Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VÍTISENGLAR eru villidýr
sem taka það sem þeim
sýnist, þegar þeim sýn-
ist,“ fullyrti rithöfundur-
inn Yves Lavigne í bókinni Hell’s
Angels, Vítisenglar, fyrir nokkrum
árum. Aðrar staðhæfingar hans um
þessi mótorhjólasamtök og meðlimi
þeirra eru af sama meiði og vandar
hann þeim ekki kveðjurnar. Aðrar
heimildir hníga að sömu niðurstöðu,
þ.e. að ekki sé allt með felldu hjá
englunum og samtökum þeim tengd-
um.
í tengslum við englana
í mars síðastliðnum lagði list-
dansmær, fyrrum starfsmaður
nektardansstaðar í Reykjavík, fram
kæru á hendur eigendum staðarins
fyrir vændisstarfsemi og fíkniefna-
sölu. Sá aðili sem kærði fullyrti
jafnframt að svokallaðar einkasýn-
ingar hafí verið notaðar til að fé-
fletta gesti. Um svipað leyti gerðu
óeinkennisklæddir lögreglumenn
sér ferð á þessa staði hérlendis og
var þeim m.a. boðin „áþreifanlegri
þjónusta" þar en nektardans.
Aðrir fyrrum starfsmenn nektar-
staða hér á landi hafa opinberlega
borið fram fullyrðingar um að þar
hafi verið stundað vændi og eiturlyf
seld. Eigendur þeirra staða sem
bornir hafa verið slíkum sökum
hafa hins vegar neitað þeim harð-
lega. Lögreglan hér á landi hefur
og fengið upplýsingar um að fata-
fellur sem hingað hafa komið séu
margar á sakaskrá og eru sumar
þeirra grunaðar um vændi, eins og
fram kemur í gögnum Kanada-
manna í liðnum mánuði.
í þeim upplýsingum sem kana-
díska lögreglan sendi hingað til
lands, sem svar við fyrirspurn ís-
lenskra yfirvaida um einstaklinga
og fyrirtæki þar í landi sem hafa
verið í sambandi við nektardans-
staði hérlendis, koma m.a. fram
nöfn þriggja manna sem hafa verið
í tengslum við íslenska nektardans-
staði. Þar á meðal er Alan nokkur
unum Bandidos, Pagans og
Outlaws. í rannsókn sem banda-
ríska alríkislögreglan stóð fyrir
1983 kom fram að tiltölulega smár
hluti þeirra sem tilheyra vélhjóla-
klúbbum tengist ólögmætri starf-
semi, en þeir sem það gera hins
vegar hafi stöðugt orðið skipulagð-
ari og harðskeyttari. Helsti vett-
vangur þeirra sé meðal annars
framleiðsla, sala og dreifing efna á
borð við krakk og amfetamín, kóka-
ín, englaryk og kannabisefni.
Þeir veigri sér heldur ekki við
að deyða fólk og fremji á víxl leigu-
morð fyrir utanaðkomandi aðila og
drepi félaga í óvinasamtökum, auk
drápa innbyrðis til að viðhalda aga.
Fjárkúgun er einnig ofarlega á lista,
bæði í því skyni að tengjast lögmæt-
um fyrirtækjarekstri og ná tangar-
haldi á honum. Þar á eftir þylur
FBI upp mannrán, vændi, íkveikjur,
rán, mútur, sprengjutilræði, inn-
brot, nauðganir, svindl, verslun með
þýfi, flutning á slíkum varningi á
milli ríkja, bílastuldur o.s.frv.
Meðlimir eru sagðir lúta ströng-
um þagnareið, þeir beri almennt
litla virðingu fyrir laganna vörðum
eða lögum og ógni fólki hiksta-
laust, bæði þeim sem hyggist vitna
gegn þeim, sækja þá til saka eða
rannsaka framferði þeirra. Menn
fái oft á tíðum ekki inngöngu í
samtökin nema með því að fremja
glæp. Meðlimirnir eigi það sam-
merkt að sækjast eftir spennu og
þeim „helgisiðum" sem klúbbarnir
hafa komið sér upp í áranna rás.
Þá segir alríkislögreglan að Vítis-
englar beiti óspart fyrir sig tækninýj-
ungum á sviði ijarskipta, svo sem
farsímum, talstöðvum, hljóðnemum
og tækjum til að rugla og finna bún-
að lögreglu. Þeir víggirði klúbbhús
sín og aðra aðsetursstaði og notfæri
sér fullkomin öryggiskerfí í því skyni,
svo sem myndavélar, þjófavamar-
kerfí, varðhunda og vopnabúnað.
