónsins við baðhúsið og þær
merkingar virða erlendu gestirnir
nær undantekningarlaust, að sögn
þeirra Gríms og Eðvarðs.
Munur á baðgestum og þeim
sem fara í lónið í leyfisleysi
Þeir leggja áherslu á að þetta til-
felli sé eina banaslysið sem orðið
hafi á baðgesti þar frá því að Bláa
lónið hf. tók við rekstrinum. Gera
verði skýran greinarmun á baðgest-
um, sem komi til þess að njóta þjón-
ustu sund- eða baðstaðar og greiði
fyrir það og þeim sem komi á stað-
inn utan hefðbundins opnunartíma
og fari í lónið í leyfisleysi, eins og
raunin var þegar ung stúlka lést af
slysförum í lóninu sl. sunnudags-
morgun. „Það er ekki hægt að lesa
annað út úr samþykkt heilbrigðis-
nefndar en að þarna hafi verið um
baðgest að ræða og það er reginmis-
skilningur. Við getum ekki gseM
öryggis fólks sem fer um svæðið að
næturlagi. Ekki er hægt að líta al-
gerlega fram hjá eigin ábyrgð við-
komandi," segir Grímur.