Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 18. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BRÓÐERNIOFAR
ÞJÓÐERNI
IDAG höldum við hvíta-
sunnuhátíð, eina af
þremur stórhátíðum kris-
tinna manna. Við minnumst
þess er heilagur andi kom
yfir postula Krists í Jerúsal-
em, en þann atburð má telja
stofndag kristinnar kirkju.
Þannig er sagt frá hvíta-
sunnudegi í Postulasögunni:
„Varð þá skyndilega gnýr
af himni eins og aðdynjanda
sterkviðris og fyllti allt hús-
ið, þar sem þeir voru. Þeim
birtust tungur, eins og af
eldi væru, er kvísluðust og
settust á hvern og einn
þeirra. Þeir fylltust allir
heilögum anda og tóku að
tala öðrum tungum, eins og
andinn gaf þeim að mæla.
í Jerúsalem dvöldust
Gyðingar, guðræknir menn,
frá öllum löndum undir
himninum. Er þetta hljóð
heyrðist, dreif að fjölda
manns. Þeim brá mjög við,
því að hver og einn heyrði
þá mæla á sína tungu. Þeir
voru frá sér af undrun og
sögðu: „Eru þetta ekki allt
Galíleumenn, sem hér eru
að tala? Hvernig má það
vera að vér, hver og einn,
heyrum þá tala vort eigið
móðurmál? Vér erum Part-
ar, Medar og Elamítar, vér
erum frá Mesópótamíu,
Júdeu, Kappadókíu, Pontus
og Asíu, frá Frýgíu og Pam-
fýlíu, Egyptalandi og Líbýu-
byggðum við Kýrene, og
vér, sem hingað erum fluttir
frá Róm. Hér eru bæði Gyð-
ingar og þeir sem tekið hafa
trú Gyðinga, Kríteyingar og
Arabar. Vér heyrum þá tala
á vorum tungum um stór-
merki Guðs.“ Þeir voru allir
furðu lostnir og ráðalausir
og sögðu hver við annan:
„Hvað getur þetta verið?““
Sagan af gjöf heilags
anda er táknræn fyrir það
hvernig kristin trú er ætluð
öllum mönnum og hvernig
boðskapur kristindómsins á
erindi við sérhverja þjóð,
hvaða nafni sem hún nefn-
ist. Rétt eins og menn frá
flestum hornum hins forna
heims, sem postularnir
þekktu, skildu ræðu þeirra
í Jerúsalem fyrir nærri tvö
þúsund árum, skilja allar
þjóðir friðar- og kærleiks-
boðskap kristninnar. Kær-
leikurinn lætur sér á sama
standa um landamæri og
friður er ætlaður öllum
mönnum, sama hvaða merk-
imiða þjóðernis þeir bera.
Hugsjónir um alþjóðlegt
samstarf sækja margt til
6Í KYNNINGU Á
• Merði Valgarðs-
syni í Njálu segir að
„hann öfundaði mjög
Gunnar á Hlíðar-
enda“.
Ragnar í Smára
sagði eitt sinn við mig að hatur og
öfund væru mesta orka sem þekkt
væri og einræðislönd gengju fyrir
henni.
Njála gengur einnig fyrir þessu
gamalkunna hatri í mannlegu sam-
félagi, eitrandi samanburði, en þó
einkum öfund sem af honum sprett-
ur. Sú orka er öðrum meiri. Hún
kyndir katlana í helvíti. Heims-
markaðsverð á henni er ávallt hið
sama. Hún fellur aldrei í verði á
neinum Rotterdam-markaði. í Njálu
kostar hún lífið, hvorki meira né
minna.
Það hefði verið heldur óskemmti-
legt fyrir Njálu-höfund að sitja uppi
með óvinveittan gagnrýnanda sem
hefði notið þess að nýta höggstað-
ina í verkinu; t.a.m. ef þeir Vatns-
fírðingar eða aðrir óvinir sturlunga
hefðu lagt fyrir sig bókmennta-
gagnrýni; eða Kolbeinn ungi(!) Á
hann, minningu hans og orðstír, er
ráðizt hastarlega í XXV kap. með
því að geta þess sérstaklega að
hann sé afkomandi helztu illmenna
sögunnar, Marðar og Valgarðs, föð-
ur hans. Hveijum væri helzt til
þess trúandi: Hverjir áttu helzt sök-
ótt við hann? Auðvitað sturlungar.
Árásin er þaðan ættuð í Njáls sögu.
