Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 33
V SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 33 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR JOHANN MAGNUS GUNNARSSON + Jóhann Magnús Gunnarsson fæddist í Melshús- um, Seltjarnarnesi 28. apríl 1949. Hann lézt á Landspítalan- um 9. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Magnús Gunnar Magnússon lög- regluvarðstjóri í Reykjavík, f. 11. janúar 1920, d. 1. ágúst 1986, og Kristín Guðlaug Bárðardóttir, f. 21. desember 1921. Systkini Jóhanns eru Símon, f. 9. febrúar 1944, í sambúð með Eygló Andrésdóttur, Jóna, f. 21. ágúst 1946, gift Jóni Friðriks- syni, Matthías, f. 8. júlí 1950, í sambúð með Katrínu Eiríksdótt- ur, Dagný, f. 27. október 1962, í sambúð með Halldóri Guð- bergssyni. Jóhann lauk gagnfræðaprófi L Elskulegur bróðir okkar er látinn langt um aldur fram eftir erfiða en stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Jóhann ólst upp ásamt okkur systk- inunum við sjávarsíðuna á Seltjarn- arnesi. Á þeim árum var nesið ekki eins þéttbyggt og í dag. Margs er að minnast þegar litið er til baka, t.d. þegar kýrnar í Nesi voru rekn- ar í túnið heima á hveijum morgni og hvað okkur þótti gaman að ærsl- ast í þeim eða fara niður í fjöru eða út á bryggju að veiða, ufsa eða kola. Þá má ekki gleyma Gróttu og öllum ævintýrunum sem við upplifðum þar. Það var mikið líf í okkur krökkunum á þessum árum. Við vorum ekki há í loftinu þegar við tókum þát í að breiða fisk á fiskreiti og unnum ýmsa aðra vinnu sem til féll. Alltaf höfðum við nóg fyrir stafni á þessu yndislega Nesi, með þessa ósnortnu náttúrufegurð. Jóhann hafði mikinn áhuga á íþróttum, einkum knattspyrnu, og lék með KR í mörg ár og þótti hann mjög efnilegur. Þótt Jóhann hefði hætt að leika knattspyrnu fylgdist hann mjög vel með hvað var að geast í íþróttaheiminum hveiju sinni. Jóhann bróðir var dulur að eðlis- fari og bar ekki tilfinningar sínar á torg en tryggur sínum nánustu. Elsku bróðir, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og vitum að þjáning- um þínum er lokið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vðrn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Hafðu þökk fyrir allt. Systkinin. Elsku Jóhann frændi, það var sárt að missa þig. Þú komst fram við mig eins og faðir. Þú lést eins og þú ættir tvö börn, mig og Evu Rún. Þér fannst alltaf gaman að knattspyrnu og þú hélst með KR eins og ég. En þú varst allt í einu veikur og þá vissi ég ekki að þetta væri krabbamein. Svo sagði mamma mér það. Þegar ég kom á spítalann til þín sagði ég að ég ætlaði að koma aftur, en mamma og pabbi bönnuðu mér það. Mamma sagði daginn eftir að ég gæti kom- ið og heimsótt þig og fært þér blóm en það varð aldrei neitt úr því. Mamma sagði mér um kvöldið, þeg- ar hún var komin heim af spítalan- um að þú værir dáinn. Ég grét í fanginu á mömmu minni en vissi alla vega að þú værir kominn til Guðs. Ef þú værir hjá okkur ennþá, mundum við tefla skák eða spila olsen olsen, sem okkur fannst svo skemmtilegt. Þú áttir afmæli rétt áður en þú lést og ég náði ekki að frá Mýrarhúsa- skóla á Seltjarn- arnesi, en hóf síðar nám í glerslípun og speglagerð við Iðn- skólann í Reykja- vík. Öðlaðist hann meistararéttindi 20. ágúst 1990. Jó- hann starfaði lengst af hjá Glerslípun og spegiagerð Lud- vigs Storr við Klapparstíg. Síð- ustu árin starfaði hann við Glerslípun og speglagerð hf. Skeifunni 5. Jóhann kvæntist ekki og var barnlaus. Hann bjó í foreidra- húsum og eftir að faðir hans lézt, hélt hann heimili ásamt móður sinni. Útför Jóhanns fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. maí og hefst athöfnin klukk- an 13.30. gefa þér neitt, en þess í stað set ég blóm á kistuna þína. Á spítalan- um leið þér illa og þú varst alltaf að missa meðvitund. Maður hélt að þú værir dáinn, þegar þú andaðir ekki í langan tíma. Þú varst svo góður við mig og alla. Oft sagðir þú mér sögur og fleira. Ég hélt að þú kæmist í 11 ára afmælið mitt í júlí en ég veit að þú fylgist með mér áfram. Nú veit ég að þér er batnað og pabbi þinn, ömmur og afar taka örugglega vel á móti þér. Andi trúar, andi vonar andi Jesú Krists, Guðs