Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 26

Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 26
26 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Sambíóin sýna bandarísku ævintýramyndina Dante’s Peak með Pierce Brosnan og Lindu Hamilton í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um eldgos o g afleiðingar þess fyrir íbúa í bandarískum smábæ Eldur og eimyrja ÍSINDAMAÐURINN Harry Dalton (Pierce Brosnan) á fótum sín- um §'ör að launa þegar hann er við rannsóknir á eldspú- andi fjalli í Kólumbíu, en í hamför- unum ferst unnusta hans þegar glóandi hraunstykki lendir á bíl þeirra. Dalton dregur sig í hlé eftir þetta áfall og endurmetur stöðu sína í lífinu, en hann lætur þó til leiðast þegar fyrrverandi starfsfélagar hans fara þess á leit að hann rannsaki smávægilegar jarðhræringar í nágrenni bæjarins Dante’s Peak undir hlíðum sam- nefnds eldfjalls á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Bæjarstjóri þar er Rachel Wando (Linda Hamil- ton) sem er viðskiptasinnuð ein- stæð móðir. Hún er um það bil að fara að undirrita samning við milljarðamæring sem valið hefur Dante’s Peak sem ákjósanlegan stað fyrir uppbyggingu sem bæði á að færa honum aukinn auð og bæjarbúunum aukin viðfangsefni og tekjumöguleika. Dalton á ekki von á öðru en að verða var við minniháttar jarðhræringar eins og algengar eru á þessu svæði, en fyllist skelfingu þegar hann gerir sér grein fyrir að annað og meira er á seyði og ýmsir fyrirboð- ar um að eldgos sé í vændum. Dalton gerir Rachel grein fyrir stöðu mála og eftir nokkra um- hugsun ákveður hún að allur sé varinn góður og boðar til bæjar- stjómarfundar þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum Daltons um yfirvofandi hættu á meirihátt- ar náttúruhamförum. Yfírmaður Daltons kemur á fundinn og fær hann bæjarstjómina ofan af því að lýsa yfir hættuástandi, en hann efast um sannleiksgildi kenninga Daltons. En vísbendingar um að hann hafi haft rétt fyrir sér hrann- ast brátt upp og loks verða kolleg- ar hans að viðurkenna að hann hafði haft rétt fyrir sér. Boðað er til borgarafundar en meðan á honum stendur tekur jörðin að nötra og skjálfa vegna öflugra jarðskjálfta og skelfingu lostnir íbúarnir leita útgöngu úr ráðhúsi bæjarins. Öngþveiti verður svo þegar þeir sjá öskuský yfir fjallinu og umferðarhnútur myndast á einu akbrautinni úr bænum þegar íbúarnir leggja á flótta. Dalton fer með Rachel að leita barna hennar tveggja en þau höfðu farið að leita ömmu sinnar sem býr í fjallshlíð- inni og neitar að yfirgefa heimili sitt. Hefst þá mikið kapphlaup við tímann þegar þau Dalton og Rachel reyna að bjarga fjölskyldu hennar áður en eldfjallið byijar að gjósa. Linda Hamilton er fædd 26 september 1956 í Salisbury í Marylandfylki í Bandaríkjunum. Eftir menntaskólanám var hún í háskóla í tvö ár, en hélt svo til New York árið 1976 til að leggja stund á leiklistarnám. Hún var um skeið í læri hjá Lee Strasberg sem skólað hefur margan leikar- ann, en að loknu þriggja ára leik- listarnámi hélt Linda til Los Ang- eles þar sem hún fékk vinnu við sjónvarp eftir aðeins fáa mánuði. Hún hefur leikið leikið í ijölda sjónvarpsmynda og m.a. hlotið tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Beauty and the Beast. Árið 1982 lék Hamilton svo í fyrstu kvikmynd sinni en það var myndin Tag, sem reyndar fékk heldur misjafna dóma. Árið 1984 lék hún í The Stone Boy og Chil- dren of the Corn, sem gerð var eftir sögu Stephen King, en sama ár lék hún á móti Amold Schwarz- enegger í The Terminator, sem markaði þáttaskil fyrir báða leik- arana. Leikstjóri myndarinnar var James Cameron sem Linda býr nú með og hefur alið eitt barn, og hefur hún lýst því yfir að þau hyggist ganga í það heilaga á ÖNGÞVEITI myndast þegar íbúar Dante’s Peak sjá að öskuský hefur myndast yfir fjallinu sem bærinn dregnr nafn sitt af. ROGER Donaldson leik- MIKIÐ kapphlaup hefst þegar þau Dalton og Rachel reyna sljóri Dante’s Peak. að bjarga fjölskyldu hennar áður en eldfjallið byijar að gjósa. næstunni. Eftir að hafa leikið í The Terminator lék Linda á móti James Belushi og Michael Caine í Mr. Destiny (1990) og ári seinna lék hún á ný á móti Schwarzenegger í Terminator 2: Judgement Day, sem sló rækilega í gegn líkt og fyrri myndin. Aðrar myndir sem Linda hefur leikið í eru Silent Fall þar sem hún lék á móti Richard Dreyfuss og The Shadow Conspiracy, en í henni leikur hún á móti Charlie Sheen. Leikstjóri Dante’s Peak er Rog- er Donaldson, sem m.a. á að baki myndirnar The