En þessi gagnrýnendahópur var þá
allur genginn fyrir ættemisstapa,
þegar sagan var rituð, a.m.k. loka-
gerð hennar.
Höggstaðir, já(!)
Það eru margir högg-
staðirnir í lífí manna
og verkum. Ekki síður
snillinga en annarra.
Njáls saga er eins
fullkomið meistaraverk og nokkuð
getur verið. En illgjam ritdómari,
í gervi hins heilaga vandlætara
auðvitað, hefði átt auðvelt með að
finna henni sitthvað til foráttu;
t.a.m. að í LXV kap. segir að Mörð-
ur Valgarðsson hafi kvænzt Þor-
kötlu Gizurardóttur ins hvíta að
Mosfelli, en í CXVIII kap. segir
svo: „Mörður átti Þorkötlu dóttur
Gizurar hvíta...“
Sem sagt: endurtekning(!) Bruðl
með kálfskinn(!) Óhagsýni í stíl og
formi(!)
Undir lok sögunnar hefjast tíu
kaflar í röð á þessum orðum: „Nú
er þar til máls að taka...“ Auk þess
hefst hálfur annar tugur kafla og
málsgreina á þessari vandræðalegu
endurtekningu, auk fjölda setninga
sem hefjast á: „Nú er...“.
Vegna fjarlægðar við höfund og
gleði yfir verkinu getum við nú
skrifað þessi vandræði á reikning
„olnbogabarna íslenzkrar sagnarit-
unar“, afskrifaranna. Þeir skildu
eftir sig fíngraför oftar en við vit-
um. En við fengum ekki afruglara
með handritunum. Höfundarnir
gjalda þess og við einnig.
En það er skemmtilegt verk að
reyna að skýra myndina, ekkisízt
nú á dögum þegar verðmæti skipta
máli, því margt er afruglað sem er
einskis virði.
HELGI
spjall
kristinna markmiða. Á þess-
ari öld hefur verið leitazt
við að breyta ástandi, þar
sem þjóðir berast á bana-
spjót og láta sér fátt um
örlög hver annarrar finnast,
og stuðla þess í stað að því
að allar þjóðir reyni í sam-
einingu að leysa vandamál
skorts og sóunar og skapa
í sameiningu frið og hag-
sæld um allan heim.
Við eigum ennþá langt í
land en þó hafa möguleikar
okkar til að ná árangri aldr-
ei verið betri. Fyrir tilstuðl-
an umbyltinga í samgöng-
um og fjarskiptum vitum við
bæði meira um hlutskipti
náungans, hvar sem hann
kann að vera staddur, og
eigum auðveldara með að
koma aðstoð til bágstaddra.
En gerum við, jafnt sem
kristnir einstaklingar og
sem samfélag kristinna
manna, nóg af því að nýta
möguleikana til að láta gott
af okkur leiða? Látum við
nóg af hendi rakna til þró-
unaraðstoðar og neyðar-
hjálpar? Gerum við nóg til
að efla alþjóðlega samvinnu
og vinna gegn stríði og tor-
tryggni á milli þjóða? Tök-
um við nógu vel á móti nýj-
um íslendingum af erlend-
um uppruna? Setjum við
bróðerni ofar þjóðerni?
Á hvítasunnu ættum við
að íhuga hvernig við getum
sýnt kristinn bróðurkær-
leika í verki gagnvart fólki
af öllum þjóðum, talað og
breytt gagnvart öllum
mönnum þannig að þeir
skilji okkur og leitazt sjálf
við að skilja þá, sama hverj-
ir þeir eru og hvaðan þeir
eru.
Morgunblaðið óskar les-
endum sínum gleðilegrar
hvítasunnuhátíðar.
7VIÐ GETUM SAGT AÐ meg-
• instefið í Brennu-Njáls sögu
sé Skamma stund verður hönd
höggi fegin, og enginn skyldi vega
í knérunn því það sé dauðasynd,
en þannig voru sturlungar drepnir
hver af öðrum á sínum tíma. Ein-
hveijir myndu líklega halda þvi
fram að þetta sé heldur kristilegur
boðskapur og má vel líta svo á.