sonar, andi dýrrar elsku hans, lát þú sannleiks Ijósið bjarta lýsa skært í mínu hjarta fyll það krafti kærleikans. (V. Briem). Vertu sæll, besti frændi í heimi. Þinn frændi Gunnar Magnús. Elsku frændi minn. Nú langar mig að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég ólst meira og minna upp á þínu heimili fram yfir unglingsár- in. Þú varst svo barngóður og góð- ur við mig. Mér eru minnisstæðast- ar samræður okkar en þá var ég komin á unglingsárin og þú varst að leiðbeina mér þegar ég var að fara út að skemmta mér. Þá vildir þú vita hvert ég væri að fara og með hveijum og hvernig ég kæmist heim að loknu balli. Mér þykir vænt um þessar minningar, því við gátum talað um allt á milli himins og jarð- ar. Seinna er ég eignaðist mitt fyrsta barn, sem er stúlka, varstu svo góður við hana enda var hún mjög hænd að þér. Þú barðist hetjulega við þinn sjúkdóm og varst duglegur í alla staði, jákvæður og fínnst mér þú hafa tekið á þessum veikindum með æðruleysi og kjarki, elsku Jói, og finnst mér æðruleysisbænin eiga vel við þig. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin) Nú kveð ég þig, elsku frændi minn, með vissu í hjarta mínu að það verði tekið vel á móti þér. Elsku amma, mamma, Dagný, Mansi, Simmi og Gunnar Magnús, Guð gefi ykkur stygk í þessari miklu sorg. Kristín Gunný Jónsdóttir og Eva Rún Sigurðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Lokað Vegna jarðarfarar JÓHANNS M. GUNNARSSONAR verður lokað þriðjudaginn 20. maí eftir kl. 12. Glerslípun og speglagerð Skeifunni 5. t Ástkær sonur okkar og bróðir, ÁRNI PÉTUR LUND, Urriðakvísl 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 21. maí kl. 15.00. Maríus Lund, Bergþór Lund, Ásdís Karlsdóttir, Karl Lund. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANN MAGNÚS GUNNARSSON glerslípari og speglagerðarmaður, Stífiuseli 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þem, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Kristín Bárðardóttir, Símon Gunnarsson, Eygló Andrésdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Jón Friðriksson, Matthías Gunnarsson, Katrín Eiríksdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Halldór Guðbergsson, Kristín Gunný Jónsdóttir, Gunnar Magnús Halldórsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og systir, ELÍN EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR læknafulltrúi, Akraseli 4, Reykjavík, sem lést 10. maí, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 21. maí kl. 13.30. ?■ Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Anný Hermansen, Bergijót Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bergmann, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Elín Guðmundsdóttir, barnabörn og systkini. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR EINARSSON fyrrverandi sendiherra, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðviku- daginn 21. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti líknar- stofnanir njóta þess. Karólína Hlíðdal, Sigríður Þórðardóttir, Francis Worthington, Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson, Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Arndís Inga Sverrisdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR HALLDÓR GÍSLASON frá Hóli, Ólafsfirði, Reynihvammi 43, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðviku- daginn 21. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félags íslands. Fjóla Valdís Bjarnadóttir, Ragnhildur Freyja Sverrisdóttir, Helgi Eiríksson, Kristín Valdís Sigurðardóttir, Bjarni Þór Guðmundsson, Bjarni Sigurðsson, Kristín Bessa Harðardóttir, ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Sveinbjörn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Bróðir okkar, JÓNASEGGERTTÓMASSON bóndi, Sólheimatungu, er lést 12. maí sl. verður jarðsunginn frá Staf- holtskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á björgunarsveitina Fleiðar, Varmalandi, Stafholtstungum. Guðrún M. Tómasdóttir, Sigurður Tómasson, Guðríður Tómasdóttir og fjölskyldur. Arnór Hannibalsson, Ólafur Hannibalsson, Elín Hannibalsdóttir, Guðríður Hannibalsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.