Auk þess sé ýmsum brögðum beitt
cp PHOTO/Paui Chíasson til að torvelda lögreglu inngöngu og
LÖGREGLA fylgist með líkfylgd Vítisengla við útför forseta þeirra í Sorel í Quebeck í Kanada. rannsókn, þegar svo ber undir.
Voma Vítisenglar ylir íslandi?
Blanchard sem sagður er hafa verið
eigandi skemmtistaðarins Studio
Sex í Granby fyrir nokkrum misser-
um, en Vítisenglar keyptu hann og
reka. Þar er nú mótsstaður fyrir
meðlimi Vítisengla. Blanchard er
sjálfur ekki talinn vera Vítisengill,
en lögreglan ytra benti á að heimil-
isfang sem hann hafi gefið upp um
skeið sé eitt helsta aðsetur Vítis-
engla í Kanada.
Þá var nefndur maður að nafni
Patric Lambert, kunnur af venslum
sínum við Vítisengla og hann sagð-
ur einn helsti tengiliður umboðs-
skrifstofunnar L’Agence de Dans-
euses Aventure við ísland. Nefnt
fyrirtæki er sagt í eigu Vítisengla
og gengur aðaleigandi þess, Vítis-
engill að nafni David Caroll, undir
nafninu Wolf og hefur verið bendl-
aður við glæpsamlegt athæfí. Lög-
reglan ytra nefnir einnig, varðandi
það fyrirtæki, mann að nafni Alain
Jalbert, sem sé kunnur samstarfs-
maður Vítisengla. Um-
boðsskrifstofa Ævin-
týradansaranna hefur
stúlkur á sínum snærum
í Quebec, Ontario og
Nýfundnalandi, auk ís-
lands og frönsku ný-
lendunnar Guadeloupe í Karíbahafí.
Vísbendingar um áhuga
Þeir löggæslumenn sem Morgun-
blaðið ræddi við sögðu raunar að
þeir teldu ekki sýnileg merki þess
að Vítisenglar væru farnir að
hreiðra um sig hérlendis, en hins
vegar hefðu komið fram vísbend-
ingar á undanförnum árum sem
sýndu áhuga þeirra á Islandi. Slíkar
vísbendingar væru nægjanlegar til
að vera vel á verði þótt talið sé
ósennilegt að samtökin gætu byggt
upp starfsemi sína hér landi fyrir
*
Ymsir vöknuðu upp við vondan draum þegar kanadíska lögreglan
upplýsti starfsbræður sína hér í síðasta mánuði um að fyrirtæki,
sem íslenskir nektardansstaðir hafa átt viðskipti við, væru í eigu
eða í tengslum við Vítisengla. Fatafellur sem hingað koma
séu margar á sakaskrá, í tygjum við Vítisengla og njóti vemdar
þeirra. Sindri Freysson ásamt Sigrúnu Davíðsdóttur og
Kristjáni Amgrímssyni kynntu sér málið.
Markmið að
stofna deild
hérlendis
tilstuðlan vélhjólaklúbba. Aðrar
leiðir væru hins vegar hugsanlegar.
Dæmi um áhuga á íslandi er að
danska lögreglan fann seinasta
haust gögn, við húsleit hjá Vítis-
englum í Hróarskeldu, sern^ sýna
að danskir Vítisenglar líta á Island
sem umráðasvæði sitt. I gögnunum
kom fram að framtíðarmarkmið
samtakanna væri að skipta
Evrópu í þtjú svæði og
stofna deildir sem víðast,
þar á meðal hérlendis. Af
þessum upplýsingum mátti
_______ ennfremur ráða að Vítis-
englar í Danmörku telji sig
best til þess fallna að vera forystu-
sauðir í norð-vestur hluta álfunnar,
þ.e. á öllum Norðurlöndunum auk
Eistlands, Lettlands, Litháens,
Rússlands og Úkraínu, en ennfrem-
ur voru Tékkland, Pólland og Ung-
veijaland nefnd til sögunnar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
segja líkur á að ísland geti verið
áhugaverður griðastaður afbrota-
manna og áningarstaður á ferðum
milli heimsálfa. Talað er um að
greiðfært væri fyrir öflug glæpa-
samtök að skjóta rótum hérlendis,
ekki síst þar sem yfirvöld eru van-
megna að bregðast við skipulögðum
glæpum.
Vítisenglar heimsækja ísland
Talið er að ellefu mótorhjóla-
klúbbar séu starfandi hérlendis.