Þannig gætum við freistazt til að
halda því fram að Njála sé einhvers
konar trúfræðirit; að hún sé kristið
rit í innsta kjarna sínum. Og sem
slík áminning til samtíðarinnar að
fara sér hægar en ofstopamenn
sturlungaaldar. Blóð kalli á blóð,
hefnd á hefnd. Þeir kveikja síður í
arfasátunni sem þekkja Njálu. Sem-
sagt, að Njála sé einskonar dæmi-
saga einsog mörg rit önnur frá
miðöldum. Það má vel vera. Höf-
undur hennar er kristinn maður,
nánar tiltekið kaþólskur, og veit góð
deili á trú sinni og takmarki henn-
ar. Hreinsunareldurinn gegnir hlut-
verki í sögunni, en hann brennur
bæði þessa heims og annars einsog
Njáll minnir á við dauða sinn. Hann
veik því máli undir skapara sinn.
Þá er Brennu-Njáls saga einnig
skrifuð á sannkaþólskum tíma og
inní umhverfí sem bar augljóslega
mikla virðingu fyrir ríkjandi trú;
jafnvel ofstopamenn og illmenni
voru lotningarfullir andspænis
trúnni. En þá er þess og að gæta
að slíkir menn virtu undir drep goð
sín þegar heiðindómur var í al-
gleymingi.
M
Fyrir u.þ.b. ÞREMUR
áratugum birtust tölur,
sem sýndu, að mun lægra
hlutfall íslenzkra ung-
menna lauk stúdents-
prófí en á öðrum Norður-
löndum. Þessar upplýs-
ingar vöktu mikla at-
hygli og leiddu til almennra umræðna um
stöðu skólamála á íslandi. Sú athygli
beindist ekki sízt að tveimur þáttum í fram-
haldsskólakerfínu. Annars vegar var spurt,
hvort landsprófið yfirleitt væri Þrándur í
Götu ungs fólks, sem vildi leita sér mennt-
unar og hins vegar var á það bent, að
hinar ýmsu námsbrautir væru of lokaðar.
Nemandi, sem á landsprófsaldri hefði ekki
sýnt námi nokkurn áhuga, fallið og þar
með ekki komizt inn á námsbraut sem
leiddi til stúdentsprófs, hefði enga mögu-
leika á að breyta um stefnu, ef afstaða
hans til náms væri orðin önnur tveimur
árum síðar. Það væri mikil krafa á hendur
ungu fólki að það vissi nákvæmlega hvað
það ætlaði sér á þeim aldri, sem landspróf
var tekið.
Miklar umræður um þessi mál leiddu
til víðtækra breytinga á skólakerfínu. Gylfi
Þ. Gíslason, sem þá var menntamálaráð-
herra, brást við þessari gagnrýni á skóla-
kerfíð með því að beita sér fyrir umbótum.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavík-
ur tóku frumkvæði, sem Kristján J. Gunn-
arsson, skólastjóri, og Þórir Kr. Þórðarson
heitinn, prófessor, sem þá voru borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins, áttu mikinn
þátt í að móta og leiddi til stofnunar Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti. Markmiðið var
m.a. að opna leiðir á milli mismunandi
námsbrauta.
Löngu síðar voru uppi mismunandi skoð-
anir um það, hvernig til hafði tekizt. Sum-
ir töldu, að samhliða þessum breytingum
hefði verið slakað á námskröfum og að
útskrifaðir stúdentar hefðu ekki fengið
jafn góða menntun og áður. Aðrir töldu,
að hinir gamalgrónu stúdentsprófsskólar
eins og Menntaskólinn í Reykjavík,
Menntaskólinn á Akureyri og Verzlunar-
skóli íslands væru betri skólar en hinir
nýju og gerðu meiri kröfur.
Alla vega var staðreyndin sú, að miklar
umræður í lok Viðreisnartímabilsins um
það, hvers vegna færri íslenzk ungmenni
lykju stúdentsprófí, leiddu til gífurlegra
breytinga í skólakerfinu á næstu árum.
Þetta er rifjað upp hér vegna þess, að
nú hefur Bjöm Bjarnason, menntamála-
ráðherra, lagt fram á Alþingi skýrslu, að
beiðni Ágústar Einarssonar og annarra
þingmanna jafnaðarmanna, um kennslu,
nám og rannsóknir á háskólastigi. í Morg-
unblaðinu í dag, laugardag, er sagt frá
efni þessarar skýrslu, sem hlýtur að koma
landsmönnum mjög á óvart. Þar kemur
fram, að hlutfall Islendinga á aldrinum
25-44 ára, sem lokið hafa háskólanámi,
er mun lægra en meðaltal sömu aldurs-
hópa innan OECD-landa. Þetta hlutfall er
16-17% hér samanborið við 23% að meðal-
tali í 22 ríkjum OECD. Innan OECD eru
einungis fjögur ríki þar sem hlutfallið er
lægra en á Islandi en það eru Austurríki,
Ítalía, Portúgal og Tyrkland.