Getaway (1994), Species (1995) og No Way Out (1987). Hann leikstýrði einnig The Bounty (1984), Coctail (1988), Cadillac Man (1990) og White Sands (1992). Donaldson fæddist í Ástralíu en fluttist 19 ára gamall til Nýja Sjálands. í fyrstu starfaði hann þar sem ljós- myndari áður en hann hóf að gera sjónvarpsauglýsingar, heim- ildarmyndir og sjónvarpskvik- myndir.. Meðal fyrstu verkefna hans fyrir sjónvarp var sjö þátta röð sem kallaðist Winners and Losers. Fyrstu kvikmyndinni leik- stýrði Donaldson árið 1977, en það var myndin Sleeping Dogs, sem var fyrsta kvikmyndin sem gerð hafði verið á Nýja Sjálandi eftir 15 ára hlé. Næsta mynd hans var Smash Palace (1981) og færði hún honum alþjóðlega við- urkenningu sem kvikmyndaleik- stjóri. í kjölfarið bauðst honum að gera The Bounty sem var fyrsta verkefnið sem hann vann að í Bandaríkjunum, en með aðal- hlutverk í henni fóru þeir Mel Gibson og Anthony Hopkins. ÍRSKI leikarinn Pierce Brosnan er í dag sennilega þekktastur fyrir að vera hinn nýi James Bond, en hann hefur eins og flestir vita tekið að sér að leiða þá þekktu kvikmyndapersónu inn í 21. öldina. Fyrsta mynd hans í hlutverkinu var Goldeneye sem frumsýnd var fyrir tveimur árum og hefur myndin þegar skilað rúmlega 350 milljónum dollara í tekjur. í lok þessa árs verður næsta Bond mynd hans frumsýnd en hún heitir Tomorrow Never Dies. Brosnan hefur gert samn- ing um að leika í þriðju Bond myndinni og honum hefur verið boðið að leika í þeirri fjórðu. Pierce Brosnan er fæddur 16. maí árið 1951 í Co- unty Meath á írlandi, en 11 ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til London. Eftir skólagöngu starf- aði hann um skeið sem leigubílstjóri og gluggaskreyt- ingamaður, en gekk siðan til liðs við tilraunaleikhús og Iærði leiklist hjá Drama Center. Hann starfaði sem aðstoðarsviðsstjóri hjá York Theatre Royal um skeið, en fékk sitt fyrsta hlutverk á leiksviði í London þegar Tennessee Williams valdi hann til að fara með hlut- verk McCabe í frumsýningu Red Devil Battery Sign. Fyrstu kvikmyndirnar sem Brosnan lék í voru The Mirror Crack’d og Long Good Friday, sem gerðar voru árið 1980. Sama ár var hann valinn til að fara með hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni The Manions of America, og flutti hann þá til Bandaríkj- anna án þess að ætla sér að ílendast þar. En það fór á annan veg þar sem honum var boðið aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Remington Steel sem síðan voru sýndir við miklar vinsældir frá 1982 tíl 1987. I Remington Steel vakti fáguð framkoma hans og hnyttni verðskuldaða athygli og hann þóttí tilvalinn Fágaður um- hverfissinni til að taka að sér hlutverk James Bond. Þetta var árið 1986 og sýningum á Remington Steel átti þá að Ijúka en skömmu eftir að tilkynnt var að Brosnan yrði næsti Bond var ákveðið að sýna þættina áfram. Brosnan var samningsbundinn við gerð þeirra og því varð ekkert úr því að hann tæki að sér hlutverk Bonds í það skipt- ið. Hann segist vera feginn að hafa fengið tækifærið aftur þegar ákveðið var að ráðast í gerð Goldeneye og hann hefði helst ekki viljað fara í gröfina sem maðurinn sem gat orðið, gæti hafa verið eða ættí að hafa verið James Bond. Frá því Pierce Brosnan lauk við að leika í Reming- ton Steel og þar til hann loks fékk að takast á við Bond lék hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda. Meðal þeirra eru The Fourth Protocol (1987), The Decievers (1988), Mister Johnson (1991), The Lawnmower Man (1992) og Mrs. Doubtfire (1993). Þá lék hann með Warren Beatty og Annette Bening í Love Affair (1994) og næst á undan Goldeneye lék hann í Robinson Crusoe. Eftir að Brosnan tók að sér hlutverk James Bond hefur honum boðist hvert kvik- myndahlutverkið á fætur öðru og hefur hann síðan leikið í mynd Barböru Streisand, The Mirror Has Two Faces, og myndunum Mars Attacks! og The Nephew. Brosnan er liðtækur frístundamálari og hefur hann látið umhverfismál mjög til sín taka. Yar hann t.d. í hópi þekkts fólks sem á dögunum krafðist þess að Paul Watson forsprakki Sea Shepherd-samtakanna yrði ekki framseldur frá Hollandi til Noregs. Brosnan var í fjórtán ár kvæntur áströlsku leikkonunni Cas- sandra Harris sem lést 1991 og áttu þau þrjú börn saman. Harris var ein af hinum svokölluðu Bond-stúlk- um, en hún lék á sínum tíma í myndinni For Your Eyes Only. I janúar síðastliðnum eignaðist svo Brosnan fjórða barn sitt, en móðir þess er sjónvarpsfréttakonan Keely Shaye Smith.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.