Enn sem komið er virðast tengsl
íslendinga við erlend mótorhjóla-
samtök á borð við Vítisengla þó
vera hverfandi lítil eins og áður
sagði. Þó hafa lögreglu borist upp-
lýsingar um fíkniefnanotkun ein-
stakra meðlima í nokkrum af þeim
bifhjólasamtökum sem kunn eru,
og grunur leikur á tengslum ákveð-
inna einstaklinga við Vítisengla
ytra, þar á meðal í Amsterdam og
hugsanlega sölu og innflutning
fíkniefna þaðan. Grunur leikur
einnig á að forseti Vítisengla í
Amsterdam hafí komið hingað til
lands í heimsókn til sömu manna.
Þá hafði lögreglan spurnir, í
október í fyrra, af dvöl fimm félaga
í samtökum Vítisengla í Þýska-
landi, hérlendis, skömmu áður en
þeir héldu af landi brott. Þetta telja
menn áhyggjuefni, enda sé óvíst
að meðlimir þessara samtaka telji
ástæðu til að veija tíma hérlendis
nema þeir hafi áhuga á Islandi. Að
sá áhugi sé eingöngu bundinn feg-
urð íslenskrar náttúru og fersku
fjallalofti, telja menn ekki útilokað
en þó ólíklegra. Af þeim sökum
álítur lögreglan að hérlendis sé jarð-
vegur fyrir klúbba af þessu tagi,
þótt þeirra hafi ekki enn orðið vart.
„Full ástæða virðist vera fyrir
íslensk löggæsluyfirvöld að vera
mjög á varðbergi gagn-
vart þróun mála á hinum
Norðurlöndunum, tengsl
Vítisengla við starfsemi
hér á landi og þeim
möguleikum sem skipu-
lögð glæpasamtök frá
Þeir beiti einnig „gagnnjósnum",
þ.e. fylgist grannt með ferðum lög-
reglu og vélhjólasamtaka sem þeir
telja sér stafa ógn af. Þá segir lög-
reglan uggvænlegt að meðlimir
gengjanna hafí í auknum mæli vopn-
ast allt frá hnífum og öðrum stungu-
vopnum til skammbyssa.
Annan maí 1985 handtók FBI112
meðlimi Vítisengla víðs vegar um
Bandaríkin í samræmdu átaki yfir-
valda, að undangenginni umfangs-
mikilli rannsókn á samtökunum.
250 vopn voru gerð upptæk á 50
stöðum, þar á meðal sjálfvirk skot-
vopn, sprengiefni, sprengjur og
sveðjur, auk tölvukosts og gagna
sem innihéldu miklar upplýsingar,
þar á meðal um löggæslumenn sem
sýnt höfðu Vítisenglum áhuga og
tengsl við systrafélög erlendis.
Telja Evrópu tilheyra sér
í Kanada eru deildir Vítisengla
fimm talsins, þar á meðal í Quebec,
Bresku Kólombíu, Mon-
-------- treal og Vancouver svo
Evrópu og öðrum heimsálfum telja
vera hér á landi,“ sagði lögreglu-
maður sem við var rætt.
Morð, íjárkúgun og vændi
Fullgildir klúbbar eða félög Vítis-
engla í Evrópu eru talin vera 35
talsins í níu löndum álfunnar, en
um 90 klúbbar í heiminum öllum
með á annað þúsund fullgildra fé-
laga. Bandaríkin eru föðurland
mótorhjólasamtaka og er nálægt
hálf öld síðan samtök Vítisengla
voru stofnuð. Auk Vítisengla eru
þekkt bifhjólasamtök í Bandaríkj-
og
Vaxandi áhugi eitthvað sé nefnt, en stór
Vítisengla á hluti samtakanna þar í
l\l-Evrópu. Iandi eru afsprengi bif-
hjólasamtaka sem nefnd-
ust áður Englar Satans.
Klúbbarnir voru stofnaðir frá 1977
til 1983 og er elsti klúbburinn í
Montreal. Vítisenglar eru ráðandi á
sínu sviði í Kanada og lítur klúbbur-
inn þar á Evrópu sem yfirráða-
svæði sitt og þar á meðal Norður-
löndin. Áhugi klúbbsins á norðut-
hluta Evrópu er talinn hafa vaxið
umtalsvert á seinustu árum, bæði
vegna tekjumöguleika þar og þeirra
pólitísku umskipta sem orðið hafa
í Austur-Evrópu. Frá Norðurlönd-
um væri hægðarleikur að stíga
skrefið austur á bóginn.
Samkvæmt nýlegum upplýsing-