Samanburður við nágranna okkar á
öðrum Norðurlöndum er okkur afar óhag-
stæður. Ef enn er miðað við ofangreinda
aldursflokka kemur í ljós, að í Noregi
hafa 31% þeirra, sem eru á þessum aldri,
lokið háskólaprófi, í Svíþjóð 27%, í Finn-
landi 22% og í Danmörku 20%, en hér á
íslandi er þetta hlutfall 16%.
Hvað í ósköpunum veldur þessu? Við
íslendingar höfum lagt gífurlega áherzlu
á að greiða fólki leið til háskólanáms. Eins
og að framan er rakið voru gerðar sérstak-
ar ráðstafanir til þess á sínum tíma að
auðvelda ungu fólki leið að stúdentsprófi,
sem jafnframt var og er lykill að háskóla-
námi. Jafnframt hefur sérstök áherzla
verið lögð á, að auðvelda ungu fólki fjár-
hagslega að stunda háskólanám. Hér eru
í raun og veru engin skólagjöld við Há-
skóla íslands, a.m.k. ekki sem orð er á
gerandi. Miklir fjármunir hafa verið lagðir
fram til þess að námsmenn ættu greiða
leið að námslánum. Þótt deilur hafi risið
um lánasjóð námsmanna við og við á und-
anförnum áratugum er það engu að síður
staðreynd að í fáum löndum er aðgangur
námsmanna að fjármagni til þess að
standa undir kostnaði við nám jafn opinn
og hér.
Þetta virðist ekki hafa dugað til. í
Bandaríkjunum, þar sem skólagjöld eru
við nánast alla háskóla, mismunandi há
að vísu, lægri í ríkisskólum en himinhá í
einkaskólum er þetta sama hlutfall 32%!
Vel má vera, að þessar tölur séu ekki
nákvæmlega samanburðarhæfar og
skýrsluhöfundar taka sérstaklega fram,
að þar verði að hafa fyrirvara á vegna
mismunandi skipulags náms og af fleiri
ástæðum einnig. Það breytir þó ekki því,
að þessar tölur hljóta að gefa töluvert
skýra mynd af því hvemig staðan er. Og
hún er okkur íslendingum mjög óhagstæð.
Raunar svo óhagstæð, að við hljótum að
hrökkva jafn mikið við og við gerðum sl.
haust, þegar í ljós kom að raungreina-
kennsla í íslenzkum skólum stenzt ekki
samanburð við það bezta, sem þekkist
erlendis og raunar langt í frá.
Aðstaða há-
skóla
ÁHYGGJUR AF
stöðu háskóla-
kennslu hafa við og
við skotið upp koll-
inum í opinberum
umræðum hér. Þannig hafa forráðamenn
Háskóla íslands hvað eftir annað bent á,
að skólinn væri ekki samkeppnisfær í laun-
um og gæti ekki haldið beztu kennurum
vegna lélegra launakjara háskólakennara.
Hvað eftir annað hefur það gerzt, að
umsækjendur um prófessorastöður hafa
dregið umsóknir sínar til baka vegna þeirra
launa, sem í boði voru. Fyrir nokkru var
frá því skýrt, að nemendur í tölvunámi
við Háskóla Islands færu umsvifalaust á
mun hærri laun en kennarar þeirra hafa,
þegar þeir hafa lokið námi og jafnvel
meðan á námi stendur. Sá háskólaprófess-
or, Oddur Benediktsson, sem hefur öðrum
fremur byggt upp kennslu í tölvunarfræð-
um við Háskóla Islands og átt mikinn þátt
í að skapa þá þekkingu, sem er undirstaða
blómlegs hugbúnaðariðnaðar, hefur nýlega
tekið sér ársleyfí frá störfum til þess að
vinna fyrir einkafyrirtæki á þessu sviði.
Tækniskóli íslands auglýsti nýlega tvær
stöður kennara í rekstrar- og viðskipta-
greinum. Ein umsókn barst. Guðbrandur
Steinþórsson, rektor skólans, sagði um
þetta í samtali við Morgunblaðið sl.
fimmtudag: „Menn láta sig hverfa, þegar
þeir frétta, hvað er í boði og gildir það
um allt háskólastigið að útilokað er að
keppa við almennan vinnumarkað ... Til
að keppa við almennan vinnumarkað þyrfti
að margfalda Iaunin með tveimur. Ástand-
ið er verra núna, þegar uppsveifla er í
þjóðfélaginu og við enn þá fjær því að
vera samkeppnishæf."
Menntamálaráðuneytið hefur látið gera
skýrslu þar sem lagt er mat á viðskipta-
og rekstrarfræðimenntun við Háskóla ís-
lands, Háskólann á Akureyri, Samvinnu-
háskólann í Bifröst og Tækniskóla ís-
lands. Það hlýtur að koma mjög á óvart,
að svo virðist sem Samvinnuháskólinn í
Bifröst fái bezta dóma í þeirri skýrslu. Þar
hafí m.a. verið unnið markvisst að kennslu-
fræðilegri uppbyggingu náms og eftirlit
og miðlun athugasemda og upplýsinga til
kennara þyki til fyrirmyndar en þessum
þáttum sé víða ábótavant. Jónas Guð-
mundsson, rektor Samvinnuháskólans
vakti athygli á þessari skýrslu í grein hér
í blaðinu sl. þriðjudag og sagði þá m.a.,
að hún veitti „væntanlegum nemendum
skólanna mikilvægar upplýsingar um
hvaða áherzlum þeir eigi von á í skólunum
fjórum.“
Þegar sagt er, að staða Samvinnuhá-
skólans komi á óvart byggist það einfald-
lega á því, að Háskóli Islands á sér ára-
tugasögu með viðskiptafræðimenntun á
háskólastigi. Hins vegar kann þessi sam-
anburður að vera ósanngjam. Þannig kem-
ur fram í skýrslunni, að í Háskóla Islands
REYKJAVÍKU RBRÉF
Laugardagur 17. maí
HORFT TIL HAFS Á BÍLDUDAL
Morgunblaðið/Golli
og Tækniskólanum séu 40 nemendur á
hvern fastráðinn kennara en átta í Sam-
vinnuháskólanum og Háskólanum á Akur-
eyri. Þetta bendir til þess að síðastnefndu
skólarnir tveir fái hlutfallslega mun meira
fjármagn en t.d. Háskóli íslands.
Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra,
gerði þessa skýrslu m.a. að umtalsefni á
aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræð-
inga sl. fimmtudag og sagði þá: „Að mati
ytri matshóps felst meginorsök þeirra
vandamála, sem viðskiptaskor glímir við í
þeim höftum, sem á henni hvíla, sem deild
í Háskóla íslands. Skorinni er óheimilt að
velja úr hópi umsækjenda eða setja inn-
gönguskilyrði. Margir heija námið á röng-
um forsendum, sem leiðir til sóunar á fjár-
munum hins opinbera og ekki sízt tíma
þeirra, sem ef til vill hefðu átt að fara
annað. Það er ógerlegt að veita öllum þeim,
sem hefja nám, viðunandi þjónustu. Skorin
þarf að geta valið úr umsækjendum, inn-
heimt námsgjöld, aflað sér sértekna í at-
vinnulífinu og verið samkeppnishæf við
atvinnulífið í launakjörum. Verði þessum
hömlum ekki aflétt er hætt við, að viðskipt-
askor verði undir í samkeppni við sjálf-
stæða skóla, sem kenna myndu sambæri-
legt námsefni á höfuðborgarsvæðinu. Ef
litið er á þessar athugasemdir og þær
skoðaðar í samhengi við frumvarpið til
laga um háskóla sést, að sé rétt á málum
haldið á háskólalöggjöfín alls ekki að
hindra umbætur á þeim sviðum, sem þar
hafa verið talin til veikleika. Þvert á móti
veitir löggjöfín svigrúm til að bregðast við
á nýjum forsendum. Samkvæmt frumvarp-
inu verður háskólum heimilt að setja inn-
tökuskilyrði. Frumvarpið bannar ekki held-
ur, að innheimt séu námsgjöld. Þá er öflun
sértekna ekki bönnuð. Á hinn bóginn er
hvorki gert ráð fyrir því, að viðskiptaskor
losni úr tengslum við Háskóla íslands né
starfsmenn hennar hætti að þiggja laun
samkvæmt reglum um opinbera starfs-
VERA MÁ, AÐ
við fýrstu sýn virðist
hér vera um tvö
aðskyld mál að
ræða, annars vegar
spumingin um það
hvers vegna stærri hópur ungs fólks lýkur
ekki háskólaprófí og hins vegar hver að-
staða háskóla er til að sinna hlutverki sínu.
En það þarf þó ekki að vera. Getur það
verið, að háskólamenntun sé ekki nægilega
eftirsóknarverð vegna þess að hún sé ekki
nægilega góð og veiti þeim, sem afla henn-
ar, ekki nægilegt forskot á vinnumarkaðn-
um?
Alla vega er hér um stórmál að ræða. í
kjölfarið á þeim upplýsingum, sem nú hafa
komið fram, er brýnt verkefni og bráðnauð-
synlegt að gera sérstaka könnun á því
hvers vegna fleiri leita ekki eftir því að ljúka
háskólaprófi og hvers vegna við erum verr
stödd að þessu leyti en helztu nágranna-
þjóðir okkar á Norðurlöndum, sem við ber-
um okkur saman við í einu og öllu.
Ein staðreynd blasir hins vegar við.
Opinn aðgangur að háskóla eftir að stúd-
entsprófi lýkur, þar sem skólagjöld eru
nánast engin og greiður aðgangur að
lánsfé til þess að fjármagna háskólanám,
dugar ekki til. Þessi opni aðgangur þýðir
hins vegar að háskóladeildirnar verða að
taka við hveijum sem er.
Alþingi hefur ekki verið tilbúið til að
veita meira fjármagni til Háskóla íslands
úr vösum skattgreiðenda en Alþingi hefur
heldur ekki verið tilbúið til að veita skólan-
menn.
Hvernig- á
að bregðast
við?
um eða einstökum deildum hans heimild
til að taka upp skólagjöld, sem mundu
gera kleift að laða að hina hæfustu kenn-
ara með betri launum. Háskólinn er þess
vegna í algerri sjálfheldu.
Óllum ber saman um, að góð menntun
er lykill að framtíðarvelferð þjóðarinnar.
Allar þjóðir leggja áherzlu á að bæta
menntun þegna sinna. Skóla- og mennta-
mál voru einn aðalþátturinn í kosningabar-
áttunni i Bretlandi fyrir skömmu. Fyrir
þremur áratugum tókst að bijóta þá stíflu,
sem hafði myndast í framhaldsmenntun
íslenzkra ungmenna. Nú er augljóslega
pottur brotinn á háskólastigi og þarf
kannski engum að koma á óvart vegna
þess að háskólamennirnir sjálfir hafa varað
við því árum saman, að svo mundi fara.
Háskólamenntun þarf að vera eftirsókn-
arverð. Háskólar eiga að hafa rétt á því
að gera miklar kröfur og velja úr hópi
umsækjenda. Það er dýrt spaug að hafa
allar deildir háskólans svo galopnar að þar
setjist fólk á skólabekk, sem á þangað
ekkert erindi. Nánast ókeypis aðgangur
að Háskóla íslands virðist ekki hafa orðið
til þess, að jafn margir ljúki háskólaprófi
og í löndum, þar sem umtalsverð skóla-
gjöld eru tekin af hveijum nemanda. Hafí
Háskóli íslands rétt til að velja og hafna,
taka upp skólagjöld til þess að geta boðið
kennurum hærrri laun og nemendum þar
með betri menntun er vel hugsanlegt að
háskólamenntun verði eftirsóknarverðari í
augum ungs fólks á íslandi en hún sýnist
vera í dag.
Þetta þarf allt að kanna rækilega. Hitt
er ljóst, að skýrsla menntamálaráðherra
til Álþingis hlýtur að leiða til þess að öll
málefni háskólastigsins verði tekin til
rækilegrar og gagngerrar umræðu og end-
urskoðunar.
„Hvað í ósköpun-
um veldur þessu?
Við íslendingar
höfum lagt gífur-
lega áherzlu á að
greiða fólki leið
til háskólanáms...
Jafnframt hefur
sérstök áherzla
verið lögð á að
auðvelda ungu
fólki fjárhagslega
að stunda há-
skólanám. Hér
eru í raun og veru
engin skólagjöld
við Háskóla Is-
lands, a.m.k. ekki
sem orð er á ger-
andi. Miklir fjár-
munir hafa verið
lagðir fram til
þess að náms-
menn ættu greiða
leið að námslán-
um... Þetta virð-
ist ekki hafa dug-
að til.“